Morgunblaðið - 04.08.1976, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.08.1976, Blaðsíða 32
\r<t!.YSIN(»ASl.YIIXN KH: 22480 Jfl*r£>tinl)I«btíi t DAG er gert ráð fyrir sunnan- og suðvestanátt um allt land. Að sögn Knúts Knudsens veðurfræð- ings verður rigning og siðan skúraveður á Vesturlandi, en á austanverðu landinu á að rigna eitthvað fyrst, en létta sfðan til. MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGUST 1976 Stálvík með 110 lestir Siglufirði, 3. ágúst. STÁLVÍK kom hingað í dag með 110 lestir af góðum fiski. íslenzku togararnir hafa að undanförnu haldið sig í Djúpálnum og s.l. sól- arhring fengu skmir togaranna allt að 50 lestum í botnvörpu. mj. Þessi mynd var tekin af Karli prinsi þegar hann kvaddi Vopn- firðiuga á flugvellinum f Vopnafirði er hann hafði lokið veiði - f Hofsá á ^ síðastliðnH sumri. KARL Bretaprins hóf laxveiði í Hofsá f Vopnafirði á mánudags- morgun. A fyrsta klukkutfman- um fékk Karl fjóra laxa, en alls fékk hann sex laxa og var hann að vonum ánægður með veiði fyrsta dagsins. Samkvæmt upp- lýsingum Brians Holt aðal- ræðismanns verður Karl f eina viku við laxveiði f Hofsá að þessu sinni, en hann veiddi f fjóra daga f þessari sömu á f fyrra. Með Karli prinsi f för- inni eru nokkrir kunningjar hans. „Karl prins er ákaflega ljúf- ur og lítillátur maður, og hann er algjör mótsögn við allan þann snobblýð, sem maður hitt- ir alls staðar," sagði Gunnar Valdimarsson á Teigi í Vopna- firði í samtali við Morgunblaðið í gær, en hann fylgist vel með Karli við Hofsá. „Prinsinn læt- ur engan þjóna:sér og gerir ailt sjálfur." Karl prins kom fljúgandi til Egilsstaða með einkavél snemma á mánudagsmorgun. A flugvellinum var mikill viðbún- aður þegar flugvél prinsins lenti, m.a. var slökkviliðið, læknir og lögregla f viðbragðs- stöðu. Fékk enginn óviðkom- andi að koma nálægt prinsin- um. Frá Egilsstöðum ók Karl ásamt 'föruneyti og fýfgdaélíði * Framhald á bls. 33 Innbrot á Patreksfirði: Á 3. hundrað þús und kr. stolið úr mjólkurstöðinni Ijósm. Mbl.: Brynjólfur. EINS OG I MONTREAL — Sovéska fimleikafólkið sýndi fimi sína í fyrsta sinn í Laugardalshöllinni í gærkvöldi fyrir fullu húsi áhorfenda, sem áttu vart orð til að lýsa hrifningu sinni. A þessari mynd sést hin smávaxna Maria Filatova í æfingum á tvfslá, en hún vakti sem kunnugt er mjög mikla athygli á nýafstöðnum Ólympíuleikum í Montreal. Stöðvast bræðslurnar vegna svartolíuskorts Sovézkt olíuskip langt á eftir áætlun i’atieksfirði, 3. ágúst. INNBROT var framiö í mjólkur- stöðina á Patreksfirði aðfararnótl Kom upp með gleraugun af 6 metra dýpi Siglufirði, 3. ágúst ÞAÐ BAR hér við skömmu eftir hádegi, er dýpkunarskipið, Björninn var við vinnu hér í höfninni, að stór krani á skip- inu brotnaði og féll í sjóinn. Starfsmaður á Birni Aage Jo- hansen lenti niður með kranan- um, en kom upp ómeiddur skömmu síðar. Aage sagði í samtali við fréttaritara Mbl., að hann hefði fundið þegar rúlla undir kran- anum brotnaði, og vitað að hann myndi fara í sjóinn. „Ef ég hefði farið út úr krananum, hefði ég átt á hættu að lenda Undir honum, þess vegna var ég rólegur og lét mig fara í sjóinn með krananum, niður á sex metra dýpi. Mér gekk vel að komast út úr krananum og upp komst ég fljótt. Var meira að segja enn með gleraugun á mér,“ sagði hann. mj Stálu bát í uppsveitum r Arnessýslu SÁ óvenjulegi atburður gerð- ist í uppsveitum Árnessýslu í gær, að báti var stolið. Göngu- menn, sem þar voru á ferð, gerðu sér lítið