Morgunblaðið - 12.09.1976, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1976
45
VELVAKANDI
Velvakandi svarar f sfma 10-100
kl. 10—11 f.h. frá mánudegi (il
föstudags.
Q Enn um
hernámiö?
Þorkell Hjaltason skrifar:
„Allan áratuginn milli 1930 og
40 hafði Sir Winston Churchill
verið hrópandans rödd og sífellt
varað við hinni gifurlegu hættu
og hervæðingu er heiminum staf-
aði frá Hitler og nazistum hans í
Þýzkalandi, en hafði jafnan talað
fyrir daufum eyrum landa sinna.
Allt þangað til Miinchen-svikin
hrifu þjóðina úr værðinni virtist
henni þetta sífellda klif og spár
um ófarir og mótmæli helzt vera
illa til fundið nið um erlent ríki.
Það var ekki fyrr en hinir þýzku
herir ruddust fram yfir Belgiu og
Holland og leifar brezkra her-
sveita voru að bjarga sér á flötta
úr norskum fjörðum, sem full-
komin viðurkenning fékkst á
sjónarmiðum og framsýni
Churchills. 1 bókinni Churchill og
striðið eftir Gerald Pawle segir
svo m.a.: „Hinn 13. maí 1940 hélt
Churchill fyrstu ræðu sína sem
forsætisráðherra. Það var eins og
rafmagnsstraumur færi um neðri
málstofuna. Hann hóf ræðu sína
með þvi að vitna í orð Garibaldis
og bætti síðan við: „Ég á ekkert
að bjóða ykkur annað en blóð, tár
og svita “ og síðan hélt hann
áfram að gera grein fyrir
ástandinu og stefnu sinni til við-
reisnar. Þetta varð sögurik tima-
mótaræða og hver einasti þing-
maður hlýddi með allri athygli
sinni. „Stefnan er aðeins sú að
berjast á landi, í lofti og á sjó af
öllu þolgæði voru, veldi og afli
sem drottinn Ijær okkur. Við eig-
um i höggi við skefjalausari
ógnarstjórn en dæmi eru til í allri
hinni grátlegu afbrotasögu mann-
kynsins," Og loks bætti hann við:
„Þið spyrjið ef til vill: Hvert er
takmark okkar? Ég get svarað því
með einu orði: Sigur. Takmarkið
er sigur, hvað sem hann kostar,
sigur þrátt fyrir allar skelfingar,
sigur, hversu löng sem leiðin að
honum verður. Því að án sigurs er
engin lífsvon."
Með þessari ræðu sinni beygði
hinn nýi forsætisráðherra neðri
málstofuna gersamlega undir
vilja sinn. „A þessari stundu
öðlatlist fjölmennur þingheimur,
sem staðið hafði ráðvilltur og hug-
dapur andspænis geigvænlegri
hættu, nýjan hug og baráttuþrek
fyrir þor og stolta reisn eins
manns. — Við getum örugglega
treyst því að sigurinn yfir hinu
nasistiska ofbeldi í siðari heims-
styrjöldinni er einvörðungu
Bandarikjunum að þakka ásamt
hinu ofurmannlega baráttuþreki
forsætisráðherra Breta, Sir
Carrington. Hön var ástfangin af
honum. mér er kunnugt um það.
En á hitt ber að Ifta að það mál
kemur mér ekki við. Það sem ég
hef áhuga á er bara Everest sjálf-
ur. Þér gætuð leyft mér að lesa
kafla úr bréfunum, er það ekki?
Hún leit hugsandi á hann og
brosti svo beizklega.
— Eg er ekki viss um að Jamie
kæri sig um, að þannig sé verið að
hnusa af honum og lifi hans.
Hann vill vera dularfullur...
Hún kastaði hliðartöskunni yfir
öxlina og reis upp.
— Mér þykir ieitt hvað ég hef
tafið yður mikið, herra Seaver-
ing. Eg veit eiginlega ekki við
hverju ég hafði búizt...
Hún snerl sér við og stefndi til
dyra.
Hann reis einnig upp og gekk l
áttinatil hennar.
— Bfðið nú aðeins við. Ég hef
ekki svarað þvl sem þér spurðuð
mig um — um Helene White.
Vegna þess ég get það EKKI:
Nema að ég get sagt yður, að áður
en þér komuð hingað að hitta mig
var ég sannfærður um, að ekki
væri allt með felldu á Everest-
heimilinu. Ekki aðeins hvað
snertir Heiene.
Hún stirðnaðl upp og greip sfð-
Badminton
Æfingatímar hefjast i Laugardalshöll þ. 20. þ.m. og í nýja T.B.R.
húsinu, Gnoðarvogi 1, um mánaðamótin sept./ okt.
Við viljum sérstaklega benda á að leigðir verða út vellir fyrir og eftir
hádegi.
Tekið er á móti timapöntunum til 17. þ.m. að Gnoðarvogi 1, sími:
8-22-66 frá kl. 1 7 —19 virka daga.
Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur.
F / A T
Winston Churchills. Þessi sögu-
lega staðreynd verður aldrei af
söguspjöldunum máð. Hvort sem
kommúnistunum líkar það betur
eða verr. Það er sjálfsagt til of
mikiis mælzt af æsku þessa lands
að hún ge'ti gert sér fulla grein
fyrir þvi ástandi er rikti hér á
landi á siðari heimsstyrjaldar-
árunum, öllum þeim þrúgandi
ógnum er þá dundu yfir hin
undirokuðu Evrópuríki, það geta
engir aðrir en þeir sem lifðu og
störfuðu í hinni daglegu önn
þeirra striðshrjáðu daga.
