Morgunblaðið - 18.08.1976, Síða 13
MORG.UNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGUST 1976
13
Verðlaunahús
í Kópavogi
Garðurinn að Fögrubrekku 47. Eigendur eru Hildur Kristinsdóllir og Gunnar S. Þorleifsson.
FEGRUNARNEFND Kópavogs
hefur nú afhent verðlaun og
viðurkenningar fvrir fagra og
Rein við Hlfðarveg hlaut verð-
laun fyrir fagran garð og
snyrtilegt hús. Eigandi er
Agústa Björnsdóttir.
snyrtilega garða og fieira árið
1976.
1 dreifibréfi sem fegrunar-
nefndin sendi til allra Kópa-
vogsbúa segir að þau áhrif, sem
umhverfi mannsins hafi á hann
sjálfan sé mikilvægur þáttur f
mótun og innri gerð einstak-
linganna og þar af leiðandi
þjóðfélagsins í heild. Því hvet-
ur fegrunarnefndin fólk til að
reyna eftir megni að snyrta og
fegra umhverfið — því okkur
Ifður óumdeilanlega betur í
umhverfi, sem er snyrtilegt,
gróðurríkt og fagurt.
Eins og undanfarin ár veitti
Fegrunarnefndin verðlaun og
viðurkenningar fyrir fegurstu
garða ásamt íbúðarhúsi og
einnig listaverk i garði íbúðar-
húss og litaval á húsum. Þá var
í fyrsta sinn veitt viðurkenning
fyrir snyrtilegan frágang iðnað-
arhúss og lóðar.
Rotary- og Lionsklúbbar
Kópavogs lögðu til tvenn verð-
laun og Fegrunarnefndin önn-
ur tvenn.
Eftirtalin hús hlutu verðlaun
og viðurkenningu í ár: Fagra-
brekka 47, Borgarholtsbraut 32,
Birkihvammur 1, Rein við Hlíð-
arveg.
Ennfremur hlutu eftir taldar
garðar viðurkenningu: Borgar-
holtsbraut 30, Holtagerði 41,
Hlégerði 23, Digranesvegur 62.
Þá voru veittar viðurkenn-
ingar fyrir litaval á íbúðarhús-
um og urðu þessi hús fyrir val-
inu: Nýbýlavegur 45A og Digra-
nesvegur 14.
Skeifan, Smiðjuvegi 6, hlaut
viðurkenningu fyrir snyrtilegt
hús og lóð.
Þessar myndir tók Friðþjófur
ljósmyndari af nokkrum hús-
anna, sem hlutu viðurkenn-
ingu.
Borgarholtsbraut 32. Eigendur Gyðrfður Pálsdóttir og
Björgvin Ólafsson.
Holtagerði 41. Eigendur Inga Thorlacius og Ingvar
Þorgilsson.
Skeifan við Smiðjuveg 6 hlaut viðurkenningu fyrir
snyrtilegan frágang iðnaðarhúss og lóðar.
r
Attræður í dag:
Jón Guðmundsson
rafvirkjameistari
í dag verður Jón Guðmundsson,
rafvirkjameistari, áttræðUr.
Foreldrar hans voru þau hjónin
Guðmundur Sigfreðsson, bóndi að
Króki á Rauðasandi, og kona hans
Guðrun Thoroddsen. Jón ólst upp
á mannmörgu og myndarlegu
heimili foreldra sinna, en ungur
að aldri fór hann á sjóinn svo sem
venja var í þá tíð í hans sveit. En
hugur Jóns stóð annað og hóf
hann nám í menntasetri þeirra
Vestfirðinga, Núpi í Dýrafirði.
Leið hans lá síðan suður á bóginn
til Reykjavíkur, þar sem hann
lauk námi í húsasmíði. Ekki lét
Jón hér við staðar numið heldur
hóf nám í rafvirkjun og lauk hann
því námi nokkrum árum síðar í
Kaupmannahöfn.
