Morgunblaðið - 12.09.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.09.1976, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1976 Afmœliskveöja: Magndís Aradóttir MAGNDÍS Aradóttir er fædd 13. september 1896. Afmælisbarnið er því 81 árs í dag. Þessi grein komst ekki nógu snemma I fyrra til þess að hún yrði birt á réttum degi. Þeir eru enn margir á lifi, sem hljóta að minnast þess, að ein- hverntíma á ævileið komu þeir í lítið sjóþorp við Steingrímsfjörð, öllum ókunnir, og voru þá leiddir í hús, sem stóð fyrir miðri Drangs- neshlíð, sem er fyrir ofan þorpið og líkist Hellisheiðarbrekkunum fyrir vestan Hveragerði. 1 þessu ókunna húsi voru allar viðtökur húsfreyju og húsbónda eins og langt að komnum vini væri fagnað. — Allauðratað var í þetta hús, þvf að þar var Póstur og sfmi. Ef ókunnur ferðamaður, hvort heldur að norð.an ellegar austan, eða sunnan eða vestan, hitti ein- hvern mann í þorpinu og bað um einhverja fyrirgreiðslu, þá var honum tafarlaust vísað til Jóns Péturs eða Magndísar og bent á þetta hús. Húsið var bjart yfir sig, báru- járnsklætt, málað og fallegur garður f kring. Það var hlýtt hús og bjart, þegar inn var komið, og svipurinn, sem húsmóðirin setti á það, var hreinn og allur skfnandi. Bros hennar var bjart, hlátur- inn léttur og glaður. Hún var glöð f sínum mikla verkahring, — enda vannst hvert verk létt sök- um afburða verklagni og útsjón- ar. Verkhraði og vandvirkni fór saman. Magndís hefur smiðsauga, afburðaskyggni á lfnur og rétt hlutföll. Öll klæði, sem hún gerði bera þvf vitni. Svipur þeirra var fagur, þannig að ekki var hægt annað en að horfa á, hve fagrar línur voru í fötunum. Fallegasti svipur, sem ég hef séð á stakkpeysum og upphlut, var á fötum, sem hún saumaði. — Hún fékk lánaðan möttul til þess að snfða eftir. Hún lagaði sniðið, og hennar möttull varð miklu svipfegri heldur en fyrirmyndin. Það er einmitt þannig listahand- bragð, sem þarf að vera á íslensk- um búningi til þess að hann njóti sín. íslenski búningurinn er miklu meira þjóðarverðmæti en islensk- ar konur almennt gera sér grein fyrir. En hann er því aðeins verð- mætur að afburðahandverk sé og línur fatanna helst jafnfagrar eins og þegar Magndís saumaði búninginn. Efni til slfkra fata þarf að vera það besta sem fæst, svo að hvað hæfi öðru, fortíðar- snið, göfgað af mörgum smekkvis- um konum, göfugt efni og göfugt handbragð og svipur verksins. Ég er viss um, að fleiri konur og ungar stúfkur tækju búninginn upp, ef hægt væri að fá hann svo fagursaumaðan eins og þeir bún- ingar voru, sem hún Magndís Ara- dóttir gerði. Ég hef áður minnst eiginmanns Magndísar, Jóns Péturs Jónsson- ar, sem var kirkjuorganisti í Kaldrananes-sókn í áratugi og æfði söngkór á Drangsnesi. Orgel- röddin var falleg hjá Jóni Pétri, og fallegur kórsöngurinn. Þau hjónin voru bæði mjög söngelsk. Ég minnist jólaveislu f húsi Jóns og Magndísar, sem við hjón- in vorum boðin til og sonur okkar. Þar var öll sú fullkomnun sem veislu mátti prýða og margt fólk, og hafði húsið það sérstæða ein- kenni liðins tíma, að stækka eftir þvf sem húsmóðir þurfti á að halda. Og það þótti mér ekki sfst merkilegt, að þar sem mikil vinna og fyrirhöfn hafði verið í verkið lögð og var bæði matar- og kaffi- veisla. Þá sá ekki þreytu á hús- móðurinni. Hún kom og spjallaði glaðlega stundarkorn við hvern gest áður en sest var að rfkulegu borði. Svo var tími til að fara f leiki, leika á orgel og syngja nokk- ur lög, stund og stund, og líka að spila á spil. í brúðkaupsveislu og ferming- arveislu vorum við hjónin líka hjá þeim. — Við komum daginn áður, var boðið það af hugulsemi vegna langrar leiðar. Húsmóðurina munaði ekki um það að fá fleiri næturgesti en fyrir