Morgunblaðið - 04.08.1976, Blaðsíða 36
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. AGUST 1976
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGUST 1976
21
Austur-Þýzkaland og Bandaríkin
skiptu booNaupsgullunum milli sín
4x100 METRA
BOÐHLAUP KARLA
BANDARÍKJAMENN unnu fyrirhafn
arlítinn sigur f 4x100 metra boð-
hlaupi karla, er keppt var til úrslita í
þeirri grein á Ólympíuleikunum I
Mpntreal á laugardagskvöldið. Tók
bandaríska sveitin forystu þegar á
fyrsta spretti, sem Harvey Glance
hljóp fyrir sveitina Eftir skiptingu
hans og John Jones, var auðséð að
ekkert nema meiri háttar óhapp gæti
komið í veg fyrir sigur Bandaríkja
mannanna. En ekkert slíkt kom fyrir.
Millard Hamton og Steven Riddick
sem hlupu tvo síðari sprettina juku
fremur forskotið en hitt og kom
sveitin « mark 33/100 úr sekúndu á
undan austur þýzku sveitinni sem
kom á óvart með því að hreppa
silfurverðlaunin. Er slíkt hreint ekki
lítill munur í hlaupi sem þessu.
Meðal keppenda í sveit Sovétríkj
anna var Valery Borzov, sá er hlaut
gullverðlaun bæði i 100 og 200 metra
hlaupi á Ólympiuleikunum í Munchen
1972 Hljóp Borzov síðasta sprettinn
fyrir sovézku sveitina og virtist i fyrstu
sem hann ætti góða möguleika á að ná
Alexander Thieme sem hljóp siðasta
sprettinn fyrir Þjóðverjana En Borzov
er greinilega ekki eins sterkur og áður
fyrr og megnaði ekki að ná Þjóðverjan-
um
Borzov er búinn að vera einn umtal-
aðasti íþróttamaðurinn á Ólympíuleik-
unum í Montreal Hann gerði sér mikl-
ar vonir um að endurtaka afrek sitt frá
leikunum i Múnchen, en varð að gera
sér þriðja sætið í 100 metra hlaupinu
að góðu Sögðu talsmenn sovézka liðs-
ins síðan að Borzov væri meiddur, og
þess vegna myndi hann ekki keppa í
200 metra hlaupinu Sögusagnir kom-
ust siðan á kreik að Borzov hefði verið
rænt, eða að hann hefði leitað hælis í
Kanada sem pólitískur flpttamaður Var
það ekki fyrr en Borzov hélt blaða-
mannafund að þessar sögusagnir voru
kveðnar niður, en margir hafa þó trú á
því að Borzov hafi sýnt einhverja til-
burði til þess ,.að hoppa af”, verið
lokaður inni í sovézku búðunum í
nokkra daga þess vegna og ekki fengið
að vera með i 200 metra hlaupinu
Alla vega var ekki unnt að greina það á
spretti Borzovs í boðhlaupinu að hann
væri meiddur.
í sigursveit Bandarikjanna í boð-
hlaupinu voru: Harvey Glance, John
Jones, Millard Hampton og Steven
Riddick Tími sveitarinnar var 38,33
sek , þannig að Ólympíumetið sem
sveit Bandaríkjanna setti í Mexikó
1 968, er hún hljóp á 38,1 9 sek. lifði
átökin af
4X400 METRA ,
BOÐHLAUP KARLA
BANDARÍSKA boðhlaupssveitin i
4x400 metra boðhlaupi karla vann
einn mestan yfirburðasigur sem
vannst i f rjálsíþróttakeppni Ólympíu-
leikanna í Montreal á laugardaginn,
er sveitin kom Í mark röskum 20
metrum á undan pólsku sveitinni
sem varð i öðru sæti i hlaupinu. Timi
bandafsku sveitarinnar var 2:58,65
mín., en heimsmetið og Ólympiu-
metið í þessari grein er hins vegar
2:56,1 min., sett í Mexikó 1968.
Meðaltími hvers hlaupara i banda-
risku sveitinni á laugardaginn var
sem svarar til 44,67 sek. Frábært!
