Morgunblaðið - 18.08.1976, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1976
Útgefandi .hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10100
Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22480
Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 50,00 kr. eintakið.
Fróðlegt hefur verið að
fylgjast með umræðum á
opinberum vettvangi og umtalí
manna á meðal um skattamál,
eftir að skattskrár voru lagðar
fram í vel flestum skattum-
dæmum landsins Þegarþessar
umræður eru skoðaðar ofan i
kjölinn, kemur i Ijós, að skipta
má gagnrýni manna á skatta-
kerfið og skattaálagningu í
nokkra þætti
í fyrsta lagi er Ijóst, að megin
gagnrýnin beinist að því mis-
rétti, sem augljóslega rikir í
skattamálum og er i því fólgið,
að fastlaunamenn greiða fulla
skatta lögum samkvæmt af
tekjum sínum, en hins vegar
hafa verið nefnd allmörg áber-
andi dæmi um það, að þeir,
sem með einhverjum hætti
hafa sjálfstæða atvinnustarf-
semi með höndum, komast
furðu létt frá skattgreiðslum
Þetta getur annars vegar stafað
af því, að menn hagnýti sér út í
yztu æsar galla þeirra skatta-
laga, sem i gildi eru, m ö o.
komist með löglegum hætti svo
létt frá skattgreiðslum, sem
raun ber vitni um Hins vegar
er svo um að ræða bein skatt-
svik, sem augljóslega eru
stunduð
í öðru lagi bendir ýmislegt til
þess, að skattstofur i einstök-
um skattumdæmum fylgi
skattalögum fram, túlki þau
eða framkvæmi þau á mismun-
andi hátt, þannig að menn i
mismunandi skattumdæmum,
sem jafnvel nákvæmlega eins
er háttað um fái mismunandi
úrskurð um einstaka þætti
framtala sinna. Veldur þetta að
sjálfsögðu megnri óánægju hjá
þeim skattgreiðendum, sem
telja sig verða fyrir barðinu á of
neikvæðri eða þröngri túlkun
og/eða framkvæmd skatta-
laga
I þriðja lagi hefur því svo
-verið haldið fram, að atvinnu-
fyrirtæki komist of létt frá skatt-
greiðslum og þá fyrst og fremst
frá greiðslu tekjuskatts og að
ótrúlega mörg atvinnufyrirtæki
séu algjörlega tekjuskattslaus.
Um fyrsta þáttinn er það að
segja, að bersýnilega er víða
pottur brotinn í okkar skatta-
málum og óþolandí misrétti
virðist ríkja ár eftir ár við skatt-
álagningu, ýmist vegna galla á
lögunum eða vegna beinna
skattsvika. Þar sem um er að
ræða galla á skattalögunum
eða ,,göt" i þeim, hlýtur ríkis-
stjórnin og löggjafarvaldið
óhjákvæmilega að taka til
hendi, nú þegar á þessu
hausti. Raunar hefur Matthías
Á. Mathiesen, fjármálaráð-
herra, þegar lýst yfir því að svo
verði gert. Ástæða er til að
undirstrika, að þær umbætur,
sem fjármálaráðherra hefur
boðað i þessum efnum, eru
ekki til komnar vegna þeirra
umræðna, sem nú hafa staðið
yfir, heldur eiga þær sér lengri
aðdraganda. Tillögur lágu fyrir,
þegar siðastliðið vor og eru
þáttur í allsherjarendurskoðun
skattakerfisins, sem núverandi
fjármálaráðherra hefur beitt sér
fyrir.
í þeim tilvikum, þar sem lík-
ur eru á að um skattsvik sé að
ræða, hljóta skattstofur og
skattrannsóknadeild að taka til
hendi og rannsaka skattamál
þeirra aðila, sem þar eiga hlut
að máli. ..Reiði almennings
vegna þessa misréttis er orðin
svo megn, að undir engum
kringumstæðum má láta undir
höfuð leggjast að taka skatt-
svikin til rækilegrar méðferðar.
Um annan þáttinn, þ.e. mis-
munandi úrskurði skattstofa í
einstökum skattumdæmum á
einstökum þáttum skattafram-
tala, er það að segja, að það er
auðvitað óþolandi með öllu, að
menn sitji ekki við sama borð í
þessum efnum, eftir því i
hvaða skattumdæmi þeir búa
Það hlýtur að vera sjálfsögð
krafa skattgreiðenda að um
samræmdar reglur sé að ræða
Um þriðja þáttinn, þ.e. skatt-
greiðslur fyrirtækja, er ástæða
til að fara nokkrum orðum. Allt
of lengi hefur verið við lýði sú
skoðun á íslandi, að atvinnu-
fyrirtæki megi ekki hagnast og
hagnaður i atvinnurekstri hefur
verið litinn hornauga. Ýmsar
aðgerðir stjórnvalda hafa stutt
að þvi, að atvinnurekstur af
ýmsu tagi hefur ekki verið
ábatasamur hér má þar m.a.
nefna verðlagsákvæðin, sem
hafa verið framkvæmd á þann
veg of oft, að hagur öflugra
fyrirtækja hefur beinlinis verið
brotinn niður með verðlags-
ákvæðum.