voru, þó að brúðkaupveislan væri haldin heima. Og allt til veislufagnaðar var fullkomið. Mér þykir rétt að minnast á þetta, því að ekki þarf að ætla mörgum konum slfkt af- rek. Hjúkrun hefði látið frú Magn- dfsi vel, því að hún stundaði hjálp í viðlögum, bæði hjúkrun og huggun við nágranna sína, ef meiðsli, veikindi eða annað and- streymi bar að. Hún gerði hik- laust að skurði og handarmeini og hafðist ávallt vel við. Og allir, sem til þekkja og enn lifa, sem stálpaðir voru eða full- orðnir á þeim rúmum 30 árum, sem þau hjón bjuggu á Drangs- nesi, þeir kannast við það, að orð mín eru rétt. Staðarprestur átti öruggt at- hvarf á þessu heimili. Gistingin var með gleði veitt, og öll alúð var eftir beinleika. Þessi hjón voru með afbrigðum skemmtileg, bæði fróð og glaðsinna. Það er, held ég, talað um að styrkja þurfi hótelstarfsemi, þar sem allt er dýrt selt. En á hóteli Magndísar og Jóns Péturs var Viðfangsefni hins daglega lífs móta mennina stundum svo, að við sjáum sjaldnast nema þann hjúp sem þau hafa myndað um þá, eða jafnvel skráp, eftir því hvernig lffsaðstaðan hefur verið; hvort vanmáttur hefur smækkað þá i augum fjöldans, eða kannski velgengni þeirra orðið öfundsýk- inni að jórturtuggum. Einstök at- vik geta opnað manni sýn gegnum þessa skel. Slíka sýn bar mér fyrir augu, er ég var barn að aldri og eins og nú er orðið tízkumál: því gleymi ég aldrei. Landskunnur, viður- kenndur hörkuferðagarpur grét ofan í faxið á vini sfnum, fyrir það eitt að Brúnn fékkst ekki til að snerta tuggu af heyinu. Brúni klárinn var honum að vfsu ekki bara venjulegur hestur, heldur líka starfs- og sálufélagi, sem ferðalögin byggðust ekki hvað minnst á, og væri Brúnn veikur, hver átti þá að hafa forustuna, velja vöð á nær ófærum vatnsföll- um og slfkt? Ég glápti undrandi á þennan hörkukarl, sem mér hafði víst aldrei dottið í hug, að gæti grátið eða jafnvel, að hann hefði aldrei gert það, þótt hann hafi líklega byrjað lífið með þvi eins og við flest. Ég sem sagt sá þennan mann allt f einu gegnum hjúpinn í alveg nýju ljósi. Þannig birtist mér margt í nýju ljósi við lestur Ævisögu Hafsteins Sigurbjarnarsonar, er ég þekkti fyrst bónda að Bergsstöðum í Mið- firði en sfðar á Skagaströnd. Bar þar fyrir augu mér lifandi myndir frá samtíð hans, afdráttarlaust en ádeilulaust sagt frá og hafa mér eldri menn borið lof á mannlýs- ingar þar, bæði á skyldmennum hans, vandalausum og honum sjálfum. Svo hörð var samtfðin honum sem öðrum umkomulitlum börn- um, að ýkjulaust er, að annað hvort var fyrir hann og móður hans, ekkju með 3 börn, að duga eða drepast. Nú til dags þykir engin vansæmd að þiggja styrk til framfærslu af opinberu fé, en það var annað álit á slikum málum þá, og fengu börn fátæklinga oft að kenna á þvf. Það var þvf ekki svo litið lán fyrir dreng, sem hafði orðið að vinna fyrir sér sjálfum löngu fyr- ir fermingu, að komast á heimili eins og Syðsta-Hvamm. Blómaár bernsku minnar er ekkert selt. — Er það ekki frá- sögu vert? Þau hjónin fluttust til Reykja- vfkur, og setti Jón Pétur upp verslun þar. Þar var enn fallegt heimili búið þeim, og vfða sást þar fagurt handbragð. Og enn var kórinn æfður í frfstundum, Strandamannakór. Gleði og gest- risni fylgdi þeim áfram. En allir dagar eiga kvöld um sfðir, og allt eins fagrir sólardagar blíðir. Frú Magndfs varð fyrir þeirri miklu sorg að missa mann- inn sinn 23. mars 1974. Það væri ekki rétt mynd af lffi þeirra hjóna að kalla alla ævina sólardaga blfða, því að þessi ungu hjón áttu erfitt uppdráttar fyrst, og alllengi, en voru bæði dugmik- il og þrautseig. En þau lifðu ekki eingöngu sjálfum sér — heldur er það sannleikur, að þau litu óvenjumikið til þess, sem öðrum mátti til hjálpar eða