Morgunblaðið - 12.09.1976, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1976
25
eftir GÍSLA J. ÁSTÞÓRSSON
EINS OC MÉR SÝNIST
Tunglið,
tunglið
taktu mig
Það var nú einmitt það sem
við þörfnuðumst mest: að fá
hingað óboðinn villuráfandi
norsara að stofna hér útibú
fyrir kringluleitan prakkara
austan frá Kóreu sem hefur
safnað um sig hirð af meira
eða minna brengluðu fólki úti í
Bandaríkjunum og hamast nú
við að flytja boðskap sinn út
eins og hverja aðra sekkjavöru.
Að Vísir upplýsti fyrir nokkrum
dögum þá hafa meira að segja
einhverjar burðarþolslitlar sálir
hér heima þegar gengið þeim
norska á hönd, hafa „séð
Ijósið" eins og það hét hér
áður fyrr og heitir sjálfsagt enn
þá og hafa enda af miklum
eldmóði þegar tekið tii við að
koma meistaranum á prent, að
við, spillta fólkið hérna úti í
buskanum, megum þó fá svo-
litla nasasjón af guðdómnum.
Meistarinn heitir eftir á að
hyggja því göfuga nafni Moon
og er raunar nákvæmlega eins
og tungl í fyllingu á öllum Ijós-
myndum sem maður sér af
honum, þó að moon þýði lík-
lega illu heilli alls ekki tungl á
móðurmáli hans eins og það
gerir á enskunni. Moon þessi
er í meira lagi þriflegur Kóreu-
maður og eins og klipptur útúr
tískublaði fyrir sterkríka brodd-
borgara og fjáður er hann líka
orðinn ef ekki vellauðugur,
enda eru blessaðir fáráðarnir
sem hafa látið glepjast af fyrir-
heitum hans einkanlega notað-
ir til þess að betla fé af mönn-
um, svo að Tunglkallinum hús-
bónda þeirra megi auðnast að
frelsa okkur öll áður en hann
verður kvaddur til sinna heim-
kynna efra að uppskera verð-
skuldaða dýrð fyrir framtakið
Það er verst að eftir öllum
sólarmerkjum að dæma er það
einkanlega kornungt og
óharðnað fólk sem agentar
Moons kappkosta að koma
klónum i, og eru Ijótar sögur af
því vestan um haf hvernig
ungu nýliðarnir afneita fyrst
foreldrum sinum og umhverfi
og glata siðan þá verst lætur
bæði dómgreind og vilja,kyrj-
andi bábilju hins himneska (og
stríðalda) herra síns. Hann er
að eigin sögn hvorki meira né
minna en umboðsmaður guðs
hér á jörðinni, hægri hönd
Frelsarans. Þannig skil ég það
sem ég hef lesið mér til um
hann, sem er allnokkuð, en á
undanförnum mánuðum hefur
hann og hreyfing hans gengið
Ijósum logum í erlendum blöð-
um, á Englandi til dæmis þar
sem útsendarar hans hafa þótt
litlir aufúsugestir og í Frakk-
landi þar sem eitthvað af ung-
mennum hafði tekið Tunglsýk-
ina þegar í vor. Nú er hann
sem fyrr segir byrjaður að
þreifa fyrir sér hér og virðist
því miður ekki hafa gripið í
tómt. En mikil börn mega þær
manneskjur vera og mikið að-
þrengdar sem horfa framan í
ásjónu mister Moons og þykj-
ast eygja þar undir harðsnyrtu
hvapinu loforð um himnariki.
Mikið masað,
lítið sagt
Eins og menn rekur væntan-
lega minni til (þó að engan
veginn yrði árangurinn minnis-
stæður í sjálfu sér ) þá hóaði
Sjónvarpið saman núna í ágúst
ýmsum málsmetandi mönnum
sem eiga víst að vita öllu meira
en við hin um það árlega mis-
rétti sem á sér stað þegar yfir-
völd okkar eru að leggja á
okkur skattabaggana. Blaða
menn voru þarna f haugum
sem spyrjendur og til andsvara
voru allskonar stjórar af öllum
breiddum og lengdum með
sjálfan fjármálaráðherrann S
broddi fylkingar; og þar að auki
hafði Jónas Haralz verið
kvaddur til leiks, þó að mér
þætti hann að visu svona hálf-
partinn eins og fimmta hjól á
vagni, úrþví umræðan átti þó i
orði kveðnu að snúast um
skattamál.
