Morgunblaðið - 12.09.1976, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1976
23
r
I UMRÆÐUM þeim, sem að undanförnu hafa farið
fram um svonefndan ávísanahring, hafa ýmsar
spurningar vaknað um starfsemi viðskiptabank-
anna. Er bankakerfið svo illa skipulagt, að það
verði þess ekki vart um langt skeið, að slík
starfsemi sé stunduð? Végna þessara umræðna,
og ýmissa annarra, um starfsemi bankanna, hefur
Morgunblaðið snúið sér til Jónasar Haralz,
bankastjóra Landsbanka íslands, og átt við hann
viðtal um málefni viðskiptabankanna, skipulag
þeirra og þau vandamál, sem bankarnir eiga við
að glíma í starfsemi sinni um þessar mundir. Fer
viðtal þetta hér á eftir.
Ávísanahringur
fyrir 13 árum — og nú
— Fyrir þrettán árum varð upplýst
um ávfsanahring eða útgáfu svonefndra
keðjuávfsana. Nú verður á ný uppvfst
um ávfsanahring. Bendir þetta til þess
að bankakerfið sé þess ekki megnugt að
koma í veg fyrir slfkt misferli?
— Það er alltaf hætta á misferli, segir
Jónas Haralz, alltaf tilhneiging til þess
og aldrei verður til það þjóðfélag, þar
sem það er ekki fyrir hendi f einhverjum
mæli. Stöðug árvekni er þvi nauðsynleg,
en jafnvel hún getur ekki komið í veg
fyrir, að út af beri. Það má með sanni
segja, að bankarnir hafi ekki veitt nægi-
legt aðhald í þessum efnum. Skyndi-
kannanir, sem framkvæmdar hafa verið
á vegum Seðlabankans, hafa verið helzta
vopnið. Það var þó erfitt að hindra þetta
misferli á meðan nokkur timi leið frá þvi
að ávísun var framvisað i banka og þar
til hún var bókfærð á viðkomandi reikn-
ing. Eftir að Reiknistofa bankanna tók
til starfa gerist þetta daglega hér i
Reykjavik og nágrenni. Þótt ásaka megi
bankana fyrir að hafa ekki verið nægi-
lega vel á verði í þessum efnum, verður
jafnframt að skoða hlutina i réttu sam-
hengi. Eins og fram hefur komið eru
þeir reikningar, sem athugaverðir hafa
þótt, fáir. Þær upphæðir, sem menn
kunna að hafa fengið út á ávísanakeðjur,
eru einnig lágar, enda þótt veltutölur
séu háar. Engin töp hafa heldur orðið í
bönkunum vegna þessara reikninga.
— Hvað gera bankarnir, þegar uppvist
verður um ávísanahring af þessu tagi?
— Viðkomandi reikningum er lokað og
aðilum vísað frá öllum frekari viðskipt-
um.
— Er hægt að reka slfkan ávfsana-
hring án aðstoðar einhverra starfs-
manna í viðkomandi bönkum?
— Það er ekki ástæða til að ætla, að
starfsmenn bankanna hafi tekið þátt í
þessu. A hinn bóginn hafa þeir ekki allir
verið nægilega varkárir. Ur þessu fæst
væntanlega að fullu skorið á næstunni, í
sambandi við þá rannsókn, sem fram fer.
Þjátfun og fjöldi starfsfólks
— Er starfslið bankanna nægilega vel
þjálfað til þess að sinna þeim ábyrgðar-
miklu störfum, sem það hefur með hönd-
um? Er starfsmanna fjöldi bankanna
ekki óeðlilega mikill?
— Það er rétt, að starfsmannafjöldi er
mun minni við banka á Norðurlöndum
en hér á landi, hvort sem miðað er við
innlán eða útlán bankanna, fólksfjölda
eða eitthvað annað. Ýmsar skýringar eru
á þessu. Bankarnir hér annast verkefni,
sem bankar á Norðurlöndum sinna litt,
en sparisjóðir og pósturinn sjá að miklu
leyti um. Bankar hér á landi hafa geysi-
legan fjölda einstaklinga sem viðskipta-
menn, bæði sem innstæðueigendur og
lánþega. Þessi viðskipti krefjst mikils
starfsliðs miðað við þær upphæðir, sem
um er að ræða. Þar að auki erum við
komnir skemmra á veg í notkun tölvu-
þjónustu en bankar á Norðurlöndum.
Það má til sanns vegar færa, að bank-
arnir hafi ekki menntað og þjálfað
starfslið sitt sem skyldi og á sambærileg-
an hátt og tíðkst í bönkum erlendis.
