Morgunblaðið - 04.08.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.08.1976, Blaðsíða 15
Árni Helgason, Stykkishólmi MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1976 15 Flókalundur — Bjarkarlundur Oft hafði mér komið í hug und- anfarin ár að heimsækja Flóka- lund í Vatnsfirði en svo kallar h.f. Gestur, sem rekur þarna myndar- legan veitingastað og gistingu, þetta veglega heimili. Ég hafði einnig heyrt um hversu gott væri að koma þangað, hvernig gestgjaf- ar væru þarna réttir menn á rétt- um stað þar sem þau Heba Olafs- son og maður hennar Páll hafa haldið þarna merkinu á lofti I 10 ár, enda segja árin sína sögu. svona stað rekur enginn í langan tíma sem ekki kann skil á þjón- ustu. Og víst er um það að enga hefi ég heyrt verða fyrir von- brigðum. Þvf var það laugardaginn 10. júlí að þessi löngun min rættist. I sambandi við aðalfund Baldurs h.f. var okkur nokkrum boðið í skemmtiferð með bátnum um eyj- ar á Breiðafirði og til Brjánslækj- ar. Við fórum þessa ferð hjónin og tvö börn okkar, en mikill fjöldi var með f ferðinni eins og vana- lega með Baldri á þessum tima árs. Guðbjartur Egilsson sem „Opið hús” í Norræna I KVÖLD er „opið hús“ í Norr- æna húsinu. Kl. 20.30 flytur próf. dr. Jónas Kristjánsson erindi um fslenzk handrit og sýnir skugga- myndir efninu til skýringar. Er- indið er flutt á dönsku. Kl. 22.00 sýna félagar úr Þjóð- dansafélagi Reykjavíkur islenska þjóðdansa. SUMARSÝNINGIN í sýningar- sölunum í kjallara verður opin til 15. ágúst og- i bókasafni stendur nú yfir sýning á bókum um Is- land. Ennfremur eru þar vatns- litamyndir eftir Dagmar Mártas frá Svíþjóð. I anddyri hússins er enn sýning á uppdráttum af göml- um torfbæjum f Skagafirði. lengst hefir verið aðalkrafturinn á bak við þessa starfsemi var og með f förinni og var það ekki verra að hafa þennan góða og skemmtilega ferðafélaga með sér. Við mættum til ferðar klukkan 9 um morguninn og var enginn vandi að taka undir með söngvar- anum í gamla daga, sól úti sól inni, sól f hjarta sól í sinni, sól bara sól. Við komum til Brjáns- lækjar kl. 13.30 og þar var fyrir bifreið til að fara með okkur þennan stutta spöl og auðvitað var þar Páll við stýrið. Haldið var til Flókalundar og ég verð að segja það að strax í varpanum varð ég undrandi yfir þeim breyt- ingum, sem þarna höfðu átt sér stað síðan ég var þarna á ferð fyrir u.þ.b. 6 árum. Ég minntist þess að þegar ég fór þarna eitt sinn um var þarna lítill skáli sem var brautryðjendastarf f þessu fallega umhverfi. Þetta hefir orðið eins og snjóboltinn, hlaðið utan á sig og annað meira, það hefir fylgst með kröfum tím- ans og getur nú boðið upp á þjón- ustu sem er f öndvegi annarsstað- ar. Þarna er hinn vistlegasti mat- salur, seturstofur og falleg, rúm- góð og snyrtileg íbúðarherbergi, 20 talsins, þar af 16 í nýju bygg- ingunni. Snyrtiaðstaða er þarna eins og best verður á kosið. Okkur var boðið að skoða stað- inn og einnig í þennan glæsilega mat og var þetta mikil ánægja fyrir okkur í alla staði. Hefðum viljað hafa þarna lengri dvöl því nóg er að skoða þarna og þá ekki sfður umhverfið kjarri vaxið og hinn fagra fjörð og fjöllin sem hann speglar, en timinn var skammtaður. Eins og ég sagði áður er þetta 10. árið, sem þau Heba og Páll veita þessum glæsilega gististað forstöðu. Vegasambandið er batn- andi og á sumrin eru það ferðir Baldurs sem hafa þarna mikil áhrif. Ég sá strax að það myndi kosta mikið að halda uppi svona Framhald á bls. 29 100 umferðaróhöpp á Akranesi það sem af er árinu Akranesi 3. ágúst FYRSTU sjö mánuði ársins 1976 hafa um 100 umferðaróhöpp átt sér stað á umráðasvæði Akranes- lögreglunnar. Þar af voru 80 inn- anbæjar. Mikið tjón hefur orðið á bifreiðum vegna árekstra, en slys á fólki hafa ekki orðið alvarleg. Vonandi dregur úr umferðar- óhöppum í framtíðinni, þar sem Iögreglunni hefur bætzt nýr starfskraftur. Hraði og hávaði f umferðinni hefur lagast töluvert á síðustu tfmum, en mörgum finnst þó að betur mætti gera f eftirlitinu og einnig f að skipu- leggja aksturinn, m.a. með þvf að setja upp fleiri umferðar- og að- vörunarmerki, t.d. við götur nær- liggjandi sjúkrahúsinu, og telja þessar framkvæmdir bráðnauð- synlegar. Akurnesingar eiga nú milli 1400 og 1500 bifreiðar og umferð hér hefur stóraukist, þar sem Akraborgin er hlaðin bifreiðum í hverri ferð til og frá Reykjavfk. Júlfus Skipstjórinn á Þórunni Sveinsdóttur dæmdur í 650 þús. kr. sekt Á LAUGARDAGINN var kveðinn upp í Vestmannaeyjum dómur i máli skipstjórans á Þórunni Sveinsdóttur VE, en báturinn var staðinn að ólöglegum veiðum langt innan fiskveiðimarkanna við Ingólfshöfða s.l. fimmtudags- kvöld. Var skipstjórinn dæmdur til að greiða kr. 650 þúsund til Landhelgissjóðs og aflinn, 7 tonn, og veiðarfæri gert upptækt.Vara- refsing er 45 daga varðhald. Þetta er í fyrsta skipti, sem skipstjórinn á Þóriyini Sveins- dóttur er staðinn áð ólöglegum veiðum og miðaðist dómur í mál- inu við það. Frá Flókalundi í Vatnsfirði. ^/w\ LAZY SUITS frá MELKA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.