Morgunblaðið - 12.09.1976, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1976
S AMSÆRIÐ
The Parallax Vlew, am. 1974.
Leikstjóri: Alan J. Pakula.
Kvikmvndataka: Gordon
Willis.
The Parallax View kom mér
skemmtilega á óvart, bæði hvað
varðar efni og ekki síður
uppbyggingu og stíl. Pakula
sýnir hér sína bestu hæfileika
sem kvikmyndagerðarmaður,
en þetta er fjórða mynd hans
sem leikstjóra (Pakula
framleiddi áður flestar af
myndum Roberts Mulligans
(The Nickel Ride), sem fjallað
var um sl. sunnudag). The
Parallax View er byggð upp
sem fyrsta flokks sakamála-
mynd og fjallar um atburði,
sem ameríska þjóðin og hinn
vestræni heimur hafa mikið
velt fyrir sér, en það eru
ástæðurnar að baki hinna tíðu
morða á þekktum stjórnmála-
mönnum og efasemdirnar um
sannleiksgildi þess úrskurðar
að aðeins einn vitfirringur hafi
framið glæpinn. The Parallax
View gerist þrem árum eftir að
frambjóðandi i forsetakosning-
um var myrtur á opinberum
stað. Sérstök nefnd hefur
skilað áliti, þar sem morðinginn
er talinn hafa verið einn að
verki og var hann drepinn strax
eftir verknaðinn. Joe Frady er
blaðamaður, sem staddur var á
morðstaðnum ásamt fleira
fólki, en á þessum þrem árum
hefur það gerst, að vitni að
morðinu hafa verið að hrökkva
upp af. Öll virðast þau hafa
dáið eðlilegum dauðdaga, en
Frady fer að efast og snýr sér
að því að komast að hinu sanna
i málinu. Þessi eftirgrennslan
leiðir hann að The Parallax
Corporation, sem virðist vera
einskonar leitar- og æfingastöð
fyrir leigumorðingja. Frady
Diario Segreto da un Carcere
Femminile, (tölsk, 1972.
Leikstjóri: Rino Di Silvestro.
Þegar ítalir taka að sér að
blanda saman mafíumynd og
pornómynd má með sanni segja
að útkoman verði eitt allsherjar
spaghettiklám. Þegar Eng-
lendingar hafa síðan talað inn á
myndina og gert hiut leik-
stjórans, sem aldrei hefur verið
mikill, að engu er þetta orðið að
allsherjar skrípaleik. Það
heyrist stundum minnst á kvik-
myndaeftirlit, en sjaldnast
nema þegar einhver djörf kyn-
lífsmynd á í hlut. En hvernig
væri, að þetta eftirlit setti sér
einhverjar lágmarksgæða-
kröfur? Spurningin snýst
nefnilega alls ekki um djarfar
kemst þar inn sem tilvonandi
leigumorðingi undir fölsku
nafni. Þarna rekst hann á
náunga sem hafði verið staddur
á morðstaðnum fyrir þremur
árum og Frady veitir honum
eftirför en blandast þá inn í
tilræði við annan stjórnmála-
mann, sem nærri kostar hann
lífið. En þó Frady telji sjálfan
sig snjallann, sér fyrirtækið við
honum og áður en hann veit af
er hann orðinn flæktur i annað
morð á forsetaframbjóðanda og
í þetta sinn situr hann fastur í
netinu. Morðinginn er einn af
öryggisvörðunum, sem Parallax
fyrirtækið leigir út og þar sem
öryggisvörðunum hafði tekist
að króa Frady af á morðstaðn-
um, meðan morðið var framið
geta þeir nú snúið sér að því
fyrir opnum tjöldum að útrýma
honum og fullnæja þannig rétt-
lætinu í augum hinna fjarlægu
og saklausu áhorfenda. Hringn-
um er lokað og enginn er til
frásagnar um hið sanna og
nefndin, sem er skipuð til að
rannsaka morðið, kemst að
þeirri niðurstöðu að Frady hafi
verið veill á geðsmunum og
framið morðið einn. Punktur.
