Morgunblaðið - 04.08.1976, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.08.1976, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1976 mmm 19 Fimleika- sniflingar áferð RÚSSNESKT fimleikafólk kom hing- að til landsins á sunnudaginn beint frá Montreal, og heldur það hér þrjár sýningar. Sú fyrsta var í gærkvoldi, önnur sýningin verður í kvöld klukk- an 20.30 í Laugardalshöll og sú þriðja og síðasta verður á föstudag- inn á sama stað og sama tíma. Eins og fram kom fyrir helgina, er í hópnum fimleikafólk, sem aflaði sér heimsfrægðar á nýloknum Ólympíu- leikum. Má þar nefna stúlkurnar Nelli Kim, Mariu Filatovu, Elviru Saadi og Svetlönu Grozdovu en þær voru allar í gullverðlaunasveit Sovétríkjanna i sveitakeppni í fimleikum kvenna. Nelli Kim fékk auk þess gullverðlaun í tveimur einstaklingsgreinum. Enginn, sem sá til stúlknanna í sjónvarpi um helgina efast um að þarna eru snilling- ar á ferð Auk stúlknanna fjögurra er í hópn- um fremsta nútímafimleikakona heims, Irine Devina og þrír fimleikamenn úr silfurverðlaunsveit Sovétmanna á Ólympíuleikunum Hins vegar komu akrobatarnir tveir ekki til landsins, því annar þeirra veiktist rétt áður en leggja átti af stað í ferðina til íslands NýtaSÞ Ólympíu- hallirnar í Montreal? AÐSÖKN að Ólympfuleikunum l Montreal var mun meiri en jafn- vel hinir bjartsýnustu höfðu von- að, og þar. af leiðandi voru tekjur af leikunum langt fram úr áætl- un. Eigi að sfður er langt frá þvf að þær nægi til þess að standa straum af hinum gffurlega dýru mannvirkjum sem reist voru vegna leikanna. Kanadamenn telja lfklegt að endar hefðu náðst saman, ef ekki hefði komið til hið óeðlilega ástand sem rfkti nær allan tfm- ann er verið var að reisa mann- virkin, þ.e. verkalýðsfélög notuðu þessa framkvæmd til þess sem Kanadamenn kalla „fjárkúgun- ar“. Núer álitið að það taki fbúa Quebeck-fylkis mörg ár að borga brúsann, og að fylkið muni ekki hafa nema takmörkuð not af hin- um glæsilegu mannvirkjum sem eftir standa. Til tals hefur komið að Sameinuðu-þjóðirnar færi ein- hvern hluta starfsemi sinnar til Montreal og nýti umrædd mann- virki, og væri það vitanlega mik- ill fengur fyrir Kanadabúa ef af þvf gæti orðið. Síðasta keppni Niki Lauda ? - Slasaðist alvarlega í keppni í Niirburgring HEIMSMEISTARINN f kapp- akstri, Niki Lauda frá Austurrfki, fór út af á ofsahraða á Ferrari-bfl sfnum f Grand Prix keppni Þýzka- lands s.l. sunnudag. Lauda slasaðist mjög alvarlega og er enn talinn í lífshættu. Slysið varð á öðrum hring keppninnar á Nurburgring, sem er talin ein erfiðasta og hættulegasta Grand Prix brautin núna. Keppnin hófst í bleytu, en strax eftir fyrsta hringinn, sem raunar er yfir 20 km langur þurftu menn að stoppa til að fá önnur dekk þar eð brautin var tekin að þorna. Bretinn Guy Edwards var næst- ur á eftir Lauda þegar slysið varð. Hann kvað ekki rétt, sem sumir sögðu, að annað afturhjólið hefði dottið undan Ferrari-bíl Lauda fyrir slysið. Edwards sagðist hafa verið rétt á eftir Lauda þegar þeir komu á blautan kafla á 190 km/klst. hraða og byrjuðu að hægja á sér í beygjianni. „Allt í einu þaut hann beínt áfram gegn- um næstu varnargirðingar