Morgunblaðið - 12.09.1976, Síða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1976
Börnin 1
Bjöllubæ
uf(ir INGIBJÖRGU JÓNSDÓTTUR
náttúrufræðingsins og óskað eftir að fá
þau í heimsókn.
Hann þurfti nefnilega að athuga þau
öll til að aðgæta áhrif geislanna, því að
nú var hann farinn að hugsa um að nota
þá á menn til að gera þá gáfaðri. Fyrst
þeir höföu svona mikil áhrif á heimskar
bjöllur hlutu þeir að gera alla menn
bráðgáfaða.
Jóu Gunnu langaði alls ekkert til að
flytja.
— Ég er orðin óttalega þreytt á þessum
flutningum, sagði hún við Magga bjöllu-
strák. — Ég er alltaf að pakka og ganga
frá dótinu okkar og það fer aldrei hjá því,
að eitthvað aflagist í flutningum. Svo
tekur þennan óratíma að koma öllu fyrir
aftur á sínum stað. Ég er nú ekkert
hrædd um, að stelpurnar hjálpi mér ekki,
en hvað eigum við að gera, ef einhver
strákanna týnist i flutningunum?
— Jæja, þá, sagði Maggí bjöllupabbi.
— Þá flytjum við ekkert. Það er nú ekki
eins og náttúrufræðingurinn vilji losna
við okkur og sé að reka okkur héðan.
— Ég veit það, ég veit það, Maggi
minn, svaraði Jóa Gunna og stundi
mæðulega. — Hvort ég veit það! Vió
erum alls staðar velkomin. Við þurfum
ekki að kvarta yfir húsnæðisskorti eins
og svo margir aðrir og ekki er húsaleigan
há. Matur og allt innifalið fyrir að svara
fáeinum spurningum. Það þætti mörgum
gott. Ég segi ekki annað, en mér finnst
nú samt, að við megum til með að gera
þetta fyrir vísindamanninn minn. Hann
hefur ekki hjálpað mér svo lítið. Við
hefðum ekki hitt hvort annað og við
hefðum ekki þennan indæla skókassa og
værum áhyggjulaus, ef hann hefði ekki
komið til skjalanna. Nei, ég held, að við
neyðumst til að flytja, hvort sem okkur
líkar betur eða verr. Hann á það inni hjá
okkur.
— Þá flytjum við auðvitað, sagði Maggi
bjöllupabbi, sem var enginn sérstakur
skörungur, þó að hann vildi gjarnan vera
það. Það kom því mest í hlut Jóu Gunnu
að siða börnin og aga þau til.
Flutningarnir gengu vel fyrir sig og
áður en varði voru þau komin í rann-
sóknastofu vísindamannsins. Þar var
Ef við hreins-
um lítilsháttar
til hér, finnum
við ábyggilega
smá sandblett
fyrir okkur.
M0B<gUb-^t\
KAFFíNO \\ 1 «■
Sá ykkar, sem næst segir: við erum allir á sama báti: hann fer
með gððu eða illu fyrir borð.
Þegar þér gerið svona, frú
mfn, er það þá eins og þér fáið
smásting hérna?
Eitt sinn, er Abraham Lin-
coln fannst skrifstofubáknið
vera orðið helzt til mikill drag-
bftur á framkvæmdir rfkisins,
sagði hann söguna um kðng-
inn, sem ætlaði á veiðar og
spurði hirðprestinn hvort það
myndi rignaþann dag.
Presturinn sagði honum að
það yrði þurrt veður. Á leið-
inni til skógarins mætti kóng-
ur og fylgdarlið hans bónda
sem reið asna. Bóndi varaði
konung við að halda áfram
ferðinni þvf að það færi að
rigna. Kóngur hló aðeins og
hélt áfram. Hann hafði þó ekki
fyrr byrjað veiðar en það fór
að hellirigna. Kóngur snéri
þegar heim. Það fyrsta sem
hann gerði var að láta kasta
prestinum á dyr og kalla á
bóndann.
— Segðu mér, sagði hann við
bónda, hvernig sástu að það
færi að rigna?
— Ég sá það ekki yðar há-
tign, svaraði bóndi. Það var
ekki ég, það var asninn minn.
Hann setti hausinn undir sig
og sperrti eyrun — og þegar
hann gerir það fer alltaf að
rigna.
Kóngur sendi bóndann burt,
en lét asnann hafa þær vistar-
verur, sem klerkur hafði haft
áður.
— Það er hérna, sagði Lin-
coln, sem kóngurinn gerði
mestu vitleysuna.
— Hvernig þá? spurðu þeir
sem á hlýddu.
— Nú, þá? spurðu þeir sem á
hlýddu.
— Nú, eftir það vilja allir
asnar komast f skrifstofur.
X
Kona bankastjórans: — Er
maðurinn minn farinn?
Sfmastúlkan: —Já.
Frúin: — Hvert fór hann?
Stúlkan: — Það veit ég ekki.
Konan: — En ef þér spyrjið
einkaritarann hans, þá veit
hún það sjálfsagt.
Stúlkan: — Já, auðvitað veit
hún það, hún fór með honum.
Fangelsi
óttans
Framhaldssaga eftir
Rosemary Gatenby
Jóhanna Kristjónsdóttir
þýddi
19
legur og fþróttamannslega vax-
inn.