Laun eru sennilega einnig lakari miðað
við aðrar starfsstéttir en tiðkast erlend-
is. Þetta hvort tveggja veldur þvi, að
starfsmenn koma og fara. Þar af leiðandi
fá þeir ekki næga þjálfun. Það má
gagnrýna bankana fyrir að hafa ekki
lagt meiri áherzlu á að mennta og þjálfa
starfsmenn sína, jafnframt þvi sem
reynt væri að komast af með færri en
betur launaða starfsmenn.
— Gagnrýnendur bankakerfisins
segja, að sumir eigi greiðari aðgang að
lánum C bönkum en aðrir, og að þennan
aðgang noti menn til verðbólgu
„spekúlasjóna". Er þetta rétt?
— Að sjálfsögðu eiga þeir greiðari
aðgang að bönkum en aðrir, sem hafa
haft löng og góð viðskipti við bankana.
Fyrirtæki, sem eru vel rekin og hafa um
langt árabil átt óaðfinnanleg viðskipti
við banka njóta sérstaks trausts. Slik
fyrirtæki og slíkir menn hafa greiðari
aðgang að bönkunum en aðrir, og þannig
á það að vera. En ég þekki þess ekki
dæmi úr minni reynslu sem bankastjóri,
að ófyrirleitnir braskarar, sem hafa litið
til brunns að bera, geti notað bankakerf-
ið til þess að byggja upp stóreignir. Ég
held að oft sinnis, þegar bent er á slik
dæmi, hafi það verið gert með öðrum
hætti en f gegnum bankana.
Bankaleyndin
— Sú leynd sem hvílir yfir starfsemi
banka hefur verið gagnrýnd.
Ákveðin og skýr lagafyrirmæli kveða á
um þagnarskyldu bankanna um öll við-
skipti þeirra við einstaka viðskipta-
menn. Þessi ákvæði ná þó ekki til skatta-
yfirvalda, sem geta fengið þær upplýs-
ingar, sem þau óska eftir, né að sjálf-
sögðu til rannsóknar sakamála. Hliðstæð
ákvæði eru i gildi i öðrum löndum. Það
er skoðun min, að slík þagnarskylda
sé einn af hornsteinum eðlilegs og
heilbrigðs viðskiptalifs og frjáls sam-
félags yfirleitt. Hún er ekki siður
mikilvæg en þagnarskylda lækna
um það, sem fram fer á milli þeirra
og þess fólks, sem til þeirra leitar.
Á hinn bóginn er sú hætta fyrir
hendi, að í skjóli leyndarinnar þróist
misrétti og misferli. Gegn þeirri hættu
verður að beita vakandi eftirliti af hálfu
endurskoðunardeilda bankanna, kjör-
inna endurskoðenda, bankaráða og
bankaeftirlits Seðlabankans. Það er
einnig mikilvægt, að bankar veiti sem
beztar almennar upplýsingar um starf-
semi sína og blöð geti fjallað um málefni
bankanna sem önnur málefni á grund-
velli skilnings og þekkingar.
Bankarnir og verðbólgan
— 1 upphafi þessa spjalls nefndir þú
margvísleg skaðlcg áhrif verðbólgunnar
á starfsemi bankanna sem annan helzta
vanda, sem við væri að etja. 1 hverju eru
þessi áhrif fólgin?
— Fyrst er að telja áhrifin á sparnað-
inn. Mikil og langvarandi verðbólga leið-
ir að sjálfsögðu til þess, að fólk ýmist
dregur úr sparnaði eða leitast við að
koma honum sjálft fyrir i verðmætum,
sem verðbólgan rýrir ekki. Hér á landi
hefur skattfrelsi sparifjár, sem komið
var á upp úr 1950, og þeir tiltölulega háu
vextir, sem greiddir hafa verið af spari-
innlánum, einkum eftir 1960, dregið úr
þessum áhrifum verðbólgunnar. Eigi að
siður hefur sparnaður i bönkum og
sparisjóðum farið mjög minnkandi sam-
anborið við þjóðartekjur, ekki sizt í
þeirri miklu verðbólgu, sem geisað hefur
undanfarin ár. Þetta hlýtur þegar til
lengdar lætur að hafa hin alvarlegustu
áhrif fyrir atvinnulif landsins, þar sem
bankarnir sjá þvi að mestu fyrir rekstr-
arfé og að verulegu leyti fyrir fé til
fjárfestingar á framkvæmdatimanum,
áður en lán fjárfestingarsjóða koma til
sögunnar. Samhliða þessu hefur sparn-
aður í annarri mynd, einkum gegnum
lífeyrissjóðina og í kaupum rikisskulda-
bréfa, aukist og sömuleiðis hlutdeild lif-
eyrissjóða og fjárfestingarlánasjóða í
heildarútlánum. En þetta getur ekki
komið í stað sparnaðar og útlána í bönk-
unum, vegna þess að lánveitingar sjóð-
anna beinast í aðrar áttir og eru miklu
ósveigjanlegri Qþ útlán bankanna.
