Morgunblaðið - 18.08.1976, Síða 31

Morgunblaðið - 18.08.1976, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGUST 1976 31 FIMMTÁNDA norræna fiskimálaráðstefnan hófst að Hótel Sögu í gærmorgun en ráðstefnunni lýkur síð- degis á morgun. Matthias Bjarnason sjávarútvegsráð- herra setti ráðstefnuna en í ræðu sinni fjallaði hann einkum um hafréttarmál og verndun þorskstofnsins. Þá flutti Birgir ísleifur Gunn- arsson borgarstjóri ávarp og dr. Sigfús Schopka flutti erindi um íslenska þorsk- stofninn en prófessor Olav Brækken frá Noregi fjallaði um mikilvægi fisks til manneldis. Að loknum há- degisverði að Hótel Borg flutti Lennart Hannerz frá Svíþjóð fyrirlestur um áhrif mengunar hafsins á fisk- stofnana, Björn Dagbjarts- son um gæðamismun í hrá- efnum fiskiðnaðarins og Poul Fr. Jensen talaði um samræmingu á löggjöf um fæðuöflun. Að loknum fyr- irlestrunum höfðu borgar- stjór Reykjavlkur og sjávar- útvegsráðuneytið boð fyrir ráðstefnugesti á Kjarvals- stöðum. í dag og á morgun verður unnið í starfshópum en síð- degis í dag fara ráðstefnu- gestir, sem eru um tvö hundrduð talsins, ( skoðun- arferð til Þingvalla. Mbl leit inn á ráðstefnuna í gær og spjallaði litillega við nokkra ráðstefnugesti um viðhorf í fiskveiði- málum og umræður á ráðstefnunni Dr Sigfús Schopka kvaðst i erindi sínu hafa fyrst og fremst fjallað um mikilvægi þorsksins fyrir okkur ís- lendinga Rakti hann þar sögu þorskrannsókna, lifnaðarhætti þorsksins og ræddi um þróun þorsk- veiða og ástand stofnsins Þá fjallaði hann og um það sem gert hefur verið í friðunarmálum og kom svolft- ið inn á svokallaða stofnstærðarút- reikninga Sagði dr Sigfús að erindi sitt hefði í rauninni verið ..svarta skýrslan" í hnotskurn I erindi sinu um nýtingu nýrra fisktegunda lýsti Björn D gbjartsson þeim tilraunum og rannsóknum sem gerðar hafa verið og verið er að gera hér á landi með þróun afurða úr nýjum fisktegundum, einkum kol- munna og spærling og sagði Björn að erindi sitt hefði aðallega miðast við að gefa erlendu gestunum upp- lýsingar um það hvað hér er verið að gera f þeim efnum Aðspurður um það, hvaða mál hann héldi að yrði einkum fjallað um á ráðstefnunni sagði Björn, að greinilegt væri að minnkandi nytjafiskstofnar væru Larsen sagði að það væri þýðing- armikið að rannsóknir væru gerðar á þvf hversu mikið mætti veiða og enn mikilvægara að farið yrði eftir þeim Ekki sagði hann að Norðmenn væru í samkeppni við íslendinga um markaði, það æru að visu sömu markaðir, sem báðar þjóðirnar seldu afurðir sinar á, en það væri rúm fyrir þær báðar á þeim ,,Við gerum ráð fyrir að færa út fiskveiðilögsöguna, en ekki er enn fullákveðið hvenær það verður gert Við munum reyna að valda ekki deilum með þessari útfærslu og hafnar hafa verið viðræður bæði við Breta og Rússa um hvernig hafa megi samstarf um þetta mál, en það er samt Ijóst að við færum landhelg- ina út hvort sem einhverjir samning- ar náist eða ekki, og hvaða afstöðu sem hafréttarráðstefnan kann að taka til 200 milna " VAR HÉR Á SÍLDARÁRUNUM i sstningu ráðstefnunnar f ræðustóli er Arnmundur Bachman, framkvæmdastjóri rðSstefnunnar VJU3ld hann starfar í landbúnaðarráðuneyt inu, sem fiskimálin heyra undir ..Aðstæður í fiskiðnaði eru allt aðrar í Finnlandi en á hinum Norð- urlöndunum þar sem við veiðum ekki neitt til útflutnings, en notum sjálfir allan okkar afla Við borðum mikinn fisk í Finnlandi, neyslan er u.þ.b. 23 kg á ári á mann og er það svipað og í Svíþjóð og Danmörku en heldur meiTi neysla er ) Noregi Nokkuð af aflanum fer til dýraeldis og um helmingur síldaraflans fer í minkafæðu Annað atriði er frábrugðið hinum Norðurlöndunum og það er, að ekki er mikill fiskiðnaður hjá okkur, við notum fiskinn yfirleitt nýjan en þó er dálítið reykt og saltað Hver er þýðing ráðstefnunnar? ..