Morgunblaðið - 04.08.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. AGUST 1976
39
Flóðin í Klettafjöllum:
Ottazt að 200 hafi farizt
Dunvor. Colorado. -i. úí*úst. Reutor.
57 LÍK hafa fundizt á flódasvæðunum í Klettaf jöllunum. en vitað er að
a.m.k. 77 manns fórust þegar Thompson-fIjótiö flæddi yfir bakka sína
og sópaði með sér öllu lauslegu og miklum mannvirkjum í gili einu
aðfaranótt sunnudagsins. Þá gerði skyndilega úrhelli, og var úrkoman
svo mikil að á skammri stundu mældist hún 25 sentimetrar. Ottaz.t er,
að ekki séu öll kurl komin til grafar enn, heldur kunni allt að 200
manns að hafa látiö Iffið í flóðunum.
Það var ekki fyrr en í dag,
þriðjudag, að óveðrinu slotaði svo
að hægt var að fljúga yfir flóða-
svæðin til að gera sér grein fyrir
ástandinu þar. Björgunarsveitir
standa á bakkanum og slæða líkin
á land þegar þau fljóta niður eftir
fljótinu. Björgunarstörf ganga
erfiðlega, þar sem vegir á svæð-
inu eru gjörónýtir og af brúnum
yfir fljótið sést ekki lengur tang-
ur eða tetur. 1 gær tókst að bjarga
75 manns með þyrlum.
Tjón af vegaskemmdunum ein-
um er metið á 185 milljónir ísl.
króna, og er talið, að viðgerðir á
helztu samgönguleiðum á svæð-
inu muni taka a.m.k. ár.
Byggingarframkvœmd-
ir úti í geimnum ?
Byggingarframkvæmdir úti í
himingeimnum eru ekki fjar-
stæðukenndir hugarórar, þvf að
vísindamenn við Ames-
rannsóknarstofnunina f Kali-
fornfu hafa nýverið birt niður-
stöður rannsókna, sem miða að
þvf að byggingarefni sé sótt til
tunglsins og flutt þaðan út f
geiminn. Vísindamennirnir
gera ráð fyrir þvf, að saman-
þjöppuðum jarðvegi yrði
skóflað upp á tunglinu og þeytt
þaðan út í geiminn með segul-
afli, en svipuð flutningaaðferð
hefur verið notuð með góðum
árangri, á jörðu niðri f nærfellt
eina öld.
Að því er vísindamennirnir
segja, mætti með góðu móti
flytja byggingarefnið út í geim-
inn og reisa þar geimvísinda-
stöðvar, og að því er ONeill,
forstöðumaður rannsóknanna,
segir, er þetta tuttugu sinnum
handhægari aðferð til að ná í
byggingarefni en ef flytja ætti
það frá jörðu.
Gert er ráð fyrir því, að
málmgrýtishnullungum, sem
yrðu um 25 kíló að þyngd, verði
lyft frá yfirborði tunglsins í
vörpu, sem slöngvar þeim að
móttökutæki á ákveðnum stað í
allt að 58 þúsund kílómetra
fjarlægð frá tunglinu. Um leið
mundi málmgrýtið hreinsast og
yrði úr því annað hvort ál eða
stál, sem síðan yrði notáð til
mannvirkjagerðar á ákvörð-
unarstað. Móttökutækið á að
geta tekið við allt að 5 tonnum
af byggingarefni í einu, en
segulvarpan mun geta flutt um
600 þúsund tonn af byggingar-
efni á ári.
O’Neill segir, að tækniþekk-
ing til að smíða geimvísinda-
stöðvar úti í geimnum á þennan
hátt sé nú fyrir hendi, og gætu
tækin orðið tilbúin innan 25
ára. Geimvísindastofnun
Bandaríkjanna (NASA) vinnur
nú þegar að smíði tækja, sem
geta flutt byggingarefni á milli
staða í geimnum, og á auk þess
að vera hægt að nota þau við
sjálfar byggingarframkvæmd-
irnar. Talið er, að stofnkostnað-
ur við byggingarefnavinnsluna
nemi um 8 milljörðum Banda-
ríkjadala. Telur O'Neill, að
nokkur hundruð manns þyrfti
til að koma þessari vinnslu af
stað, en hins vegar þurfi ekki
nema örfáa menn til að annast
flutningana út í geiminn, þar
sem tækin þurfi lítið viðhald og
séu að mestu sjálfvirk.
