Morgunblaðið - 12.09.1976, Qupperneq 15
ÞJÓÐHAGSLEGA
ÞÝÐING
SAUÐFJARRÆKTAR
En nú mætti spyrja hvaða
ástæður eða forsendur eru fyrir
því að auka sauðfjárrækt I Græn-
landi, landi sem er að 9/10 hlut-
um hulið jökli og nær alþakið
snjó a.m.k. f 6—7 mánuði ársins?
Þvf er fyrst til að svara, að at-
vinnulff grænlendinga er ákaf-
lega einhæft og byggist aðailega á
fiskveiðum, landbúnaði og veið-
um, auk verslunar. Afli hefur far-
ið hraðminnkandi á undanförnum
árum og hefur reynst af þeim
sökum æ erfiðara að sjá því fólki
fyrir vinnu sem unnið hefur að
sjávarútvegi. Af þessum sökum
m.a. myndi aukin sauðfjárrækt óg
fullvinnsla sauðfjárafurða í
Grænlandi geta haft verulega
þjóðhagslega þýðingu þar. Naut-
griparækt á tæplega rétt á sér f
Grænlandi, enda er hún þar engin
nú.
VEÐURFAR
OG GRÓÐUR
En það eru hin náttúrufarslegu
skilyrði til sauðfjárræktar á
Grænlandi, sem ég vildi leggja
mesta áherslu á hér. Við gerum
okkur líklega sjaldnast gein fyrir
þvf hversu langt suður Grænland
nær, en syðsti oddi þess, Kap Far-
vel, er á svipaðri breiddargráðu
og Oslo i Noregi. Þrátt fyrir það
eru veðurskilyrði á Suður-
Grænlandi verri en á láglendi
hérlendis. Meðalhiti sumarsins er
2—3 gráðum lægri en hér, sumur
eru styttri og vetur að jafnaði
snjóþyngri. A móti þvf kemur
hins vegar, að á Grænlandi eru
meiri staðviðri, fjöllin veita skjól
inni á f jörðunum og þar geta kom-
ið afar heitir sumardagar. Af
þessu leiðir, að mikill hluti Suður-
Grænlands er algróið land. Mig
hefði aldrei órað fyrir að þar væri
svo mikill gróður. Að vísu eru
efstu fjöll og bröttustu hlíðar
ógrónar, en efstu mörk samfellds
gróðurs virðast vera þar f svipaðri
hæð og sunnanlands hérlendis,
þ.e.a.s. f 4—500 metra hæð. Á
gönguferð okkar var ekki óal-
gengt, að við yrðum að brjótast i
gegnum mittishátt kjarr f 3—400
metra hæð. Ég tel, að gróska sé
þar meiri en við eigum að venjast
um mikinn hluta Islands, og það á
ekki síst við um hálendið.
Algengustu plöntutegundir eru
f meginatriðum hinar sömu og
hér en samt er gróðurfar með
öðrum blæ. Rfkjandi er birki- og
víðikjarr og þar eru víða 3—4
metra há birkitré. Skógarbotninn
er vaxinn grasi og hávöxnum
blómjurtum eins og í bestu skóg-
lendum hér á landi, t.d. Hallorm-
stað. Þá eru þar víðáttumikil gras-
lendi, en minna um mýrar og flóa
en við eigum að venjast hér á
landi vegna þess hve þar er lftið
um flatlendi.
BEITARÞOL
1 GRÆNLANDI
Það er enginn vafi á þvf, að
beitarþol gróins lands í Suður-
Grænlandi er mun meira en að
jafnaði gerist á Islandi. Þessi
munur í gróðurfari og grósku á að
mfnum dómi eðlilegar skýringar.
Það er ekki um að ræða, að gróð-
urskilyrðí á Grænlandi séu betri
en hér, hvorki hvað snertir veður-
far né jarðveg. Það sem mestu
máli skiptir er munur á beitar-
þunga á Grænlandi og Islandi. Sá
sauðfjárfjöldi, sem verið hefur á
Grænlandi sfðan sauðfjárrækt
hófst þar 1915, hefur ekki verið
það mikill, að hann hafi haft telj-
andi áhrif á gróðurfar beitilanda
þar. Mikifl hluti hinna græn-
lensku gróðurlenda er óspilltur
og f jafnvægi við gróðurskilyrði.
Hér á landi finnum við þetta jafn-
vægi óvíða nú og þá helzt í vot-
ustu flóum sem eru lítið bitnir,
eða á landi sem er af náttúruleg-
um ástæðum eða mannavöldum
hálf- eða alfriðað gegn beit.
Því er haldið fram að mikill
hluti af þurrlendi hérlendis neð-
an við 3—400 metra hæð myndi
vaxinn birki- og víðikjarri ef land-
ið væri hóflega nýtt. Hvergi hef
ég séð betri sönnun fyrir þessari
staðhæfingu en á Grænlandi.
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1976
15
GRÓÐUREYÐING
—UPPBLÁSTUR
Það var einn tilgangur farar
minnar til Grænlands að kynna
mér hvort þar væri um að ræða
gróðurrýrnun, gróðureyðingu eða
uppblástur af völdum fjárbeitar.
