Morgunblaðið - 16.09.1976, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1976
Framhaldsrannsókn „flösku
í vasann” miðar vel áfram
TOLLVARÐAMALIÐ eða svo-
kölluð „flaska I vasann hefðin“
hefur að undanförnu verið til
framhaldsrannsóknar f Sakadómi
Reykjavíkur, samkvæmt ósk rfk-
issaksóknaraembættisins.
Haraldur Henrýsson sakadóm-
ari hefur mál þetta til meðferðar.
Hann sagði Mbl. í gær, að allmarg-
ir menn hefðu verið kallaðir fyrir
til yfirheyrslu, tollverðir og skip-
verjar og miðaði rannsókninni vel
áfram.
Hefði I þessum yfirheyrslum
komið svipað fram og við fyrri
rannsókn málsins, að svo virtist
sem það hefði átt sér stað í ein-
hverju mæli innan tollgæzlunnar
á undanförnum árum að þiggja
áfengi hjá skipverjum millilanda-
skipa að lokinni tollafgreiðslu.
Framhald á bls 22.
Guðlaug lagði
Hund að velli
Er hetja íslenzka liðsins
stakar skákir þannig, að Ingvar
Ásmundsson vann Ostermayer
eftir miklar sviptingar, Jón
Kristinsson tefldi við núver-
andi Þýzkalandsmeistara,
Vochonfuss, og fór skákin í bið.
Jón hafði skiptamun á móti
tveimur peðum Þjóðverjans. í
morgun, þegar biðskákir voru
tefldar, reyndi Þjóðverjinn
mjög að vinna, en allt kom fyrir
ekki og jafntefli varð eftir 9
tíma setu. Júlíus tapaði fyrir
Reefschleger, en Magnús gerði
15. september, frá
l»ránt Guðmundssyni í Bremen:
ÖNNUR umferð 6-landa
keppninnar fðr fram í
Bremen f dag. Urslit
urðu þau, að fslendingar
og Vestur-Þjððverjar
skildu jafnir, 3:3, Noreg-
ur vann Svíþjóð 3Vt—2Í4,
en jafntefli varð hjá
Bremen 3:3.
Hjá tslendingunum fóru ein-
jafntefli við Eising. Ómar bauð
Borgesser jafntefli í heldur
betri stöðu, sem hann þáði sam-
stundis. Guðlaug tefldi við
þýzkan kvennameistara, sem
heitir því furðulega nafni
Hund. Guðlaug hafði hvitt og
náði fljótt betra tafli, en þegar
Framhald á bls 22.
Fasteignamarkaðurinn:
Tri-star hefur nægjan-
legt flugþol til yfirflugs
Engin ákvörðun
um kaup enn
ENN hefur engin ákvörð-
un verið tekin af hálfu
Flugleiða um hvort félagið
festi kaup á Lockheed Tri-
star þotum, og að því er
Alfreð Elíasson fram-
kvæmdastjóri Flugleiða
tjáði Morgunblaðinu f gær.
Þá er ekki vitað, hvenær
ákvörðun verður tekin í
þessu máli.
Alfreð sagði, að Flug-
leiðir hefðu átt að svara
kauptilboði í gær, en enn
væri margt eftir, sem
snerti málið, og ætti t.d.
alveg eftir að ganga frá
f jármálahlið máisins.
Þetta er ekki eins og að
kaupa reiðhjól, sagði hann,
og bætti við, að í dag yrði
stjórnarfundur hjá Flug-
leiðum, þar sem málið yrði
vafalaust rætt, en ekki ætti
hann von á neinni ákvörð-
unartöku þar.
Aðspurður um, hvort
flugþol Tri-star þotnanna
væri nægjanlegt til aó
fljúga beint, fullhlaðnar í
svonefndu yfirflugi, milli
Luxemborgar og Banda-
ríkjanna, sagði hann, að
könnun á þvi væri lokið.
Komið hefði í ljós, að flug-
þolið væri nægjanlegt og
væri það staðfest af öðrum
aðilum en Flugleiðum.
Þessa mynd tók Ól. K. M. af
Friðrik Ólafssyni og konu hans,
Auði Júllusdóttur, I Ráðherra-
bústaðnum I gærkvöldi.
slaviu. Það mót er að sögn Frið-
riks aðeins sterkara en þetta
Reykjavíkurmót, sem nú er lok-
ið, eða einum flokki ofar.
TIMMAN ANÆGÐUR
„Jú, ég er í sjöunda himni
yfir úrslitum mótsins og ánægð-
ur með það að mestu leyti,“
sagði Hollendingurinn Jan
Timman i viðtali við Mbi. i Ráð-
herrabústaðnum í gærkvöldi.
„Ég er ánægður með frammi-
stöðu mina að því miklu leyti,
að ég barðist allan timann. Bar-
áttu mína er ég ánægður með,
en taflmennskunni var þó oft í
mörgu ábótavant," sagði Timm-
an í gær.
Því hefur verið fleygt manna
á meðal á skákstað og einnig i
fjölmiðlum, að Timman hefði í
nokkrum tilvikum haft ein-
staka heppni með sér, en því
hefði verið alveg öfugt farið
með Friðrik. Við spurðum
Timman um þessa umræddu
heppni hans. „Það er engin
heppni i skák, að mínu mati.
Menn tapa og vinna á víxl, og
heppni ræður þar engu. Sumir
bardagamenn tefla þó oft
djarft, og vinna á sérstæðan
hátt, en vegna dirfsku sinnar
tapa þeir einnig fleiri vinning-
um en þeir, sem tefla af mikilli
Framhald á bls 22.
