Morgunblaðið - 04.08.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.08.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGUST 1976 „Fannst hluturinn springa í lítilli hæð yfir höfninni” — segir Áslaug Alfreðsdóttir í Grímsey „ÞAÐ var um kl. 22.30 á sunnu- dagskvöldið, að ég sá skyndi- lega sterkt Ijós á himni, sem ifktist einna helzt skipaeld- flaug og þaut þetta fyrirbæri áfram af miklum hraða og á eftir fylgdi reykhali eins og eft- ir þrýstiloftseldflaug. Mér kom ekkert sérstakt til hugar fyrst í stað, en fylgdist með þessu þar til eldhnötturinn eða hvað sem þetta var sprakk og hvarf I vest- urátt. Þegar hluturinn sprakk, fannst mér hann vera rétt fyrir höfninni og f tiltölulega lftilli hæð,“ sagði Áslaug Alfreðsdótt- ir f Grfmsey, en hún var ein þeirra manna, sem sá cinkenni- legan lýsandi furðuhlut á himni s.l. sunnudagskvöld. Hlutur þessi sást vfða á l'and- inu, og virðist hann hafa sprungið f loftlögum norður af landinu. Aslaug sagði þegar Morgun- blaðið ræddi við hana, að sér hefði fyrst dottið í hug neyðar- blys er hún sá fyrirbærið, en fljótlega séð að svo var ekki. „Það er afskaplega furðulegt að sjá svona nokkuð, en ég hugsaði samt lítið um þetta fyrr en eftir á.“ Hannes Hafstein, fram- kvæmdastjóri Slysavarnafélags Islands, sagði, að um kl. 22.40 á sunnudagskvöldið hefði verið haft samband við Slysavarna- félagið og tilkynnt, að eitthvað sem líktist neyðarblysi sæist NA af Horni. Þessi tilkynning kom frá vitaverðinum á Horn- bjargsvita gegnum Siglu- fjarðarradíó. Nokkru síðar kom tilkynning um neyðarblys frá fólki, sem var í úteyjum í Vest- mannaeyjum, og sagt var að frá blysinu kæmi mikill reykur. Á svipuðum tíma kom einnig til- kynning sama eðlis frá bónda í Miklaholtshreppi í Hnappadals- sýslu og ennfremur frá tal- stöðvarbil við Arnarstapa. Sagði Hannes að samband hefði verið haft við flugstjórn og einnig hefði verið haft sam- band við flugvél, sem var að koma frá Færeyjum. Ennfrem- ur hefði varðskip við Suður- ströndina og bátar lagt af stað og svipast um. Meðan á þessu Framhald á bls. 38 og lengra vatnsfalli, ekki sízt þegar það er haft í huga að aðeins er veitt á eina stöng og aðeins hálfan daginn. Meðalfellsvatn Silungsveiðin var ljómandi góð allt þar til laxinn kom í vatnið í síðasta mánuði, en þá dró verulega úr henni. Ekki er ólíklegt að skýringin sé sú að eftir það hafi veiðarfæri manna verið valin með það fyrir aug- um að setja i lax en síður sil- ugn. Allmikill lax er nú í vatn- inu og hefur einhver reytingur þegar veiðzt. Öll veiðileyfi eru uppseld um helgar, en enn er hægt að fá leyfi aðra daga og kosta þau 900 krónur fyrir hálf- an daginn. í fyrra var mjög góð veiði í Meðalfellsvatni, vel á annað hundrað laxar veiddust og silungsveiðin var einnig stórgóð. Re.vkjadalsá Samkvæmt þeim upplýsing- um sem þættinum tókst að afla sér um helgina, voru á sunnu- daginn komnir rúmlega 40 lax- ar á land úr Reykjadalsánni og er það miklu betra en á sama tíma í fyrra. Þess ber þó að geta, að veiðin fór óvenjulega hægt af stað í fyrra og mátti heita að áin væri steindauð fram að mánaðamótum júli- ágúst. Um miðjan síðasta mán- uð kom góð ganga í ána og er nú lax upp um alla á þó að mest veiðist hann enn í neðri helm- Framhald á bls. 38 Frá setningu norra-na hiskupafundarins í gær. Norrænn biskupafundur IIINtiAf) til lands eru nú komnir 32 erlendir hiskupar (il ráð- stefnuhalds. Fr þaó norra-nn hiskupafundur sem nú et haldinn í 18. sinn og í fyrsta skipti á tslandi. Riskup Islands, herra Sigurhjiirn Finarsson, setti fund- inn í hátíðasai lláskóla Islands í ga‘r og stendur hann fram á fimmtudag. Fins og fvrr segir kontu hingað 32 erlendir hiskup- ar og eru fleslir þeirra með konur sínar með sér. Frá tslandi sitja fundinn auk hiskups, vígsluhisk- uparnir sr. Pétur Sigurgeirsson og'sr. Sigurður Pálsson, en þessir SÆMILEG loðnuveiði var um helgina um 90 mílur norður af Horni og frá þvf á laugardag þar til um hádegi f gær höfðu 25 skip tilkynnt um afia samtals 9100 lestir. Heildarloðnuaflinn f sum- ar er nú kominn yfir 30 þúsund lestir og gera menn sér vonir um að hægt verði að halda veiðunum áfram fram í september. Islenzkir fiskifræðingar hafa fundir eru haldnir þriðja hvert ár. Miirg mál verða til umræðu og má m.a. nefna helgisiði kirkna á Norðurliindum, skírn, Irú og upp- fræðslu og' r;ett verður um gagn- kvæntan rétt presta til þjónustu á Norðurlöndunum. Verða þessi ntál tekin fyrir í umræðuhópum og flutt verða framsöguerindi um þau. Þá er og fjallað um samband- ið milli ríkis og kirkju en þau mál eru nú ofarlega á baugi m.a. í Sviþjóð og Noregi. 