Fyrr eða siðar kemur þetta
starfsmönnum þessara fyrir-
tækja í koll, vegna þess, að
með einum eða öðrum hætti
njóta þeir góðrar afkomu fyrir-
tækja, eða verða fyrir barðinu á
slæmum fjárhag þeirra. Jafn-
framt er það augljóst, að
grundvöllur blómlegs efna-
hagslífs i landinu er að atvinnu-
rekstúrinn sé fjárhagslega sjálf-
stæður og standi á traustum
fótum. í sjálfu sér þarf engum
að koma á ovart, að fjölmörg
atvinnufyrirtæki á íslandi greiði
litla sem enga tekjuskatta, af
þeirri einföldu ástæðu, að af-
koma þeirra hefur verið bág-
borin svo lengi, að þar er af
litlu að taka Þá benda gagn-
rýnendur gjarnan á þær fyrn-
ingareglur,. sem atvinnufyrir-
tæki búa við, en því er til að
svara, að eðlilegar fyrninga-
reglur eru raunverulega for-
senda þess, að fyrirtækin geti
búið við traustan fjárhag og
endurnýjað sig eftir þörfum og
kröfum tímans. En auðvitað er
sjálfsagt, að skattareglur at-
vinnufyrirtækja, séu jafnan í
endurskoðun, alveg eins og
þær reglur, er snúa að einstakl-
ingum og að leitast sé við að
sníða agnúa af þeim ákvæðum
skattalaga sem öðrum.
Niðurstaðan af þeim umræð-
um, sem um skeið hafa farið
fram um skattamál, hlýtur að
verða sú, að verulegt átak verði
gert tíl umbóta á þeim þáttum,
sem hér hafa verið gérðir að
umtalsefni.
Umbætur í skattamálum
Magnús Björnsson:
Bylting eða ekki bylting
Ekki kom mér það með
öllu á óvart, að Helgi vinur
minn Hálfdanarson svaraði
mér, þegar ég kallaðí not-
kun hans á orðinu „Ijóð"
málspjöll. En svo kalla ég
allt það, sem misbýður fs-
lenzkri tungu, hvort heldur
er með ótækum orðum,
setningum, beygingum eða
merkingum. Og „ótækar
merkingar" miða ég enn
við íslenzka málhefð, því
þar er hún eina mælistikan
sem til er. Víst er hún æði
vandfýsin, satt er það, því
hún viðurkennir ekki fram-
ar neinar „breytingar" á
málinu, heldur einungis
vöxt þess eftir þörfum
hvers tíma, sífellda eflingu
orðaforðans, ýmist með
hæfilegri tamningu töku-
orða eða með alíslenzkri
nýsmfð. Raunar man ég
ekki betur en H.H. hafi ein-
hverntfma sjálfur haldið því
fram, að þar væru þau
kennileiti, sem fslenzk mál-
þróun yrði að taka mið af,
ef vel ætti að fara.
Nú fæ ég ekki séð, að
nein þörf hafi kallað á ný-
yrði vegna skáldskapar Is
lendinga að undanförnu,
því síður að réttmæt séu
þau hausavfxl á algengum
og skilmerkilegum orðum,
að lausamál sé kallað Ijóð.
Hvað kemur þá til, að þetta
veslings orð lendir f slfkum
þrældómi, og það með
þeim ókjörum, að eftir fá-
ein ár hefur ánauð þess ver-
ið staðfest og löggilt af
orðabók sjálfs Menningar-
sjóðs, sem H.H. vitnar til?
Þá minnist ég þess, að
hafa einhverntfma heyrt
H.H. finna orðabók þessari
það til foráttu, að þar sé
allur óhroði, sem á fjörur
málsins rekur, talinn fs-
lenzka, og kjaftaglöp hvers
aula viðurkennd sem gott
og gilt mál. Ég held ég
muni þetta orðrétt. En hér
er á fleira að Ifta.
Það er eins og mönnum
geti gleymzt, að munurinn
á Ijóði og lausamáli er al-
gerlega formbundinn, enn-
fremur að allt Ijóðform er
hefðbundið. og að hefð-
bundið Ijóðform er ákaftega
fjölbreytt og sveigjanlegt.
Til þess að skáldverk sé á
hefðbundnu Ijóðformi, þarf
það ekki endilega að vera
innrfmað eins og hring-
henda; það þarf ekki heldur
að hafa endarím, eða yfir-
leitt rím af neinu tagi, ekki
heldur fasta erindaskipan,
ekki einu sinni reglu-
bundna Ijóðlínugerð. En
þegar öil bragliðaskipan er
einnig horfin, er verkið ekki
lengur Ijóð, heldur prósa.