Bandaríska sveitin tók forystu þegar
á fyrsta spretti sem Herman Frazier
hljóp Skipting milli hans og Benjamin
Brown sem hljóp annan sprett heppn-
aðist hins vegar tæpast nógu vel, og
hefur það sennilega komið í veg fyrir
nýtt heimsmet í greininni En eftir að
Brown var kominn á ferð tókst honum
að halda því forskoti sem Frazier hafði
skapað bandarísku sveitinni og vel
það
Aðrir hlauparar í bandarísku sveit-
inni voru þeir Fred Newhouse- og
Marie Parks.
Yfirburðasigur í báðum boðhlaupun-
um var Bandaríkjamönnum mikil sára-
bót eftir töp í 100, 200 og 400 metra
hlaupunum Með þessum sigrum töldu
þeir sig geta sannað, að þótt þeir ættu
ef til vill ekki fótfráasta mann heimsins
um þessar mundir, ættu þeir alla vega
fjóra þá fótfráustu
í boðhlaupinu vakti það sérstaka
athygli hversu góðan sprett sprett-
hlauparinn Donald Quarrie átti með
sveit Jamaica, en það nægði þó sveit-
inni ekki til, þar sem hún hafnaði í
fimmta sæti Einnig vakti það athygli
að Kúbumenn sem voru farnir að gera
sér vonir um verðlaunasæti í þessu
boðhlaupi urðu að gera sér sjöunda og
næst síðasta sætið að góðu í þeirra
hópi var þó gullverðlaunamaðurinn í
400 metra hlaupinu, Alberto Juantor-
ena, og hljóp hann endasprettinn fyrir
sveitina.
4x100 METRA
BOÐHLAUP KVENNA
AUSTUR-þýzka stúlkan Baerbel
Eckert hlaut sín önnur gullverðlaun á
Ólympíuleikunum í Montreal á
laugardagskvoldið er austur-þýzka
sveitin kom fyrst að marki í 4x100
metra boðhlaupí kvenna á nýju
Olympfumeti 42,55 sek. Átti Austur
þýzka sveitin Eckert það algjörlega
að þakka að sigur vannst f þessu
hlaupi, þar sem henni tókst að vinna
upp tveggja metra forskot sem vest-
ur þýzka stúlkan Annagret Kroniger
hafði er síðasti sprettur boðhlaups-
ins hófst.
Austur-þýzku stúlkurnar náðu
naumri forustu á fyrsta spretti og juku
hann aðeins á öðrum spretti. Á þriðja
spretti var hins vegar skipt um hlut-
verk Annegret Richter, sem sigraði i
100 metra hlaupi kvenna á leikunum,
tók við keflinu fyrir Vestur-Þýzkaland
og hljóp hún frábærlega vel Þegar á
fyrstu metrunum tókst henni að vinna
upp forskotið sem austur-þýzku
stúlkurnar höfðu náð og skilaði keflinu
vel á undan til nöfnu sinnar Kröniger
Áttu flestir von á því að þar með yrði
vestur-þýzkur sigur í höfn, rétt eins og
á Ólympiuleikunum í Múnchen fyrir
fjórum árum En Baerbel Eckert sýndi
það á endasprettinum að hún er ekkert
lamb að leika við Skipting hennar og
Carlu Bodendorf heppnáðist fullkom-
lega og Eckert tók þegar að draga á
vestur-þýzku stúlkuna sem þó var
óspart hvött af fjölmörgum áhorfend-
um á Ólympíuleikvanginum, sem vafa-
laust hefur verið farið að finnast nóg
um alla austur-þýzku sigrana í kvenna-
keppni í frjálflsdm íþróttum. En sú
hvatning dugði ekki til. Eckert, sem
hlaut gullverðlaun í 200 metra hlaup-
inu tókst að pressa sig fram úr
Kroniger við markið og sigurinn var
austur-þýzku sveitarinnar. Mjótt var þó
á mununum, eða 4/100 úr sekúndu.
Báðar sveitirnar hlupu á betri tíma en
gamla Olympíumetið var, en það setti
vestur-þýzka sveitin í Múnchen 1972,
er hún hljóp á 42.61 sek. Áustur-
þýzka sveitin var hins vegar 5/ 100 úr
sekúndu frá eigin heimsmeti sem sett
var fyrr í sumar.