fyrir og stálu báti bóndans á Ármóti við Hvítá. Tóku þeir bátinn og reru á honum yfir Hvítá. Bónd- inn gat hins vegar ekki nálgast bátinn á ný, nema fara yfir brúna á fljótinu. Að sögn lögreglunnar á Sel- fossi voru þeir sem stálu bátn- um heppnir að sleppa ómeidd- ir yfir ána, þar sem flúðir eru í ánni rétt hjá þeim stað þar sem þeir fóru yfir hana. mánudagsins, og þaðan stolið nokkuð á þriðja hundraö þúsund ! krónum í peningum og ávísunum. Ungur maður, 22 ára gamall, viðurkenndi við yfirheyrslur hjá sakadómi Barðastrandarsýslu í dag, að vera valdur að þjófnaðin- um. Vfsaði maðurinn á pening- ana, þar sem hann geymdi þá í sorptunnu við hús sitt, en ávfsan- irnar hafði hann brennt. Að sögn Jóhannesar Arnasonar sýslumanns, sem stjórnaði rann- sókn málsins, voru verðmælin tekin úr læstri skúffu á skrifstofu mjólkurstöðvarinnar. Voru nokkrar skemmdir unnar á skrif- stofunni, en engar á tækjum eöa vélum í stöðinni. Þjófurinn tók 140 þúsund krónur í reiðufé og um 100 þúsund krónur í ávísun um, en hann snerti ekki við 1300 þúsund króna ávfsun frá Fram- Framhald á hls. 38 1050 manns í skoð- unarferðir GRlSKA skemmtiferðaskipið Britanis er væntanlegt hingað í dag með um 1100 farþega. Kemur skipið hingað á vegum Berg Hansen f Osló, en Ferðaskrifstofa Clfars Jakobsen sér um af- greiðslu skipsins. Það vekur athygli, að af 1100 farþegum sem eru með skipinu pöntuðu 1050 manns skoðunar- ferðir i landi. Að sögn Njáls Simonarsonar framkvæmdastjóra ferðaskrifstofu Úlfars Jakobsens fara flestir farþeganna í ferð til Grindavíkur og Krfsuvfkur og margir fara i skoðunarferð um Reykjavfk. Til þess að flytja far- þegana þarf 18 stóra Iangferða- bila. Njáll sagði, að meirihluti far- þeganna kæmi frá Þýzkalandi, Frakklandi, Bretlandi og Italíu. Britanis er fyrsta skemmti- ferðaskipið, sem Ferðaskrifstofa Úlfars Jakobsens tekur á móti. Hins vegar er afráðið að ferða- skrifstofan annist móttöku á 5 til 6 skemmtiferðaskipum fyrir Berg Hansen á næsta ári. SVO getur farið, ef sæmileg loðnuveiði verður í þessari viku að einhverjar loðnuverksmiðjur stöðvist vegna skorts á svartolíu f landinu. Síldar- og loðnuverk- smiðjur nota geysimikið af svart- olíu við upphitun á kötlum meðan á bræðslu stendur, en 500 tonna I verksmiðja notar 35—40 tonn af svartolfu á sólarhring. Þá nota einnig nokkrir skuttogarar lands- manna svartolfu, en það magn sem þeir nota er sáralítið miðað við það sem verksmiðjurnar nota. Olfuskip með svartolfu mun vera væntanlegt til landsins næstkom- andi laugardag, en hætt er við að sumar verksmiðjanna hafi þá stöðvast eða verði um það bil að stöðvast. Önundur Ásgeirsson, forstjóri Olíuverzlunar Islands, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi, að það væri rétt með farið að svartolía væri af mjög skorn- um skammti í landinu. Ástæðan fyrir því væri, að olíuskip sem nú vær: á leið til landsins með 18000 lestir af svartolíu væri langt á eftir áætlun. Skipið, sem kemur með olíuna frá Rússlandi, átti að vera komið fyrir hálfum mánuði, — en einhverra hluta vegna hef- ur skipið tafizt, sagði önundur. Hann sagði ennfremur að nú væri verið að reyna að jafna þeim svartolfubirgðum, sem til væru, á þær verksmiðjur, sem minnsta ættu olíuna og menn vonuðu í lengstu lög að olfan dygði fram Framhald á bls. 33 Karl prins fékk 4 laxa fyrsta klukkutímann: „Mótsögn við þann snobb- lýð sem alls staðar er” — segir Gunnar Valdimarsson á Teigi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.