Morgunblaðið - 18.08.1976, Page 12

Morgunblaðið - 18.08.1976, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1976 LÉTT GANGA Á MONT BLANC 3. grein Frásögn sex-menninganna úr Hjálparsveit skáta í Reykjavík Sighvatur að leggja I ’ann á Mont Blanc. SEINNI hluta dags 7. júlí komum við til Chamonix, sem er bær við rætur Mont Blanc, hæsta fjalls Evrópu, 4807 m. Byrjað var að leita uppi far- fuglaheimili á staðnum og feng- um við þar inni. Kvöldverð þennan dag borðuðum við á heldur óvenjulegum stað, það er á áhorfendapífllum fyrir framan svokallaða „bæjara- kletta" en það eru sérstaklega góðir æfingarklettar fyrir klifr- ara í útjaðri bæjarins. Við höfð- um varla lokið kvöldverðinum er við heyrðum dynk mikinn og súum hvar maður kom fljúg- andi niður úr miðjum klettin- um og lenti næstum á Arngrími sem hafði tölt þarna upp eftir. Strax var hlaupið til hins slas- aða og gerðum við að sárum hans eins og unnt var, en aðrir áhorfendur þarna höfðu kallað á sjúkrabil strax. Eitt var það sem stakk okkur verulega en það var fádæma tillitsleysi hinna sem þarna voru að klifra, þeir bara héldu áfram eins og ekkert hefði í skorist. Leiðir skilja Ekki var nú matarlystin upp á marga fiska eftir þetta og tókum við því saman dótið og héldum á brott. Við höfðum ákveðið að skipta hópnum í tvennt daginn eftir, þ.e. Helgi og Pétur ætluðu upp fyrir bæ- inn að klifra þar í klettum en hinir ætluðu að ganga á Mont Blanc, en þess má geta að Sig- hvatur, Helgi og Pétur höfðu áður gengið þar upp. Fyrir há- degi 8. júlí voru menn í róleg- heitum að gera allt klárt fyrir ferðina svo um hádegi voru Helgi og Pétur keyrðir á brautarstöðina, en þaðan gekk kláfurinn sem þeir ætluðu með. Frá brautarstöðinni héldum við hinir til smábæjar i útjaðri Chamonix en þaðan gengur kláfurinn sem við ætluðum með. Þangað komum við rétt undir hádegi og var þá síðasti kláfurinn fyrir hádegi rétt ný- farinn svo við urðum að bíða i 2'/i tíma eftir næsta. Kláfurinn gekk upp i 1800 m hæð en það- an gekk svo lest upp í 2400 m hæð. Þar stigum við út um þrjú- leytið og skyldi nú gengið upp i skála sem er í 3800 m hæð, en hann heitir Refuge du Couter. Leiöin létt Fyrri hluti leiðarinnar er mjög léttur, en það eru göngu- stígar, sem venjulegir ferða- menn ganga gjarnan. Fyrstu 800 m gekk gangan mjög vel þar sem veður var ágætt og leiðin létt. Þegar seinni hluti leiðarinnar hófst byrjaði að snjóa svo okkur seinkaði lítil- ega bæði vegna snjókomunnar svo og var leiðin heldur ógreið- færari, en eigi að síður mjög létt. í skálann komum við svo eftir tæplega þjá tíma, um klukkan sex. I fyrstu var falast eftir gistingu og gekk það mjög vel, þó að um smávandamál væri að ræða vegna þeirrar þver- móðsku skálavarðanna að tala ekkert nema frönsku. En síðar kom á daginn að þeir töluðu bæði ágætis ensku og þýsku, en það voru þau tungumál sem við notuðum aðallega. Nú sem fyrr ætluðum við ekki að brenna okkur á þeim matarvenjum sem þarna eru tiðkaðar þ.e. menn fá aðeins te og fransk- brauð, og voru allir bakpokar meira og minna fullir af mat. Það kom líka í ljós að fólk i kringum okkur var gapandi af undrun er við tókum til matar- ins, aðallega var það hissa er við drógum upp grillaða kjúkl- inga. Erfitt að festa blund Strax eftir matinn fóru menn að huga að svefnplássum þeim, er okkur hafði verið úthlutað. Þau reyndust vera í efsta hluta skálans í efri koju og þekkti Sighvatur það af fyrri reynslu sinni að þetta var alversti stað- urinn í öllum skálanum vegna þess að þegar allir eru komnir í koju og öllum hurðum lokað verður