Stöðugra verð
og jafnari sala
Ármann á
alþingi seld-
ist á 180 þús-
und krónur
A BÓKAUPPBOÐI Sigurðar
Benediktssonar hf„ sem haldið
var s.l. laugardag seldist Armann
á alþingi 1—4, gefið út á árunum
1829—1831, á 180 þús. krónur,
sem er eitt hæsta verð, sem gefið
hefur verið fyrir tfmarit á upp-
boði hérlendis.
Að sögn Hilmars Foss, sem sá
um framkvæmd uppboðsins, seld-
ust nokkur ljóðmæli eftir séra
Jón Þorláksson á Bægisá á kr.
100.000.- en sú bók var gefin út í
Hrappsey 1783, (yngra band).
Rymbegla gefin út I Höfn 1780
seldist á 75 þús. kr. og ferðabók
Eggerts og Bjarna, illa farið bindi
og án Islandskorts, á 40 þús. kr„
en Islandskortið sem venjulega
fylgir þeirri bók, er talið kosta um
40 þús. kr. um þessar mundir.
Gæzluvarðhaldsúr-
skurður staðfestur
HÆSTIRÉTTUR kvað í gærmorg-
un upp þann úrskurð, að 30 daga
gæzluvarðhaldsúrskurður, sem
Fíkniefnadómstóllinn kvað upp
fyrir skömmu, skyldi standa. Ur-
skurðurinn var kveðinn upp yfir
ungum manni, sem situr inni veg-
na hins umfangsmikla hassmáls,
sem nú er til rannsóknar hjá
Fikniefnadómstólnum. Maðurinn
vildi ekki una úrskurðinum og
kærði hann til hæstaréttar.
Friðrik Qlafsson:
„Ánægður
með efsta
sætið”
frambærilegum eignum hvað
snerti fasteignasölu hans, en hinn
kvað söluna hafa verið fremur
daufa I sumar, þó að svo virtist
sem aftur væri að lifna yfir henni
þessa dagana.
Hinn siðarnefndi kvað framboð
á fasteignum hafa minnkað frá
því fyrr í sumar og eftirspurnin
virtist vera að aukast um þessar
mundir. Verðlag á Ibúðum væri
mjög svipað og verið hefði og
mætti segja að það hefði haldizt
allstöðugt allt frá því I maimánuði
I vor.
Hann sagði, að eftirspurnin
væri mest eftir nýlegum tveggja
og þriggja herbergja íbúðum, og
að íbúðir er kostuðu innan við 10
milljónir seldust allvel, en róður-
Framhald á bls 22.
garði í gær
IIÖFUÐLlKNESKI af dr. Sigurði
Nordal prófessor var afhjúpað í
gær við athöfn I Árnagarði. Lista-
verkið er gert af Sigurjóni Ólafs-
syni myndhöggvara, en Seðla-
banki islands ákvað við fráfall dr.
Sigurðar að gefa Háskóla Islands
Ifkneskið. Athöfnin fór fram nú,
þar sem dr. Sigurður hefði orðið
90 ára um þessar mundir.
Listaverkinu var valinn staður í
Stofnun Árna Magnússonar.
Háskólayfirvöld höfðu I þvl sam-
bandi samráð við gefendur og af-
komendurdr. Sigurðar Norðdal.
Auk gefenda og vandamanna
dr. Sigurðar voru m.a. háskóla-
ráðsmenn, forstöðumaður Stofn-
unar Árna Magnússonar og
nokkrir starfsmenn hans við-
staddir athöfnina.
„LOKASPRETTURINN var
þrekraun, þvl er ekki að neita.
En allt er gott þá endirinn er
góður,“ sagði Friðrik Ólafsson I
gærkvöldi. Friðrik kvaðst vera
ánægður með árangur sinn I
heild. „Þetta var nokkuð fjöl-
mennt lið af góðum mönnum
og mótið I heild erfitt og ég þvl
alls ekkert óánægður með minn
hlut.“
Þegar við spurðum hvaða
skák hann teldi sig hafa teflt
bezt, þá sagðist hann ekki beint
vilja gera upp á milli þeirra,
þvi honum fannst margar
þeirra hinar ágætustu. — Ég
átti ágæt spil á móti Keene og
Najdorf, sagði Friðrik, en eins
og kunnugt er þá vann hann þá
báða. Hann nefndi I þessu sam-
bandi einnig skákir sínar gegn
Timman og Vukcevic, en þær
skákir enduðu með jafntefli.
Um skák slna gegn Inga R. i
siðustu umferðinni, sem Frið-
rik vann, eftir að hin hafi farið
I bið sagði Friðrik að sér hafa
tekizt vonum framar þar.
„Þetta var spennandi skák og
hún reyndi mikið á mann,"
sagði Friðrik
Næsta verkefni Friðriks
verður mót I Novi Sado I Júgó-
Hér afhendir Guðmundur Arnlaugsson þeim Friðrik og Timman 2.
fyrstu verðlaun Reykjavlkurskákmótsins I veislu menntamálaráð-
herra I gærkvöldi.
FREMUR jöfn sala hefur verið á
fasteignum á höfuðborgarsvæð-
inu I sumar, og engar stökkbreyt-
ingar orðið I verði frá þvi
snemma I vor, þó að jafnan sé
nokkur hækkun á fasteignum.
Mest er salan á tveggja til þriggja
herbergja fbúðum, en erfiðlegar
gengur að selja hinar dýrari eign-
ir, samkvæmt upplýsingum sem
Morgunblaðið aflaði sér hjá
tveimur fasteignasölum I Reykja-
vlk I gær. Annar þeirra kvað
framboð og eftirspurn hafa hald-
izt nokkurn veginn I hendur á
Höfuðlíkneski af
Sigurði Nordal
r
afhjúpað í Arna-