Það er e.t.v. ekki svo auðvelt að segja hvað við sækjum á svona ráðstefnu en það er þó það. að við viljum fylgjast með hvað er að ger- ast í þessum málum hjá öðrum þjóðum og afla allra þeirra upplýs- inga er okkur kunna að koma að gagni Með okkur eru allmargir fisk kaupmenn, og okkur finnst sem sé aðalatriðið að fylgjast með Þeim þjóðum, sem sitja þessa ráðstefnu, var gefinn kostur á að flytja sína fyrirlestra en við töldum ekki ástæðu fyrir okkur að færa neitt sérstakt fram hér en á næsta þingi sem verður í Finnlandi eftir 2 ár verðum við með fyrirlestra Það eru uppi áætlanir um það að auka fiskiðnað hjá okkur og óhætt að segja að mikill áhugi er á því en ekki er Ijóst á hvern hátt það verður Nú hafa um 2000 manns atvinnu sína af fiskveiðum og nokkur þús- und að auki sem hlutastarf og i ráði er að gera þeim kleift að hafa fisk veiðar sem aðalstarf." Gösta Bergman sagði að hann hefði sótt fiskimálaráðstefnu hér árið 1 964 og auk þess hefði hann komið nokkrum sinnum til landsins og var hann m a á einum af 1 2 fiskibátum frá Finnlandi sem stunduðu sidveið ar hér árið 1 96 1 Gösta Bergman ráðuneytisstjóri f finnska landbúnaðarráðuneytinu, sem sjávarútvegsmálin heyra und- ir. Dr. Sigfús Schopka fiskifræðingur Bjöm Dagbjartsson ræddi um nýt- ingu nýrra fisktegunda. Birger Larsen frá Noregi Dr. Jónas Bjamason fjallaði um gæðamismun á hráefni fiskiðnað arins. nýtingu á þorskinum i neytenda- pakkningfcr í sumum frystihúsum landsins Þessi einkenni má bæði mæla með svokölluðum rifþolsmæl- ingum eða óbeinum næringar- rannsóknamælingum Til viðbótar þessum gæðamismun fisksins í sjó verður þessara breýtinga einnig vart við geymslu fisks i ís Með tilliti til þessa má segja að það sé einkum tvennt sem vert er að ihuga en það er i fyrsta lagi að miða sóknina við gæði efnisins, þ e. að draga úr veið- um þegar gæðin i sjó eru minnst en auka sóknina þegar gæðin eru i hámarki Hins vegar er það að reyna eftir megni að stuðla að sem minnstri geymslu þegar efnið er lélegt " Þess má geta, að dr Jónas samdi fyrirlestur sinn Í samvinnu við Sunnu Sigurðardóttur EKKI í SAM- KEPPNIVIÐ ÍSLENDINGA Einn Norðmannanna á ráðstefn- unni er Birger Larsen og var hann spurður að því hvað væri efst á baugi í fiskveiðimálum í Noregi ..Það sem við erum helzt að vinna að um þessar mundir er áætlun nokkur ár fram i tímann, langtíma- áætlun um fiskiðnaðinn Ætlunin er að samræma hann eins og hægt er, ekki aðeins fiskveiðina sjálfa, heldur og vinnslu aflans, sölumöguleika, athuga alla þætti i einni heild, og nær þessi áætlun til ársins 1 985 " „MIÐA BER SÓKNINA VIÐ GÆÐI EFNISINS" í fyrirlestri sínum um gæðamis- mun á hráefni fiskiðnaðarins kom dr Jónas Bjarnason fram með ýms- ar nýjar hugmyndir i þeim efnum og skýringar á lélegri nýtingu á þorski sem ekki hafa farið hátt fram til þessa Við báðum dr Jónas um að skýra i stuttu máli efnisinnihald erindisins: — ..Það má segja í grófum drátt- um, að ég hafi fjallað um mælingar efnislegra gæða í þorski eins og hann er i sjónum í þvi skyni að stuðla að betri nýtingu hans í íslenskum fiskiðnaði Þorskurinn er mjög misjafn að gæðum og tekur verulegum breytingum eftir árstið- um og veiðisvæðum og skýrir þetta að nokkru hina mjög svo lélegu mjög ofarlega í hugum manna auk þess sem hann taldi sennilegt að verzlunarmál yrðu þar ofarleofna 15. norræna fiskimálaráðstefnan í Reykjavík: Hafréttar- málog verndun fiskstofna til umræðu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.