Morgunblaðið - 18.08.1976, Blaðsíða 7
MORG.UNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGUST 1976
7
Skattamál
og Þjóðviljinn
í forystugrein Þjóðvilj-
ans í gær er fjallað um
skattamál og þar segir
m.a.: „Þegar minnzt er á
óréttlætið í skattamálum,
er eins og flestir hafi gefið
upp vonina um, að hægt
sé að breyta einhverju.
Við þvl er heldur ekki að
búast, að ráðamenn
Islenzks þjóðfélags í dag
muni breyta þessu kerfi.
Það framsóknar — fhald,
sem nú ræður rfkjum, hef-
ur aldrei fengizt til að
breyta skattalögunum
launafólki f hag, því það
samkeppnisþjóðfélag,
sem er ástfóstur ráða-
manna, byggir á því, að
hver reyni af fremsta
megni að skara eld að
sinni köku og um leið frá
náungans köku. Skatt-
svikin eru skilgetið af-
kvæmi þess hagkerfis,
sem við búum við." Og
ennfremur segir f sömu
forystugrein: „Það eru
bein tengsl milli fyrr-
greindra löggiltra skatt-
svikara og ráðamanna
fslenzka stjórnkerf isins.
Stærsti stjórnmálaflokkur
landsins telur einmitt
þessa löggiltu aðila, vera
máttarstólpa þjóðfélags-
ins."
Það fer illa á þvf, þegar
kommúnistar reyna með
þessum hætti að slá sjálfa
sig til riddara sem sér-
staka málsvara þeirra,
sem greiða skatta sfna
skilvfslega f þessu þjóð
félagi, en beina þeim
ásökunum að öðrum, að
þeir séu sérstakir fulltrúar
skattsvikara. Sannleikur-
inn er sá, þegar litið er
yfir hálfan annan áratug,
að þeir fjármálaráðherrar,
sem á þessu tfmabili hafa
setið af hálfu Sjálfstæðis-
flokksins, fyrst Gunnar
Thoroddsen, sfðan
Magnús Jónsson og nú
Matthfas Á. Mathiesen,
hafa allir beitt sér fyrir
mjög róttækum umbótum
á skattalöggjöfinni, sem
einmitt hefur komið
launafólki til góða og þá
ekki sfzt láglaunafólki,
sem óhætt er að fullyrða,
að greiðir f dag ekki háa
beina skatta, enda
athyglisvert, f umtali
manna á meðal um
skattamál, að fólk með
lágar tekjur og miðlungs-
tekjur, kvartarekki undan
of háum, beinum skött-
um, þótt allir gagnrýni
skattamisréttið, sem aug-
Ijóslega viðgengst.
Hins vegar hefur engri
rfkisstjóm og engu lög
gjafarþingi áratugum
saman tekizt að búa svo
um hnútana, að skattsvik
væru óframkvæmanleg,
en þær umbætur, sem
fjármálaráðherrar Sjálf-
stæðisflokksins hafa beitt
sér fyrir f skattamálum,
hafa þó hvað eftir annað
stuðlað að bættu siðgæði
f þessum efnum og á þann
hátt dregið úr skattsvik
um.
Á það er Ifka ástæða til
að minnast, að það eru
ekki nema tæp tvö ár liðin
frá þvf, að Alþýðubanda
lagið átti aðild að rfkis-
stjóm á íslandi um nær
þriggja ára skeið og fer
ekki sögum af þvf, að ráð-
herrar Alþýðubandalags-
ins á þeim tfma eða
flokkurinn, sem slfkur,
hafi beitt sér fyrir umbót-
um f skattamálum, eða
komið fram með tillögur f
skattamálum, sem útilok-
að gætu með öllu skatt-
svik eða löglega hagnýt-
ingu galla f skattlöggjöf-
inni til þess að komast hjá
eðlilegum skattgreiðslum.
í þessum efnum fer bezt á
þvf, að menn horfist f
augu við þá staðreynd að
hér er við ramman reip að
draga, en samt sem áður
má ekki láta deigan sfga. í
forystugrein Þjóðviljans,
er sagt að skattsvik séu
skilgetið afkvæmi þess
hagkerfis er við búum við.
Ástæða er til að minna á
að f því ríki heims, sem
býr við hvað frjálsast hag-
kerfi, eru skattsvik svo til
óþekkt og skattasiðferði á
mjög háu stigi, þ.e. f
Bandaríkjunum.
Nýjustu afrek
Novosti
í viðtali við Morgun-
blaðið f gær skýrir Ey-
steinn Þorvaldsson, for-
maður íslenzka Júdósam-
bandsins, frá þvf, að það
hafi komið f Ijós á auka-
þingi evrópska júdósam-
bandsins f Montreal fyrir
skömmu, að hin svo-
nefnda APN—fréttastofa
eða Novosti fréttastofan,
sem m.a. rekur útibú hér
á íslandi og er alþekkt
víða um heim sem mið-
stöð fyrir sovézkar njósn-
ir, hafi gert forseta evr-
ópska júdósambandsins
upp orð f sambandi við
ferð fslenzka júdólands-
liðsins til Kiev fyrr á þessu
ári og sagði forseti Evr-
ópu-sambandsins f sam-
tali við Eystein Þorvalds-
son, að ummæli þau, sem
Novosti hafði eftir honum
f opinberri yfirlýsingu hér
á landi, væru alger upp-
spuni. Sérstök ástæða er
til að vekja athygli á þess-
um upplýsingum Eysteins
Þorvaldssonar vegna þess
að þær eru sönnun þess,
sem Morgunblaðið hefur
hvað eftir annað haldið
fram um eðli og starfsað-
ferðir þeirrar sovézku ár-
óðurs- og njósnastofnun-
ar, sem enn helzt uppi að
reka starfsemi hér á landi
og hlýtur nú að verða
áleitin sú spurning, hve-
nær fslenzk stjórnvöld,
gera ráðstafanir til að
loka starfsemi þessarar
skrifstofu hér.
NÚGETAALLIR
eignast glæsilega Stereo-samstæðu
Þessi glæsilega samstæða kostar aðeins 82.130.
SM 2100 stereosamstæðan er búin eftir-
farandi:
Stereo útvarpstæki með langbylgju. mið-
bylgju og FM bylgju.
Stereo magnara sem er 2x14 wött sinus
við 4 ohm. 35 wött mússik power.
Á tækinu eru stillingar fyrir bassa, diskant
og loudness. Tíðnisvið 8HZ—50Khz.
Plötuspilarinn er með vökvalyftum arm,
sem fer sérstaklega vel með plötur og
reimdrifnum disk. ____
EF
Hátalarnir eru stórir 38 sm x 21,5 x 16
sm. Þeir eru búnir stórum 1 6 sm bassahá-
talara og 5 sm milli og hátiðni hátalara.
Við tækið má tengja heyrnartæki og seg-
ulbandstæki.
Athugið að við fengum takmarkað magn
af þessu ágæta tæki á þessu lága verði.
Góðir greiðsiuskilmálar. Árs ábyrgð.
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
B.ergstaðastræti 10 A
Öími 16995.
Al vegg-og
þakklœðning
veggklæðninga frá A/S NORDISK ALUMINIUMINDUSTRI.
Fæst í mörgum litum. Hafið samband við sölumann í
símum 22000 og 71400.
V
V