Gullverðlaunahafar Austur-
Þýzkalands í þessu boðhlaupi voru:
Marlis Oelsner, Renate Stecher,
Carla Bodendorf og Baerbel Eckert
Framhald á bls. 23
Steven Riddick kemur að marki f 4x100 metra boðhlaupinu sem sigurvegari. Aðrir á myndinni eru Silvio
Leonard frá Kúbu, Zenon Licznerski frá Póllandi og Alexander Thieme frá AusturÞýzkalandi.
Bandarfska sveitin sem sigraði f 4x400 metra boðhlaupi f Montreal. Talið frá vinstri: Fred Newhouse,
Benjamin Brown, Maxie Parks, og Hermann Frazier. Sigur þeirra var Bandarfkjamönnum mikil sárabót
eftir að hafa tapað 400 metra hlaupinu á dögunum.
Austur-Þjóðverjinn Waldemar Cierpinski hleypur framhjá Ólympfualtarinu á leið sinni að marki f maraþonhlaupinu.
Hann var látinn hlaupa hring of mikið inni á vellinum og virtist ekki taka það nærri sér að „keyra“ allan tfmann á
fullri ferð.
LÍTT ÞEKKTUR SÁLFRÆÐINEMI
FRÁ BERLÍN SKAIIT ÖLLUM STÖR-
STJÖRNUNUM REF FYRIR RASS
ÞEGAR röskiega 70 maraþonhiauparar yfirgáfu Ólympfuleik-
vanginn f Montreal á laugardaginn og hlupu út á götur
Montreal-borgar hafði Bretinn Barry Watson þegar tekið
forystuna, en á hæla honum fóru sem spáð hafði verið frama f
hlaupinu, þeir Göran Bengtsson frá Svfþjóð og Giuseppe
Cindoio frá Italfu. Fljótlega eftir að kom út af leikvanginum
voru svo höfð hlutverkaskiptí. Frank Shorter frá Bandarfkj-
unum, er sigraði f þessari grein á Ólympfuleikunum f Míin-
chen 1972, tðk forustuna, en f humátt á eftir honum kom
grannvaxinn hlaupari f blárri treyju og hvltum buxum —
Lasse Viren frá Finnlandi, sigurvegari 15.000 og 10.000 metra
hlaupi I Montreal.
Áhorfendum á Ólympfuleikvanginum I Montreal gafst kost-
ur að fylgjast með maraþonhlaupurunum alla leið á stórum
sjónvarpskermi sem var á leikvanginum. Þá þyrptust íbúar
Montreal-borgar út á göturnar sem hlaupararnir fóru um til
þess að líta kappana augum, og átti lögreglan fullt í fangi með
aö halda uppi reglu.
Þegar hiaupnir höfðu verið um 6,5 kílómetrar haföi Bill
Rogers frá Bandarfkjunum tekið forystuna, en fast á eftir
honum fóru um tuttugu hlauparar. Um þetta leyti tók að
rigna mjög mikið og gerði það hlaupurunum erfitt fyrir, svo
og löggæzlumönnunum, en auk lögreglubifreiða og lögreglu-
manna á mótorhjólum fylgdu tvær lögregluþyrlur hlaupurun-
um og svifu þær rétt yfir húsþökunum. Mjög var tgjuð að
togna á hópnum er hér var komið sögu, og tveir slðustu menn,
sem voru John Kokinai frá Nýju-Guineu og Baikuntha Manad-
har frá Nepal, voru orðnir um tvo kflómetra á eftir þeim sem
fyrstir fóru.
Þegar hlaupnir höfðu verið um 25 kllómetrar var Ólympíu-
meistarinn frá MUnchen 1972, Frank Shorter, orðinn fyrstur,
en næstur var hlaupari sem lltt hafði látið á sér kræla til að
byrja með, Waldemar Cierpinski frá Austur-Þýzkalandi. Voru
þeir nokkuð á undan öðrum hlaupurum, en þriðji maður um
þetta leyti var Shivnath Singh frá Indlandi. Síðan komu
Jerome Drayton frá Kanada og Bill Rodgers frá Bandarlkjun-
um, Lasse Viren og slðan Karel Lismont frá Belgíu og Donald
Kardog frá Bandaríkjunum.
