Morgunblaðið - 18.08.1976, Page 22

Morgunblaðið - 18.08.1976, Page 22
I 22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGUST 1976 Minning: Daníel Bergmann bakarameistari F. 14. 10.1908. D. 11. 8. 1976. Þegar sólin gengur að vestursöl- um, aftanroðinn speglast í lygnu álftavatni og fuglakliðurinn hljóðnar, þá léttir mannlífið af sér reiðingnum og samhljómur söngsins ómar um húmaða sumar- nótt. Slíkar stundir eru mér ljúf- astar í minningu um vin minn Daniel Bergmann, bakarameist- ara, sem í dag er kvaddur hinztu kveðju frá Fossvogskirkju. Daniel eða Danni, eins og hann var jafnan nefndur, var mjög list- hneigður og slíkir menn njóta sín jafnan bezt, þegar friður og ein- ing er á milli manns og umhverf- is. Hann hafði ljómandi fallega söngrödd og þegar lagið var tekið fyllti djúp og hlý bassarödd hans umhverfið. Leiklist unni hann einnig og tók virkan þátt í flutn- ingi leikverka, þegar tækifæri gafst á yngri árum. Einnig hafði hann næman smekk fyrir litanna sjóð og ófáar stundir fékkst hann við að mála. Listfengi hans naut sín einnig í starfi, bæði í iðninni við köku- og brauðgerð og í sér- greininni, konfektgerð og skreyt- ingum, sem og við önnur iðnfram- leiðslustörf og frágang. Danni var félagslyndur, ráðagóður og hjálp- samur, mikið snyrtimenni og sér- staklega barngóður. Daníel Magnús Bergmann, eins og hann hét fullu nafni, var sonur hjónanna Ásgeirs Th. Daníelsson- ar, lóðs og skrifstofustjóra í Keflavik, og Jóninu Magnúsdótt- ur Bergmann frá Fuglavík á Mið- nesi. Faðir Ásgeirs var Daniel bóndi að Nýlendu á Miðnesi, Guðnasonar bónda á Bakkavelli í Hvolhreppi, Loptssonar hrepp- stjóra að Kaldbak á Rangárvöll- um, Loptssonar hreppstjóra á Víkingslæk á Rangárvöllum Bjarnasonar hreppstjóra á Vikingslæk, Halldórssonar, sem Vikingslækjarættin er kennd við og er þetta beinn karlleggur. Kona Lopts á Kaldbak var Guðrún Jónsdóttir bónda á Sauð- holti í Holtum Gislasonar en bróð- ir hans var Þórður á Sumarliða- bæ, faðir Guðlaugar móður Jóns bankastjóra og alþingismanns, Gunnars alþingismanns í Vest- mannaeyjum og Boga yfirkenn- ara, Ölafssona. Kona Guðna á Bakkavelli var Guðrún dóttir Sigurðar bónda að Nýjabæ á Stokkseyri en móðir Sigurðar var Guðrún dóttir Jóns bónda á Kotleysu, Sturlaugssonar á Kalastöðum, Álfssonar á Mundakoti Ölafssonar bróður Sturlaugs föður Bergs í Bratts- holti, sem Bergsættin er kennd við. Kona Daniels á Nýlendu var Ingunn Jósafatsdóttir bónda á Yztagili í Engihlíðarhreppi I Húnaþingi, Guðmundssonar bónda á Torfustaðahúsum, Gisla- sonar bónda á Efri-Torfastöðum, Þórðarsonar. Móðir Danna, Jónína, var dóttir Magnúsar Bergmanns hrepp- stjóra að Fuglavík á Miðnesi. Magnús var auk hreppsnefndar- starfa sýslunefndarmaður, full- trúi á Búnaðarþingi, sáttamaður, formaður fasteignamatsnefndar og riddari af Fálkaorðunni. Hann var dugnaðar- og reglumaður, skýr og skynsamur vel, víðlesinn og stálminnugur og brást ekki því trausti, sem almennt var til hans borið. Hann var áhugamaður um almenn málefni og léði sjálf- stæðismálinu sérstakan stuðning. Hann stórbætti