Morgunblaðið - 04.08.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.08.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. AGUST 1976 Runólfur með 90 tonn af kolmunna: Mikið af kolmunna í Héraðsflóadýpi SKUTTOGARINN Runólfur kom til Neskaupstaðar á sunnudagskvöldið með um 90 lestir af kolmunna, sem skipið fékk í Héraðsflóadýpi. Togarinn fékk meirihluta aflans f þremur holum. Runólfur hélt aftur á miðin í gær og ef vel gengur á togarinn að landa á Hornafirði í dag. - -• f /y m 1: /m .......... Sveinn Sveinbjörnsson fiskifræðingur, leiðangurs- stjóri á Runólfi, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að aflann, sem þeir fóru með til Neskaupstað- ar, hefðu þeir aðallega fengið í þremur holum, 75 tonn fengust í tveimur hol- um og 12 tonn í því þriðja. — Okkur hefur aldrei gengið svona vel í kol- munnaslóðinni, en við vor- um nú nokkru norðar en áður, sagði Sveinn Svein- björnsson. Áður en við hóf- um veiðina núna leituðum við nokkuð fyrir okkur og fundum mjög góðar lóón- ingar í Héraðsflóadýpi, sem við létum flotvörpuna fara í með fyrrgreindum arangri. Kolmunninn AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JRorjjtmblabib faðma dýpi og það virtist vera mikið af honum, sagði Sveinn. Hann sagði enn- fremur, að kolmunna- magnið í Seyðisfjarðardýpi hefði virst fara vaxandi að undanförnu og því færi ekki milli mála að mikið af kolmunna væri undan Austfjörðum um þessar mundir. Það ætti eftir að kanna svæðið enn betur, en þeirra hlutverk á Run- ólfi hefði að undanförnu fyrst og fremst verið að afla hráefnis til tilrauna- vinnslunnar. Að lokum sagði Sveinn að gert væri ráð fyrir að landa næst á Höfn í Horna- Kolmunnavinnsla ( frystihúsi Sfidarvíiinslunnar h.f. ( Neskaupstað. firði. — Ef vel gengur í dag og kvöld ættum við að geta Iandað þar á morgun. Már Lárusson, verkstjóri í frystihúsi Síldarvinnsl- unnar í Neskaupstað, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að 20 tonn af afla Runólfs hefðu verið tekin til vinnslu. Helmingurinn af því hefði farið í marning og hinn helmingurinn í þurrkun. 70 tonn hefðu hins vegar farið til bræðslu. — Það var ekki hægt að taka meira í marning og þurrkun að þessu sinni, Ljósm. Mbl.: Friðþjófur. sagði Már. Óhemju vinna er nú í frystihúsinu og við komumst ekki yfir meira með góðu móti. Bjartur landar t.d. hér í dag 85 lestum af góðum fiski og trillur eru farnar að fá fisk á grunnslóð, þótt ekki sé það mikið. þarna hélt sig á 75 til 50 Flugmála- stjórar þinga í Reykjavík FLUGMÁLASTJÓRAR V- Evrópuríkja, 20 talsins, halda ár- legan fund sinn ( Reykjavík um þessar mundir. Hófst fundurinn ( fyrradag og iýkur á föstudag. Leifur Magnússon varaflug- málastjóri sagði í samtali við Mbl. að fundur flugmálastjóranna hefða síðast verið haldinn á Is- landi fyrir 20 árum. Á fundinum, sem nú er haldinn í Reykjavík, verður rætt um sam- vinnu V-Evrópuþjóða innan A1 þ jóðaf 1 ugmál astof nu n ari nn ar og Evrópusambands flugmála- stofnana. Þá verður rætt um varnir gegn flugránum og kostnað við flugör- yggismál og sameiginlegar rann- sóknir á flugslysum. Ennfremur verður rætt um hávaða í þotum og afstöðu Evrópulanda í þvi máli og hvaða kröfur eru gerðar til flug- hæfnisskirteina flugvéla I hinum ýmsu löndum. Utsala! RAUNVERULEG STÆRÐ I 5 3. 4 5 6 7 9 RAUNVERULEG STÆRÐ / 2 3.H 5 67 9 RAUNVERULEG STÆRO Sá fyrsti inn fyrir fíkni- efnasmygl A SUNNUDAGINN hóf ungur maður afplánun á fjögurra mán- aða dómi, sem hann hlaut i vetur fyrir innflutning á fíkniefnum. Er þetta fyrsta fangelsunin, sem ffkniefnadómstóllinn framkvæm- ir. Cambridge ...................... Cambridge memory Scientific wwiHii»H|H(wn;HiHnii 1 rad 57 2958* lo 10 2 30259 e 2 71828 n 314159 * aniilog 6 a tan CAMBRIDGE almenn vél 4 reikningsaðferðir og konstant. Hentar öllum. VerSáðurkr. 6.295.00 Verð nú aðeins kr. 4.995.00 CAMBRIDGE með minni. 4 reikningsaðferðir og konstant. Vél fyrir verslunarmenn. Verð áðurkr. 8.395.00 Verð nú aðeins kr. 6.995.00 SCIENTIFIC litla vísindatölvan sem hefur slegið í gegn. Fyrir nemendur í framhalds- og tækninámi. Verðáðurkr. 10.800.00 Verð nú aðeins kr. 6.995.00 Stórkostlegt tækifæri meðan takmarkaðar birgðir endast Skólafólk kaupið nú fyrir veturinn heimilistæki sf SÆTUNI 8 — SIMI 16555 HAFNARSTRÆTI 3 — SÍMI 20455

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.