Morgunblaðið - 18.08.1976, Síða 1
32 SÍÐUR
180. tb. 63. árg.
MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1976
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Stjórnmálaleiðtogar ræða efnahagsmálafrumvarpið,
sem nú liggur fyrir danska þinginu og ráða mun úrslit-
um um það hvort minnihlutastjórn Anker Jörgensens
verður áfram við völd, eða hvort haldnar verða kosning-
ar í haust. (Talið frá vinstri): Svend Haugaard, Poul
Schliitter, Per Hækkerup og Anker Jörgensen.
Flokksþing repúblíkana:
Ford hefur tryggt
sér útnefninguna
ekki væri vitað á hvorn veginn
atkvæði 92 fulltrúa mundu falla.
Samkvæmt niðurstöðum þess-
ara kannana mun Reagan ekki
hljóta útnefningu enda þótt hon-
um takist að fá á sitt band alla þá
fulltrúa á þinginu, sem enn hafa
ekkert látið uppi um afstöðu sína.
Atkvæðaveiðar hafa sett
mikinn svip á flokksþingið síðan
það hófst i gær, en þó hafa full-
Framhald á bls. 18
Kansas-borg — 17. ágúst — Reuter
FORD Bandarfkjaforseti hefur
tryggt sér nægilegt atkvæðamagn
á flokksþingi repúblikana f Kan-
sas-borg til að hljóta útnefningu
flokksins sem frambjóðandi f for-
setakosningunum, að þvf er
fréttamenn þriggja helztu sjón-
varpsstöðva f Bandarfkjunum
töldu f kvöld.
Skoðanakannanir sem fram
fóru á flokksþinginu í dag benda
allar til þess, að Ford hafi nú
tryggt sér meira en þau 1130 at-
kvæði, sem nauðsynleg eru til að
hljóta útnefningu i fyrstu at-
kvæðagreiðslu. Fréttastofa CBS
komst að þeirri niðurstöðu að
Ford væri öruggur um 1.137 at-
kvæði, Reagan hefði 1.038, en af-
staða 84 fulltrúa á þinginu væri
óljós. Fréttastofur ABC og NBC
sögðu báðar, að Ford ætti 1.132
atkvæði. ABC taldi Reagan hafa
tryggt sér 1.052 atkvæði, en 75
fulltrúar hefðu ekki enn látið i
ljós afstöðu. NBC taldi Reagan
öruggan um 1.035 atkvæði, en
Líf dönsku stjóm-
arirmar á bláþræði
Skyndiverkföll
í mótmælaskyni
við efnahags-
málafrumvarpið
Kaupmannahöfn — 17. águst —
frá fréttaritara Mbl., Lars Olsen.
LtNURNAR f dönskum stjórn-
málum skýrðust ekki f dag. Á
aukafundi Þjóðþingsins var lagt
fram málamiðlunarfrumvarp
stjórnarinnar og litlu miðflokk-
anna þriggja, og þykir það benda
til þess að dagar rfkisstjórnar
Anker Jörgensens séu senn tald-
ir. Enn er þó ekki útséð um, að
meirihlutafylgi við tillöguna ná-
ist á þinginu, og er búizt við þvf
að umræður um hana standi langt
fram á nótt.
t dag hefur verið efnt til
skyndiverkfalla vfðsvegar um
landið f mótmælaskyni við efna-
hagsmálafrumvarpið, sem felur f
sér takmarkanir á launahækkun á
ýmsum opinberum gjöldum.
Foringi dönsku verkalýðshreyf-
ingarinnar, Thomas Nielsen, og
einn áhrifamesti leiðtogi iðnaðar-
manna, Paulus Andersen, formað
ur samtaka málmiðnaðarmanna,
hafa báðir lýst yfir andstöðu við
frumvarpið, og segja, að það
brjóti í bága við samningsbundin
réttindi launþega. Þessi skoðana-
ágreiningur stjórnar sósialdem-
ókrata og verkalýðshreyfingar-
innar vekur athygli, þar sem
hreyfingin hefur stutt stjórnina
með ráðum og dáð fram að þessu.