A Grænlandi sér maður þess helst
merki umhverfis efstu og stærstu
fjárbúin að beit hafi haft áhrif á
gróður. Þar er trjá- og kjarrgróð-
ur nær algerlega horfinn, en við
hafa tekið grös og grasleitar teg-
undir og er orsökin fyrst og
fremst vetrarbeit. Þannig er þetta
t.d. í Brattahlið í Görðum og vfð-
ar. En á Grænlandi hefur þessi
gróðurbreyting ekki leitt til jarð-
vegseyðingar eins og svo oft vill
verða hér á landi. Astæðan er sú
að jarðvegur þar er með allt öðr-
um hætti en hér á landi. Hann er
yfirleitt grynnri grýttari og í hon-
um er meira af leir og hefur þess
vegna meira mótstöðuafl heldur
en okkar gosefnablandaði jarð-
vegur. Enda fann ég engin um-
talsverð merki um jarðvegseyð-
ingu á Grænlandi, sem rekja
mætti til beitarinnar.
RÁÐ til Urbóta
Og hvaða ráð eru svo til úrbóta
til þess að auka og tryggja sauð-
fjárrækt á Grænlandi? Jú, það er
fyrst og fremst heyöflun og bygg-
ing húsa yfir fénaðinn og heyin.
Hvað varðar hið fyrrnefnda þarf
m.a. að gera tilraunir með mis-
munandi tegundir og magn
áburðar og e.t.v. ræktunaraðferð-
ir. Það þarf að gera þar víðtækar
tilraunir með harðgerari tegundir
grasstofna en þar eru nú notaðir.
Sumarhagar eru nægilegir á
Grænlandi fyrir margfalt meira
fé en þar er núna og skulu engar
tölur þó nefndar í því sambandi.
Á þessu stigi þarf ekki að gera
heildarúttekt á beitarþoli úthaga
á Suðvestur-Grænlandi, því að
augljóst er að þeir verða ekki
fullnýttir enn um langan aldur,
þótt veruleg aukning verði á fjár-
stofninum þegar á næstu árum.
En það þarf að kortleggja gróður
og beitarþol f heimahögum
stærstu sauðfjárræktarbúanna og
þar sem ætla má að sauðfjárrækt
verði helst aukin á næstu árum
eða áratugum. Það er augljóst að
þótt gróður á Grænlandi sé nú
blómlegur og grózkumikill er
hann viðkvæmur og þess verður
að gæta vandlega að beita hann
ekki umfram beitarþol eða á þeim
tfmum sem hann er viðkvæmast-
ur. riík kortagerð myndi einnig
leiða í ljós hvað og hve mikið land
er ræktanlegt til heyöflunar. Og
það eru fleiri verkefni sem krefj-
ast úrlausnar hið bráðasta á þess-
um vettvangi.
SAMVINNA VIÐ
GRÆNLENDINGA
Forráðamenn á Grænlandi hafa
fullan skilning á gildi sauðfjár-
ræktarinnar, og mér virtist þeir
hafa mikinn hug á að auka hana
sem fyrst. En þeir gera sér einnig
fulla grein fyrir þeim vandamál-
um sem leysa þarf til þess að unnt
sé að auka hana og tryggja og til
þess að forða þvf, að hún leiði til
landskemmda. Ég mun innan tfð-
ar leggja fyrir ráðamenn f Græn-
landi tillögur um rannsóknaverk-
efni og tilraunir, sem ég tel nauð-
synlegt að vinna að í þessum til-
gangi. Það er hugsanlegt að til
okkar verði leitað til að fram-
kvæma eitthvað af þeim verkefn-
um t.d. gróðurkortagerð og
ákvörðun á beitarþoli, en úr því
fæst skorið f vetur. Það væri sann-
arlega ánægjulegt, ef við gætum
farið að leggja öðrum þjóðum eitt-
hvað af mörkum af þeirri reynslu
og þekkingu sem við höfum aflað
okkur. Hvað gróður og nýtingu
hans snertir eiga Island og Græn-
land margt sameiginlegt eins og
hér hefur komið fram, og ég er í
engum vafa um, að við getum átt
góða samvinnu á þeim sviðum. A
Grænlandi eru Islendingar eins
og á heimaslóðum innan um fjöll
og jökla. Hlýja og glaðværð þeirra
Grænlendinga er ntéð eindæmum
og slikrar gestrisni hef ég óvíða
orðið aðnjótandi.
Vantar ykkur útihurð... ?
Teak útihurdir fást hjá Poulsen
Frá l.ágúst s.l. yfirtókum vid
einkaumbod fyrir Avery
verdmerkivélar og mida.
Veitum jafnframt alla
varahluta- og vidgerdar-
þjónustu.
Margar gerðir fyrirliggjandi.
Mjög hagstætt verð. Greiðsluskilmálar.
Gerið verðsamanburð.
VALD. P0ULSEN H.F. Suðurlandsbraut 10
- Sími 38520-31142
Sænsku
útihurðirnar
frá
Bor dörrenA.B.
hafa
sannað ágæti
sitt í íslenzkri
veðráttu.
Útsala
hefst á
morgun,
mánudag
verzlunum vorum
LAUGAVEGI 69
OG MIÐBÆJARMARKAÐí, Ada/stræti
Mikið úrval af góðum skófatnaði
á stórlækkuðu
verði.
Laugavegi 69 og Miðbæjarmarkaði