jörð sína og marg- faldaði heyfeng og æðarvarp. Hann var alvörugefinn mann- kostamaður, hæglátur i fram- göngu og grandvar í breytni. Kona hans var Jóhanna Sigurðardóttir bókbindara á Norðurtjarnarkoti á Miðnesi, Sigurðssonar og þótti hún mjög jafnoki manns síns. Sonur þeirra var Stefán faðir Jóhanns í Kefla- vík föður þeirra bræðra Árna blaðamanns, Stefáns líffræðings, Harðar kennara og Jóhanns verk- fræðings. Faðir Magnúsar hreppstjóra var Jón Bergmann bóndi að Hópi í Grindavfk, Magnússonar Berg- manns lögsagnara í Vestmanna- eyjum, bróður Björns Ólsens um- boðsmanns á Þingeyrum i Húna- þingi, föður magnúsar umboðs- manns, föður Björns Ólsen fyrsta rektors Háskóla Islands. Systir Magnúsar umboðsmanns var Guðrún móðir Jóns prests að Stað á Reykjanesi, föður Margrétar móður Auðar Auðuns ráðherra og Jóns Auðuns dómprófasts. Móðir Magnúsar lögsagnara 1 Vestmannaeyjum var Guðrún Guðmundsdóttir Skagakóngs að Höfnum á Skaga, systir Björns á Auðólfsstöðum í Langadal, föður Ólafs á Auðólfsstöðum, föður sr. Arnljóts alþingismanns á Sauða- nesi i Þingeyjarþingi, sem stund- um er nefndur fyrsti hagfræðing- ur á Islandi. Þetta sagði mér Sigurgeir Þor- grímsson, sá ágæti ættfræðingur. Þegar Daníel ólst upp var ekki jafn margra kosta völ og nú fyrir unga menn. Sjálfur sagði hann, að frá átta ára aldri hefði hann alltaf þurft að vinna. Þrettán ára missti hann móður sína. Var það mikið áfall og minntist hann hennar æ síðan með sérstökum kærleika. Uppúr fermingu braust hann til þess að læra bakaraiðn, bæði hér heima sem og útí Kaupmanna- höfn. Þegar heim kom gerðíst hann bakari hjá Alþýðubrauð- gerðinni í Hafnarfirði, en 1940 fluttist hann til Selfoss og stofn- setti fyrstu brauðgerðina þar. I þá daga var Selfoss að springa út sem þéttbýlisstaður, ef svo má að orði komast. Plássið var í þjóð- braut og auk þess var þetta á stríðsárunum, sem óneitanlega setti svip sinn á allt atvinnulif. Bakaríið efldist fljótt hjá Danna og einnig var mikil rausn á heim- ili hans. Má segja að bakaríið hafi meira eða minna um tima brauð- fætt allt Árnes- og Rangárþing. Danni stofnaði einnig ásamt öðrum Selfossbíó og var hann fyrsti forstjóri þess. 1948 seldi hann svo K.Á. bakaríið og fluttist til Reykjavíkur, þar sem hann rak bakarí um tiu ára skeið, þ.á m. Tjarnarbakari. Eftir það hóf hann störf á heildsölu sona sinna G. Bergmann og hjá Karnabæ en síð- ustu árin sagði heilsuleysi æ meira til sín. Eins og áður segir var Danni mjög félagslyndur maður og sér- staklega naut það sin i sambandi við listgáfur hans. Þannig var hann félagi í Karlakórnum Þröst- um í Hafnarfirði og síðar I Karla- kórnum Fóstbræðrum hér í borg. Hann var virkur félagi i Leik- félagi Hafnarfjarðar og síðar steig hann fyrstu sporin með Leikfélagi Selfoss. Hann var félagi í Alþýðuflokknum i Hafnarfirði og tók einnig þátt í störfum fagfélaga sinna, m.a. stofnaði hann Iðnaðarmannafélag Selfoss. Ég kynntist Danna strax barn að aldri þar sem hann var giftur móðursystur minni, Guðriði. Mik- ill samgangur var á milli heimil- anna og var ég meira eða minna