— Hvers vegna hefur verðtryggingu
sparif jár ekki verið komið á hér á landi i
þvi skyni að ráða við þennan vanda?
— Þetta hefur verið til athugunar hér
á landi hvað eftir annað, en niðurstaðan
hefur ætið verið sú, að örðugleikar i
framkvæmd væru mjög miklir, og ein-
faldari aðferðir, eins og þær, sem beitt
hefur verið, þ.e. skattfrelsi sparifjár og
háir innlánsvextir, væru þess vegna
heppilegri. Athuganir og reynsla erlend-
is hefur bent í sömu átt, enda hefur
fljótlega verið hætt við verðtryggingu
sparifjár i bönkum i þeim löndum, þar
sem hún hafði verið upp tekin, svo sem í
Finnlandi. Mikil verðbólga undanfar-
inna ára og augljósar afleiðingar hennar
á sparnaðinn leiddu þó til þess, að málið
var enn tekið til gaumgæfilegrar athug-
unar á vegum viðskiptabankanna og
Seðlabankans á s.l. ári. Þessar athuganir
leiddu það enn í ljós, að enda þótt verð-
trygging innlána, sem bundin eru til
nokkurs tima, sé ekki miklum erfiðleik-
um háð, gildir allt öðru máli um verð-
tryggingu útlána, en sú verðtrygging
þarf að sjálfsögðu að standa undir verð-
tryggingu innlána. Niðurstaðan varð því
sú, að taka skyldi upp sérstakan vaxta-
auka á innlán, sem ákveðinn er fyrir-
fram, en ætlazt er til, að verði öðru
hverju hækkaður eða lækkaður með til-
liti til þróunar verðbólgunnar. Til þess
að standa undir þessum vaxtaauka á
innlánin kemur svo annars vegar al-
mennur, lágur vaxtaauki á öll útlán,
önnur en afurðalán, og hins vegar hærri
vaxtaauki á sérstök vaxtaaukalán, sem
veitt eru til nokkurra ára gegn fasteigna-
veði. Þetta er miklu auðveldari leið en
bein verðtrygging og felur i sér minni
áhættu jáfnt fyrir lántakendur sem
banka. Er hún raunar mjög áþekk þeim
aðferðum, sem beitt hefur verið í Brasi-
líu og allmikið hefur verið um ritað. Svo
virðist sem vaxtaaukainnlánin hafi þeg-
ar öðlazt vinsældir og veruleg eftirspurn
er eftir vaxtaaukaútlánum, þrátt fyrir
háa vexti. Enn er þó of snemmt að leggja
dóm á árangurinn.
— Hver eru áhrif verðbólgunnar á
útlánin?
— Það er fyrst að telja, að ráðstöf-
unarfé bankanna myndast að mestu við
endurgreiðslu lána. Það er eldri sparn-
aður, sem þegar hefir verið lánaður út,
greiðist aftur og er lánaður út að nýju.
Þegar útlánin eru ekki verðtryggð,
endurgreiðast þau hins vegar í sömu
krónum og þau upphaflega voru lánuð í.
Verðbólgan leiðir þvi til raunverulegrar
rýrnunar á ráðstöfunarfé bankanna,
jafnframt þvi sem hún stuðlar að vax-
andi eftirspurn eftir lánum. Með þessum
ha>tti er verðbólgan aðalvaldur þess
sifellda lánsfjárskorts, sem svo mjög er
um talað. Það bætist svo við að verðlags-
ákvæði leiða til sífelldrar rýrnunar eigin
fjár fyrirtækja, sem þurfa að halda
miklu fjármagni i vörubirgðum, svo sem
er í megingreinum innflutnings-
verzlunar, t.d. i verzlun með.oliu. Þessi
fyrirtæki verða því æ háðari bankalán-
um og æ stærri hluta af ráðstöfunarfé
bankanna verður að binda í slikum
lánum. Þá er það ekki siður áhyggjuefni
að mikil verðbóiga kippir grundvellinum
undan áætlanagerð fyrirtækja og mati á
afkomu þeirra og arðsemi framkvæmda.
Þetta torveldar að sjálfsögðu heilbrigð-
an rekstur fyrirtækja og um leið eðlileg
samskipti þeirra við banka.