Tilgangurinn með þessum
„skýjaborgaáætlunum" er sá að
reisa sólarorkuver úti í geimn-
um, og yrði vinnsla sólarork-
unnar fyrsta tilraun mannsins
til að hagnýta sér auðlindir úti í
himingeimnum, en orkan yrði
flutt til jarðar með örbylgju-
geislum.
Þjódvarðliðar f Colorado hjálpa fðlki yfir bráðabirgða-
brú á Big Thompson River. Tala þeirra sem fórust í
flóðunum í Colorado hækkar stöðugt. APsimamvnd
Evrópumót unglinga í bridge:
Islenzka liðið á UP P - FÖSTUDfcGUR
JL 6. ÁGUST
leið eftir slaka byriun
t GÆR spilaði fslenzka unglinga-
landsliðið f brigde 3 leiki á
Evrópumeistaramótinu, sem
— Dr. Kristján
Framhald af hls. 1
í um það bil hálfa klukkustund.
Herra Sigurbjörn Einarsson
biskup flutti ávarp í kirkjunni,
blandaður kór söng undir
stjórn Ragnars Björnssonar
dómorganista og Sigurður
Björnsson söng einsöng við
undirleik Agnesar Löve.
Að því búnu var gengið úr
kirkju og yfir í Alþingishúsið,
en á me.ðan lék Lúðrasveit
Reykjavíkur á Austurvelli ,,Yf-
ir voru ættarlandi" og „Ísland
ögrum skorið". Gestir komu
saman í sal neðri deildar um kl.
16, en á slaginu kl. 16 gengu
handhafar forsetavalds og for-
setinn í salinn. Við þennan þátt
athafnarinnar söng dómkórinn,
en síðan setti forseti hæsta-
réttar, Magnús Torfason, dr.
Kristján Eldjárn inn í embætt-
ið. Lýsti Magnús forsetakjöri og
las upp eiðstaf þann sem forset-
inn undirritaði og veitti hann
síðan kjörbréfi viðtöku.
Er þessu var lokið gengu dr.
Kristján Eldjárn og frú Hall-
dóra fram á svalir Alþingis-
hússins og veifuðu til mann-
fjölda, sem safnazt hafði saman
á Austurvelli. Síðan gengu þau
aftur inn í þingsalinn, þar sem
forsetinn flutti ræðu, en
athöfninni lauk með því að
þjóðsöngurinn var sunginn.
fram fer f Lundi f Svfþjóð. Urðu
úrslit þau, að f fyrsta leik gerði
liðið jafntefli 10:10 gegn Pólverj-
um, f öðrum leik gerði liðið jafn-
tefli við Bretland 10:10 en f sfð-
asta leiknum var spilað við Finna
og þá vann íslenzka liðið 20 gegn
mfnus 5. Bæði Bretar og Pólverj-
ar þykja sterkir f bridge. Að sögn
Páls Bergssonar, fyrirliða sveitar-
innar, er spilamennskan á réttri
leið hjá íslenzku sveitinni eftir
slaka byrjun og léttara yfir mann-
skapnum. Staðan er núna þannig,
að tsland er f 11. sæti með 82 stig
en efstir eru Austurrfkismenn
með 133 stig, Hollendingar eru f
öðru sæti með 132 stig og f þriðja
sæti eru núverandi Evrópumeist-
arar, Svfar með 125 stig.
t gær spiluðu Helgarnir báðir,
Jón og Guðmundur tvo fyrstu
leikina, en sfðasta leikinn spiluðu
Sigurður og Sverrir, ásamt Jóni
og Guðmundi.
Mótið hófst á sunnudaginn og
byrjaði íslenzka sveitin illa, tap-
aði 1:19 fyrir Norðmönnum, mín-
us eitt stig gegn 20 fyrir Dönum
og loks sigraði sveitin lið Israels
15:5. A mánudag keppti sveitin
einnig þrjá leiki, fyrst var 1:19
tap gegn Svíþjóð, 6:14 tap gegn
Vestur-Þýzkalandi og loks í þriðja
leik sigraði ísland lið Ungverja-
lands 20:mínus 2.