heimagangur hjá þeim. Sérstak- lega kynntist ég þá vel hversu barngóður Danni var. Góður kunningsskapur var á milli föður míns og hans enda áttu þeir það ríkulega sameiginlegt að unna sönglist og tónlist. Sumarbústaði áttu fjölskyldurnar hlið við hlið í Þrastaskógi við Álftavatn og áttu söngfuglarnar þar gott liðsinni í mannfólkinu. Guðríður, eða Dúa frænka eins og við kölluðum hana jafnan, og Danni áttu tvo drengi saman: Loft Grétar búsettan í Svíþjóð og Guð- laug forstjóra Karnabæjar. Þau slitu samvistum fyrir tæpum tutt- ugu árum. Síðar giftist hann Jenný Jakobsdóttur og átti með henni einn dreng, Ásgeir, og gekk i föðurstað ungu barni Jennýjar, Jakobínu Rut. Var mjög kært með þeim feðginunum. Einn dreng átti Daníel áður en hann giftist, Gunnlaug Birgi, sölufulltrúa. Ég votta öllu þessu fólki ásamt hálfsystur hans, Ingunni Ásgeirs- dóttur, mina dýpstu samúð sem og öðru frændfólki og vinum. Fóstbróðir er hniginn en fóst- bræðralagið lifir. Gunnlaugur Tryggvi Karlsson Minn kæri Daníel Bergmann er dáinn. Ég skil það vel. Heilsa hans var léleg, og því var honum gott að fá að fara. Daníel átti mikið af hlýju og gulli í sál sinni. Slíkar gjafir er gott að rækta, láta sólargeislana leika um sig, og það gerði Daniel oft, er við ræddum saman. Við Dúa kona hans höfum t Eiginmaður minn GARÐAR MÁR VILHJÁLMSSON Greniteig 16, Keflavík andaðist á Sjúkrahúsinu í Keflavík 1 5 ágúst Fyrir hönd barna og foreldra Elsa Lilja Eyjólfsdóttir. t Hjartkær móðir, tengdamóðir, amma og langamma okkar ÁGÚSTÍNA JÓNSDÓTTIR, Kleppsveg 6. andaðist i Landakotsspítala 1 6 ágúst s I Guðfinna Júllusdóttir, Svavar Júllusson, Gunnar Júlfusson. Guðjón Júlfusson, Bjami Júlfusson, Sigurður Hafliðason, Jón JúlTusson, Hanna Pétursdóttir, Jóna Geirsdóttir. Auður Jörundsdóttir, Pétur Júllusson Abbing, Klara Tómasóttir, barnabörn og barnabarnaböm. t Minningarathöfn um föður okkar ÞÓRARIN HELGASON frá Látrum I Mjóafirði, sem andaðist á Hrafnistu laugardaginn 14. ágúst, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 19 ágúst kl 3 siðdegis Útförin verður gerð frá Vatnsfjarðarkirkju föstudaginn 20 ágúst kl 2 eftir hádegi Helgi Þórarinsson Runólfur Þórarinsson Guðrún Þórarinsdóttir Bragi Þórarinsson Sigrfður L. Þórarinsdóttir. t Útför föður okkar, tengdaföður og afa ÞORSTEINSKR MAGNÚSSONAR Bústaðarvegi 93 sem lést 10 ágúst fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 1 9 ágúst 1 ^ Magnús Þorstinsson Gunnar Þorsteinsson Steinar Þorsteinsson Ragnhildur Þ. Guida Skjhvatur Þorsteinsson Sigrlður Þorsteinsdóttir. tengdaböm, barnaböm og bamabarnabörn. t Bróðir okkar, SIGURVIN JÚLÍUSSON. Hverfisgötu 88B. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 19 ágúst kl 10:30 f h Ólöf Júlfusdóttir, Marfa Júlfusdóttir, Ólafur Júlfusson. