Morgunblaðið - 16.09.1976, Síða 5

Morgunblaðið - 16.09.1976, Síða 5
M0RGUNJ5LAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1976 5 Ein myndanna á sýningunni. Sumarauki í Listasafni ASÍ •^ESSI sýning á eflaust eftir að afhjúpa nýjar og óvæntar hliðar á listamönnum, sem hér eiga hlut að máli, auk þess sem hún á vonandi eftir að verða einhverjum sumarauki og andlegt veganesti a*eiðis inn i skammdegið," segir í sýningarskrá yfir myndir á sýn- 'ngu Listasafns Alþýðusambands Islands að Laugavegi 31. Myndirnar eru allar blómamyndir eitir islenzka málara, 1 6 talsins, en ^ir eru Ásgrimur Jónsson, Barbara Arnason, Brynjólfur Þórðarson, Gunnlaugur Blöndal, Gunnlaugur Scheving, Hörður Ágústsson, Jóhannes Kjarval, Jón Stefánsson, Jón Þorleifsson, Júliana Sveinsdótt- 'r- Kristin Jónsdóttir, Magnús Árna- s°n, Nina Tryggvadóttir, Valtýr Pétursson, Vigdís Kristjánsdóttir og Þorvaldur Skúlason Nokkur verkanna eru i eigu Lista- safns ASÍ, en flest eru fengin að láni hjá einstaklingum og öðrum söfn- um Listasafnið hefur áður gengizt fyrir svonefndum temasýningum, t d Vinnan, Bláar myndir, Hestar í landslagi o.fl. Hrafnhildur Schram, listfræðingur, hefur unnið að því að skipuleggja sýninguna, safna verk- unum og hengja þau upp ásamt forstöðumanni Listasafnsins, Hjör- leifi Sigurðssyni. Hrafnhildur skrifar einnig formála að sýningarskrá Sýningin Blómamyndir stendur yfir til 3. október og verður opin alla daga nema mánudaga kl. 14—18 í Alþýðubankahúsinu, 3 hæð Sólarstemmning í Þjóðleikhúsinu Félagsvísindadeild Háskóla íslands sett í fyrsta sinn strönd, eða eins og Brynja Bene- diktsdóttir leikstjóri sagði ..Segir frá ástarlífi hjóna í breyttu umhverfi Guðmundur er vel kunnugur því efni, sem hann fjallar hér um, þvi hann hefur haft mikil afskipti af íslendingum á sólarströnd gegnum starf sitt sem leiðsögumaður is- lenzkra ferðamanna i sólarlöndum ,,Þetta leikrit hefði eins mátt skrifa hér," sagði Guðmundur, ,,en þá hefði það ekki fengið þennan sólar- ramma. í verkinu eru það tilfinning- ar hjónanna, eða öllu heldur tilfinn- ingaleysi, sem er öllu fremur afger- andi " Leikmynd og búningar eru eftir Sigurjón Jóhannsson og sagði hann, að leiktjöldin væru ein stand- andi leikmynd og innan hennar fjög- ur mismundandi svæði Aðalpersónurnar, hjónin Stefán og Núnu, leika Róbert Arnfinnsson og Þóra Friðriksdóttir, en alls eru leikararnir 1 1 að tölu í beinu samhengi við sýninguna i ,•*•''** • • , » málverkum eftir Tryggva Ólafsson, sem lýsa sama ,.tema" og leiksýn- ingin, þ e sól og fólki á sólarströnd. Auk þess munu Eyþór Þórðarson og 1 3 ára sonur hans, Sveinn, leika spánska tónlist i anddyrinu fyrir sýn- ingu og i Kristalssal i hléi Þannig má segja að sýningin sé i heild sambland af leikhst, málaralist og tónlist. Sólarferð er þriðja leikrit Guð- mundar Steinssonar, sem sýnt er i Þjóðleikhúsinu Árið 1964 var leik- ritið Forsetaefnið sýnt og 1975 var Lúkas tekið til sýningar á litla svið- inu. Farið var með það leikrit í leikför til Færeyja í vfp'r og vakti mikla hrifningu FÉLAGSVÍSINDADEILD við Háskóla íslands var sett í gær í fyrsta sinn. Fór athöfnin fram í Tjarnarbiói að viðstöddum nemendum og kennur- um deildarinnar, ásamt öðrum gest- um. Háskólarektor, Guðlaugur Þor- valdsson, flutti