Bankastjórinn var þar að
auki hvergi sjáanlegur þegar
samkoman hófst, rétt eins og
hann hefði þurft að þjóta á
afvikinn stað einmitt þegar
hann Eiður okkar var að bjóða
gestina velkomna. Til viðbótar
var maðurinn svo settur einn
við borð þegar hann loksins
skilaði sér, eins og hann væri
með hettusótt eða mislinga
eða annan smitandi sjúkdóm
eða hefði jafnvel stungist á
höfuðið ofan i grútartunnu;
kannski var hann samt bara
ekki nógu fínn til að sitja hjá
hinum stjórunum, nú eða þá of
finn.
Þetta var allavega allt frem-
ur dularfullt og ankannalegt
með Jónas, sem og staðsetn-
ing fyrrgreindra kollega minna
úr blaða- og útvarpsheiminum.
sem hafði verið tildrað upp á
einhverskonar palla andspænis
skattaséniunum: maður upp af
manni langleiðis upp i þak-
sperrurnar þar sem maður á
annars von á þvi að finna bara
auðn og tóm eða i mesta lagi
einn og einn Ijósameistara á
svona sjónvarpsslóðum. Kol-
legar minir voru þarna eins og
hænur á priki er ég hræddur
um, og ef ég hefði ekki kann-
ast við flestar ásjónurnar og
stjórnendur þáttarins lika full
vissað okkur um að þetta væru
ósviknir fréttamenn, þá hefði
ég haldið að þarna væri kom-
inn blandaður kór vestan frá
Þingeyri sem hefði lent í
hrakningum á leiðinni suður og
því ekki unnist timi til að fara i
sparigallann.
Það var hinsvegar ekki ein-
ungis sviðsetningin sem ég
ætlaði að koma að í þessu
spjalli heldur líka og ekki síður
þeirri dapurlegu staðreynd að
þegar ráðherrann og skatta-
mennirnir og Jónas útskúfaði
voru loksins búnir að Ijúka sér
af, þá vissi maður nákvæmlega
jafn mikið um skattamálin eins
og þegar ballið byrjaði, eða
réttara sagt jafn latið. Þeir sem
þraukuðu þessa sjónvarpssýn-
ingu á enda hefðu rétt eins
getað farið í háttinn. Þeir
hefðu líka rétt eins getað verið
að gapa á eitt af þessum af-
burðaviturlegu sjónvarps-
stykkjum sem sumir af brodd-
unum hjá sjónvarpinu virðast
hafa svo miklar mætur á, þar
sem andagiftin er svo ómælan-
lega hrikaleg að meira að segja
leikararnir hafa ekki hugmynd
um hvað er að ske, hvað þá
áhorfendur.
íslenskum stjómmálamönn-
um einkanlega virðist fyrir-
munað að svara jafnvel ein-
foldustu spurningum vafninga-
laust og embættismönnum hér
sem annars staðar hættir til
þess af eðlishvöt liggur mér við
að segja að hafa fyrirvarana
svo marga og rækilega í svör-
um sínum að þau týnast í um-
búðunum. Viðkvæðið hjá báð-
um þessum aðilum er: „Jú, ég
skal fúslega reyna að svara
þessari spurningu þinni, en
fyrst langar mig að víkja fáein-
um orðum að öðru atriði." í
skattaþættinum sem hér er til
umræðu var „vikið að öðrum
atriðum" svo viðstöðulaust að
manni lá við að öskra. En hitt
skal fúslega játað að sumir
voru sekari um þetta en aðrir
og einn þó miklu verstur.
Það er freistandi að kenna
sjónvarpsmönnunum um þegar
sjónvarpsþáttur fer svona úr
böndum, en það væri ekki rétt-
látt. Það má guð vita að frétta-
mennirnir á sjónvarpinu eru
búnir að reyna sitt ýtrasta öll
þessi ár, og varla geta þeir
rokið á gesti sína og tekið þá
kverkataki. Erlendir starfs-
bræður þeirra sumir hverjir
hafa að visu lært þá list að
hafa hemil á málóðum stjóm-
málamönnum, en erlendis viða
er sjónvarpið líka langtum
eldra.
Ég hafði eitt sinn þá ánægju
að sjá fréttamann hjá BBC
taka Callaghan núverandi for-
sætisráðherra til yfirheyrslu,
og þó að Callaghan yrði sifellt
ófrýnilegri á svipinn, þá komst
hann ekki upp með múður.