Þó að gáfaðir angurgapar
eins og Baudelaire hafi
fundið upp á því á sinum
tima að kalla skáldlegt
iausamál „prósaljóð". þá
var það aldrei annað en
skemmtileg þversögn.
Það er ekki ætlun mfn að
þessu sinni að tfunda list-
rænt gildi Ijóðforms. Hér er
það ekki heldur til um-
ræðu, hversu margt ódauð-
legt snilldarverk f bók-
menntum hefur verið sam-
ið á lausamáli. Hverjum
ætti listgildi hins lausa
máls að vera Ijósara en ís-
lendingum? Ekki þarf held-
ur lengi að blaða í skáldsög-
um Halldórs Laxness eða
Ólafs Jóhanns til að rekast
á kafla, sem að efni og
orðfæri eru „Ijóðrænni" en
margur ágætur kveðskap-
ur. En þessir kaflar eru
samt ekki Ijóð, og yrðu það
ekki, þótt þeir væru skrif-
aðir upp með mislöngum
Ifnum. Þeir eru og verða
alltaf prósa, dýrlegt prósa.
í grein sinni segir H.H. að
merkingar rýmkun orðsins
„Ijóð" hafi orðið að stað-
reynd með þeirri formbylt-
ingu f skáldskap á íslandi,
sem nokkur ung skáld hafi
rutt braut fyrr á þessari öld.
Hver var þessi „formbylt-
ing", með leyfi að spyrja? í
hverju var hún fólgin?
Hún fólst í þvf, að nokkrir
ungir menn, sem stunduðu
skáldskap á fimmta ára-
tugnum eða svo, töldu sig
hlýða kalli tímans með þvf
að afrækja og fordæma allt
hefðbundið Ijóðform. Hvers
vegna sá áratugur eilffðar-
innar þoldi Ijóðformið sfður
en sundurleitar aldir og ár-
þúsundir á undan, hefur
ekki enn verið útskýrt, svo
ég viti. Nema hvað svo vildi
til, að einmitt þá höfðu mis-
góð skáld rfmað dal og hól
á móti sumarsól nákvæm-
lega svo oft, að ekki varð
lengur fram haldið á þeirri
braut. Og úr því rfm var þar
með orðið til armæðu og
trafala, þá var snjallast að
láta Ijóðformið allt eins og
það lagði sig róa beint á
haugana.
Vist er það aldrei nema
verðugt að ryðja þvi úr vegi
sem hefur gengið sér til
húðar, svo nýjungar
breyttra tima fái notið sin.
Það kalla menn stundum
byltingu. En þegar hver
bragur Jónasar Hall-
grfmssonar, Tómasar
Guðmundssonar, Jóns
Helgasonar og allra hinna
var kominn á bálið, hvert
var þá hið nýja og ferska
form, sem „byltingin"
skyldi bera fram til sigurs
yfir rústir hins gamla og
fúna? Það var reyndar
hvorki meira né minna en
— prósa, „Ijóðrænn texti,
þótt f lausu máli sé", eins
og H.H. tilfærir eftir orða
bók Árna Böðvarsonar.
Þegar skáld, sem kannski
hafa ort Ijóð á hefðbundnu
formi, hætta þvi af ein-
hverjum ástæðum, og fara f
þess stað að semja prósa,
þá er það út af fyrir sig
engin bylting. Jafnvel þótt
skáldskapur þeirra væri af
nýstárlegasta tagi, væri það
sizt af öllu form-bylting.
Það vill nefnilega svo til að
prósa er lika þó nokkuð
hefðbundið form.
Nú er það alkunna að á
vorri tið hefur orðið mikil
og merkileg umsköpun í
Ijóðlist á Vesturlöndum, og
liggja rætur hennar sumar
aftur i aldir. En þar koma
við sögu allir aðrir þættir
Ijóðs fremur en form. Á
sviði formsins hefur engin
markverð nýjung komið
fram f háa herrans tfð,
nema talið sé hið „frjálsa
Ijóð" (vers libres), sem mig
minnir að H.H. hafi ein-
hverntfma kallað „frfljóð".
Það ruddi sér mjög til rúms
á þessari öld, en var þó alls
ekki nýtt af nálinni. í
fríljóði gætir eiginda Ijóð-
formsins einatt svo lítið
sem verða má án þess að
Ijóðið verði að prósa. Þær
birtast raunar einkum f
hyrnjandinni, sem sé I
skipan bragliða, sem þarf
þó alls ekki að vera reglu-
leg, fremur en einatt er f
háttbundnari Ijóðum.
Kannski er þetta samt eitt-
hvert vandasamasta form
sem á Ijóði má finna; enda
verður það f höndum flestra
ekki annað en forskrúfað
prósa. Þvf þegar til kemur,
er „frelsi" þess í þvf fólgið
að feta launhálan flugstig
án þess að hrapa. En þetta
sýndar-f relsi dylur háska
Framhald á bls. 23