Morgunblaðið - 16.09.1976, Síða 10

Morgunblaðið - 16.09.1976, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1976 ÞEGAR meta skal utanrfkis- stefnu tslands á iiðnum áratug- um, er nauðsyniegt að grann- skoða utanrfkisviðskipti landsins á umræddu tfmabili. Utanrfkis- verzlunin, inn- og útflutningur, er veigamikill þáttur f þjóðarbú- skap tslendinga og ræður úrslit- um um Iffskjör þjóðarinnar á hverjum tfma. Það veltur þvf á miklu, hvaða stefna er rfkjandi á þessum veigamikla sviði utan- rfkismála. GRUNDVALLAR- STEFNAN— FRJÁLS VERZLUN Hérlendis hafa í áratugi togazt á tvö andstæð öfl um stefnu þess- ara mála. Annars vegar hafa verið baráttumenn frjálsrar verzlunar og hins vegar talsmenn skipulags- hyggju og ófrelsis í þessum efn- um sem öðrum. Mikill meirihluti þjóðarinnar hefur fylkt sér um stefnu frjálshyggjumanna um frjálsa verzlun og má segja að í grundvallaratriðum hafi verið reynt að vinna samkvæmt þvf i utanríkisviðskiptum. Stundum hefur reynzt erfitt að framkvæma stefnu frjálsrar verzlunar í inn- flutningsmálum vegna óviðráðan- legra erfiðleika í efnahags- og gjaldeyrismálum. En hvað sem því liður er hægt að slá þvf föstu að stefna frjálsra viðskipta hafi ráðist frá upphafi stefnumótunar í þessum efnum á fyrsta áratug lýðveldisins íslands. Og enn er þetta grundvallarstefnan í utan- rkisverzlun landsmanna og þann- ig vill meirihluti þjóðarinnar hafa það. Ástæður hins mikla fylgis fólks við frjálsa utanríkisverzlun eru augljósar. Almenningur vill hafa gott vöruúrval og valfrelsi. Fólk Hafnarfjörður Nýkomið í sölu Glæsileg 4ra herb. í fjórbýlishúsi við Hringbraut. Hrafnkell Ásgeirsson, hrl., Austurgötu 4, Hafnarfirði, sími 50318. | g FLÓKAGÖTU 1 SÍMI24647 Á Selfossi einbýlishús 6 herb. bílskúrsrétt- ur. Ræktuð lóð, laus strax, útb. 2,5 millj. Þorlákshöfn húseign 8 herb. á tveim hæðum, hentar vel sem tvibýlishús. Bíl- skúr ræktuð lóð. Útb. 3 millj. Keflavík Sér hæð við Suðurgötu 5 herb Bilskúr Laus stra*. Skipti á 3ja herb. ibúð i Reykjavik æskíleg. Helgi Ólafsson loggiltur fasteignasali kvöldsimi 211 55. Guðmundur H. Garðarsson, alþm.: 3. grein Utanríkismál — utanríkisviðskipti nerur kuiiuo <tu muu um du iuvis- forsjá, höft og skömmtun í þess- um efnum eru andstæð hagsmun- um þess. Reynslan hefur sýnt, að vöruúrval hefur orðið minna og gæði þess, sem á boðstólum er, lakari, án þess að verðlag væri hagstæðara. Utanrlkisviðskipti landsins hafa byggzt á frelsi einstaklinga og félagasamtaka framleiðenda til að annast innkaup á vörum landsmanna erlendis frá eða leita markaða þar fyrir útflutningsaf- urðir þjóðarinnar. Þetta frelsi hefur skilað þjóðinni ómældum verðmætum og raunverulega ráð- ið úrslitum um frelsi íslands og sjálfstæði út á við. Fólkið hefur sjálft, án afskipta ríkisvaldsins, fengið að leita fanga þar sem arð- vonin var mest. Á grundvelli þessa hafa utanríkisviðskiptin þróazt á siðustu áratugum og eru nú i nokkuð fastmótuðum skorð- um þannig, að íslendingar selja nú meginmagn útflutningsafurða sinna til landa sem kaupa þær á bezta fáanlega verðiTÁ sama tíma eru innkaup gerð frá löndum þar sem þau eru hagkvæmust og vör- urnar beztar. Þarf ekki ætið að fara saman að hagkvæmasta markaðslandið fyrir íslenzkar vörur sé hið bezta þegar að inn- kaupum kemur. KOSTIR VIÐSKIPTA- FRELSIS Gott dæmi þessa er, að á siðustu árum hafa 25—30% af útflutn- ingnum, miðað við verðmæti, far- ið til Bandaríkjanna, en þaðan hefur innflutningurinn hins veg- ar aðeins verið 7—9%. Aftur á móti hefur útflutningurinn til Efnahagsbandalagslanda Evrópu verið um 31% en innflutningur- inn um 44% frá þessu svæði. Þannig hafa dollaratekjurnar af útflutningnum til Bandarikj- anna að verulegum hluta verið Al (ÍLÝSINOASÍMINN KR: 22480 JR#rfliuibIat>ib l lækjnrtorij M lisliiimili lifurstrili 22 s. 27131 - 27151 Pall Gudjónsson vidskiptafr Knútur Signarsson vidskiptafr. 