Morgunblaðið - 12.09.1976, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1976
27
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
2. vélstjóra
og háseta
Vantar á 180 lesta bát frá SLrðurnesjum.
Uppl. í síma 22427.
Utvarpsvirki
óskar eftir starfi, þarf ekki að vera við
radioverkstæði. Vinna úti á landi kemurtil
greina. Tilboð sendist Mbl. fyrir 20. sept.
merkt: „Vinna — 6211".
Afgreiðslustarf
Óskum eftir að ráða mann eða konu til
afgreiðslustarfa. Upplýsingar á skrifstof-
unni næstu daga kl. 10—12. (ekki í
síma).
Bókaverzlun Sigfúsar Eymunrtssonar
Austurstræti 18.
Gluggatjalda-
verzlun
óskar eftir góðum starfskrafti.
Uppl. um aldur og fyrri störf óskast send
Mbl. fyrir þriðjud. merkt: „Z — 21 94".
Skrifstofustarf
Rafveita Hafnarfjarðar óskar að ráða
starfskraft á skrifstofu. Áherzla lögð á
vélritunarkunnáttu. Laun eftir launaflokki
B 7.
Umsóknum skal skilað fyrir 20. sept til
rafveitustjóra, sem veitir nánari upplýs-
ingar um starfið,
Rafveita Hafnarfjaröar
Birgðastýring
sérfræðingur
Innflutningsdeild Sambandsins óskar eftir
að ráða starfsmann til að vera tengiliður
mnii starfsemi hinnar nýju Birgðastöðvar
Sambandsins og þeirrar úrvinnslu, sem
ætlað er að fari fram í skýrsluvélum.
Meginverkefni eru birgðastýring og
tengsl hennar við önnur verkefni.
Menntun á þessu ^viði svo og nokkur
þekking á tölvuvinnslu nauðsynleg. Um-
sóknir ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist starfsmannastjóra,
sem gefur nánari upplýsingar, fyrir 20.
þessa mánaðar.
Samband ísl. samvinnufélaga.
Tónlistaskólinn
í Keflavík
Skólastjóri
Staða skólastjóra við Tónlistaskólann í
Keflavík er laus til umsóknar svo og
kennarastöður við skólann.
Upplýsingar um stösfin veitir formaður
skólanefndar í síma 92-2030 og 92-
2105.
Umsóknarfrestur um störfin er til 24.
sept. n.k.
Skólanefnd Tónlistaskólans
í Keflavík.
Oska eftir
sambandi við traustan mann sem rekur lítið árvisst fyrirtæki og
þyrfti á meðeiganda og starfsfélaga að halda. Framlag ca. 1 i
milljón. Svar merkt: ,,Góð vinna" 6452 sendist afgr. Mbl. fyrir
n.k. miðvikudagskvöld 1 5. sept. (öllum svarað).
Skipstjórar
Vanur maður óskar eftir stýrimannsstöðu
á góðum togbát eða skuttogara.
Uppl. í síma 53575.
Atvinna óskast
25 ára gamall maður með próf frá V.í.
óskar eftir atvinnu.
Upplýsingar veittar í síma 721 44.
Birgðavörður
Óskum að ráða birgðavörð, karl eða konu
hálfan daginn fyrir hádegi.
Óða/ við Austurvöll
Verkamenn
Afurðasala Sambandsins vantar verka-
menn til starfa strax.
Upplýsingar hjá Njáli Guðnasyni, verk-
stjóra í síma 86366.
Samband ís/. samvinnufélaga
Skrifstofustarf
Óskum að ráða ungan mann og stúlku til
skrifstofustarfa. Verzlunarskóla eða hlið-
stæð menntun æskileg.
H.F., Eimskipafélag ís/ands.
Atvinna
Óskum að ráða lagtæka menn til verk-
smiðjustarfa.
Stálhúsgögn.
Skúlagötu 61.
Kona óskast
til afgreiðslustarfa í bóka- og ritfanga-
verzlun. Kunnátta í ensku og vélritun
æskileg.
Eiginhandarumsókn með upplýsingum
um aldur og fyrri störf sendist Morgun-
blaðinu merkt: „Vön — 21 95".
Bílstjóri
Óskum að ráða sem fyrst röskan mann á
sendibíl og til húsgagnaflutninga. Mikil
aukavinna.
Uppl. hjá lagerstjóra.
J.L. húsið Jón Loftsson h. f.,
Hringbraut 121.
Hafnarfjörður
Stúlkur óskast til léttra iðnaðarstarfa.
Islenzk matvæli Hafnarfirði,
sími 51455.
Atvinna
Viljum ráða ungan röskan og lipran mann
til útkeyrslustarfa og ýmisskonar annarra
starfa. Reglusemi og stundvísi er krafist.
Ekki yngri en 1 8 ára. Upplýsingar gefur
skrifstofustjóri.
Skrifstofuvélar h. f.
Hverfisgötu 33.
Húsgagnasmiðir
Við viljum ráða húsgagnasmiði til starfa í
verksmiðju okkar að Lágmúla 7. Upplýs-
ingar á staðnum, ekki í síma.
Kristján Siggeirsson h. f.
Húsgagnaverksmiðja.
Vantar
rafsuðumenn
járnsmiði,
aðstoðarmenn og
meiraprófsbílstjóra.
Mikil vinna.
Málmtækni s. f.,
Vagnhöfða 29,
sími 83705.
Rafmagns-
tæknifræðingur
Véla- og
skipatækni-
fræðingur
Óskum að ráða rafmagnstæknifræðing til
hönnunarstarfa svo og véla eða skipa-
tæknifræðinga.
Slippstöðin h. f.
Akureyri.
A
Kópavogs-
kaupstaður
Óskum eftir að ráða ritara í hluta úr starfi.
Umsóknum skal skilað til undirritaðs, fyrir
24. september n.k. sem jafnframt veitir
nánari upplýsingar.
Bæjarritarinn í Kópavogi.
A
í^j
Kópavogs-
kaupsstaður
Operator
óskast til starfa á bæjarskrifstofunum í
Kópavogi. Upplýsingar gefur undirritaður
ásamt aðalbókara Umsóknarfrestur er til
1 9. september n.k. og skal skila umsókn-
um til undirritaðs.
Bæjarritarinn í Kópavogi.
Skrifstofustarf
Óskum eftir að ráða strax, stúlku til
vélritunar-, bókhalds- og annarra skrif-
stofustarfa.
Verslunarskólamenntun eða sambærileg
menntun er æskileg.
Með umsókn fylgi upplýsingar um
menntun og fyrri störf.
Lögfræði- og endurskoðunarstofa,
Ragnar Ólafsson hrl. og lögg.esk.
Ólafur Ragnarsson, hrl.,
Laugavegi 18,
Reykjavík.