góðs eða gleði verða. Ég hugsa oft til stór- mennsku frú Magndisar og mikil- leika. — Sumir ættfræðingar kynnu líka að hafa sagt, að ekki væri það undarlegt. — Amma Magndfsar, Anna Guðmundsdótt- yfirskrift eins kafla sjálfsævisögu Hafsteins. Þar hann segir frá vist- ráðningu sinni þangað til Ingi- bjargar Sigurðardóttur og Davfðs Jónssonar, sem Hafsteinn lýsir með aðdáun á ýmsum sviðum, og húsakostur sem annar myndar- skapur og reglusemi svo af bar. Bænum lýsir hann svo: „Við inngang í bæinn, sem virt- ist mjög reisulegur til að sjá, með timburþili, sem vfsaði að bæjar- hlaði. Sunnan við dyrnar var stofa með dyralofti, sem hægt var að hýsa tvo menn f. Suður af stofunni var eldhús og geymsla. Frá inngangi í bæinn var gangur til hliðar við stofuna, svo að hægt vað að komast innan frá í áhalda- húsið. Norðan við innganginn var reisuleg skemma, sem Sigurbjörn smfðaði í. Framhliðin sem klædd var með sléttu járni, var þvf nokk- uð löng. Slíkar byggingar voru þá mjög óvfða. Þegar gengið var lengra inn eftir ganginum tók við önnur húsaröð (torfbyggð). Norðan við ganginn var stórt búr, sem geymdur var í allur matarforð- inn: Skyrsáir, slátur og kjöttunn- ur, mjölbyrður, mjólkurtrog og margt fleira. Norðan við innganginn var stórt eldhús, sem hafði líka margt að geyma. Auk matar alla skinn- vöru og reipi, sem talið var að entust mikið lengur, ef þau yrðu sósuð af reyk. Þriðja húsaröðin ir, ólst upp hjá Torfa alþingis- manni á Kleifum. Torfi var föður- bróðir hennar og einnig Asgeir á Þingeyrum, sem Þingeyrakirkju byggði. Guðrún, móðir Magndfs- ar, ólst einnig upp hjá Torfa al- þingismanni og móður sinni önnu konu hans, sem kölluð var Anna norðlenska. Einar, stórbóndi á Kollafjarðar- nesi, sá önnu, þar sem hann var á ferð. Hann réð hana á heimili sitt og gifti hana Guðmundi syni sfn- um. Honum þótti Anna svo frfð og mannvænleg. Torfi var seinni maður hennar. Hún var lang- amma Magndísar. var baðstofan, sem var upphækk- uð frá jarðhæð um tvær tröppur. Bezta lýsing á henni, er að vfsa þeim, sem koma á Reykjaskóla í Hrútafirði og ganga þar um byggðasafnið, að sjá hana þar með eigin augum. Þar er hún f heilu líki nákvæmlega eins og hún var, þegar ég kom að Syðstahvammi fyrir sextíu og þremur árum.“ I öðrum kafla „Veizlur", segir svo: „Hjón sem gift voru í Kirkju- hvammskirkju, héldu flest veizl- una í Syðstahvammi. Kom þar margt til. Húsakynni voru betri f Syðstahvammi en víðasthvar ann- ars staðar og heimilið þekkt fyrir gestrisni og greiðasemi. Þetta var því nokkurs konar hefð." Þarna hittust þá snáðarnir, rétt komnir að fermingu: Hafsteinn og bóndasonurinn: Siggi Davfðs, eins og Hafsteinn kallaði hann og margir aðrir allt til þessa dags. Ekki ber sagan með sér, að Siggi hafi litið neitt öðruvisi á sig en Hafstein, þrátt fvrir aðstöðumun- inn: hann, bóndasonurinn, en Hafsteinn umkomulítill aðkomu- drengur. Þeir vöktu yfir vellinum sem bræður væru og Siggi útveg- aði Hafsteini frfstundir, sem hann var óvanur. Föst verk hafði hann, en þrældóm engan, en sólarvarma bræðralagsins, þar sem forsjónin hafði séð honum fyrir uppbót á kvalræði undan- genginna ára, með þvf að leiða hann á veg þessa góða fólks. Sagt er, að snemma beygist krókurinn til þess er verða vill, og ofan á Tangann taldi Siggi sjálf- sagt að toga Hafstein með sér. Hvammstangi var þá að byrja að byggjast og það úr Syðsta- hvamms landi. Þessir samhuga bræður sóttu þangað til félags- skapar og leika. Tæpast eru þó neinar líkur á, að Sigurð hafi þá verið farið að dreyma um ævi- starf sitt þar, kaupmennsku fyrst f smáum stfl, en með náinni að- gæzlu á, hvaða vörur vantaði til almennings nota og glöggt auga fyrir því, hvað skyldi kaupa inn og hvenær og hvert