Morgunblaðið - 18.08.1976, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGUST 1976
Klúbbmálið:
Ovíst hvenær lögtaks-
gerðir ná fram að ganga
EINS og áður hefur komið fram I
fréttum hafa tvö lögtök verið gerð
og eitt uppboð' ákveðið á eignum
Sigurbjörns Eirfkssonar veitinga-
manns I Klúbbnum vegna skulda
hans við rfkissjóð og gjald-
heimtu, en skuldirnar eru til-
komnar vegna veitingarekstur
„Afiinn aðallega á
síðum dagblaðanna”
— ÞESSI rosalegi afli tog-
aranna hérna úti af Vestfjörð-
um undanfarna daga er fyrst og
fremst á sfðum dagblaðanna,
sagði Jón Páll Halldórsson á
tsafirði er Morgunblaðið hafði
samband við hann f gær. —
Aflinn hefur að vlsu verið
sæmilegur og nokkur skip hafa
fengið stór höl, en þar með er
ekki sagt að aflinn hafi verið
með afbrigðum góður. Skipin
hafa fyllt sig á vikutlma og
þannig kom Framnesið til
Þingeyrar f morgun með full-
fermi sagði Jón Páll.
Sigurbjarnar. Morgunblaðið hef-
ur kannað hvað Ifði þessum gerð-
um og kom þá f Ijós, að Ingi
Ingimundarson hrl., lögmaður
Sigurbjörns, hefur áfrýjað þeim
til hæstaréttar. Voru öll þrjú mál-
in þingfest fyrir hæstarétti hinn
3. maí s.l. og þá gefinn frestur til
1. október n.k.
Að sögn Björns Helgasonar
hæstaréttarritara er alls óvfst
hvort hægt verður að taka málin
fyrir þá og það getur því liðið
ennþá langur tími áður en þau
komast i málaröðina hjá hæsta-
rétti. Þar bíða ætíð mörg mál af-
greiðslu og geta liðið margir mán-
uðir og jafnvel ár áður en úr-
skurður hæstaréttar liggur fyrir.
Þegar úrskurðurinn liggur fyrir,
fara málin aftur heim í hérað og
líður þá enn nokkur timi þar til
gerðirnar ná fram að ganga.
Björn Helgason hæstaréttarrit-
ari veitti Mbl. þær upplýsingar,
að þegar búið væri að þingfestá
mál lægi næst fyrir verjendum
málanna að útbúa ágrip um málið
með öllum skjölum, sem það
Framhald á bls. 18
Utanríkisráðherra í op-
inbera heimsókn til 2ja
Austur-Evrópuríkja
A þessari mynd má sjá kolsvartan reykjarmökkinn sem steig upp af vörugeymslu SlS, en litla myndin
sýnir leifar kútsins sem sprakk.
Mildi að ekki fór verr:
Sprenging inni við Sundin
„ÞAÐ ER mesta mildi að ekki
skuli verr hafa farið,“ sögðu
slökkviliðsmenn sem við rædd-
um við á þaki vörugeymslna
SÍS inni við Sundin f gær. Þar
kom upp eldur þegar gaskútur
sem verið var að vinna með
sprakk f loft upp. Er það ef til
vill kraftaverk að ekki urðu al-
varleg slys á mönnum þvf kút-
urinn sundurtættist og flugu
brotin f allar áttir sum allt að
200 metrum. Einn maður slas-
aðist og það var Ólafur Sig-
tryggsson, en hann var að vinna
með kútinn. Brenndist hann á
höndum og fótum af eldinum
en þó ekki alvarlega.
Ekki urðu miklar skemmdir á
þakinu þar sem slökkviliðinu
tókst fljótt að ráða niðurlögum
eldsins. Brot úr kútnum skildu
eftir sig nokkrar skemmdir og
Framhald á bls. 18
EINAR Ágústsson utanrfkisráð-
herra er nú á förum til útlanda,
þar sem hann mun fyrst sitja
fund utanrfkisráðherra Norður-
Nýr yfirmaður á
KeflavíkurflugveDi
SlÐAR í þessum mánuði tekur
nýr flotaforingi við störfum yfir-
manns á Keflavíkurflugvelli af
Harold G. Rich, sem nú er yfir-
maður á vellinum. Nýi flotafor-
inginn heitir Karl J. Bernstein og
tekur hann við störfum 24. ágúst
nk.
landa f Kaupmannahöfn, en fara
sfðan f opinbera heimsókn til
Tékkóslóvakfu og Ungverjalands.
Hefst hin opinbera heimsókn f
Tékkóslóvakfu hinn 22. ágúst og
stendur f hálfan þriðja dag. Hið
sama er áð segja um heimsókn
ráðherrans til Ungverjalands.
I fylgd með Einari Ágústssyni
verður Hörður Helgason, skrif-
stofustjóri í utanríkisráðuneyt-
inu, en ennfremur verða sendi-
herrar íslands í viðkomandi lönd-
um með, Árni Tryggvason í
Tékkóslóvakíu og Hannes Jóns-
son í Ungverjalandi. Eiginkonur
Einars Ágústssonar og Harðar
Framhald á bls. 18
Skattskrá Suðurlands lögð fram í gær, Norðanlands vestra á morgun:
Energo Projekt greiðir
rúmar 27 millj. kr. í gjöld
SKATTSKRÁIN f Suðurlands-
kjördæmi var lögð fram f gær og
eiga þá aðeins fbúar f Norður-
landskjördæmi vestra eftir að fá
skattskrána, en hún verður vænt-
Gamla járnbrautin
varðveitt í Árbae
ÖNNUR eimreiðin, sem var
notuð við grjót- og malarflutn-
ing við hafnargerðina f Reykja-
vfk á árunum 1913 til 1917 og
aftur seinna er nú til sýnis í
Árbæjarsafni.