Hann var þá fjármálaráðherra
eins og hann Matthias okkar
M., og í hvert skipti sem hann
reyndi að setja sig í ræðu-
mannslegar stellingar og byrja
að vella langlokur, þá eins og
seildist BBC-maðurinn i
hnakkadrambið á honum og
eins og hristi úr honum óknytt-
Framhald á bls. 37
Ljósm. Mats Wibe Lund
þeirri braut að ná samkomulagi
við Sovétríkin á þeirri forsendu,
að Sovétmenn mundu svíkja alla
samninga. Þeir hafa hvatt Vestur-
landaþjóðir til þess að halda vöku
sinni, að draga ekki úr vígbúnaði
heldur þvert á móti. Þetta gera
þeir auðvitað af eiginhagsmuna-
ástæðum vegna þess að því meiri
viðbúnað sem Sovétmenn þurfa
að hafa á vestur landamærum sín-
um, þeim mun minni herafla geta
þeir staðsett við kínversku landa-
mærin. En hér fara eiginhags-
munir Kínverja og hagsmtinir
Vesturlandaþjóöa saman. Rök
Kínverja verka á báða bóga.
Kínverjar hafa alveg sérstak-
lega vakið athygli á flotauppbygg-
ingu Sovétmanna á Kolaskaga og í
N-Atlantshafi. Einmitt vegna þess
hvöttu þeir eindregið til þess,
þegar raddir heyrðust hér á ís-
landi um að varnarliðið ætti að
hverfa á brott og ísland að ganga
úr Atlantshafsbandalaginu, að Is-
lendingar héldu áfram varnar-
samstarfi sínu við Bandaríkja-
menn og þátttöku sinni í Atl^nts-
hafsbandalaginu. Dagblað Alþýð-
unnar í Peking, aðalmálgagn
Kommúnistaflokksins í Kína, hef-
ur hvað eftir annar birt ítarlegar
greinar og ritstjórnargreinar um
umsvif sovézka flotans hér á N-
Atlantshafi. Af þeim skrifum,
sem sum hver hafa birzt í Morg-
unblaðinu er t.d alveg ljóst að
viðhorf Dagblaðs alþýðunnar í
Peking og Morgunblaðsins til
þessara flotaumsvifa er svo til ná-
kvæmlega það sama.
Þýðing Maós fyrir Vesturlönd
var í því fólgin, að hann hvatti þá
sem vakandi voru til aukinnar
árvekni og vakti þá sem höfðu
sofnað á verðinum. Menn hljóta
að leggja við hlustir, þegar einn
af páfum kommúnistahreyfingar-
innar varar við heimsvaldastefnu
Sovétríkjanna. En hér kemur
einnig meira til.
Utvarðasveitir
Sovétríkjanna
Sovétríkin hafa að því leyti til
haft sterkari aðstöðu til þess að
halda uppi útþenslu sinni en t.d.
nýlenduveldi síðustu aldar, að
þau hafa haft á að skipa í flestum
löndum heims harðsnúnum og vel
skipulögðum útvarðasveitum,
sem hafa kerfisbundið unnið að
þvl að vinna þessi lönd innan frá,
með því að berjast fyrir fram-
gangi stefnumála, sem þjónuðu
hagsmunum Sovétríkjanna. Þess-
ar útvarðasveitir eru kommún-
istaflokkar víða um lönd, sem
ganga undir mismunandi nöfn-
um. Slfka útvarðasveit hafa
Sovétmenn jafnan haft hér á
landi, þótt hún hafi tekið veruleg-
um breytingum í tlmans rás.
Kommmúnistaflokkur Islands,
upp úr 1930, sfðan Sósfalistaflokk-
urinn og loks Alþýðubandalagið
hafa bráðum f hálfa öld haldið
uppi baráttu fyrir framgangi
stefnumála, sem að vissu marki
gátu átt sér innlendar forsendur
en hlutu þó að lokum að þjóna
hagsmunum Sovétríkjanna og
heimsvaldastefnu þeirra. Sam-
skipti Kommúnistaflokksins og
Sósfalistaflokksins við Moskvu
voru mjög náin og vafalaust yrði
það merkileg saga, ef sögð væri.
