Morgunblaðið - 04.08.1976, Blaðsíða 40
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGUST 1976
Kytfingar á íslandsmóti
ISLANDSMÖT kylfinga er árleg
hátlð ( þeirra hópi og tilhlökkun-
arefni. Þá koma saman golfmenn
úr öllum golfklúbbum landsins
og heyja fjögurra daga baráttu,
þar sem keppt er I flokkum eftir
getu, og mönnum þar að auki
raðað saman eftir árangri hvern
dag. Það tryggir, að jafnir menn
lenda saman.
I fyrra fór landsmót fram á
hinum nýja Jaðarsvelli við Akur-
eyri. Oftast var prýðisgott veður,
en „Stóri boli“ er aðeins 9 holur
og þessvegna þurfti að nota dag-
inn vel og byrja í rauðabýti á
morgnana. Nú fer íslandsmótið
fram í Grafarholti og þarf þá
varla að ræsa menn eins snemma
út.
Hvert íslandsmót er vettvangur
gleði og vonbrigða. Sumir hafa
æft af kappi og ætlað sér mikið,
en árangurinn verður kannski
ekki eftir því. Öðrum finnst, að
þeir hafi haft óheppnina með sér
allan tímann; þeir komu aldrei
stuttu pútti niður og þá er það
auðvitað allt vellinum að kenna.
Þeir þurftu að taka víti í hvert
einasta sinn sem þeir lentu út af
og það var yfirhöfuð mjög sorg-
legt, hvað golfgæfan hafði snúið
gersamlega við þeim bakinu.
Aftur á móti brosir golfgæfan
þeim mun blfðar við einhverjum
öðrum, sem alltaf hittir naglann á
höfuðið; er alltaf sláanlegur, hvar
sem hann liggur og laumar niður
löngum púttum. Annars virðist
golfgæfan afleit með að níðast á
þeim, sem lakari eru; það er eins
og góður golfleikari sé oft hepp-
inn líka. Og heppnin er vissulega
þáttur í golfinu, sem taka verður
tillit til.
Magnús Hjörleifsson prentari
og ágætur kylfingur úr Keili tók
meðfylgjandi myndir á landsmót-
inu á Akureyri f fyrra. Þær eru
frá keppninni f meistaraflokki
síðasta daginn og gefa hugmynd
um stemninguna, sem jafnan rík-
ir í síðasta hring mótsins.
Núna hefst einstaklingskeppn-
in á Islandsmótinu á miðvikudag
og lýkur mótinu á laugardag. Bú-
ast má við geysilega harðri
keppni og þótt flestir veðji ugg-
laust á íslandsmeistarann, Björg-
vin Þorsteinsson frá Akureyri,
eru fleiri harðir, sem gætu reynzt
honum erfiðir. Þeir sem hafa hug
á að fylgjast með mótinu, geta
komið upp í Grafarholt og fylgt
keppendum eftir.
Eirfkur Þ. Jónsson.
Ovænt úrslit í
Ambassador-
keppninni
AMBASSADOR golfkeppnin fór
fram hjá Golfklúbbi Ness um
helgina. Þátttakendur voru 88,
og er það óvenjumikil þátttaka.
Meðal þátttakenda voru flestir
beztu golfmenn landsins, svo
sem íslandsmeistarinn Björgvin
Þorsteinsson.
Þau óvæntu úrslit urðu í keppn-
inni, að 1 6 ára piltur úr GR, Eirikur
Þ Jónsson, sigraði í keppni án
forgjafar á 70 höggum, sem er
jafnt vallarmeti Lék Eirikur braut-
ina á 34 og 36 höggum og hefði
þætt vallarmetið ef hann hefði ekki
verið svo óheppinn að fara síðustu
holuna á 6 höggum eða tveimur
yfir pari Eiríkur varð unglinga-
meistari í fyrra og hann er bráðefni-
legur, eins og árangur hans ber
með sér
Annar i keppninni varð Col Lind-
erman af Keflavíkurflugvelli með
77 högg, en á 78 höggum voru
þeir Sigurður Thorarensen, Ágúst
Svavarsson og Július R. Júlíusson,
allir úr GK
í keppni með forgjöf sigraði
Ragnar Magnússon NK á 65 högg-
um nettó Íslenzk-ameríska hf gaf
verðlaun til keppninnar
Fylgzt með viðureígnínní. Maðurinn á priksætinu er Eirfkur Smith,
listmálari. Hann keppir f 1. flokki.
NORÐURLANDAMOT UNGLINGA
í KNATTSPYRNU HEFST í KVÖLD
- ísland leikur við Finna í Laugardalnum
1 KVÖLD hefst á Laugardalsvell-
inum f Reykjavfk Norðurlanda-
mót drengja i knattspyrnu og
mun það standa fram til næsta
sunnudags, 8. ágúst. Eru það lið
sem skipuð eru piltum 14—16 ára
sem þarna reyna með sér, og
koma hingað lið frá öllum
Norðurlöndum, auk liðs Vestur-
Þýzkalands sem tekur þátt f mót-
inu sem gestur.