Þannig hélzt röðin um hríð, eða unz röskir 30 kflómetrar
voru búnir af hlaupinu, en þá tók Austur-Þjóðverjinn mikinn
sprett og skaut Shorter aftur fyrir sig. Til að byrja með var
Bandarfkjamaðurinn ekki á þvf að láta sig, en Þjóðverjinn
reyndi að gera honum erfitt fyrir með því að taka I sífellu
stutta spretti og hægja sfðan ferðina. Þar kom að Shorter
fylgdi honum ekki á einum slíkum spretti og þar með tók
Cierpinski forystuna. Þegar hlaupnir höfðu verið 35 kflómetr-
ar var hann orðinn 13 sekúndum á undan Shorter. Þriðji
maður var Donald Kardong frá Bandaríkjunum, en síðan
komu þeir Lasse Viren og Karel Lismont og voru þeir um
fjórum mfnútum á eftir Þjóðverjanum. Sótti Belgfumaðurinn
stöðugt í sig veðrið og fór fljótlega fram úr Viren og Kardong
og dró greinilega á Shorter og Cierpinski.
Shorter reyndi nokkrum sinnum að hlaupa Þjóðverjann
uppi, en án árangurs, og þar kom að hann gaf greinilega upp
vonina um sigur og lagði áherzlu á það eitt að tryggja sér
silfurverðlaunin.
Þegar inn á Ólympfuleikvanginn kom var Cierpinski enn
vel á undan keppinautum sínum, en vegna mistaka var hann
látinn hlaupa tvo hringi á vellinum, en ekki einn eins og vera
átti. Frank Shorter var þvf kominn f markið er Cierpinski
kom að þvf öðru sinni, tók í höndina á honum og óskaði
honum til hamingju. Karel Lismont kom skömmu síðar að
marki sem þriðji maður og sfðan þeir Donald Kardong og
Lasse Viren. Var Finninn mjög sporléttur undir lokin og
vitist eiga nóg eftir. Má vera að hann hafi orðið af verðlaunum
í hlaupi þessu vegna reynsluleysis, en þetta var í fyrsta sinn
sem hann tók þátt f maraþonhfaupi í keppni. Vonir hans um
að leika eftir Afrek Emils Zatopeks frá leikunum I Helsinki
1952 — að sigra I 5.000, 10.000 og maraþonhlaupi á sömu
Ólympfuleikum — urðu því að engu. En aðstaða Virens var
heldur ekki hin sama og Zatopeks. Finnin þurfti að hlaupa
Undankeppni til þess að komast f úrslitahlaup bæði 5.000 og
10.000 metra hlaupsins, þar sem baráttan var eannig geysilega
hörð. Þess þurfti Zatopek ekki. Það hafa líka orðið gífurlegar
breytingar á öllu frá því á leikunum í Helsinki 1952
Tími Cierpinskis f maraþonhlaupinu reyndist vera 2:09,55,0
klst. og er það bezti tími sem náðst hefur f maraþonhlaupi f
leikunum. Vegna þess að brautir þær sem hlaupið er á frá
leikum til leiks eru mismunandi er Ólympíumetið ekki stað-
fest f þessari grein, en bezti tími sem nást hafði f maraþon-
hlaupi á Ólympfuleikum fram til laugardagsins var 2:12:11,2
klst., en þeim tfma náði Abebe Bikila frá Eþíópíu á leikunum
I Tókýó 1964.
Waldemar Cierpinski er sálfræðinemandi við háskóla f
Berlln. Hann hélt upp á 26 ára afmælisdag sinn s.l. þriðjudag.
Hlaup byrjaði hann að æfa þegar á unga aldri og strax eftir
Ólympíuleikana 1 Miinchen 1972 fór hann að æfa maraþon-
hlaup með keppni í Montreal fyrir augum. I ár hafði hann náð
fjórða bezta tímanum f maraþonhlaupi, en hins vegar hafði
hann ekki tekið þátt f neinum meiriháttar mótum og var því
tiltölulega lftið þekktur.