ávarp og sagði hann það ekki óvanalegt að kennsla væri hafin í ákveðnum greinum í Háskólanum áður en deild væri formlega stofnuð. Slikt hefði gerzt t.d. með læknadeild. Þá flutti Sigur- jón Björnsson prófessor ræðu en hann var kjörinn deildarforseti á fyrsta fundi deildarinnar. Að endingu flutti Ólafur Harðarson ávarp fyrir hönd stúdenta. í ræðu próf Sigurjóns Björnssonar kom m.a fram, að í ársbyrjun 1975 hefðL háskólarektor skipað nefnd til að kanna hvort stofna skyldi nýja deild við Háskólann er næði yfir þjóðfélags- fræði, sálarfræði, uppeldisfræði. félagsráðgjöf og e.t.v fleiri greinar í nefndinni áttu sæti Sigurjón Björns- son, formaður, Andri ísaksson ritari. Ólafur Ragnar Grímsson, Þorbjörn Broddason, Gaukur Jörundsson, Elísa- bet Karlsdóttir og Smári Geirsson Nefndin skilaði áliti og mælti með stofnun deildar með eftirfarandi rök- um: 1) fræðilegur skyldleiki greinanna. 2) hagkvæmni í rekstri, 3) hæfileg stærð á stjórnsýslueiningu, 4) hagræði fyrir stúdenta um samval greina Þá lagði nefndin til að hin nýja deild bæri nafnið félagsvisindadeild og einnig lagði hún fram tillögu um breytingu á lögum um Háskóla íslands þessu við víkjandi Lagabreytingarnar voru samþykktar á Alþingi i mai 1976 og var nefndinni jafnframt falið af Hákólaráði að vinna að reglugerð fyrir hina væntanlegu deild. Fulltrúi félagsráðgjafa, Guðrún Jónsdóttir, sat nokkra fundi nefndar- innar meðan hún vann að reglugerð- inni, en þvi starfi lauk í ágúst Eftirtaldar fimm fræðigreinar verða kenndar sem aðalgreinar til B A prófs: Bókasafnsfræði, félagsfræði, sálar- fræði, stjórnmálafræði og uppeldis- fræði Einnig verður kennd uppeldis- fræði til kennsluréttinda og nokkrar aukagreinar svo sem mannfræði og ýmis námskeið í stoðgreinum framan- taldra greina, t.a.m. tölfræði Þá kom og fram i ræðu Sigurjóns Björnssonar prófessors, að í deildina hafa nú innrit- azt 90 nýstúdentar og um 2 50 af eldri stúdentum Kennarar við hana eru 1 1 og var aðems eitt af þeim kennara- embættum, sem nú er, til fyrir 1970, en stúdentakennarar eru hátt í annan tug Fram kom i ræðu Sigurjóns, að deildin á i nokkrum húsnæðiserfiðleik- um og er hún mjög dreifð, og sagði hann það vera spegilmynd af því ástan- di, sem rikti i húsnæðismálum i mörg- um greinum og deildum Frá setningu félagsvisindadeildarinnar i Tjarnarbæ í gær. FVRSTA frumsýning Þjóð- 'eikhússins á þessu leikári ver8ur n.k. laugardags- ^völd. Þá verður frumflutt a stóra sviðinu nýtt íslenzkt 'eikrit eftir Guðmund Steinsson. Leikritið heitir Sólarferð, og gefur nafnið pokkuð góða hugmynd um •nntak leiksins. Leikritið er lýsing á islenzkum Nónum i sumarleyfi á Spánar- ^óbert Arnfinnsson f hlutverki nu. Hann borðar Islenzkan "aröfisk *>6k. og les spánska orða- KE-E5DOK LNDIR SAMA ÞAKI Plötuspilari - útvarp - magnari 25W+25W RMS 8ohins20Hz 20,00«H/ -Nýr-; Kemvood4vWii:4h< samstasóan LT áiiái Hninn'iÉiiy i sú .sam., Vrdl,,-tífe.á. -þtt-h.voij4Í-beyw-n&-i»éi'ð.aðjA:.bcU'i.; Raunvcnilc£a j;r húIL samstæða 3ia ~ ~~ úrvals Kenwood tækja sem sanieinuð eru í fallegum hnotukassa undir einu og sama þaki, fágað og fyrirferðarlítið.en ódýrt. Komið og kynnist KENWOOD, þið verðið ekki fyrir vonbrigðum. Allt fyrsta flokks frá fKENWOOD FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.