út að bakkanum, sem er meðfram brautinni, siðan rann hann til baka inn á brautina," sagði Edwards um Lauda. Edwards rakst síðan á bil Lauda þegar hann reyndi að sleppa framhjá. Tveir bflar, sem á eftir komu keyrðu beint á Lauda á mikilli ferð. Það kviknaði í bíl Lauda og Edwards ásamt hinum tveim, sem keyrðu á Lauda, tóku að reyna að losa hann úr flaki Ferrari-bílsins. Þeim gekk illa að losa öryggisbelt- Framhald á bls. 23 SKIPTINGVu.. jna ALLS hiutu 41 þjóð ein eða fleiri verðlaun á olvmpfuleikunum f Montreal. Hlutur Sovétmanna f kapphlaupinu um góðmálmana var greinilega mestur, þar sem þeir hlutu samtals 125 verðlaun, þar af 47 guilverðlaun. Bandarfkjamenn hlutu næst flest verð- laun, eða 94 talsins, og voru 34 þeirra úr gulli. Austur-Þjóðverjar hlutu svo 90 verðlaun samtals, þar af 40 gullverðiaun og verður slfkt að teljast með óifkindum, þegar tekið er tillit til þess að f Austur-Þýzkalandi eru aðeins um 17 milljónir fbúa. Þær þrjár þjóðir sem hér hafa verið nefndar skáru sig algjörtega úr, þar sem sú, er varð f fjórða sætl, Vestur-Þýzkaland. hiaut samtals 39 verðlaun. Skipting verðlauna milli þátttökuþjóðanna varð sem hér segir: GullSilfurBrons Alls Sovétrfkin 47 43 35 125 Austur-Þýzkaland 40 25 ■28 90 Bandarfkin 34 35 25 94 Vestur-Þýzkaland 10 12 17 39 Japan 9 6 10 25 Pólland 8 6 11 25 Búlgarfa 7 8 9 24 Kúba 6 4 3 13 Rúmenfa 4 9 14 27 Ungverjaland 4 5 12 21 Finnland 4 2 0 6 Svfþjóð 4 1 0 5 Bretland 3 5 5 13 Italfa 2 7 4 13 Júgóslavfa 2 3 3 8 Frakkland 2 2 5 9 Tékkóslóvakfa 2 2 4 8 Nýja-Sjáland 2 1 1 4 Suður-Körea 1 1 4 6 Sviss 1 1 2 4 Jamaica 1 I 0 2 Noregur 1 1 0 2 Norður-Kórea 1 I 0 2 Danmörk 1 0 2 3 Mexikó 1 0 1 2 Trinidad og Tobago 1 0 0 1 Kanada 0 5 6 11 Belgfa 0 3 3 6 Holland 0 2 3 5 Portúgal 0 2 0 2 Spánn 0 2 0 2 Astralfa 0 1 4 5 Iran 0 1 1 2 Venesúela 0 1 0 1 Mongólfa 0 1 0 1 Brasilfa 0 0 2 2 Austurrfki 0 0 1 1 Bermuda 0 0 1 1 Puerto Rico 0 0 1 1 Pakistan 0 0 1 1 Thailand 0 0 1 1 tsland hlaut tvö stig f hinni óopinberu stigakeppni Olympfu- ieikanna í Montreal — og var það Guðmundur Sigurðsson lyftingamaður sem vann til þeirra með hinni ágætu frammistöðu sinni. Hafa tslendingar ekki hlotið stig á Ólympfuieikunum fyrr að árunum 1956 og 1960 undanskildum, er Vilhjálmur Einarsson var meðal fremstu manna f þrfstökkskeppni ieikanna. Sovétmenn sigruðu f stigakeppninni að þessu sfnni og hlutu alls 748 stig, rösklega 100 stigum meira en þeir sem næstir komu, en það voru Austur-Þjóðverjar. Stigin féllu þannig: Sovétrfkin 748 Austur-Þýzkaiand 632 Bandarfkín 599 Vestur-Þýzkaland 298 Rúmenfa 177 PÓIIand 175 Japan 173 Búlgarfa 165 Ungverjaland 148 Kanada 111 Kúba 96 italfa 93 Bretland 91 Tékkósióvakfa 74 Frakkland 58 Júgóslavfa 55 Svfþjóð 54 Finnland 54 Astraifa 50 Holland 40 Nýja-SJáland 36 Belgfa 31 Suður-Kórea 30 Brasilfa 25 Sviss 23 Spðnn 20 Danmörk 18 Noregur 18 Norður-Kórea 18 Mongóifa 18 Jamaíca 15 lran 13 Portúgal 12 Mexikó 12 Trinidad 8 trland 7 Austurrfki 6 Puerto Rico 6 Venesúela 5 Pakistan 4 tsrael 3 Bermuda 3 Tyrkland 3 Thaiiand 3 Panama 2 tsland 2 Argentfna 1 Grikkland 1 Kolombfa > 1 Guatemala 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.