Morgunblaðið - 12.09.1976, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 197£
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthfas Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10100
Aðalstræti 6, sími 22480
Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands.
í iausasölu 50,00 kr. eintakið.
Ymislegt má segja
um það ályktanaflóð,
sem leyst hefur verið úr
læðingi vegna bráðabirgða-
laga um sjómannakjör en
þó er hlutur Alþýðusam-
bands Vestfjarða einstæð-
ur og ástæða til að geta
hans að nokkru. í ályktun,
sem stjórn Alþýðusam-
bands Vestfjarða hefur
sent frá sér, er setningu
bráðabirgðalaga þessara
mótmælt og síðan segir
orðrétt: „Fundurinn bend-
ir sérstaklega á þá stað-
reynd, að i gildi eru samn-
ingar um kaup og kjör sjó-
manna milli samtaka
þeirra og samtaka vest-
firzkra útvegsmanna
undirritaðir 13. apríl 1975.
1 ljósi þessa geta bráða-
birgðalögin á engan hátt
gilt hvað varðar kjör vest-
firzkra sjómanna fram að
setningu laga þessara.“
Svo mörg eru þau orð.
Forseti Alþýðusambands
Vestfjarða heitir Pétur
Sigurðsson og hefur hann
væntanlega staðið að og
haft forystu um þessa
ályktun. Hinn 8. febrúar sl.
undirritaði Pétur Sigurðs-
son fyrir hönd Alþýðusam-
bands Vestfjarða svofellda
yfirlýsingu: „1. Þar sem
ríkisstjórnin hefur lýst því
yfir, aö hún muni beita sér
fyrir setningu laga og
reglugerða í samræmi við
tillögur nefndar um sjóði
sjávarútvegs og hluta-
skipti, lýsa aðilar því yfir,
að þeir muni gera þá samn-
inga sín á milli, sem nú eru
lausir, um kjör sjómanna á
grundvelli tillagna og
ábendinga sem fram kom í
skýrslu néfndarinnar dags.
19. janúar 1976. 2. Aðilar
lýsa því ennfremur yfir, að
þeir muni beita sér fyrir
því að heimildir verði veitt-
ar til þess að taka þegar
upp samninga á þessum
grundvelli um breytingar á
þeim kjarasamningum
aðila, sem ekki hefur verið
sagt upp, með sama hætti
og væru þeir lausir.“
Undir þessa yfirlýsingu
ritaði forseti Alþýðusam-
bands Vestfjarða nafn sitt
og skuldbatt sig þar með til
þess að beita sér fyrir
samningum milli sjómanna
og útvegsmanna á Vest-
fjörðum, enda þótt þeim
hefði ekki verið sagt upp.
Samningaviðræður hófust
síðan og hafði sáttasemjari
og sáttanefnd milligöngu.
Hinn 28. febrúar sl. var
samkomulag undirritað og
þar sagði: „Aðilar lýsa því
hér með yfir, að þeir eru
samþykkir framlögðum
drögum að kjarasamning-
um aðila. Samningarnir
verða undirritaðir þegar
ákvörðun um fiskverð frá
15. febrúar 1976 liggir
fyrir í samræmi við for-
sendur samningsdrag-
anna.“ Undir þessa yfirlýs-
ingu ritaði Pétur Sigurðs-
son, forseti Alþýðusam-
bands Vestfjarða, nafn sitt.
Degi síðar var fiskverð
ákveðið og kjarasamningar
sjómanna undirritaðir
hinn 1. marz sl.
Það sem gerzt hafði í
samningamálum sjómanna
á Vestfjörðum fram til
þessa var því eftirfarandi.
Sjómenn á Vestfjörðum
höfðu ekki sagt upp samn-
ingum. En í sambandi við
breytingar á sjóðakerfi
undirritar forseti Alþýðu-
sambands Vestfjarða yfir-
lýsingu, þar sem hann m.a.
kveðst munu afla sér heim-
ildar til að taka upp við-
ræður um breytingar á
þeim samningum, eins og
þeir væru lausir. Væntan-
lega hefur Pétur Sigurðs-
son fengið þá heimild
vegna þess, að hann tekur
þátt i samningaviðræðum
um kaup og kjör sjómanna
og undirritar yfirlýsingu
um, að nýir samningar
verði undirritaðir um leið
og nýtt fiskverð liggur fyr-
ir.
Hins vegar upplýsir
Kristján Ragnarsson, for-
maður LítJ, í grein í Morg-
unblaðinu sl. fcstudag, þar
sem hann rekur þennan
gang mála, að þessir samn-
ingar, sem forseti Alþýðu-
sambands Vestfjarða und-
irritar fyrir hönd sjó-
manna á Vestfjörðum, hafi
aldrei verið bornir undir
atkvæði. Fróðlegt væri að
fá skýringar á því hvernig
á því stendur. En hitt er
alveg ljóst, að eftir þennan
aðdraganda er Alþýðusam-
band Vestfjarða ekki vel í
stakkinn búið til þess að
gefa yfirlýsingu á borð við
þá, sem það hefur sent frá
sér vegna bráðabirgðalag-
anna um sjómannakjörin
og ráðast með offorsi á
Matthías Bjarnason, sjáv-
arútvegsráðherra, eins og
gert er í þeirri yfirlýsingu.