Gullverðlaun Cierpinski voru önnur gullverðlaunin sem
Austur-Þjóðverjar hlutu f frjálsum fþróttum káfla. Uppsker-
an varð hins vegar meiri f kvennakeppninni, þar sem austur-
þýzku stúlkurnar hirtu flest verðlaunin.
Uvinveittir áhorfendur og
ausandi rigning fóru með
heimsmethafann í hástökki
- Stones tók við bronsverðlaununum þrátt fyrir morðhótun
19 ÁRA menntaskólastrákur frá Var-
sjá kom heldur betur á óvart á Ólym
píuleikunum í Montreal á laugardag
inn, er hann sigraði þar í hástökks-
keppninni. Fyrirfram hafði verið bú-
izt við því að bandaríski heimsmet-
hafinn og silfurmaður frá Ólympíu
leikunum í Múnchen, Dwight Ston
es, yrði öruggur sigurvegari, en
Stones stökk fyrr á þessu ári 2,31
metra og hefur verið mjög öruggur í
þeim mótum sem hann hefur keppt í
nú í sumar með 2,25 metra — 2,28
metra En á laugardagskvöldið varð
Stones að gera sér bronsverðlaunin
að góðu, þar sem Kanadabúinn Greg
Joy stökk einnig hærra en hann, eða
2,23 metra við ólýsanlegan fögnuð
70.000 áhorfenda.
Vart fer á milli mála að Dwight
Stones var óvinsælastur allra þeirra
íþróttamanna er kepptu á Ólympíuleik-
unum og meðan á úrslitakeppninni i
hástökki stóð gerðu Kanadabúar allt til
þess að gera Stones lífið leitt. Hann
mátti ekki hreyfa sig án þess að á hann
væri baulað, og þegar hann felldi, voru
fagnaðarlætin gífurleg meðal áhorf-
enda.
Ástæðan fyrir því að Stones var svo
óvinsæll i Montreal var sú, að hann lét
hafa það eftir sér í blaðaviðtali að hann
hataði frönskumælandi Kanadabúa
Stones segir reyndar að þarna sé ekki
rétt eftir sér haft og sagði nokkrum
sinnum við fréttamenn með háðsbros á
vör að hann elskaði frönskumælandi
Kanadabúa. Þá bætti það heldur ekki
úr fyrir Stones, að hann gagnrýndi
mjög aðbúnað keppenda í Montreal,
og fór þaðan fljótlega eftir að leikarnir
voru settir og kom ekki aftur, fyrr en
daginn sem undankeppnin í hástökki
hófst.
— Ég hélt satt að segja að það væri
liðin tíð að 1 2 keppendum væri hrúg-
að saman í smáherbergi og þeim boðið
þar upp á rúm sem voru ekki einu sinni
nægjanlega stór, var haft eftir Stones
— Skipulag á æfingavöllunum var líka
fyrir neðan allar hellur. Einu sinni þeg-
ar ég var að æfa mig og var kominn á
fulla ferð að hástökksránni kom annar
sem var að æfa sig og við skullum
saman á fullri ferð Ólympiuleika verð-
ur að halda i löndum sem.eru fær um
að haldá þá, en hætta við þá ella, sagði
Stones
Hástökkskeppnin á laugardaginn var
mjög spennandi og þá ekki sízt vegna
þess að áhorfendum virtist ganga
nokkuð greiðlega ,,að taka Stones á
taugum ' Til að byrja með virtust lætin
ekki hafa áhrif á heimsmethafann, og
hann hló :ð þeim, en þegar farið var
að hækka verulega og einbeitingu
þurfti með, mátti sjá að honum var
brugðið þegar að atrennubrautinni
kom ,,Niður með Stones — niður með
fíflið, hrópuðu áhorfendur og stöpp-
uðu og bauluðu
Þegar hækkað var í 2,23 metra voru
aðeins fjórir keppendur eftir: Stones,
Budalov frá Sovétríkjunum, Wazola frá
Póllandi og Kanadamaðurinn Greg
Joy, sem fagnað var álíka mikið og
baulað var á Stones. Kapparnir stóðu
þannig að vígi, að felldu þeir allir
þessa hæð var Wszola sigurvegari
Hann hafði byrjað á 2,14 metrum og
farið yfir allar hæðir i fyrsta stökki.