Meginþættir frumvarpsins
miða að þvi, að laun hækki ekki
meira en sem nemur sex af
hundraði á næstu tveimur árum,
en auk þess er þar gert ráð fyrir
álöguhækkunum, sem nema
munu fimm milljörðum danskra
króna, verði frumvarpið sam-
þykkt. Þá er gert ráð fyrir tveggja
milljarða króna sparnaði í opin-
berum rekstri á næsta ári og
þriggja milljarða sparnaði á sama
útgjaldalið reikningsárið 1978-79.
Frumvarpinu er fyrst og fremst
ætlað að hafa bætandi áhrif á
skuldajöfnuð við útlönd, sem
Framhald á bls. 18
Gerald Ford.
Ronald Reagan.
1800 fórust í jarðskjálftanum í Mindanao:
Náttúruhamfarirnar ekki keðju-
verkandi að sögn vísindamanna
Manila — Peking —
17. ágúst — Reuter — AP.
BJÖRGUNARSVEITIR leita nú
þeirra, sem grafnir eru undir
rústum f Cotabato-borg á eynni
Mindanao f Filipseyjaklasanum,
en talið er, að a.m.k. 1800 manns
hafi farizt f skjálftanum, sem þar
varð f nótt, og mældist hann 7.8
stig á Richterskvarða. Ellefu
kippir komu á eftir jarðskjálftan-
um, en þeir voru allir mun væg-
ari.
Kínverjar hafa greint frá þvi,
að í kjölfar skjálftans mikla. sem
þar varð f gær, og mældist 7.2 stig
á Richterskvarða, hafi jarðhrær-
ingar verið annað slagið í allan
dag. Ljóst er að mikill ótti hefur
gripið um sig meðal fbúa f borg-
inni Chengtu, en þeir eru um 3
milljónir. Fréttastofa Nýja Kína
hefur skýrt frá því, að upptök
skjálftanna séu við borgina Mien-
yang, sem er um það bil 10(
kílómetra suðvestur af Chengtu
Áreiðanlegar fregnir fara ekk
af tjóni á mönnum eði
mannvirkjum, en fréttastofai
Framhald á bls. 18
Bankahvelfing Société
Générale í París rœnd
með sama hœtti og í Nizza
Parfs — 1 7. ágúst — Reuter
LÖGREGLUYFIRVÖLD f París
skýrðu frá þvf I dag, að nú um
helgina hefði verið brotizt inn í
öryggishvelfingu útibús Societé
Générale bankans á eyju Sankti
Loðvfks f miðri borginni. Svo
virðist sem hér sé um að ræða
endurtekningu á bankaráninu
mikla f útibúi sama banka f Nizza
f sfðasta mánuði, og telur lögregl-
an, að þjófamir kunni hafa borið
enn meira úr býtum að þessu
Fengur „holræsa-
rottanna”talinn nær
2 milljarðar króna
sinni. Margt bendir til þess að hér
sé um að ræða sömu bankaræn-
ingjana og voru að verki I Nizza.
Þá hurfu um 50 milljónir franka
úr hólfum eða serrV nemur um
1.850 milljörðum Isl. króna, I
öryggisgeymslu bankans, og hafa
þjófarnir ekki fundizt, þrátt fyrir
vlðtæka leit.
Societé Générale-útibúið er eini
bankinn á eynni, en þar eru margir
þekktir stjórnmálamenn og auðkýf
ingar búsettir Starfsmenn bankans
skýrðu frá þvi i dag, að litlu hefði
munað, að þjófarnir hefðu verið
staðnir að verki Gæzlumaður
heyrði grunsamlegan hávaða i kjall-
aranum þegar hann var á eftirlits-
Framhald á bls. 18
Veróir laganna ásamt fréttamönnum við bankaútibú Societé
Generale f Parfs skömmu eftir að uppvfst varð um ránið f gærmorg-
un. (AP-mynd).