Morgunblaðið - 04.08.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.08.1976, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. AGUST 1976 AP-símamynd Frá brottflutninj'unum úr flóttamannabúðunum Tal El Zaatar í Beirút. Vinstrisinn- aðir skæruliðar aka á eftir bílalestinni í jeppa, gefa sigurmerki og skjóta upp í loftið. Kristnir menn hafa haldið búðunum í umsátri í sex vikur. Eftirhreytur þorskastríðs: Juno-menn heiðraðir fyrir vaskleg viðbrögð Einkaskeyti til Mbl. frá Hull. ELtSABET II Englandsdrottn- ing hefur sæmt tvo skipverja á freigátunni Juno heiðurs- merkjum fyrir frækilega fram- göngu f sfðasta þorskastrfði, að þvf er skýrt hefur verið frá f Lundúnum. Atburðurinn varð með þeim hætti, að freigátan átti i höggi við varðskipið Tý, og skullu skipin saman nokkrum sinnum. I eitt skiptið kom rifa á olíu- tank á efra þilfari freigátunn- ar. Olía fór að leka úr tankinum og tóku skipverjar þá eftir því, að kviknað var í einum björg- unarbátnum. Tveir skipverjanna, þeir Peter Graham Hyde, 28 ára undirforingi og Peter White, 18 ára þjónustumaður við þyrlu, brugðu hart við og reyndu að ráða niðurlögum eldsins með slökkvitæki, en árangurslaust. Þeir rifu þá laust stykki, sem eldurinn hafði læstst f, og fleyzðu síðan brandinum fyrir borð. í greinargerð með heiður- merkjunum segir, að ekki leiki vafi á því, að þeir félagar hafi með snarræði sfnu komið f veg fyrir eldsvoða um borð i frei- gátunni. Ekki er þess getið hvenær atburður þessi átti sér stað. — Sigurður r Agústsson Framhald af bls. 3 og tæknimenn frá útvarpinu. Auk þess áttu starfsmenn Gufunes- radíós, útvarpsins, löggæzlumenn víðs vegar um land, starfsmenn FÍB og margir fleiri þátt í því hvernig til tókst. Sigurður sagði að upplýsinga- miðstöðin hefði viðað að sér upp- lýsingum um allt það helsta, sem búast mátti við að fólk þyrfti að vita um þessa helgi. Var þessum upplýsingum miðlað til fólks í gegnum útvarpið og einnig hringdi fjöldi fólks alla helgina til að forvitnast um hitt og þetta. Svo var auðvitað útvarpað leiðbein- ingum til fólks hvernig það ætti að haga sér í umferðinni og var ekki annað að sjá en fólk hafi farið eftir þeim leiðbeiningum. Sigurður Ágústsson vildi nota tækifærið og koma sérstöku þakk- læti á framfæri til starfsmanna Gufunesradíós fyrir þá lipurð. sem þeir sýndu við að koma alls konar skilaboðum áleiðis og til starfsmanna útvarpsins fyrir þeirra framlag. — Sveinn Oddgeirsson Framhald af bls. 3 snurðulaust, hefði verið sérstak- lega góð. „Ég vil nota tækifærið og koma á framfæri sérstöku þakklæti til útsvarpsins og strák- anna hjá Gufunesradíói, sem voru sem fyrr einstaklega liprir við að koma boðum áleiðis til okkar hjá FlB. Utvarpssendíngarnar höfðu ómetanlega þýðingu i því að draga úr slysum og greíða fyrir umferðinni. Það sást bezt á mánu- daginn, að nær allir bflstjórar óku með ljós-, enda hafði verið rekinn mikiil áróður fyrir því i útvarp- inu. Enda veitti ekki af því að aka með ljósin á, því bæði var mikil sól og rykið víða óskaplegt," sagði Sveinn að lokum. tjöldum í Vatnsdal, gestum á hlaðinu i Flókalundi og bæjun- um Neðri-Arnórsstöðum, Hamri og Breiðavik. Hluturinn virtist vera á stærð við tungl i fyllingu og draga á eftir sér eldrák, sem myndaði siðan ský, þegar hluturinn hvarf. Einna bezt sást þetta á Neðri- Arnórsstöðum, þar sem heim- ilisfólkið sá þennan eldhnött springa í miklu eldhafi. — Sjálfur sá ég skýið, sem var eins og gormur og sá ég það i heilan klukkutfma. — Innbrot á Patreksfirði Framhald af bls. 40 leiðsluráði landbúnaöarins, sem þarna var. Á mánudaginn var maðurinn handtekinn, og viðurkenndi hann í dag að vera valdur að þjófnaðin- um. Hann er nýflutturtil Patreks- fjarðar og var starfsmaður í mjólkurstöðinni. —Páll. • • Okufantur tek- inn úr þyrlu LÖGREGLAN með Óskar Ölason yfirlögregluþjón f broddi fylking- ar fór á mánud. 