Þetta er í annað skiptið sem
slíkt Norðurlandamót er haldið
en I fyrra fór það fram f Finn-
landi og voru þátttakendur þá frá
sömu þjóðum. Þá urðu Danir
sigurvegarar, Finnar í öðru sæti,
en síðan komu Vestur-Þjóðverjar,
íslendingar, Norðmenn og Svíar
sem ráku lestina.
Erlendu þátttökuliðin komu
hingað til lands í gær og fyrradag,
og sem fyrr segir fara fyrstu leik-
ir mótsins fram í kvöld. Hefur
liðunum verið skipað í tvo riðla og
er keppnisfyrirkomulagið þannig
að þau lið sem sigra í riðlunum
keppa saman um Norðurlanda-
meistaratitilinn, en þau lið sem
verða í öðru sæti f riðlunum
keppa um þriðja sætið og þau lið
sem verða neðst keppa um
fimmta sætið.
Þegar þetta er skrifað hafði
ekki verið gengið endanlega frá
vali íslenzka liðsins, sem æft hef-
ur ágætlega að undanförnu undir
stjórn landsliðsþjálfarans, Tony
Knapp, sem jafnframt mun svo
velja liðið. Honum til aðstoðar eru
þeir Lárus Loftsson og Gísli Már
Ólafsson, sem eiga sæti í ungl-
inganefnd KSÍ.
Riðlaskipting í mótinu er sú, að
í 1. riðli leika lið Danmerkur,
Vestur-Þýzkalands og Svíþjóðar,
en í 2. riðli leika Finnland, Noreg-
ur og ísland.
Fyrstu tveir leikirnir verða í
kvöld og hefjast þeir báðir kl.
19.00.1 Keflavík reyna Danir og
Vestur-Þjóðverjar með sér, en á
Laugardalsvellinum leika íslend-
ingar og Finnar.
Á morgun hefst keppnin einnig
kl. 19.00. Þá leika f Kópavogi lið
Svíþjóðar og Danmerkur og á
Akranesi leika Noregur og Finn-
land.
Á föstudagskvöldið leika
Vestur-Þýzkaland og Svíþjóð f
Hafnarfirði kl. 19.00. og tsland og
Noregur á Laugardalnum á sama
tíma.
N.k. sunnudag verður svo keppt
til úrslita. Þá verður leikið um
5.—6. sætið f Hafnarfirði kl. 14.00
og 3.—4. sætið í Keflavík kl.
14.00. Sjálfur úrslitaleikurinn fer
fram á Laugardalsvellinum kl.
18.30.
Ætla má, að íslenzka unglinga-
liðið hafi nokkra sigurmöguleika f
keppninni að þessu sinni. Heima-
völlur hefur alltaf sitt að segja, og
er vonandi að áhorfendur fjöl-
menni á völlinn til þess að hvetja
strákana. Þeir eiga það skilíð, þar
sem þeir hafa sýnt mikla ástund-
un og elju við æfingar sfnar.
Björgvin Þorsteinsson, tslandsmeistari f golfi, slær af teig á landsmót-
inu f fyrra. Björgvin er f senn högglangur og beinskeyttur enda er
tækni hans með þvf bezta sem hér þekkist og staðan á myndinni, þegar
hann hittir boltann, gæti verið upp úr kennslubók f golfi.
Ragnar Ölafsson úr Golfklúbbi Reykjavfkur verður án efa einn þeirra,
sem blanda sér I barðttuna um Islandsmeistaratitilinn. Nú verður
Ragnar á heimavelli, þar sem hann hefur leikið bezt. Til dæmis lék
hann sfðari daginn f Coca Cola-mótinu á 72 höggum.
Islandsmeistarar frá upphafi
EFTIRTALDIR hafa orðið íslands-
meistarar í golfi frá þvi að fyrst var
farið að keppa um titilinn árið 1942:
1942: Gfsli Ólafsson, GR
1943: Glsli Ólafsson, GR
1944: Gfsli Ólafsson, GR
1945: Þorvaldur Ásgeirsson, GR
1946: Sigtryggur Júllusson, GA
1947: Ewald Bemdsen, GR
1948: Jóhannes G. Helgason, GR
1 949: Jón Egilsson, GA
1950: Þorvaldur Ásgeirsson, GR
1951: Þorvaldur Ásgeirsson, GR
1952: Birgir Sigurðsson, GA
1953: Ewald Berndsen, GR
1954: ÓlafurÁg. Ólafsson, GR
1955: Hermann Ingimarsson, GA
1956: ÓlafurÁq. Ólafsson GR
1957: Sveinn Ársælsson, GV
1958: Magnús Guðmundsson, GA
1959: Sveinn Ársælsson. GV
1960: Jóhann Eyjólfsson, GR
1961: Gunnar Sólnes, GA
1962: Óttar Yngvason. GR
1963: Magnús Guðmundsson, GA
1964: Magnús Guðmundsson, GA
1965:Magnús Guðmundsson, GA
1 966Magnús Guðmunsson G.A.
1967: Gunnar Sólnes, GA
1968: Þorbjörn Kjærbo, GS
1969: Þorbjörn Kjærbo, GS
1970: Þorbjörn Kjærbo. GS
1971: Björgvin Þorsteinsson, GA
1972: Loftur Ólafsson, NK
1973: Björgvin Þorsteinsson, GA
1974: Björgvin Þorsteinsson, GA
1975: Björgvin Þorsteinsson. GA