Morgunblaðið - 16.09.1976, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1976
13
stofnun hingað til teljum við vera
hversu fáir sóttu um skólavist á
vélstjórabraut og að aðeins þrfr
sóttu um að komast i fiskvinnslu-
brautina og var það of lftið til að
hægt yrði að hafa þá námsbraut í
skólanum f haust.
ÞARER
BEKKUR BANNORÐ
Þeir Jón og Ingólfur benda á
eitt atriði sem sé sérstakt við Fjöl-
brautarskóla Suðurnesja. I fyrsta
lagi að skólinn sé stofnaður út frá
iðnskóla, en ekki frá bóknáms-
skóla eins og venjan sé. I Hafnar-
firði og Reykjavfk eru. t.d. starf-
andi iðnskólar sem sjái um alla
iðnfræðslu, en í Keflavík er eng-
inn sérstakur iðnskóii lengur
heldur er iðnbrautin hluti þess
náms sem fram fer í Fjölbrautar-
skólanum þar.
Kennslan f Fjölbrautarskólan-
um á Suðurnesjum fer fram á
þremur stöðum. I húsnæði iðn-
skólans gamla, gagnfræðaskólans
og í leiguhúsnæði við Hafnargötu,
en þar fer verklegt iðnnám fram.
Möguleiki er sfðan á að íþrótta-
kennsla fari fram þegar i vetur f
fþróttahúsinu í Njarðvfkum, en í
framtíðinni er fyrirhuguð bygg-
ing íþróttahúss fyrir ofan fþrótta-
völlinn í Keflavfk, á milli gagn-
fræðaskólans og iðnskólans.
Mötuneyti hafa nemendur í
Skátaheimilinu í Keflavik, en
einnig geta nemendur fengið mat
í mötuneyti frystihússins.
Að lokum spyrjum við þá Jón
og Ingólf við hvaða skóla þeir hafi
helzt miðað þegar þeir undir-
bjuggu kennsluna fyrsta veturinn
f Fjölbrautarskólann á Suðurnesj-
um. Svöruðu þeir þvf til að kennt
væri eftir svipuðum kerfum og í
Menntaskólanum í Hamrahlfð og
Flensborgarskólanum í Hafnar-
firði. — Bekkjakerfið er óhugs-
andi að nota f f jölbrautarskóla að
okkar mati, sögðu þeir Jón og
Ingólfur. Ef áfangakerfið er hins
vegar notað, eins og hér verður,
þá verða nemendur ekki bundnir
á sama bás allan námstímann, en
geta farið á milli brauta eins og
e.t.v. er heppilegra fyrir þá.
Brynja og Margrét sem stunda
nám f uppeldis- og hjúkrunar-
sviði.
irnar í Fjölbrautarskólanum á
Suðurnesjum og þar er við stjórn
einn nemendanna, Kristinn Arn-
ar Guðjónsson úr Keflavík.
Reyndar er bóksalan f skólanum
arfur frá menntadeild gagnfræða-
skólans, en í haust þurfti að
stækka bóksöluna mjög vegna
þess hve mun fleiri greinar eru
kenndar í Fjölbrautarskólanum
en var í menntadeildinni áður. Að
því er stefnt að allar bækur, sem
kenndar verða í skólanum, verði
seldar í bóksölunni og þegar má
fá flestar þeirra þar.
— Það hefur verið mikið að
gera hér í bóksölunni undanfarna
daga, sagði Kristinn Arnar, er
Morgunblaðið ræddi við hann á
þriðjudaginn. — Við seldum t.d.
fyrir um hálfa milljón á mánudag-
inn og reikningar, sem við erum
búnir að fá, eru talsvert á aðra
Framhald á bls. 31
Samræmum aðgerð-
ir í loðnuveiðum
ÞAÐ gladdi mig mikið að lesa
grein Hjálmars Vilhjálmssonar f
Morgunblaðinu 3. þessa mánaðar,
þar sem hann færir sterk rök að
þvf, að dælan f Ioðnubátunum sé
nokkurs konar útungunarvél. Ég,
sem að sjálfsögðu er leikmaður f
þessum málum, hef fylgzt með
loðnuveiði hér fyrir austan og við
Eyjar löngu áður en farið var að
nota dælur og það er.ekkert vafa-
mál að loðnumagnið hefur aukizt
við tilkomu dælunnar.