'n í eftirlits- flug með hinm n.» j þyrlu Land- helgisgæzlunnar TF-HUG. Var flogið til Þingvalla yfir Mosfells- heiði, að Ulfljótsvatni og til baka var flogið yfir Suðuriandsvegi og Hellisheiði. Þegar þyrlan var við Ingólfs- fjall veittu lögreglumennirnir bif- hjóli athygli, sem var ekið mjög glannalega og framhjá hverjum bílnum af öðrum. Var hraði hjóls- ins mældur úr þyrlunní og reynd- ist hann vera rúmir 100 km. Var þyrlunni þá lent við vegann og setið fyrir ökufantinum. Var hann stöðvaður og hjólið tekið af hortum, þar sem það reyndist ekki vera f lagí. Seveso: Sérfræðingar telja sig geta eytt eitrinu Mílanó, 3. ágúst. Reuter YFIRVÖLD á Norður-Italfu hafa mælzt til þess, að um þúsund börn og barnshafandi konur verði flutt brott af svæðum þeim, þar sem mest hætta er á eitrun vegna sprengingarinnar f Seveso fyrir þremur vikum. Fólkið mun geta dvalizt á heimilum sfnum um nætur, en yfirvöld geta ekki tekið ábyrgð á þvf á hættusvæðunum á daginn. Brezkir sérfræðingar hafa verið fengnir til að reyna að eyða eitr- inu, og eru þeir vongóðir um, að það megi takast á næstunni, þann- ig að íbúar á hættusvæðunum geti horfið aftur til heimila sinna inn- an fárra vikna. Eitur það, sem um er að ræða, nefnist dioxin, og segja brezku sérfræðingarnir, að ekki sé til þess vitað, að nokkur hafi látizt af völdum þess f Evrópu hingað til, og sé lítið vitað um áhrif þess á menn, en hins vegar hafi kanínur drepizt eftir að hafa andað að sér dioxin-gufum, og apar hafi fengið magasár. Blóðsýni úr 5 þúsund manns í nágrenni Seveso hafa hingað til ekki gefið til kynna, að eitrið hafi haft skaðvænleg áhrif, að því er heilbrigðisyfirvöld á hættusvæðunum segja, en leiði rannsóknir f ljós, að vegna eitrun- ar sé hætta á fæðingu vanheilla barna, muni yfirvöld heimila fóst- ureyðingu. I Hanoi, höfuðborg N-Vietmans, hélt prófessor einn þvi fram f dag, að af hverjum þúsund manns, sem veikzt hefðu af völdum di- oxins í styrjöldinni þar, hefðu 300 látizt. Seveso—búar forða sér. — Fannst hluturinn Framhald af bls. 2 stóð komu tilkynningar um reykský á himni frá Höfn í Hornafirða, Húsavfk, Sauðár- króki og víðar. Eldri sjómenn á Bolungavík töldu þetta vera reykblys. Páll Ágústsson, fréttaritari Morgunblaðsins á Patreksfirði, símaði eftirfarandi frétt f gær: „Um kl. 22.40 s.l. sunnudags- kvöld sást einkennilegur hlutur koma úr norðaustri. Sást hlutur þessi bæði af fólki, sem bjó í — Loðnan Framhald af bls. 2 fyrra, en aldrei hefur verið lögð mikil áherzla á þessar veiðar fyrr en á þessu sumri. Að sögn skip- stjóra á loðnuskipunum, mætti ef- laust ná enn betri árangri á veið- unum ef nætur skipanna væru lengri og dýpri, þótt þær séu mikl- um mun stærri en t.d. 1969. Samkvæmt upplýsingum loðnu- nefndar rak ís yfir aðalloðnu- svæðið i gær og náðu skipin ! ekki til að kasta á loðnuna. Le; unni sem fékkst um helgina / landað váðsvegar um land, al! ! r t Faxaflóahöfnum til Neskan;' ar. Eftirtalin skip hafa tilkynrii afla til Loðnunefndar frá þvi laugardag: Árni Sigurður AK 300 lestir, Eldborg GK 300, Loftur Baldvinsson EA 370, Jón Finns- son GK 320, Hilmir SU 470, Bjarni Ólafsson AK 350, Grind- víkingur GK 560, Börkur NK 800, Gísli Árni RE 400, Magntis NK 200, Asgeir RE 380, Súlan EA 400, Gullberg VE 370, Helga Guð- mundsdóttir BA 450, Svanur RE 300 lestir, Helga 2. RE 260, Rauðs- ey AK 200, Guðmundur RE 680, Hákon ÞH 300, Skírnir AK 240, Ásberg RE 200, Harpa RE 270, Árni Sigurður AK 300, Sigurður RE 430 og Huginn VE 250 — Bretar Framhald af bls. 3 smáa möskva að ræða. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunb- laðið fékk hjá Landhelgisgæzl- unni í gær hafa skipstjórar fs- lenzku togaranna sennilega verið að þrjóskast við, því f vetur var gefin út ný reglugerð um möskva og eiga þeir nú að vera 135 mm í stað 120 áður. — Eru þeir að fá’ann Framhald af bls. 2 ingi árinnar. Veitt er á tvær stengur og lýkur veiði 20. sept. Laxinn í Reykjadalsá er vel vænn og hefur hann löngum verið svo. Góð veiði í Flóku Ekki lumum við á nákvæm- um tölum úr Flókunni, en vist er að veiðin hefur verið mjög góð undanfarið. T.d. frétti þátt- urinn af einu „holli“, sem lauk veiði þar fyrir skömmu. Var veiði þeirra á þrjár stengur á tveim dögum um 30 laxar og voru þeir stærstu allt upp í 15 pund. Það fylgdi sögunni, að rnjög mikill lax sé upp um alla á. gug. — Krafla Framhald af bls. 3 A meðan á borun og fóðringu stóð var holan kæld mjög mikið með því að köldu vatni var stanzlaust dælt í hana. En nú eftir að dæl- ingu er hætt hitnar holan smám saman og má búast við að hún geti gosið í lok þessarar viku eða í byrjun þeirrar næstu. Áætlað er að ljúka við borun á sex holum á Kröflusvæðinu fyrir haustið, en til starfsins eru notað- ir tveir borar og á hvor að bora þrjár holur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.