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför sonar okkar GARÐARS BERGWAAGE Edda Garðarsdóttir, Jón Waage. verið alla okkar ævi miklir vinir, og enn lengra hefur sú vinátta náð. Synir þeirra hjóna, Grétar, Guðlaugur og einnig hinn ungi bróðir þeirra hafa verið mér ylgjafar og hjálp eins og for- eldrarnir. Þessi fjölskylda hefur jafnan verið með útrétta arma mér til góðs. Man ég það vel, eins og vera ber. Daníel var hinn besti manndómsmaður, vel lærður bakari og skrifstofumaður góður, hafði prýðilega söngrödd, var áhugasamur félagi í öllum góðum framkvæmdum, einnig lista- maður við að mála landslags- myndir. Hann hjálpaði mér og öðrum um margt, er hann bjó á Selfossi. Hann stofnaði ágætt bakarí, sem hann starfrækti lengi. Hann rétti oft hjálparhönd þeim sem voru minnimáttar. Ekki sist hjálpaði hann söngfélögum með sinni góðu rödd. Vann hann rækilega með félögum sinum að byggingu og stofnun samkomu- húss, sem notað var til mann- funda, Ieikstarfsemi og fleira. Daníel studdi eftir megni allar góðar framkvæmdir á Selfossi. Mig langaði að vita hvernig Daníel líkaði við tengdaföður sinn, Guðlaug Þórðarson, gest- gjafa við Tryggvaskála. Lét hann mjög vel af Guðlaugi og fann sárt til þess, að hann varð veikur og dó um sextugt. Það var skaði. Ég gat þess þá við Daníel, að við Guðlaugur vorum bræðrabörn. Guðlaugur var glæsimenni. Guðlaugur var í skóla hjá skóla- stjóra Sigurði á Hvítárvöllum. Stofnaði hann ungmennafélag Landsveitar, var formaður þess, söng og spilaði á orgel með prýði, einnig góður ræðumaður. Hann var barnakennari í Holtum og elskaður og virtur af öllum, ekki síst æskunni í báðum þessum sveitum, og sú sæmd fylgdi honum á meðan hann lifði. Fimm fagrar dætur eignaðist hann með sinni prýðilegu konu. Eru þær hinar ágætustu konur, enda líkar foreldrunum. Fáum dögum áður en Daníel dó, dvaldist hann hér á heilsuhælinu í Hveragerði. Hann heimsótti mig þá og var rabbað saman í ástúð og einlægni. Bar margt á góma, en ekki var vinur minn sáttur við sjálfan sig og sagði við mig: „Margt vildi ég nú hafa gert betur en nú er ég orðinn 67 ára svo að ekki verður um bætt.“ „Þú hefur líka oft verið misskilinn vinur minn, en ég hefi þér og þínum mikið að þakka,“ sagði ég. „Það get ég líka sagt við þig.^lskulega Árný mín.“ „Ég veit að þú færð góða heim- komu. — Erum við ekki öll van- megnug á einhvern hátt?“ „Jú vissulega, en ég vildi ,að ég hefði getað betur gert.“ Daníel kvaddi mig með ástúð og fór heim til sín. Var tekið á móti honum með prýði, og kunni hann vel að meta það, tók upp starf sitt, en þoldi það ekki lengi. Eftir fáa daga er hann gekk inn til sín féll hann á leiðinni. Guð- laugur sonur hans fór með hann í Landspitalann, en þá var hann allur, er þangað kom. Ég bið þess að hann vakni með glaða eilífð kringum sig. Vissu- lega biðjum við þess öll, vinir hans. Jesús Kristur taki hann til sín og þá verður allt bætt og full- komnað. Hveragerði i ágúst 1976. Árný Filippusdóttir. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningar- greinar verða að berast blað- inu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast ð 1 miðvikudagsblaði, að berast í sfðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera 1 sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vél- ritaðar og með góðu lfnubili.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.