Svo margbreytileg voru við-
fangsefnin er við var að etja. Þess
er að vænta að æskufólk
Háskólans er staðið hefur fyrir
fullveldisfagnaði 1. desember ár
hvert nú um nokkurra ára skeið,
verði að þessu sinni með meiri
menningarbrag en oftast áður,
a.m.k. ef lýðræðisöflin fá að ráða
ferðinni. Hér skulu svo ekki höfð
fleiri orð um þetta fyrr en séð
verður hver framvinda þessa
máls verður er þar að kemur.
Nú, að lokum er ekki úr vegi að
minnast örlítið á veðrið. Það
hefur löngum verið umræðuefni
okkar Islendinga um ár og aldir
og er slíkt eðlilegt svo mjög sem
við erum háð því með alla lífsaf-
komu okkar.
„Ég er bóndi og allt mitt á /
undir sól og regni.“ Lýsa þessar
ljóðlínur vel afstöðu bóndans til
veðurfarsins. í veðurlýsingu sjón-
varpsins nú fyrir skömmu var
sagt að hitastig myndi lækka um
eina gráðu á næsta fimm þúsund
ára tímabili, að því e r veðurfars-
vísindamenn ætla, en sjálfsagt er
það breytilegt frá öld til aldar þó
heildarniðurstaðan sé þessi. —
Væri þá ekki hugsanlegt að biðja
almættið um að gott og heillarikt
mannlif haldist á jörðinni sama
timabil án styrjalda og drepsótta i
þeirri sterku von að slíkt bænar-
ákall yrði heyrt af höfundi lifs og
Ijóss. Og öll ættum við að geta
sameinazt um slíkt ákall, með
skáldinu og listamanninum frá
Bólu, Hjálmari Jónssyni, i eftir-
farandi kynngimögnuðum bænar-
orðum er hann þrumaði í svo-
felldu ljóði fyrir um það bil 125
árum. I sinni yfirþyrmandi ein-
semd og nægtaleysi allra
veraldargæða.
„Legg við farið líknar eyra,
leið oss einhvern hjálpar stig;
en viljirðu ekki orð mín heyra
eilifð náðin guðdómlig,
mitt skal hróp af heitum freyra
himininn rjúfa kringum þig.“
Þorkell Hjaltason."
Velvakandi þakkar bréfið og
minnir á það sem tekið er fram
hér um breyttan símatima: Síma-
timinn er nú frá kl. 10—11 fyrir
hádegi frá mánudegi til föstu-
dags.
sýningarsalur
Tökum allar gerSir notaðra bifreiða i umboðssölu
Fiat 132 special
árgerS '73. 900 þús.
Fiat 132 special
árgerS '74. 1100 þús.
Fiat 132 GLS
árgerð 74 1 200 þús.
Fiat 132 GLS
árgerð '75. 1400 þús.
Fiat 131 special
árgerð '76. 1 500 þús.
Fiat 131 special station
árgerð'76. 1800þús.
Ford Cortina árgerð '70. 450
þús.
Ford Cortina 1600 XL
árgerð '74. 1 280 þús.
Toyota Crown
árgerð '70. 850 þús.
Lancia Beta
árgerð'74 1800 þús.
Peugeot 504
árgerð '74. 1 700 þús.
Renaulth TS 1 5
árgerð '73. 1450 þús.
PMW árgerð ‘68. 550 þús.
Fiat 126 árgerð ‘74. 550 þús.
Fiat 126 árgerð '75. 600 þús.
Fiat 125 P árgerð '73. 600
þús.
Fiat 1 25 P station
árgerð '73. 550 þús.
Fiat 125 P
árgerð '74. 720 þús.
Fiat 125 P station
árgerð '75. 990 þús.
Fiat 124 special T
árgerð '72. 500 þús.
Fiat 1 27 árgerð '72. 450 þús.
Fiat 127 árgerð '73. 500 þús.
Fiat 127 3ja dyra.
árgerð '74. 620 þús.
Fiat 127 árgerð '75. 750 þús.
Fiat 128 árgerð '71.300 þús.
Fiat 1 28 árgerð '73 570 þús.
Fiat 1 28 árgerð '74. 720 þús.
Fiat 128 árgerð '75. 950 þús.
Fiat 1 28 Rally
árgerð '74. 850 þús.
Fiat 128 Rally
árgerð '76. 1150 þús.
FIAT EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI
Davíð Sigurðsson hf.
SÍÐUMULA 35. SÍVAR 38845 — 38888
HOGNI HREKKVISI
SIG6A V/öGA £ T/LVtfcAW
U A VCVÖL1NA ‘bW/í VÖL-
\WA, \<fl$l Mcbó\<m\ l
k ^6 a9 %m kmo ý
TOKíWSK) WA A ÍG A9
V£\?9A W9 Ö'oK VB'b'bA WMTfÝ
'bMA ATKA9NAWANNS
SÝVSTT/L A9TAKA Vl9
menn / av wrmmir-;
\N64tfV£/.\N VAN5