-— Það var nú ekki þess
vegna... Hún leit gremjulega á
hann.
— Þér talið um Jamíe eins og
þér haldið hann sé Ifkamlega
hræddur. Það var ekki þannig.
Waiter kom með honum af þvf að
hann var bezti vinur hans. Þeir
gerðu allt saman. Eg held Ifka að
Walter hafi átt einhverja vini f
St. Louis. Hann hafði gengið þar f
skóla og þar höfðu leiðir þeirra
Jamie fyrst legið saman.
— Jái, ég veit það. Segið mér.
Hafið þér heimsótt Everest á
búgarðinn.
— Ég var þar á jólunum fyrir
fjórum árum.
— Hafið þér ekki séð Everest
og systur hans sfðan?
— Ég hef ekki séð Jamie sfðan.
En Helene og ég vorum þá enn f
skóla f New York. Hún tók loka-
próf frá Barnard þá um vorið og
fór heim til Texas. Foreldrar
þeirra voru þá báðir dánir og
búgarðurinn var eini staðurinn
sem hún taldi heimlli sitt. Jamie
á enn íbúð f New York, en hann
notar hana hér um bil aldrei.
Hann er lengstum I Hardy.
— Hvenær sáuð þér Helene sfð-
ast?
— Fyrir þremur árum. Hún
kom frá Texas til að vera við
brúðkaup mitt. Sfðan höfum við
sem sagt bara skrifazt á en ekki
sézt.
— 1 þrjú ár. Hittuð þér hana
ekki f fyrra. Hún sagði mér að
hún hefði dvalið hér f New York
um hrfð.
Linnet Emries varö við eins og
hann hefði slegið hana utan und-
ir.
— I New York. Hún GETUR
EKKI hafa verið hér. Hún hefði
heimsótt mig.
— Hún sagði að hún hefði verið
hér f New York dálftinn tfma. Ég
hafði spurt hana að þvf hvort
henni fyndist ekki einmanalegt á
búgarðinum. En að hún skvldi
ekki heimsækja yður kemur f
raur og veru alveg heim og sam-
an við b.eyttu bréfin hennar.
— Jú, en skrftið er það samt.
Mér þætti fróðlegt að vita hvernig
á þessu stendur.
— Frú Emries? Hann hikaði
við. — Mér þætti aftur á móti
fróðiegt að fá að sjá bréfin
hennar.
— Hvers vegna?
— Hún leit á hann og hann gat
ekki varizt þeirri hugsun hversu
undursamleg augu og augnaum-
gerð hún hefði.
Hann brosti.
— Ég hélt þér vilduð leita
hjálpar minnar?
— Ekki f svo rfkum mæli. Hel-
ene er mitt vandamál, ekki yðar.
Ef þér hafið hugsað yður að nota
bréfin yðar f einhvers konar
grefnar um Everest getið þér
strax hætt að hugsa um það. Ég
myndi afdrei sýna þau neinum
sem vfnnur við fjölmiðla.
Hann hallaði sér fram.
— Heyrið mig nú. Ég hef ekkí
sagt yður enn, hvers vegna mig
langar til að sjá bréfin. Ég er að
undirbúa aðra grein um Everest,
þar sem mig langar að fjalla um
tengsl milli ævi hans og starfs.
Þér getið fmyndað yður hvað það
er mér erfitt verkefni, vegna
þeirrar rfku þarfar sem hann
virðist hafa til að forðast sam-
neyti við annað fólk. Ég myndi
aidrei nota neitt úr bréfunum án
yðar samþykkis. Auk þess lofaði
ég Everest þvf að hann myndf fá
að sjá greinina og hún verður
ekki brit nema með hans sam-
þykki. Ekkert verður látið út á
þrykk ganga nema viðkomandi
samþykki það.
— Hún hristi höfuðið.
— Þetta eru bara persónuleg
einkabréf.
Hann studdi hönd undfr kfnn
og andvarpaði.
— Þér vitið að þetta er ekki
neitt hasarblað. Hvers vegna
viljið þér ekki leyfa mér að sjá
sfðustu bréfin? Þér eruð búnar að
segja mér aö þau séu ákaflega
ópersónuleg.
— Og hvers vegna viljið þér þá
sjá þau. Það er ekkert á þeim að
græða.
Þetta var f meira lagi erfiður
kvenmaður. Hann óskaði með
sjálfum sér að hann gæti sagt
henni alit af létta. Sagt henni frá
þvf sem Everest hafði krotað með
fætinum f mölina. En hann þorði
ekki að hætta á neitt, þar sem
hann þekkti ekkert til þessarar
stúlku. Hún hafði allt f einu skot-
ið upp kollinum og hann vissi
ekkert við hverja hann var að
fást. Reg Curtiss sem gerði sér
grein fyrir þvf að hann hefði
óvenju mikinn áhuga á Everest
gat hafa ráðið hana til þess eins
að komast að þvf, hvernig honum
miðaði með greinina. Hvernig
átti hann að vita hvort hún var sú
sem hún sagðfst vcra? Það var ein
af ástæðunum fyrir þvf að hann
varð að sjá bréfin.
En svo virtist sem þau væru
komin f blindgötu.
— Ég gæti hugsað mér, sagði
hann — að ástæðan fyrir þvf að
þér viljið ekki sýna mér bréfin sé
meðal annars sú að hún hafi
skrifáð yður ýmislegt um Walter