hitinn og óloftið litt bærilegt. Fyrstu þrjá tímana lágum við andvaka allir saman, en þá sáum við að þetta_gekk ekki lengur og var Ágúst J. sendur i að opna hurð sem var út á svalir þarna. Við þetta skánaði loftið mjög og er menn voru sem næst klæðalausir tókst þeim loks að festa blund. Snemma risið úr rekkju Klukkan tvö voru svo allir ræstir þvi nauðsynlegt er að leggja snemma af stað, bæði vegna sólbráðarinnar og svo vegna þess að veðrið er lang- best snemma á morgnana. Um klukkan 3 vorum við svo alveg tilbúnir og lögðum af stað. Þá höfðu þegar nokkrir aðrir lagt af stað. Við komum fljótlega alveg á hæla fólkinu, sem lagði af stað á undan okkurog tafði það okkur töluvert á uppleið- inni tJtsýni víðsýnt og fagurt Eftir rúmlega klukkutima gang komum við að neyðar- skálanum Vallot sem er í rúm- lega 4300 m hæð. Þaðan var svo haldið strax áfram upp aflíð- andi snjóbrekkurnar á jöklin- um og komum við í fyrsta hópn- um þennan morgun á tindinn um klukkan sjö, eftir um 4 klukkutima gang. Þess má þó geta að þessi leið er geysilega létt utan þess ef menn eru loft- veikir. En hjá okkur bar mjög lítið á þvi þar sem við vorum búnir að vera það mikið í fjöll- um áður. Það sem gerir Mont Blanc svo fjölsótt er því einungis það að fjallið er það hæsta í Evrópu. Þá má einnig nefna það að til eru fleiri leiðir á fjallið svo sem Aguille du Midi-leiðin en þá geta menn komist með kláf í 3800 m þannig að gengið er aðeins um 1000 m. Af tindi fjallsins er mjög viðsýnt og mjög fagurt. Á tindinum var viðstaðan mjög stutt, einungis teknar nokkrar myndir og síð- an haldið af stað niður með smáviðkomu í Vallot. Sfðbúin mynd á tindi Matterhorns. . m Pétur á fullri ferð A tindi Mont Blanc. Frá vinstri: Sighvatur, Arngrfmur, Agúst G. og Agúst J. Þá skildu þeir ensku og þýzku Þegar við komum rétt niður fyrir skálann mættum við tveim Bretum með hálf með- vitundarlausan mann á milli sín. Hafði sá sjúki fengið að fara með Bretunum tveim á þeirri forsendu að hann væri vanur fjallamaður en það kom svo á daginn að hann hafði alls ekkert átt við fjallamennsku fyrr. Þess ber þó að geta að þeir höfðu ekki farið hina venjulegu leið heldur aðra mun erfiðari. Bretarnir báðu okkur síðan að koma þeim boðum áfram að „sá sjúki“ yrði sóttur í þyrlu upp í Vallot. Þá var haldið áfram nið- ur í skála. Nú þegar við fórum að tala um þennan sjúka skildu allir bæði ensku og þýzku eins og fyrr sagði. Sjúklingurinn var siðan sóttur í þyrlu. Eftir mjög stutta viðdvöl i skáianum héldum við svo af stað niður. Sökum þess hversu strjálar járnbrautarferðir voru frá efstu slóðinni gengum við alveg niður í 1800 m, þar sem kláfurinn beið okkar, en með honum fórum við svo alveg niður. Heim á leið. Klukkan fimm var ákveðið að við myndum hitta Helga og Pétur við brautarstöðina. Nú skildi leiðir okkar og Helga því hann ætlaði að verða eftir og klifra með frönskum vini sín- um sem hann hafði kynnst heima á Islandi á síðasta ári. Við hinir ætluðum að aka fyrst til Genf og vera þar eina nótt, en þaðan ókum við svo beina leið til Luxemborgar laugar- daginn Í0. júlí. Ágústarnir, Pétur og Arngrímur áttu þar pantað heim 12. júlí en ákváðu að flýta því um einn sólarhring og komust þeir heim sem „standby" farþegar 11. júlí. Sig- hvatur varð hins vegar eftir en hann ætlaði að ferðast í hálfan mánuð sem „túristi". Að lokum viljum við þakka þeim sem gerðu okkur þetta kleift með aðstoð sinni, þ.e. Flugleiðum, Skátabúðinni, Sveini Egilssyni, Isal og síðast en ekki síst Morgunblaðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.