Morgunblaðið - 18.08.1976, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. AGUST 1976
LOFTLEIDIR
Tt 2 11 90 2 11 88
Hjartans þakkir til allra þeirra
sem heiðruðu mig með heim-
sóknum, gjöfum og skeytum á
sjötíu og fimm ára afmæli mínu
3. ágúst s.l.
Guð blessi ykkur oll
Gís/i I/agnsson
Mýrum
Fjölmenni
á Hólahátíð
Bæ, Höfðaströnd 15. ágúst.
HÓLAHÁTtÐIN var haldin I garr,
15. ágúst. Dumbungsveður var
eftir mikla rigningu nóttina áður,
en þó var hátfðin það fjölmenn að
Hóladómkirkja var fullskipuð.
Hátíðin fór fram eftir áður aug-
lýstri dagskrá en þar voru 11
hempuklæddir prestar, auk fleiri
presta sem ekki voru í embættis-
skrúða, með vigslubiskup Hóia-
stiftis í fararbroddi.
F'ormaður Hólafélagsins, séra
Arni Sigurðsson, stjórnaði hátíð-
inní, sem var í kirkjunni eftir
messu og þar fór einnig fram
altarisganga. Kirkjukór Sauðár-
króks söng undir stjórn hins
kunna söngstjóra Jóns Björnsson-
ar. Kristján Jóhannsson Konráðs-
sonar frá Akureyri söng einsöng,
en hann er á leið til Ítalíu til
náms. Söngmálastjóri lék einleik
á kirkjuorgelið og Haraldur Sig-
urðsson bókavörður flutti erindi
um bókaútgáfu Guðbrands Þor-
lákssonar.
Þá voru veitingar bornar fram
heima á Hólum.
Á eftir Hólahátíð var aðalfund-
ur Hölafélagsins í samkomusal
Hólaskóla. í stjórn þess voru nú
kosnir: Séra Arni Sigurðsson for-
maður, frú Margrét Árnason, Hól-
um, séra Gunnar Gíslason, Björn
Fr. Björnsson kennari og séra Sig-
fús Árnason, Míklabæ.
Farið er nú að vinna af alvöru
að skipulagi Hóla, en það verk
annast verkfræðiskrifstofa Guð-
mundar G. Þórarinssonar í
Reykjavík.
I tengslum við Hólahátíðina var
vígður hlaðinn garður kringum
kirkjugarðinn og viðbótagrafreit-
ur. Er þetta hið fallegasta mann-
virki.
Björn.
Svanur:
Aðalvél-
in bræddi
úr sér
ÞEGAR flutningaskipið Svan-
ur var að leggja af stað til
Finnlands frá F’axaflóahöfn-
um um verzlunarmannahelg-
ina kom það fyrir, er skipið var
komið skammt áleiðis, að aðal-
vél skipsins bræddi úr sér.
Skipið snéri þegar við og
komst til Reykjavíkur með eig-
in afli. Samkvæmt upplýsing-
um Sigurðar Grétarssonar hjá
skipamiðlun Þorvaldar S.
Jónssonar hefur verið unnið
að viðgerð síðan óhappið varð
og er gert ráð fyrir að Svanur
haldi af stað á ný í dag. Verður
fyrsti viðkomustaður skipsins í
Englandi.
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
2Ror0unbIabib
Útvarp Reykjavík
AtlÐMIKUDtkGUR
18. ágúst
MORGUNNINIM
7.00 Morgunútvarp
Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15
(og forustugr. dagb.), 9.00 og
10.00.
Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Ragnar Þorsteinsson les
„(Itungunarvélina“ eftir
Nikolaj Nosoff (8).
Tilkynningar kl. 9.30. Létt
lög milli atriða.
Kirkjutónlist kl. 10.25: Hans
Helmut Hahn dómorgarleik-
ari frá Rothenburg leikur á
orgel Dðmkirkjunnar I
Reykjavlk verk eftir Scheidt,
Buxtehude, Waiter og Liszt.
Morguntónleikar kl. 11.00:
Maurizio Pollini leikur
Pfanósónötu nr. 1 I ffs-moll
op. 11 eftir Schumann /
David Glazer og Kammer-
sveitin I Wiirtemberg leika
Klarinettukonsert f Es-dúr
eftir Franz Krommer; Jörg
Faerber stjórnar.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar.
SÍÐDEGIÐ
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan „Blómið
blóðrauða" eftir Johannes
Linnankoski
Axel Thorsteinsson les (12).
15.00 Miðdegistónleikar
Búdapestkvartettinn leikur
Strengjakvartett nr. 5 I A-
dúr op. 18 eftir Beethoven.
Christop Eschenbach og Ffl-
harmóníusveitin I Vfn leika
Pfanókonsert f F-dúr (K382)
eftir Mosart; Wilhelm
Briickner-Rúggeberg stjórn-
ar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Lagið mitt
Anne-Marie Markan kynnir
óskalög barna innan tólf ára
aldurs.
17.30 Minningar Austur-
Skaftfellings, Guðjóns R.
Sigurðssonar
Baldur Pálmason les þriðja
og sfðasta hlua.
18.00 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
KVOLDIÐ
19.35 Akurinn er frjór sem
fyrr
Einar Jónsson fiskifræðing-
ur flytur erindi.
20.00 Einsöngur: Jón Sigur-
björnsson syngur
lög eftir Sveinbjörn Svein-
björnsson, Þórarinn Jónsson
og Markús Kristjánsson. Ól-
afur Vignir Albertsson leik-
ur á pfanó.