Mikil öryggisgæzla er á mótinu
vegna þátttöku ísraela og þess má
geta, að 10 mínútna töf varð á leik
íslendinga og ísraela vegna gruns
um að arabiskir hryðjuverka-
menn væru að sniglast í gegnum
mótsstaðinn, að sögn Páls.
Ekkert er spilað f dag í mótinu.
7.00 Morgunútvarp
Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og
10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. daghl.), 9.00 og 10.00.
Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunslund barnanna kl.
8.45: Ingibjörg Þorgeirsdótt-
ir les fyrri hluta sögu sinnar
„Hreiðurhólmaferðarinnar".
Tilkynningar kl. 9.30. Létt
lög inilli atriða.
Spjallað við bændur kl.
10.05.
Tónleikar kl. 10.25.
Morguntónleikar kl. 11.00:
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilky nningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Blómið
blóðrauða" eftir Johannes
Linnankoski
Axel Thorsteinson les (4).
15.00 Miðdegistónleikar
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku.
Skipstjórinn á Polarborg
dæmdur í 1,6 millj. kr. sekt
MORTEN Johansen skipstjóri á
færeyska skuttogaranum Polar-
borg var á laugardaginn dæmdur
hjá bæjarfógetanum á isafirði til
að greiða 1,6 millj. kr. f sekt til
Landhelgissjóðs fyrir landhelgis-
brot. Auk þessa voru afli og veið-
arfæri togarans gerð upptæk.
Dóminn kvað upp I>orvaldur K.
Þorsteinsson bæjarlPógeti á Isa-
firði.
Þorvaldur sagði f samtali við
Morgunblaðið í gær, að skipstjór-
inn hefði ákveðið að áfrýja dóm-
inum til hæstaréttar. Það hefði
komið fram við réttarhöldin, að
skipstjórinn hefði verið einn i
brúnni þegar hann gerði sínar
staðarákvarðanir og hefði hann
talið sig vera utan friðaða svæðis-
ins.
Auk sektargreiðslu var Morten
Johansen gert að greiða allan
kostnað vegna réttarhaldanna þar
á meðal laun verjanda síns, Har-
alds Blöndal, kr. 100 þús.
Meðdómendur Þorvalds Kr.
Þorsteinssonar voru skipstjórarn-
ir Símon Helgason og Guðmundur
Guðmundsson.
Eftir að dómur var kveðinn upp
á laugardagskvöld, setti skipstjóri
tryggingu fyrir greiðslu sektar og
hélt Polarborg við það búið til
veiða.
16.00 Frétlir. Tilkynningar.
(16.15 Veóurfregnir).
16.20 Popphorn
17.30 „í leit aó sólinni"
Jónas Guómundsson rithöf-
undur rahhar vió hluslendur
(1).
18.00 Tónleikar. Tilkvnning-
ar.
18.45 Veóurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
.3.00 Fréltir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Daglegt inál
Helgi J. flalldórsson flvtur
þáttinn.
19.40 íþróllir
Umsjón: Jón Asgeirsson.
20.00 Sinfóníutónleikar
Flytjendur: Kammerhljóm-
sveitin í Stutlgart. Stjórn-
andi: VVolfgang Hofinann.
Einleikari á óbó: André Lar-
drot.
(hljóóritum frá útvarpinu i
Stuttgart).
20.40 Viódvöl f suinarbúóuin
KFUK í Vindáshlíó
Gfsli Kristjánsson ritstjóri
ræóir vió gesti og forstöðu-
fólk.
21.00 Einsönrgur: Theo Adain
svngur
lög eftir Tsjaíkovský og
Kichard Strauss: Kudolf
Dunckel leikur á píanó
(Hljóóritun frá Búdapest).
21.30 Utvarpssagan: „Stúlkan
úr Svartaskógi" eftir Guó-
inund Frímann
Gísli Halldórsson leikari les
(8).
22.00 Fréttir
22.15 Veóurfregnir
Til umræóu
Baldur Kristjánsson sér um
þáttinn.
22.55 Afangar
Tónlistarþáttur í umsjá As-
mundar Jónssonar og Guóna
Rúnars Agnarssonar.
23.45 Frétlir. Dagskrárlok.