Raforka og rafvæðing hefur síð-
Hagdeildir
vinnuveitenda
funda hér
DAGANA 10.—11. ágúst s.l. héldu
hagdeildir vinnuveitendasam-
banda á Norðurlöndum fund í
Reykjavík, þar sem rætt var um
efnahagsmál og stöðu þjóðarbú-
skaparins á Norðurlöndum. Einn-
ig var fjallað um kjaramál og
stöðu atvinnuveganna.
Fundir þessir eru haldnir ár-
lega og var þetta í fyrsta sinn,
sem slíkur fundur er haldinn hér
á landi. Fundinn sátu rúmlega 20
manns.
an verið Jóni einkar hugleikin og
hefur hann starfað að þeim mál-
um alla tíð síðan. Fyrstu árin
starfaði Jón hjá Ormssonbræór-
um og setti hann m.a. upp vélar
fyrir vatnsaflsstöðvar víða um
landið. Um árabil var Jón raf-
stöðvarstjóri á Isafirðt en hóf síð-
an störf hjá Rafmagnsveitum
ríkisins og starfaði þar unz hann
lét af störfum fyrir aldurs sakir
fyrir nokkrum árum.
Jón er tvíkvæntur og var fyrri
kona hans Guðný Jónsdóttir og
áttu þau eina dóttur: Torfhildi
Gróu. Árið 1936 giftist Jón Lauf-
eyju Gísladóttur og áttu þau sjö
börn: Hörpu, Guðrúnu, Ferrier,
Elsu, Björgu, Helgu, Líneik og
Guðmund Hannes. Heimili þeirra
var rómað fyrir gestrisni, enda
var þar oft mannmargt. Laufey
lést árið 1974.
Á þessum merku tímamótum í
ævi hins síunga tengdaföður míns
færi ég honum innilegar árnaðar-
óskir og þakkir fyrir vinsemd og
skilning. Megi heill og hamingja
fylgja honum um ókomna fram-
tíð.
Jón tekur á móti gestum á
heimili sínu í dag. b.H.
Ristarbrotnaði
ÍSLENZK kona Ragnhildur Rodal
að nafni, sem lengi hefur búið
erlendis kom að máli við Morgun-
blaðið í gær og sagði sinar farir
ekki sléttar.
Sagðist hún hafa verið á gangi
niður Laugaveginn, þar sem verið
var að skipta um gangstéttarhell-
ur. Er hún gekk meðfram vinnu-
stæðinu datt ein hellan niður og
lenti á Ragnhildi með þeim afleið-
ingum að hún ristarbrotnaði.
Ragnhildur sagði, að sér fyndist
það vitavert kæruleysi af verk-
stjórum og öðrum þeim sem sæju
um svona framkvæmdir, að girða
ekki vinnusvæðið af. — Svona
nokkuð þekktist hvergi nema á
íslandi, sagði hún.
Iþróttaviðburður í fyrsta sinn á íslandi!
Karate-judo í Laugardalshöllinni
9 %
Tanaka Sensei ð verðtaunapallin-
um eftir sigurinn á heimsmeistara-
mótinu f Los Au^eles t 975.
Tanaka Sensei 6 dan, tvívegis japanskur meistari og
heimsmeistari árið 1975 i karate, stýrir flokki úrvals
karatemanna í Laugardalshöllinni 19. ágúst nk. kl.
21.15.
Judosýning undir stjórn landsliðsþjálfarans Murata 4
dan.
Jafnframt ve>í, - úrslitakeppni jslandsmóts Karate-
félags Reykjavikur og sýning félagsmanna undir
stjórn Kenichi Takefusa, 3 dan.
Einstakt tækifæri til að sjá fullkomnasta sjálfsvarnar-
kerfi heims.
Aðeins þessi eina sýning
á fimmtudagskvöldiö
í Laugardalshöllinni
Bura Sensei, 4 dan. brýtur 15
þakhellur með berum hnefum.
Handknattleiksdeild Leiknis