Parallax merkir sjónarhorn,
sem þýðir breytta afstöðu hlut-
ar i umhverfi sínu, sé hann
skoðaður undir tveimur sjónar-
hornum. Pakula leggur mikið
upp úr þessum skilningi og t.d.
opnar hann myndina á fornu
ættartákni indíána, sem ber við
himin, en siðan hreyfir hann
vélina aðeins til vinstri og þá
kemur i ljós turn, með fram-
andlegum blæ, The Space
Needle Tower í Seattle, þar
sem fyrra morðið er framið.
Það eru fáir hlutir í reynd það
sem þeir sýnast vera og Pakula
kemur tvívegis inn á það að
kynlífsmyndir, heldur um
klámfengin vinnubrögð og
getuleysi og smekkleysi þeirra,
sem sjá fram á fljóttekinn
gróða með slfku samsulli. Það
er ekki eitt einasta atriði í
þessari mynd, sem hugsandi
manni dettur i hug að leiða
hugann að eitt augnablik. Það
eru hins vegar til þær kynlífs-
myndir, sem fjalla um kynlíf á
skynsamlegan hátt og af ein-
hverju raunsæi, því óneitan-
lega er þetta einn stærsti þáttur
mannlegs eðlis. Það eru leifar
af Viktoríu-hugsunarhætti að
álíta, að nakinn mannslíkami sé
klám, en það er hins vegar
klám, þegar hann er notaður á
svo aumkunnarverðan hátt,
sem í þessari mynd.
„löggæsla“og „öryggi" sé
aðeins hula, sem skipulögð
glæpastarfsemi starfar bak við.
The Parallax Corporation er
mjög óljós stofnun, Pakula ger-
ir hana ógnvekjandi og á sama
tíma óskiljanlega, ástæðurnar
að baki morðanna koma hvergi
fram og Pakula gerir stofnun-
ina með þessu að tákni þeirrar
meinsemdar, þeirra spillingar-
afla, sem sýkja amerískt þjóð-
líf. Starfsemi stofnunarinnar
beinist að sálfræðilegum
könnunum og stjórn á hegðun
fórnarlambanna. Pakula gefur
okkur ótvírætt í skyn, hvað
hann er að fara, þegar hann
lætur Frady gangast undir til-
raun hjá fyrirtækinu. Honum
eru sýndar allskyns myndir,
sem allir kannast við úr dag-
lega lífinu undir fyrirsögnum
eins og ást, hatur, fjölskylda,
heimili, ég, hamingja o.s.frv. og
viðbrögð hans könnuð. En það
er einmitt þessi tilraun, sem
þjóðfélagið gerir á hverjum
einstaklingi á hverjum degi
árið um kring. Það eru æði
margar Parallax-stofnanir í nú-
tíma þjóðfélagi, sem reyna að
stjórna sem flestum ein-
staklingum og þar eru auglýs-
ingar, skemmtanaiðnaðurinn
og pólitíkusar fremstir i flokki.
Það er ef til vill ekki að furða,
þó sumir þegnar þjóðfélagsins
ruglist i því, hverju þeir eigi að
trúa. Samsærið er algjört og
samsærismennirnir ókunnir.
Það er þess vegna ekki hægt að
líta á The Parallax View sem
skýringu á einstökum morðum,
sem framin hafa verið á þekkt-
um stjórnmálamönnum i
Bandarikjunum I seinni tíð,
heldur er hún táknmynd í
miklu víðari skilningi. Hún
vekur athygli á þeirri af-
skræmingarmynd, sem þjóð-
félagið birtir af sjálfu sér á
hverjum degi.