Að sögn Nönnu Hermanns-
son, safnvarðar f Árbæ, var
eimreiðin flutt þangað 1961, og
hefur síðan staðið þar undir
beru lofti þar til f vetur, að
reist var hús utan um hana.
Vélin var illa farin og orðin
Ijót, en var tekin f gegn f vor og
er nú skfnandi falleg, nýmáluð
og pússuð.
Þegar Mbl.menn komu í Ár-
bæ var verið að setja upp sýn-
ingu í kringum eimreiðina, ver-
ið að útbúa kort með leiðinni,
sem lestin fór, setja upp mynd-
ir tengdar járnbrautum o.s.frv.
Það var vorið 1913, að fyrstu
vélarnar 1 járnbrautina komu
hingað til landsins, en það var
danskur verkfræðingur, sem
flutti þær hingað gagngert til
að flytja uppfyllingarefni f
hafnargarðana. Tvær eimreiðir
voru notaðar við grjót- og mal-
arflutning við hafnargerðina í
Reykjavík og báru þær nöfnin
Minör og Pionér.
Páll Ásmundsson stendur hér við eimreiðina, Pionér, sem hann
stjórnaði f 15 ár.
Arið 1913 hófst svo sjálf
hafnargerðin og lá járnbrautar-
sporið frá öskjuhlíð og Skóla-
vörðuholti og niður að höfn,
utan við meginbyggð bæjarins.
1 grennd við Miklatorg var svo
reist bækistöð járnbrautarlest-
Framhald á bls. 18
anlega lögð fram samtfmis f
Siglufirði og á Sauðárkróki á
morgun. Alls var lagt á 7042 ein-
staklinga f Suðurlandskjördæmi
og 447 félög, samtals
1.441.133.845 krónur. Sá einstak-
lingur sem greiðir hæst gjöld f
Suðurlandskjördæmi f ár er Árni
Sigursteinsson bifreiðastjóri á
Selfossi 4.3 milljónir. Hæst gjöld
félaga greiðir Energo Projekt við
Sigöldu, rúmar 27.3 milljónir
króna.
Að sögn skattstjórans á Hellu,
Hálfdáns Guðmundssonar, voru
útsvör lögð sér á í nokkrum
hreppanna á Suðurlandi, þannig
að skattskráin fyrir Suðurland
gefur ekki fullkomna mynd af
gjöldum allra framteljenda.
TIu hæstu gjaldendur á Suður-
landi:
Árni Skgursteinsson, bifreiða-
stjóri, Selfossi, 4.301.034
Sigfús Kristinsson, húsasmíða-
meistari, Selfossi, 3.710.925
Magnús Sigurðsson, héraðs-
læknir, Eyrarbakka, 2.567.977
Brynleifur Steingrimsson, hér-
aðslæknir, Selfossi, 2.518.022
Bragi Einarsson, garðyrkju-
maður, Hveragerði, 2.462.416
Sigurður Guðmundsson, Húsa-
smíðameistari, Selfossi,
2.410.176
Rafn Thorarensen, iðnrekandi,
Hellu, 2.388.143
Sigurbjörn Eirfksson, bóndi
Stóra-Hofi, 2.329.422
Framhald á bls. 18
Helgi M. Bergs kjörinn
bæjarstjóri á Akureyri
Akureyri 17. ágúst.
Á FUNDI bæjarstjórnar Akur-
eyrar í dag fór fram kjör bæjar-
stjóra fyrir tímabilið 1. septem-
ber 1976 til loka kjörtfmabils nú-
verandi bæjarstjórnar. Fimm
umsækjendur voru um starfið, en
kosningu hlaut Helgi M. Bergs,
hagfræðingur. Hann hlaut sex at-
kvæði, en fimm atkvæðaseðlar
voru auðir.
Áður en gengið var til kosn-
ingarinnar kvaddi sér hljóðs Gísli
Jónsson, einn af bæjarfulltrúum
Sjálfstæðisflokksins. Flutti hann
eftirfarandi yfirlýsingu, sem
undirrituð var af öllum viðstödd-
um bæjarfulltrúum flokksins.
Hann kvað yfirlýsinguna einnig
hafa verið borna undir alla
kjörna bæjarfulltrúa flokksins,
aðalmenn og varamenn, sem til
náðist, og formann Fulltrúaráðs
Sjálfstæðisflokksins á Akureyri
og hlotið samþykki þeirra. Yfir-
lýsingin var svohljóðandi:
„Þegar ljóst var að Bjarni
Einarsson myndi láta af bæjar-
stjórastarfi á þessu ári, töldum
við bæjarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins ástæðu til að athuga
gaumgæfilega hvort ekki væri
unnt að ná breiðri samstöðu um
kjör eftirmanns hans, svo sem
verið hafði í tvö skipti þegar
Bjarni var kosinn. Fulltrúar
meirihluta bæjarstjóijnar virtust
okkur sama sinnis.
Samkomulagsvilja okkar sýnd-
um við sjálfstæðismenn í verki
m.a. með því að kjósa óumbeðið
og skilyrðislaust forsetaefni
Framhald á bls. 18