26200 26200 Seltjarnarnes Sérstaklega glæsileg 1 20 fm sérhæð 4ra— 5 herb. við Lindarbraut. íbúðin er á efri hæð. Sér hiti. Sérinngangur. Þvottaherbergi á hæðinni. Mjög falleg íbúð FASTEI C.\ ASALM MIIRIíl\BLABSHÍÍil\l! Oskar Kristjánsson M ALFLl T\ I\GSSKRIFSTOFA Guðmundur Pétursson Axel Einarsson hæstaréttarlögmenn Þýðing frjálsra utanríkisviðskipta notaðar til vöruinnkaupa i Vestur-Evrópu eða til að greiða fyrir olíuvörur frá Sovétrikjun- um nú slðustu árin, vegna minnk- andi kaupa Rússa á sjávarafurð- um frá Islandi, á sama tíma og íslendingar viðhalda sínum inn- kaupum þaðan. Vöru- og oliukaup frá þessum löndum hafa verið hagkvæmari en frá Bandaríkjun- um. Þannig er viðskiptafrelsið notað þjóðinni I hag. En framan- greindur samanburður segir ekki nema hálfa sögu um eðli þess og kosti að geta valið um markaði fyrir útflutningsvörur þjóðarinn- ar og hinum frjálsu mörkuðum heims eins og t.d. Bandaríkjum Norður-Amerlku. Það verð sem fæst fyrir hverja útflutta einingu og sú verðmætasköpun, sem þar er að baki, er mjög mismunandi eftir þvl til hvaða markaðslands selt er. Hið sama gildir um at- vinnuuppbyggingu og atvinnu- öryggi þessu tengt. ÞÝÐINGARMESTI ÚTFLUTNINGS- IÐNAÐURINN Sá útflutningsiðnaður sem mesta þýðingu hefur fyrir ís- lenzkan þjóðarbúskap er hrað- frystiiðnaðurinn, Hefur svo verið I þrjá áratugi. Árlegt hlutfallslegt meðaltal frystra sjávarafurða I út- flutningnum miðað við fob-verð hefur verið sem hér segir siðan 1946: 1946—50 22,5% 1951—55 29,4% 1956—60 35,0% 1961—65 23,8% 1966—70 28,5% 1971—74 33,4% Til samanburðar má geta þess, að sá afurðaflokkur sem hefur komið næst frysta fiskinum I út- flutningi, er saltfiskur. Árlegt meðaltal hans I útflutningnum var 10,4—13,9% umrætt tímabil, en komst þó I 22,9% á árunum 1951—55. Framleiðslu- og markaðsupp- bygging hraðfrystiiðnaðarins á Is- landi er á heimsmælikvarða. Rúmlega 100 hraðfrystihús dreifð um allt landið framleiða staðlaðar vörur eftir kröfum markaðanna allt árið um kring. Þúsundir manna hafa stöðuga vinnu við þessa framleiðslu og á síðustu ár- um hefur auknu og samræmdu skipulagi verið komið á veiðar og vinnslu I sambandi við hraðfrysti- húsin. Velgengni og afkoma þjóðarinnar, fjölda byggðarlaga og þúsunda heimila um land allt byggist á þessari atvinnugrein. Sölu- og markaðsmál eru því snar þáttur I lífi og afkomu þessa fólks og þjóðarinnar í heild. Sjaldgæft er að þessum þætti mála séu gerð nákvæm skil í f jölmiðlum, ef und- an eru skildar stuttar fréttir um verðbreytingar eða önnur sér- greind atriði. Heildarmynd þeirra er sjaldan dregin upp og málin rædd I rökréttu pólitisku sam- hengi. SJÁLFSTÆÐI ÞJÓÐARINNAR OG FÓLKIÐI FISKIÐNAÐINUM I ljósi umræðna um utanríkis- stefnu Islands frá upphafi lýð- veldisins, skulu þessum málum gerð enn nánari skil og sýnt fram á, hvernig stefna frjálshyggju í utanrikisverzlun hefur tryggt Is- landi öruggan sess á bezta fisk- markaði heimsins, Bandaríkjum Norður-Ameriku. Með því hefur styrkum stoðum verið rennt und- ir örugga afkomu þjóðarinnar á grundvelli háþróaðs islenzks iðn- aðar, sem stenzt að fullu harða samkeppni og kröfur heimsmark- aðanna. I því felst veigamikill þáttur í sjálfstæði þjóðarinnar. Þær þúsundir, sem vinna í sjávar- útvegi og fiskiðnaði á Islandi, geta með stolti litið yfir farinn veg og framtíðin gefur fyrirheit um enn glæsilegri árangur, ef þjóðin heldur vöku sinni. Því ber að tryggja enn betur núverandi grundvöll islenzkra utanrikisvið- skipta og stuðla að auknum út- flutningi til háþróaðra markaðs- svæða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.