Morgunblaðið - 18.08.1976, Síða 32

Morgunblaðið - 18.08.1976, Síða 32
AI GLYSINí;ASIMIXN ER: 22480 AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGUST 1976 Féll útbyrðis af togara og drukknaði BANASLYS varð á togaramiðun- um á Strandagrunni aðfararnótt $.1. mánudags. Skipverji á skut- togaranum Fonti ÞH 255 féll út- byrðis og drukknaði. Hann hét Magnús Brynjólfsson, Holtsgötu 21, Hafnarfirði, 36 ára gamall, fæddur 1. október 1939. Hann var ókvæntur en lætur eftir sig for- eldra á Kfi, Guðnýju Ólöfu Magnúsdóttur og Brynjólf Brynjólfsson. Ferðaskrifstof- ur fá að selja eina skoðunar- ferð — má ekki kosta meira en 1850 krónur FERÐASKRIFSTOF- UNUM var í gær heimil- að að selja ferðamönn- um eina skoðunarferð í hverri hópferð. Kostnað- ur við skoðunarferðina má þó ekki nema meiru en sem nemur 10 dollur- um, eða 1850 krónum. Ferðaskrifstofurnar geta frá og með deginum í dag fengið yfirfærslu fyrir eina skoðunarferð, en það sem fer fram yfir 10 dollara verður ferða- maðurinn að greiða af sínum gjaldeyri. Var þessi ákvörðun tekin á fundi meö ferðaskrif- stofunum og gjaldeyris- deild bankanna í gær. Sjópróf vegna þessa slyss fóru fram á Þórshöfn í gær. Að sögn Adólfs Adólfssonar fulltrúa sýslu- manns Þingeyjarsýslu kom það fram f sjóprófunum, að togarinn var á veiðum á Strandagrunni þegar slysið varð aðfararnótt s.l. mánudags, og var verið að taka inn vörpuna. Var Magnús heitinn við vinnu aftur í skut skipsins og átti hann að krækja í víra með þar til gerðum króki. Er talið að endi króksins hafi krækzt í ermi og við það hafi Magnús misst jafnvægið og fallið aftur af skipinu. Var strax hafin leit að Magnúsi og tóku fjögur skip þátt í henni. Leit- að var samfellt i fjórar klukku- stundir en leitin bar ekki árang- ur, enda aðstæður slæmar vegna þoku. h^s\í' ■ -'í I' (Ljosm. Hrynjolfur). ÞERRIR — Það var ekki amalegt að vinna við heyskap í nágrenni Reykjavíkur í gær, þó það væru ekki hlýindin, þá hékk hann þurr. Magnús Brynjólfsson Fontur ÞH 255 var nýlega keyptur til Þórshafnar og var í sinni fyrstu veiðiferð með hinu nýja nafni. Aður hét togarinn Suðurnes. 10 manna hópur vinnur nú að Geirfinnsmálinu Guðmundarmálið brátt til saksóknara MYNDAÐUR hefur verið 10 manna starfshópur hjá sakadómi Reykjavíkur til að vinna að rann- sókn Geirfinnsmálsins svo- nefnda. Forystu fyrir hópnum hefur þýzki rannsóknarlögreglu- maðurinn Karl Schiitz. Mun hóp- urinn vinna algerlega eftir ákveðnum kerfum, sem Þjóðverj- inn hefur þróað og notað með góðum árangri við að upplýsa glæpamál f Vestur-Þýzkalandi. Eftir þvf sem Morgunblaðið hefur fregnað, er stefnt að því að hópur- inn helgi sig þessum málum óskiptur næstu mánuðina. I hópnum eru auk Schtitz þeir örn Höskuldsson, fulltrúi við sakadóm Reykjavíkur, rannsókn- arlögreglumennirnir Eggert N. Bjarnason, Ivar Hannesson, Jónas Frystihúsið á Drangsnesi eyðilagðist í eldi: „Eins gott að taka saman pjönkur okkar ef við höfum ekki frystihús” FRYSTIHUSIÐ á Drangs- nesi gereyðilagðist af eldi í gær. Eldurinn kom upp í véiasal hússins skömmu eftir klukkan 14 og magn- aðist það skjótt að ekki varð við neitt ráðið. Jón Alfreðsson kaupfélags- stjóri á Hólmavík, en kaup- félagið þar rekur einnig frystihúsið á Drangsnesi, sagði í viðtali við Morgun- blaðið í gær, að lauslega áætlað næmi tjónið um 40 milljónum króna. Segja má að frystihúsið á Drangsnesi hafi verið Iff- æð- byggðarlagsins, því flestir þorpsbúar hafa haft beina eða óbeina