1 dag tekur forseti Islands á móti biskupunum á Bessastöðum lengi haldið því fram, að hægt væri að veiða loðnu i nót yfir sumartímann útí fyrir Norður- landi og árið 1969 var t.d. gerð tilraun til þeirra veiða á Hafrúnu frá Bolungavík. Sú tilraun gafst ekki vel fyrst og fremst vegna þess hve loðnunót skipsins var lítil. Síðan þá hafa öðru hverju verið gerðar tilraunir til, síðast í Framhald á bls. 38 og í kvöld er síðan guðsþjónusta í IJór.ikirkjunni sem er opin al- menningi. Norræna biskupafund- inum lýkur á fimmtudag en á föstudag fara þeir austur fyrir fjall og verður snæddur hádegis- verður á Þingvöllum í boði kirkjumálaráðherra og farið verð- ur einnig að Skálholti. Eru þeir að fá 'ann ■ V Milli vatna í Svínadal Veiðin í árstúfunum milli Svínadalsvatnanna hefur verið góð undanfarnar tvær vikur og er laxinn sem þar veiðist sam- stofna laxinum í Laxá í Leir. Er þarna því um allvænan lax að ræða. Erfitt er að segja til um hve margir fiskar hafi verið dregnir, þar sem engin veiði- bók er i gangi fyrir þetta veiða- svæði, en á sunnudaginn veidd- ust t.d. 4 laxar í Selósnum, þ.e. læknum milli Þórisstaðavatns og Eyrarvatns. Verður það að teljast ágæt veiði í ekki stærra Loðnan: 9000 lestir feng- ust um helgína r verzlunar- Arnþór Ingólfsson lögregluvarðstjóri: „Umferðar- mennineunni hefur fleygt r 99 tram mannahelgi UMFERÐIN um verzlunar- mannahclgina var mjög mikil, að sögn þeirra sem með henni fylgd- ust, en hún var dreifðari en oft áður. Ekki er vitað um, nein meiriháttar óhöpp eða skakkaföll og má segja með sanni að þetta hafi verið þvf sem næst slysalaus verzlunarmannahelgi. Leiðbein- ingum var útvarpað til fólks alla helgina og hafa ýmsir haft á orði, að það hafi ekki átt sfstan þátt f þvf hvernig til tókst. Morgunblað- ið ræddi í gær við nokkra af þeim, jsem stóðu f eldlfnunni um helg- ina ög áttu þátt f þvf að greiða fyrir umferðinni. Fara samtölin hér á eftir: „ÞAÐ HEFUR orðið geysileg breyting á umferðinni um verzl- unarmannahelgina á undanförn- um árum, hún er miklu dreifðari og jafnari en hún var áður,“ sagði Arnþór Ingólfsson lögregluvarð- stjóri f samtali við Mbl. f gær. Arnþór talar þarna af eigin reynzlu, þvf hann hefur unnið við umferðarþjónustu um þessar helgar allar götur frá árinu 1966. Arnþór sagðí að fyrir 6—7 ár- um hefði mannskapurinn safnast á örfáa staði, kannski 10—15 þús- und manns i Húsafell og þjappað- ist umferðin á sömu vegina á sama tíma. „Nú er umferðin miklu dreifðari og viðráðanlegri og svo er hitt, að umferðarmenn- ingu okkar íslendinga hefur fleygt fram. Um helgina var það áberandi að fólk notaði ljósin í Arnþór Ingólfsson ryki og sól og langflestir voru með bílbeltin og glannar sáust varla, heldur var ekið á jöfnum og góð- um ferðahraða. Þetta þakka ég mest umferðarfræðslu og áróðri í fjölmiðlum og umferðarútvarp- inu,“ sagði Arnþór. Að sögn Arnþórs hafði lögregl- an 6 eftirlitsbíla úti á þjóðvegun- um um helgina og auk þess voru nokkrir lögreglubílar á vegunum út frá Reykjavík, á Þingvallavegi, Vesturlandsvegi upp í Hvalfjörð og Suðurlandsvegi allt austur á Rangárvelli. Þá fóru lögreglu- menn á þyrlu að kanna umferðina á mánudaginn. Sagði hann að samvinna þeirra, sem unnu að þvi að greiða úr umferð hefði á allan hátt verið til fyrirmyndar og væri hann öllum þessum aðilum þakk- látur fyrir það hve vel allt starfið gekk um helgina og árangurinn varð góður. r Jón Múli Arnason útvarpsþulur: „Þetta var skemmtileg helgi” JÓN Múli Árnason var þulur I umferðarútvarpinu alla verzl- unarmannahelgina og var það mál manna, að hann hefði staðið sig þar eins og hetja. „Þetta var ansi skemmtileg helgi,“ sagði Jón Múli þegar Mbl. ræddi við hann í gær. „Þetta var allt öðru vísi en ég hef áður unnið við, en fólkið sem vann með mér var gott og skemmtilegt og gaman var að vinna með því. Það var bara verst að ég var alltaf að ruglast á nöfnunum, ég er svo skrambi gleyminn á nöfn svo ég tali nú ekki um titlana á lögreglu- mönnunum, en þeir eru i fjöl- breyttu úrvali hjá lögreglunni.“ Jón Múli sagðist viss um að gagn væri að svona útvarpi. „Við vorum nú að monta okkur af því að við hlytum að eiga einhvern þátt f því að engin stórslys urðu eða önnur meiriháttar skakkaföll í umferðinni. Það hringdu víst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.