Það sýnist hins vegar
meiri ástæða til að sjó-
menn á Vestfjörðum snúi
sér að forseta Alþýðusam-
bands Vestfjarða og spyrji
hann hvað þessi hring-
snúningur hans eigi að
þýða. Það er ekki bæði
hægt að halda og sleppa.
Forseti Alþýðusamband
Vestfjarða getur ekki gert
hvort tveggja í senn að
undirrita yfirlýsingar og
samninga og þykjast svo
hvergi hafa komið nærri.
Og víst er um það að vest-
firzkir sjómenn hafa
hvorki nú né fyrr viljað
bera betri hlut frá borði á
kostnað starfsbræðra sinna
annars staðar á landinu.
Hluti sjómanna getur
ekki vænzt þess að hljóta
einvörðungu ávinninginn
af breyttu sjóðakerfi en
taka ekki á sig aðrar breyt-
ingar, sem af þeim leiða.
Hringsnúningur forseta Al-
þýðusambands Vestfjarða
| Reykjavíkurbréf
+++++++++++Laugardagur 11.
Afstaða Kínverja
til Sovétríkjanna
Við andlát kínverska kommún-
istaleiðtogans Mao-Tse-tung er
ástæða til að staldra við og huga
að þeim breytingum á sviði
alþjóðamála, sem leiddu af
vinslitum Kínverja og Sovét-
manna, sem urðu endanleg um og
upp úr 1960, enda skipta þær ekki
síður máli fyrir okkur islendinga
en aðrar vestrænar þjóðir.
I mjög ítarlegri grein, sem birt-
ist í Morgunblaðinu í gær, föstu-
dag, um æviferil og stjórnmála-
stefnu hins kinverska leiðtoga
sagði m.a.: „Fyrsta barátta Maos
af mörgum fyrír því að móta þjóð-
ina og mennta hana beindist gegn
„erlendri formhyggju", með öðr-
um orðum kenningum sovézk-
menntaðra kommúnista, sem stöð-
ugt börðust gegn honum. Mao fór
aðeins tvisvar til Moskvu, en tor-
tryggði Rússa alla tíð. Þó bar
hann virðingu fyrir Stalin en
fyrirleit eftirmenn hans. Hann
vildi ekki viðurkenna forystu-
hlutverk Rússa og grunaði þá um
svik við heiiagan málstað „viðvar-
andi heimsbyltingar" með
„endurskoðunarstefnu" og öðrum
villukenningum, sem -væru
afsakaðar með þeirri marxistísku
kenningu, að sigur kommúnista
væri sögulega óhjákvæmilegur.
Bandalag Maós og Stalíns var
formlega stofnað í febrúar 1950
eftir tveggja mánaða samninga-
viðræður. Áður hafði, Maó boðizt
til að taka upp stjórnmálasam-
band við Bandaríkin og semja við
þá um viðskipti, en Bandaríkja-
menn settu það skilyrði, að Kín-
verjar gerðu ekki bandalag við
Sovétríkin og á það vildi Mao ekki
fallast.“
Enginn getur sagt til um það,
hvernig heimsmyndin hefði þró-
azt, ef Kína kommúnista og
Bandaríkin hefðu náð saman, ef
svo má að orði komast, fyrir þrem-
ur áratugum. En margt hefði þá
farið á annan veg. En af ofan-
greindri tilvitnun má sjá, að kín-
verskir kommúnistar hafa þegar
við valdatöku sína í Kína verið
tortryggnir í garð Sovétríkjanna.
Tilboð þeirra til Bandaríkjanna
um samskipti hefur sjálfsagt
helgast af þeim tengslum, sem
verið höfðu milli Bandaríkjanna
og Kína en einnig þvi, að Kínverj-
ar hafa ekki þá þegar viljað verða
of háðir Sovétmönnum. Enda
varð niðurstaðan sú, að náið sam-
band milli Sovétríkjanna og Kína
stóð ekki nema i rúmlega hálfan
áratug og 10 árum eftir að Mao og
Stalín gerðu með sér bandalagið,
sem Bandaríkjamönnum var slík-
ur þyrnir í augum, kom til endan-
legra vinslita milli Kinverja og
Sovétmanna, sem síðan hafa leitt
til fulls fjandskapar milli þessara
tveggja kommúnísku risavelda.
En hvað veldur þessari afstöðu
kommúnista i Kína til skoðana-
bræðra þeirra i Sovétríkjunum?
Þar sýnist fyrst og fremst tvennt
koma til. Annars vegar „hug-
myndafræðilegar“ deilur milli
kommúnista í þessum tveimur
ríkjum og barátta um það, hvor
skuli vera í forystu fyrir hinni
alþjóðlegu kommúnistahreyf-
ingu, Peking eða Moskva, og hins
vegar sú afstaða Kínverja að
Sovétríkin reki fyrst og fremst
heimsvaldapólitík, seilist til
áhrifa í öðrum rikjum, sem þeim
komi ekki við og feti þar með í
fótspor nýlenduvelda síðustu
aldar.