20.20 Sumarvaka
a. (Jr dagbók prestaskóla-
manns
Séra Gfsli Brynjólfsson segir
frá námsárum Þorsteins
prests Þórarinssonar I Beru-
firði; — þriðji hluti.
b. Reykjavfk I ljóði
Jóhanna Norðfjörð leikkona
les kvæði eftir ýmis skáld.
c. Suðurganga
Hjörtur Pálsson les sfðari
hluta frásögu eftir Frfmann
Jónasson fyrrum skólastjóra,
sem segir frá gönguferð úr
Skagafirði til Reykjavfkur
fyrir meira en hálfri öld.
d. Kórsöngur: Tónlistarfé-
lagskórinn o.fl. syngja
lög eftir Ólaf Þorgrfmsson
21.30 (Ttvarpssagan: „Stúlkan
úr Svartaskógi" eftir Guð-
mund Frfmann
Gfsli Halldórsson leikari les
(13).
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir
Kvöldsagan: „Marfumyndin"
eftir Guðmund Steinsson
Kristbjörg Kjeld leikkona
les (5).
22.45 Djassþáttur
f umsjá Jóns Múla Árnason-
ar.
23.40 Fréttir. Dagskrárlok.
Mm
MIÐVIKUDAGUR
18. ágúst
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Pappfrstungl
Bandarfskur myndaflokkur.
Afmæli
Þýðandi Kristmann Eiðsson.
21.05 Spánn
Svipmyndir af byggingum,
þjóðarsiðum og þjóðlffi á
Spáni.
Þýðandi og þulur Ingí Karl
Jóhannesson.
21.30 Hættuleg vitneskja
Breskur njósnamyndaflokk-
ur f sex þáttum.
3. þáttur.
Efni annars þáttar:
I Ijós kemur. að Laura er f
vitorði með njósnurunum,
sem bfða f bátnum. Annar
þeirra hefur gætur á húsi
Kirbys, sem kemur óvænt að
honum.
Kirby gengur illa að seija
upplýsingarnar, en nær loks
sambandi við franskan
njósnara. Kirby heldur til
fundar við hann og kemur
að honum látnum.
Þýðandi Jón O. Edwald.
21.55 List í nýju ljósi
Fræðslumyndaflokkur frá
BBC í f jórum þáttum.
1 fyrsta þætti eru skoðuð
málverk frá ýmsum tfmum.
Þýðandi og þulur óskar
Ingimarsson.
22.25 Ðagskrárlok.
Sýnum við
fiskrannsóknum
nœgan sóma ?
„AKURINN er frjór sem
fyrr“ nefnist erindi er
Einar Jónsson fiskifræð-
ingur flytur í hljóðvarpi
kl. 19.35 í kvöld.
„Ég ætla aóallega að
tala um hafið,“ sagði Ein-
ar, „þessa auðlind okkar,
sem er allt í kringum
okkur. Allir vita að það
er hreinasta gullkista og
einnig að nú eru fisk-
stofnarnir illa á sig
komnir. Ég tel að þessu
megi breyta við með
réttri stjórn, en rétta
stjórn kallar líka á rann-
Þetta eru þau Prunella Ransome og John Gregson, sem leika
aðalhlutverkin f „Hættuleg vitneskja".
sóknir. Ég er með smá-
þanka um að hafrann-
sóknir okkar séu ekki
nógu öflugar og bendi í
því sambandi á að við
verjum aðeins 0,5%
þjóðartekna til rann-
sókna í þágu atvinnuveg-
anna. Til samanburðar
má geta þess að Finnar,
sem teljast miklir skuss-
ar í þessum efnum, verja
0,9% þjóðartekna til
slíkra rannsókna og Sví-
ar um 1,5%, sem er þrisv-
ar sinnum meira en við“.
Þá held ég að það séu
óeðlilega fáir, sem starfa
að þessum málum og er
það enn eitt dæmið um að
við sýnum þessum mál-
um ekki nægan sóma.“
Einar er nýkominn
heim úr námi, en hann
hefur lagt stund á fiski-
fræði undanfarin ár í
Vestur-Þýzkalandi. Hann
sagði að sér hefði ekki
enn tekizt að fá fast starf
hér á landi, en sem stæði
væri hann að vinna við
mengunarrannsóknir í
Skerjafirði á vegum
Reykjavíkurborgar og
nærliggjandi sveitar-
félaga.
Kl. 21.30:
Hœttuleg
Kl. 21.30 í kvöld verður
sýndur 3. þáttur brezka
njósnamyndaflokksins
Hættuleg vitneskja. í síð-
asta þætti kom i ljós að
Laura er í vitorði með
njósnurunum. Kirby hélt
til fundar við franskan
njósnara, sem hann
hyggst selja upplýsingar,
vitneskja
en kom að honum látn-
um.
Nýr frœðslumyndaflokkur
í KVÖLD hefst nýr
fræðslumyndaflokkur í
fjórum þáttum frá BBC.
Myndaflokkurinn nefnist
List í nýju ljósi og við
hringdum í Óskar
Ingimarsson þýðanda og
spurðum hann um efni
þáttanna.
„Þetta er allnýstárleg-
ur myndaflokkur,“ sagði
hann. „í þessum fyrsta
þætti kynnir maður að
nafni John Berger gömul
málverk frá ýmsum tím-
um.
Hann útskýrir
hvernig gildismat fólks
hefur breytzt með til-
komu tækninnar, s.s. ljós-
mynda- og kvikmynda-
véla. Nú er einnig hægt
að gera eftirprentanir og
eftirmyndir og við það
breytist viðhorf manna
til myndlistarinnar. Og
yfirleitt kemur hann al-
mennt inn á það hvernig
fólk lítur á ými^legt í
sambandi við list, t.d.
mismuninn á þvi hvernig
börn og fullorðnir líta á
list og listsköpun."