magn á hverj- um tfma. Upp úr velgrónum jarðvegí var Sigurður Davíðsson sprottinn og nýtti vel hagsýnis- hæfileika sfna. Ekki þótti hann ávallt fara troðn- ar slóöir, hann réri sfnum báti með sfnum árum, og mörgum mun oft hafa komið vel að njóta þess er hann aflaði. Annar Sigurður kaupmaður var og á Hvammstanga á sama tfma, Foreldrar Magndisar voru Guð- rún Ólafsdóttir og Ari Magnús- son. Ari var seinni maður Guð- rúnar. Þau bjuggu fyrst á Geir- mundarstöðum f Selárdal. Þar fæddist Magndfs og ólst þar upp til fimm ára aldurs. Þá fluttust foreldrar hennar að Kleifum og fljótlega til Hólmavfkur. Þau byggðu eitt af fyrstu húsunum I þorpinu. Ari var mikill sjósóknari og vildi því búa við sjó. Hann fluttist um skeið til Bolungarvfk- ur af sérlegum atvikum og Magn- dís fermdist á Isafirði. Nokkru sfðar fluttust þau aftur til Hólma- vikur og fagnaði Magndfs þvf að koma þangað aftur. Magndfs hefur lýst fyrir mér hannyrðum og fögru handbragði bæði önnu Einarsdóttur norð- lensku og móður sinnar. Móðir hennar óf mikið. Magndfs á því hvorki langt að sækja fagurt handbragð né annan skörungs- skap. Þau hjónin, Magndís og Jón Pétur, eignuðust fjögur efnileg börn, sem öll eru á lifi. Barnabörn þeirra eru orðin 10 og barna- barnabörnin 14. Magndis á sér því marga ástvini, sem unna henni og láta sér annt um hennar hag. Blessun Guðs gleðji afmælis- barnið og haldist yfir ætt þeirra göfugu hjóna. Hjartanleg kveðja frá húsi mínu. Rósa B. Blöndals. S. Pálmason, og var fátt lfkt með þeim, utan eitt: hvorugur mun hafa átt gott með að neita þurf- andi manni um lán á vörum, þótt óvissa þætti um greiðslu, og hvor- ugur mun hafa beitt hörðu við innheimtu. Við lestur þessarar þjóðlífslýs- ingar Hafsteins á uppvaxtarárum hans, hefur mér þótt fróðlegt að skyggnast gegnum dagsanna- hjúpinn á Sigurði Davíðssyni, eins og ferðagarpinum við brúna klárinn. Eftir langan erilsaman starfsdag getur Sigurður Davfðs- son nú litið til baka frá Elliheimil- inu á Hvammstanga, yfir staðinn, sem hefur blómstrað eins og hann, á hans fæðingarreit, og hann hefur sjálfur átt virkan þátt í að byggja upp, vitandi að enn er í fullu gildi það, er þótti einn besti skráði vitnisburður um hvern genginn: „Hann var dreng- ur góður,“ eins og lýsing Haf- steins ber með sér, er myndaði þeirra órofa vináttu, og sú bróður- vináttugjöf, er hann veitti Haf- steini, var svo stór, að henni gleymdi Hafsteinn aldrei og vona ég þessar og slíkar minningar megi verma hug Sigurðar, vera honum ylríkt aftanskin á átt- ræðisafmælinu. Ingþór Sigurbjs. Vitni vantar LÖGREGLAN hefur beðið Morg- unblaðið að auglýsa eftir vitnum að eftirfarandi: Föstudaginn 26. ágúst var ekið á bifreiðina R-36600, Skoda- fólksbifreið, gula að lit, árg. 1972. Bifreiðin stóð á mælastæði á Hverfisgötu norðan Stjórnarráðs- hússins á tfmabilinu kl. 11:40 — 12:30. Þá stóð bifreiðin einnig á móts við Hátún 4 kl, 12:50—12:55. A öðrum hvorum þessara staða var ekið utan f vinstri hlið bifreiðar- innar og hún dælduð og rispuð. Þriðjudaginn 31. ágúst var ekið á bifreiðina Y-3192, Austin Mini Clubman-fólksbifreið, rauða að lit, árg. 1976. Bifreiðin stóð á Frfkirkjuvegi við Miðbæjarbarnaskólann kl. 13:30—15:30. Skemmdir voru: Grill dældað og vélarlok rispað. Föstudaginn 3. september var ek- ið á bifreiðina R-48450, fólksbif- reið af gerðinni Dodge Dart, svarta að lit, árg. 1970. Bifreiðin stóð á bifreiðastæði við húsið nr. 12 við Gyðufell á tímabilinu kl. 01:00—07:30 um nóttina. Skemmdir voru á vinstra aftur- aurbretti, dæld og rispur og króm- listar skemmdir. I sári var bæði hvítur og rauður litur. Áttræður á morgun: Sigurður Davíðsson kaupmaður á Hvammstanga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.