Morgunblaðið - 18.08.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. AGUST 1976
5
Júdósambandið hefur
ekki krafizt mótmæla
„ÞAÐ HEFUR ekkert verið leitað
til okkar um það,“ sagði Hörður
Helgason, skrifstofustjóri I utan-
rfkisráðuneytinu, er Mbl. spurð-
ist f gær fyrir um það, hvort ráðu-
neytið mundi hafa afskipti af
framkomu Rússa við fslenzku
júdókeppendurna, sem heimsóttu
Sovétríkin fyrr á árinu. Hörður
kvað engar óskir um mótmæli eða
nokkuð slfkt hafa komið fram.
Eysteinn Þorvaldsson, formað-
ur Júdósambands íslands, sagði f
viðtali við Morgunblaðið í gær, að
Júdósambandið hefði ekki krafizt
þess að mótmælt yrði við sovézk
stjórnvöld. Eysteinn sagði að afrit
Timman
teflir á
Eskifirði
HOLLENZKI stórmeistarinn Jan
Timman tefiir fjöltefli á vegum
Skáksambands Austurlands f Val-
höll á Eskifirði miðvikudaginn
18. ágúst klukkan 20 og f Barna-
skólanum á Reyðarfirði fimmtu-
daginn 19. ágúst klukkan 20.
Skáksveit Ungmenna- og
íþróttasambands Austurlands
sigraði í þriðja riðli undanrása á
Skákþingi UMFÍ 1976, en keppn-
in fór fram á Selfossi í júní. í
fyrsta sæti var ÍJÍA með 8 vinn-
inga, í öðru sæti UMSK með 7'A
vinning, í þriðja sæti HSK með 7
vinninga og f fjórða sæti UV,
Ungmennafélagið Víkverji, með
\'A vinning. Tvær efstu sveitirnar
komast í úrslit, sem fara fram í
Kópavogi á næstunni.
Vonir standa til, að skáksveit
Landsbankans komi til keppni við
Skáksamband Austurlands í
haust.
af greinargerð sambandsins hefði
verið sent menntamálaráðuneyt-
inu og hann sagðist vita að
menntamálaráðuneytið hefði sent
hana áfram til utanríkisráðuneyt-
isins.
Eysteinn sagði að ástæðan fyrir
því, að Júdósambandið hefði sent
menntamálaráðuneytinu afrit af
skýrslu sinni, væri að komið
hefðu fram óskir frá Iþróttanefnd
Sovétríkjanna um að gerður yrði
samningur milli íslands og Sovét-
ríkjanna um íþróttasamskipti.
Þessi nefnd hafi verið hin sama
og dreifði óhróðrinum um ís-
lenzku júdókeppendurna í gegn-
um APN-Novosti og því sagðist
Eysteinn hafa talið rétt að
menntamálaráðuneytið vissi um
þetta framferði áður en samning-
urinn um íþróttasamskiptin yrði
gerður. Væri þá unnt að taka slikt
sem þetta með til athugunar. Þá
var einnig afrit af greinargerð
Júdósambandsins sent til ISÍ og
UMFÍ. Sömuleiðis til sovézkra yf-
irvalda í gegnum sendiráð Sovét-
ríkjanna á íslandi.
Dýrmætri
rafsuðuvél
stolið
MJÖG verðmætri rafsuðuvél var
stolið í fyrrinótt, þar sem hún stóð
fyrir framan verkstæði Aðal-
brautar á Ártúnshöfða. Vélin er
af gerðinni Dell 200 og er á hjól-
um. Slíkar vélar kosta nokkur
hundruð þúsund krónur. Þeir,
sem geta veitt upplýsingar um
þennan þjófnað, eru beðnir að
hafa strax samband við rannsókn-
arlögregluna.
Sovézki bryndrekinn Kiev a siglingu skammt undan Islandsströndum.
Sovézka flugmóðuskipið
Kiev 1 grennd við Island
HIÐ nýja flugmóðurskip Rússa, Kiev, sem
sigldi inn á Miðjarðarhaf 18. júlf sl., hélt út á
Atlantshaf 31. fyrra mánaðar. Skipið hefur að
undanförnu verið I grennd við tsland á leið til
flotastöðvar Sovétmanna á Kola-skaga, að þvf er
talið er. Skip þetta er hið fyrsta f röð flugmóður-
skipa, sem talið er að Sovétmenn hyggist smfða,
en til þessa hafa þeir ekki átt slfk skip. Það er
búið mjög fullkomnum vopnum, þ.á.m. 30 YAK-
36 orrustuvélum, sem geta hafið sig lóðrétt til
lofts og 25 þyrlum sem búnar eru vopnum gegn
kafbátum. Skipið er um 35000-40000 tonn að
stærð og er talið geta náð a.m.k. 30 hnúta hraða.
Á leið skipsins fram hjá Bretlandseyjum
fylgdu brezk herskip þvf og Nimrod-þotur
brezka flughersins flugu fyir það. t einni
Nimrod-vélanna ver varnamálaráðherra Breta.
Roy Mason, sem vildi sjá skipið eigin augum.
Eftir flugferðina lét ráðherrann þau orð falla,
að skipið væri nýr kapituli f stækkun Sovétflot-
ans.
ö/Kuf
glæsilegt úrval!
\\\t tU sKólans
teinum staÓ,
þúþarftetíó
að leita ','ðat
Bókaverzlun
SIGFÚSAR
EYMUNDSSONAR
Austurstræti 18, sími 13135