Það var fyrst eftir hina frægu
ræðu Krúsjeffs um Stalín 1956,
sem eitthvað tók að draga úr sam-
skiptum Sósíalistaflokksins við
Sovétrfkin en þau færðust i þess
stað yfir til A-Þýzkalands. Sam-
band Sósfalistaflokksins við
kommúnistaflokkinn I A-
Þýzkalandi var mjög náið um
skeið sérstaklega á sfðari hluta
sjötta áratugsins og fyrri hluta
þess sjöunda. All f jölmennur hóp-
ur núverandi áhrifamanna f Al-
þýðubandalaginu hlaut menntun
sína i A-Þýzkalandi á þessum ár-
um og leiðtogar Sósfalistaflokks-
ins tóku persónulega ákvörðun
um hverjum skyldi hlotnast
námsstyrkur í A-Þýzkalandi. Sam-
bandið við Moskvu og A-
Þýzkaland helzt enn og hin síð-
ustu ár hefur einnig komizt á eitt-
hvert samband milli forystu-
manna Alþýðubandalagsins hér
og kommúnista f Rúmenfu.
Þessar útvarðasveitir Sovétríkj-
anna hér á íslandi, sem annars
staðar, hafa kerfisbundið haldið
uppi baráttu fyrir stefnumálum,
sem þjónað gætu hagsmunum
Sovétrlkjanna. Tvennt skiptir
Sovétríkin mestu vegna flotaum-
svifa þeirra á N-Atlantshafi. I
fyrsta lagi, að bandaríska varnar-
liðið hverfi á brott frá íslandi
þannig, að ekki verði hægt með
jafn tryggum hætti að fylgjast
með ferðum sovézka flotans á haf-
inu milli Islands, Noregs og
Grænlands og betri aðstaða skap-
ist til þess að leggja pólitiskan
þrýsting á íslenzk stjórnvöld með
sovézka flotann f nánd. I öðru
lagi, að Island hætti þátttöku f
Atlantshafsbandalaginu og ein-
angrist þar með hér norður í
Atlantshafi. Ef þetta tvennt gerð-
ist hefði Sovétríkjunum opnast
greiðari leið suður f Atlantshaf.
Og þetta tvennt hefur verið mesta
og helzta baráttumál Sósialista-
flokksins og Alþýðubandalagsins
í aldarfjórðung.
Um það bil, sem fleiri og fleiri
Vesturlandabúar sofnuðu á verð-
inum og stórir hópar æskumanna
snerust á sveif með vinstri mönn-
um, sem héldu því fram, að þessi
varúðarstefna gagnvart Sovétríkj-
unum væri ekkert annað en
„kaldastríðsáróður“ kapítalista,
kom Maó til sögunnar. Maó sundr-
aði útvarðasveitum Sovétmanna á
Vesturlöndum og stöðvaði vissan
straum æskufólks til þeirra. Boð-
skapur hans, bæði um hina innri
uppbyggingu þjóðfélagsins og um
hættuna af heimsvaldastefnu
Sovétmanna hafði djúpstæð áhrif
á ákveðna hópa æskufólks, sem
höfðu verið vaxtarbroddurinn f
útvarðasveitum kommúnista t.d.
hér á Islandi. Alþýðubandalagið
hér fær ekki lengur þá endurnýj-
un úr hópi æskufólks, sem hver
stjórnmálaflokkur þarf á að
halda. Sú vinstri sinnaða æska
safnast saman í samtökum af þvf
tagi, sem efndu til mótmælastöðu
og útifundar fyrir framan sovézka
sendiráðið á dögunum til þess að
mótmæla innrás Sovétríkjanna f
Tékkóslóvakíu fyrir átta árum.
Mao-Tse-tung og kinverskir
kommúnistar hafa átt ríkan þátt f
að opna augu vinstri sinnaðrar
æsku fyrir hættunni frá Sovét-
rfkjunum og þar með lagt sinn
skerf af mörkum til þess að víð-
tækari samstaða en nokkru sinni
fyrr gæti skapast í framtíðinni
um þær ráðstafanir, sem nauðsyn-
legar eru til þess að sporna gegn
þessari sovézku heimsvaldastefnu
og einangra um leið þá, sem enn
kjósa að skipa sér f sveit með
útvörðum Sovétríkjanna á tslandi
og annars staðar. Það er einnig til
marks um hve útbreiddar áhyggj-
ur vegna heimsvaldastefnu Sovét-
ríkjanna eru orðnar að ein af
ástæðunum fyrir þvf að ítalski
kommúnistaforinginn Berlinguer
styður aðild Italfu að Nato er sú
að hann óttast skyndiinnrás
Sovétrikjanna í Júgóslavíu, þegar
Titó hverfur á braut og telur að
þá verði sjálfstæði ítalfu ógnað.
Kannski geta þeir Alþýðubanda-
lagsmenn eitthvað lært af
Berlinguer þótt þeir hafi ekki
viljað taka Mao sér til fyrirmynd-
ar.