Ég spyr ráðherra sjávarútvegs-
mála: Er ekki raunhæfara að
banna hrognaskiljarana um borð f
bátunum á meðan við erum að fá
reynslu af áhrifum sumarveiða á
loðnustofninn? Mér hefur skilizt
að sumarveiðar á loðnu séu svo
mikilvægar að ég kem ekki auga á
að það sé réttlætanlegt að gera
nokkuð sem geti spillt þeim. Ég
vona að Hjálmar og aðrir fiski-
fræðingar fylgi þessu vel eftir og
stoppi æðubunuganginn og
stjórnleysið
Adam var ekki
lengi f Paradfs.
I morgunblaðinu 4. þessa
mánaðar, bls. 2 segir Trausti
Éinarsson verkfræðingur takið
eftir hjá Rannsóknastofnun fisk-
iðnaðarins, að loðnan hrygni ekki
nema á Faxaflóasvæðinu! Veit
Trausti ekki, • að loðnan er mis-
munandi langt komin með undir-
búning hrygningar þegar hún
kemur að landinu. Mikið af
loðnunni hrygnir við og fyrir
austan Eyjar, eða hvað skyldi hún
gera þegar hún fer ekki vestur
fyrir Eyjar? Það er rétt að lonu-
veiðar takmarkast af bræðslugetu
verksmiðjanna en það er vægast
sagt hlægilegt að Trausti skuli
halda þvf fram að það muni
veiðast minna þó nokkur skip hafi
verið seld úr landi.
Veit ekki hægri
höndin hvað sú
vinstri gerir
A loðnuvertíð hér i Vestmanna-
eyjum var farið að hirða hrogn f
hrognaskiljara vertíðina 1974. Þá
kom það fyrir að sumt af þeim
hrognum sem komu úr bátunum
voru í smá boltum og stffluðu
skiljarana. Þá var hér staddur f
Eyjum Eyjólfur Friðgeirsson
fiskifræðingur. Var hann
kallaður til og að sögn Friðriks
Jessonar fiskisafnsvarðar skoðaði
Eyjólfur þessa bolta f smásjá og
kom þá í ljós að þetta voru
frjóvguð hrogn.
Loðnan var ekki veidd f
Faxaflóa.
Ég spyr? Lesa ekki
fiskifræðingar og aðrir fræðingar
starfsbræðra sinna?
Ingólfur Theódórsson
netagerðarm.
Vestmannaeyjum.
9 Magnari sem er 30 wött musik með innbyggðu
fjögurravíddakerfi fyrir fjóra hátalara. Mjög næmt út-
varpstæki með FM bylgju ásamt lang- og miðbylgju.
^ Plötuspilari fyrir allar stærðir af plötum Sjálfvirkur
eða handstýranlegur með vökvalyftu. Allir hraðar, 33,
45 og 78 snúningar Nákvæm stilling á armþyngd, sem
er mikilvægt til að minnka slit á nál og plötu. Segul
bandstæki með algerlega sjálfvirkri upptöku Gert bæði
fyrir Standardspólur og CrO^ spólur Upptökugæði ein-
stök, ekki er heyranlegur munur á gæðum hvort spiluð er
plata eða segulbandsspóla
Tveir hátalarar fylgja 20 wott hvor, einnig fylgja tveir
hljóðnemar ásamt CrOp casettu
Til er folk, sem heldur að þvi meir sem hljómtæki kosta,
þeim mun betri séu þau. Að vissu leyti er þetta rétt, ef
orðið ..betra" þýðir að þér getið spilað fyrir allt nágrennið
án bjögunar
<32SS32> framleiðir einnig þannig hljómtæki.En við
höfum einnig á boðstólum hljómtæki sem uppfylla allar
kröfur yðar um tækmleg gæði
Lausnin er:
SHC 3100 sambyggðu hljómtækin.
Þér fáið sambyggt mjög vandað tæki, sem hefur að
geyma allar kröfur yðar.
Verð:
99.950.-
NÓATÚNI, SÍMI 23800\BUÐIRNAR
KLAPPARSTÍG 26, SÍMI 1 9800 ,
CROWN