Myndstíll Pakula er mjög
fágaður og minnir jafnvel
stundum á stíl Kubricks. Tón-
listin er mjög góð en hún
minnir einnig á Kubrick, því
ákveðið stef í myndinni er til-
brigði út af upphafsstefi
Strauss í Also Sprach
Zarathustra. öll uppbygging er
mjög stílhrein og sparsöm, eins
og t.d. kaflaskiptingin þar sem
Paula Prentiss kvartar yfir því
við Beatty, að það eigi að myrða
hana, og síðan er klippt beint á
lffvana andlit hennar i líkhús-
inu. Þessi sparsemi skapar
hreinleika í stíl, sem er því
miður alltof sjaldséður f kvik-
myndum. Eins og áður sagði
vann Pakula mikið með
Mulligan og þá sem framleið-
andi. Pakula gerir hins vegar
sína fystu mynd Pookie (öðru
nafni The Sterile Cuckoo) árið
1969, síðan Klute 1971 og þá
Love and Pain 1972. Mismunur-
inn á myndum Pakula og
Mulligans er efnislegur grund-
vallarmunur, þó að báðir fjalli
um menn sem af einhverjum
ástæðum lenda upp á kant við
kerfið. Persónur Mulligans
draga sig inn i heim eigin
ímyndunarafls, en persónur
Pakula berjast út á við, uns yfir
lýkur. Báðum tekst þó jafnvel
að skapa hina leyndu ógn, sem
þeir telja felast i nútfma þjóð-
félagi.
|^jj
kvik-'f w
mijndc ■ ■
/íðon l 1
SIGURÐUR SVERRIR PÁLSSON
Atriðl úr myndinni THE PARALLAX VIEW
Þeir gömlu
góðu dagar
Let The Good Times Roll, am.
1973.
Leikstjórar: Sid Levin og
Robert Abel.
Það verður að segjast um
þessa mynd, að hún er allmiklu
betri en Elvis on Tour, þó að
báðar myndirnar fjalli um
svipað efni og þrátt fyrir það að
höfundarnir eru mikið til þeir
sömu. Þar sem ef til vill skilur á
milli til að byrja með, er að Let
the Good Times Roll sýnir fleiri
en einn aðalskemmtikraft, sem
gefur myndinni meiri fjöl-
breytileika, auk þess sem hér
er notað meira af gömlum
myndum, ljósmyndum, frétta-
kvikmyndum, sjónvarpsefni og
kvikmyndum, sem óneitanlega
vfkkar svið myndarinnar og þar
við bætist að þetta efni er notað
á miklu hugmyndarikari hátt
en í Elvis on Tour. Einnig er
,,split-screen“ tæknin (skipting
myndflatarins í tvær eða fleiri
myndir) miklu betur notuð hér
en í fyrri myndinni, bæði hvað
varðar fjölbreytileika og takt-
skyn. Þetta kemur þó dálitið
spánskt fyrir sjónir, þegar það
er haft f huga að stjórnandi
klippingarinnar i Elvis on Tour
var enginn annar en Martin
Scorsese einn yngsti og eftir-
tektarverðasti kvikmyndaleik-
stjóri Bandaríkjamanna f dag
(Mean Streets, Alice Does Not
Live Here Any More og Taxi
Driver, myndir sem allar hafa
vakið mikla athygli en enn sem
komið er, hefur engin þeirra
verið sýnd hér). Sid Levin
stjórnar hins vegar klipping-
unni I Let the Good Times Roll.
En það sem orsakar höfuð-
mismuninn á þessum tveim
myndum er, að þessi mynd
leitast við að tengja rokk-
hljómleikahaldið f dag við
hápunkta f sögu rokksins fyrir
20 árum, þar sem f Elvis on
Tour er aðeins leitast við að
endur-vekja ímynd eins manns.
Og hér skilur einnig á milli f
tónlistinni. Þó tónlistin f báðum
myndum sé nú flutt, 15—20
árum eftir blómaskeið rokks-
ins, og f báðum tilfellum bæði
báett að hljóðfæraskipan og
upptökutækni, virðist tónlistin
f Let the Good Times Roll vera
miklu nær upphafinu en tónlist
Presleys og sá sem einna best
virðist hafa geymt neista rokks-
ins í öll þessi ár er tvímælalaust
Chuck Berry.
Fyrrverandi áhangendur
rokksins verða tæplega fyrir
vonbrigðum með þessa mynd,
auk þess sem hún er fyndin á
köflum og hin ágætasta dægra-
stytting.