Afkoma bankanna
— Hvernig er afkoma og fjárhagur
banka hér á landi?
— Hér er enn komið að afleiðingum
verðbólgunnar. Fé bankanna er að
mestu bundið í eignum, sem ekki hækka
í hlutfalii við verðbólguna, þ.e.a.s. í út-
lánum og i innstæðum i Seðlabankanum.
Bankarnir eru þvi einn þeirra aðila, sem
verða fyrir beinu fjárhagslegu tjóni af
verðbólgunni. Til þess að bæta það tjón
og halda óskertri eiginfjárstöðu þarf af-
rakstur bankanna þvi að vera allmikill.
Góð eiginfjárstaða er hins vegar for-
senda þess, að bankar geti mætt áföllum
og notið trausts, ekki sizt i erlendum
viðskiptum. Afkoma bankanna var mun
betri á árinu 1975 en árið á undan. Þetta
átti rætur sinar að rekja til aukins vaxta-
munar á milli innlána og útiána, sem
vaxtahækkunin á miðju ári 1974 fól i sér,
auk þess sem greiðsla refsivaxta til
Seðlabankans minnkaði vegna bættrar
lausafjárstöðu bankanna. Eg tel þó að
afkoma siðastliðins árs sé sízt betri en
nauðsyn beri til. Eiginfjárstaða flestra
islenzkra banka er veik miðað við það
sem tíðkast erlendis og þarf að batna, ef
bankar eiga með góðu móti að geta leyst
hlutverk sitt af hendi. Mikilvægt er að
skilningur almennings og stjórnmála-
manna aukist á því hve miklu máli þetta
skiptir fyrir atvinnulíf landsins og
þjóðina alla. StG.
Miki á í
vök að
verjast
Tókýó 10. september
— Reuter
ENN frestast uppgjör I hinni
hörðu valdabaráttu i Japan um
einn dag a.m.k. eftir að Takeo
Miki, forsætisráðherra, tókst ekki
I dag að f á nægilegan stuðning frá
ráðherrum sinum til að knýja
fram sérstakan fund japanska
þingsins i næstu viku. Miki hefur
sætt gagnrýni frá öflum innan
flokks hans, Frjálslynda demó-
krataflokksins, fyrir að hafa
skuldbundið sig til að komast til
botns I Lockheedmútuhneykslinu
i Japan. Sú gagnrýni kom sterk-
lega fram á fimm klukkustunda
fundi rikisstjórnarinnar i dag. Er
talið sennilegt að Mikí muni
reyna aftur á morgun að fá stuðn-
ing ráðherra til að boða til þing-
fundar á fimmtudag I næstu viku
þar sem fjalla á um mikilvægar
efnahagstillögur.
Andstæðingar Mikis vilja að
hann segi af sér áður en þing-
fundurinn verði boðaður og krefj-
ast jafnframt að i nýjum þing-
kosningum I landinu, sem haldn-
ar verði ekki siðar en 9. desem-
ber, verði barizt undir nýrri
flokksforystu. Stjórnmálaskýr-
endur telja að ef Miki bíður enn
ósigur á morgun kunni hann að
stokka upp stjórn sina, boða til
þingfundar og leysa þegar i stað
upp neðri deildina sem undanfara
kosninga.
— Utvarps-
dagskráin
Framhald af bls. 5
Þórarinn Helgason frá
Þykkvabæ talar.
20.00 Mánudagslögin
20.30 Ur handraðanum
Sverrir Kjartansson sér um
þáttinn og ræðir við séra
Friðrik A. Friðriksson fyrr-
um söngstjóra Karlakórsins
Þryms á Húsavfk og nokkra
kórfélaga.
21.15 Sónata fyrir fiðlu og
pfanó eftir Jón Nordal
Björn Ólafsson og höfundur
leika.
21.30 Utvarpssagan: „öxin“
eftir Mihail Sadoveanu
Dagur Þorleifsson les þýð-
ingu sfna (7).
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir
Búnaðarþáttur: Heima hjá
Steinólfi f Fagradal á Skarðs-
strönd Gisli Kristjánsson
ræðir við bóndann.
22.35 Kvöldtónleikar: Frá út-
varpinu f Köln
Sinfónfa nr. 4 f e-moll op. 98
eftir Johannes Brahms.
Sinfónfuhljómsveit útvarps-
ins f Baden-Baden leikur;
Ernest Bour stj.
23.25 Fréttir f stuttu máli.
Dagskrárlok.
ÞU AUGLÝSIR UM
ALLT LAND ÞEGAR
ÞÚ AUGLÝSIR í
MORGUNBLAÐINU