Hinar „hugmyndafræðilegu"
deilur koma okkur ekki við. En sú
gagnrýni Kina á Sovétríkin, að
þar sé um að ræða nýtt útþenslu-
sinnað heimsveldi skiptir okkur
hér á Islandi, sem aðrar þjóðir á
Vesturlöndum, miklu máli.
Samherjar
Þegar um er að ræða afstöðuna
til Sovétríkjanna eiga lýðræðis-
ríki Vesturlanda og kommúnistar
í Kína sameiginlegra hagsmuna
að gæta. Hin víðfemu Sovétriki
breiða sig út um bæði Evrópu og
Asíu og hafa haldið uppi
útþenslustefnu á báðum vígstöðv-
um. Á undanförnum áratugum
hafa Sovétrikin ýmist innlimað
algerlega jaðarríki i Evrópu þ.e.
þau ríki, sem liggja að Sovér-
ríkjunum eða gert þau svo háð,
sér efnahagslega, stjórnmálalega
eða hernaðarlega, að þau hljóta í
öllum meginatriðum að lúta vilja
Sovétmanna. Eystrasaltsrikin
þrjú hafa verið innlimuð og þar
hafa verið framkvæmdir ein-
hverjir mestu þjóðflutningar
sögunnar, er þegnar þessara rikja
hafa verið rifnir upp og fluttir til
fjarlægra héraða Sovétríkjanna
og aðrir þjóðflokkar fluttir til
þeirra ríkja. Þetta hefur að sjálf-
sögðu verið gert til þess að ganga
að þessum þjóðum dauðum í eitt
skipti fyrir öll, láta þær týnast í
mannhafi Sovetrikjanna og
tryggja, að aldrei komi upp
þjóðarsamstaða um að losna und-
an okinu frá Moskvu. A-
Evrópuríkin hafa frá stríðslokum
verið gerð svo háð Sovétríkjun-
um, að þau hljóta að fylgja þeim í
einu og öllu. Finnland nýtur sem
jaðarríki i Evrópu, sérstöðu, en
verður í veigamiklum atriðum að
láta að vilja herranna i Moskvu.
Þessir landvinningar í Evrópu
sannfærðu þjóðir V-Evrópu um
það eftir heimsstyrjöldina síðari,
að örlög þeirra væru ráðin, ef þær
ekki tækju höndum saman um að
sporna gegn þessari útþenslu-
stefnu Sovétrikjanna. Þess vegna
var Atlantshafsbandalagið stofn-
að og var augljóslega litils virði
nema þáttaka Bandaríkjanna
kæmi til.
Ósagt skal látið, hvort rótgróin
og aldagömul tortryggni Kinverja
í garð Rússa hefur ráðið grun-
semdum Mao-Tse-tung eða ein-
faldlega sams konar þrýstingur af
hálfu Sovétrikjanna í Asiu, bæði
á landamærum Sovétrikjanna og
Kína og eins stöðugar deilur við
Japani um yfirráð yfir eyjaklös-
um i Kyrrahafi. En kjarni málsins
er sá, að Kínverjar komast að
nákvæmlega sömu niðurstöðu og
V-Evrópuþjóðir, sem sé þeirri, að
nágranna þeirra í Asíu væri ekki
að treysta, sporna yrði gegn út-
þenslustefnu hins sovézka heims-
veldis í Asfu.
Þetta sameiginlega viðhorf til
hins volduga nágranna og það ó-
formlega bandalag, sem það hef-
ur leitt til milli kommúnista í
Kina og lýðræðisþjóða á Vestur-
löndum helgast af mjög svipuðu-
um sjónarmiðum og þeim, sem
leiddu til bandalags lýðræðisríkja
V-Evrópu og kommúnista í Sovét-
ríkjunum til þess að sporna gegn
útþenslustefnu nasista í Þýzka-
landi. En nú eru það ekki þýzkir
nasistar, sem ógna heimsfriðnum
vegna heimsvaldastefnu sinnar,
heldur kommúnistar i Sovétrikj-
unum Og nú sem fyrr taka þeir,
sem verða fyrir barðinu á slíkri
útþenslustefnu höndum saman til
þess að stöðva hana.
Snæfellsjökull
Þýðing Maós
fyrir Vesturlönd
Sú stjórnmálastefna, sem Maó-
Tse-tung mótaði að þessu leyti
hefur haft geysilega þýðingu fyr-
ir vestrænar lýðræðisþjóðir og
baráttu þeirra gegn heimsvalda-
stefnu kommúnista í Sovétrfkjun-
um. Kinverjar hafa á undanförn-
um árum hvatt eindregið til efl-
ingar Atlantshafsbandalagsins.
Þeir hafa varað Vesturlandaþjóð-
ir við því að ganga of langt á