atvinnu af frystihúsinu. Þórir Haukur Einarsson oddviti á Drangsnesi sagði f gær að fyndu menn ekki aðra leið til að verka aflann nú eftir að frystihúsið væri úr leik þá væri eins gott fyrir fólk á Drangsnesi að taka Bjarnason, Grétar Sæmundsson og Sigurbjörn Víðir Eggertsson úr rannsóknarlögreglunni i Reykjavik, Haraldur Árnason frá tæknideild rannsóknarlögregl- unnar, Rúnar Sigurðsson lög- reglumaður við lögreglustjóra- embættið og loks íslenzkur túlk- ur, sem verður SchOtz til aðstoð- ar. Hópurinn tók formlega til starfa s.l. miðvikudag og er starf hans því enn á byrjunarstigi. Vinnur hann alveg sér að þessum verkefnum og mun ekki skipta sér af öðrum verkefnum nema þau tengist þeim málum, sem hann vinnur sérstaklega að. Hann mun einbeita sér að Geirfinns- málinu en einnig mun hann ljúka vinnu við Guðmundarmálið svo- kallaða. Það mál er á lokastigi og verður innan skamms afhent rík- issaksóknara. Mun hann væntan- lega slðar gefa út ákæru á hendur þeim, sem viðurkennt hafa morð- ið á Guðmundi Einarssyni. Frá Drangsnesi. Frystihúsið er fremst á myndinni. Reytingur hjá loðnubátunum LlTILL afli var á loðnumiðunum fyrir norðan land sfðasta sólar- hringinn. Frá þvf f fyrrakvöld þar til f gærkvöldi tilkynntu þrjú skip um afla, Sigurður RE sigldi með 550 tonn til Siglufjarðar og Gísli Árni fór þangað með 400 tonn. Skfrnir AK sigldi tif Bol- ungarvíkur með 1000 tonn, Árni Sigurður hélt frá Akranesi í gær til loðnuleitar fyrir vestan land og norðan. Auk þeirra skipa sem siglt höfðu með afla sinn til löndunar var vitað um nokkur skip sem voru komin með nokkurn afla. Þannig voru Loftur Baldvinsson, Framhald á bls. 18 pjönkur sfnar saman og halda þaðan. Á útgerð og vinnslu fisksins byggir fólk á Drangsnesi afkomu sína nær eingöngu. Á milli 20 og 30 manns voru við vinnu í frystihúsinu þegar eldúr- inn kom upp í vélasal frystihúss- ins, en þrátt fyrir að allir sem vettlingi gátu valdið á Drangsnesi hafi tekið þátt í slökkvistörfum varð ekki við neitt ráðið. Slökkvi- liðið kom frá Hólmavík um klukkustund eftir að eldurinn kom upp, en þá var orðið of seint að bjarga frystihúsinu. Hins veg- ar tókst að koma I veg fyrir að eldur kæmist I íbúðarhús við frystihúsið, en vindur stóð í átt að ibúðarhúsinu. Þá tókst einnig að bjarga pressum í frystiklefa með því að dæla látlaust á þær vatni. Frystihúsið á Drangsnesi var byggt skömmu fyrir 1950 og voru útveggir úr steinsteypu, en loft klædd með timbri og mikill hluti milliveggja. Á síðastliðnu ári var framleiðsluverðmæti frystihúss- ins um 30 milljónir króna og að staðaldri unnu þar um 30 manns, en fleiri þegar mest var að gera. Um 100 manns búa á Drangsnesi og þaðan hafa verið gerðir út 5 bátar í sumar. Tveimur drengj- um bjargað úr höfniimi í Keflavík Tveir drengir féllu f sjóinn af hafskipabryggjunni f Kefla- vfk sl. sunnudagsmorgun, en var bjargað fljótt upp úr aftur og varð ekki meint af. Dreng- irnur tveir, 6 og 7 ára, voru að leik á bryggjunni um ellefu- leytið á sunnudagsmorgnin- um, þegar þeir féllu báðir f sjóinn. Nærstaddur Banda- rfkjamaður, David Beauchem- in, sem var að að dorga á bryggjunni með konu sinni, stakkk sér f sjóinn á eftir drengjunum og náði þeim upp úr vatninu. Þeim var sfðan bjargað mjög fljótlega úr sjón- um með aðstoð danskra sjó- manna, af skipi sem var f höfn- inni, og fluttir á sjúkrahúsið f Keflavfk, en þaðan fengu þeir að fara heim stuttu sfðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.