Stones var fyrstur' í stökkröðinni og
felldi, en siðan kom Wszola og sveif
vel yfir Greg Joy fór svo yfir i þriðju
umferð, en bæði Stones og Sovétmað-
urinn felldu Þegar Stones reyndi i
síðasta sinn ætlaði allt vitlaust að
verða, og það var sannarlega enginn
heimsmetsbragur á Stones er hann
felldi í þriðja sinn
Þá var hækkað i 2,25 metra og fór
Pólverjinn þá yfir i annarri umferð
Kanadabúinn reyndi tvívegis við þessa
hæð, en felldi í bæði skiptin Ákvað
hann þá að geyma þá einu tilraun sem
hann átti eftir og stökkva á 2,2 7
metra Var hann alllangt frá því að fara
þá hæð, en hins vegar átti Pólverjinn
mjög góðar tilraunir, þótt ekki tækist
honum að komast yfir Þegar sigur
hans var i höfn, lét hann hækka i 2,29
metra og eydi stökki sínu á þá hæð, en
felldi gróflega.
Jacek Wszola verður tvitugur 30
desember n.k. Hann var kominn i
fremstu röð pólskra hástökkvara þegar
árið 1974. í fyrra varð hann i annað
sinn pólskur meistari og þá varð hann
einnig Evrópumeistari unglinga í há-
stökki Hann setti pólskt met i hástökki
skömmu áður en hann hélt til Montre-
al, og stökk þá 2,24 metra
STÓNES HÓTAÐ LÍFLÁTI
Það vakti athygli að meðan Dwight
Stónes var að stökkva í hástökkskeppn-
inni fylgdust lögreglumenn sifellt með
honum, og að keppni lokinni var hann
strax unkringdur lögreglumönnum er
fylgdu honum i búningsherbergið
Ástæða þessarra aðgerða var sú, að
lögreglan hafði fengið upphringingu
frá óþekktum aðila, sem sagði að Ston-
es yrði skotinn á Ólympiuleikvangin-
um, og skellti siðan á Óskaði lögregl-
an eftir því að Stones kæmi ekki á
verðlaunapallinn til þess að taka við
verðlaunum sinum, en heimsmethaf-
inn hafnaði þessari ósk og kom fram
— Það var miklu fremur rigningin
en lætin i fólkinu sem setti mig út af
laginu, sagði Dwight Stones. eftir
keppnina á laugardaginn — Ég get
hreinlega ekki stokkið i rigningu At-
rennan er þannig hjá mér, að ég renn
alltaf til, ef það er blautt, sama hve
brautin er góð Auðvitað hafði það lika
slæm áhrif hvernig fólkið lét Þetta var
eitthvað það versta sem ég hef komizt
í, og þessu mun ég aldrei gleyma,
hversu gamall sem ég verð
Um morðhótunina sagði Stones
— Ég vissi ekkert um þetta fyrr en
eftir keppnina, en þá komu fjórir lög-
reglumenn til min og báðu mig að
koma strax með þeim inn Þegar þang-
að kom sögðu þeir mér frá þvi að
einhver hefði hringt og hótað því að ég
yrði skotinn á vellinum Þeir báðu mig
að fara ekki út aftur til þess að taka á
móti verðlaununum, en ég hikaði ekki
andartak Ég trúði því að ekkert myndi
koma fyrir mig, og þess vegna fór ég á
verðlaunapallinn Þangað hafði ég jú
bronsverðlaun að sækja og eins lang-
aði mig til þess að taka i höndina á
Kanadamanninum og Pólverjanum og
óska þeim til hamingju, en til þess
hafði mér ekki gefizt ráðTúm, áður en
lögreglan kom til min
Það tðkst! Gleðin skfn úr svip pðiska piltsins Jacek Wszola, eftir að hann hefur stokkið 2,25 metra f
hástökki á Ölympfuleikunum, og sigurinn er tryggður.
Wm'