Morgunblaðið - 16.09.1976, Page 15
15
-----------------------------j-------------
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1976
HOLLYWOOD
er saga ein
• „ÞAR sem áður var ys og
glæsilegur erill frægra kvik-
myndastjarna sem spókuðu sig
til að sýna sig, eru nú túristarn-
ir einir á ferli. Þeir reika að
gömlu kvikmyndahúsi Grau-
mans og skoða þar lófa og fóta-
för frægra stjarna og nafn
þeirra í stéttinni fyrir framan
húsið. Hér áður fyrr var það
mælikvarði á að leikari væri á
framabraut ef hann fékk að
reka lófann ofan í blauta
steypu úti fyrir Graumansbíó-
inu. Þetta tilheyrir sögunni og
hetjum hennar eins og fleira í
þessari borgyÞarna er far eftir
litla lófann hennar Shirley
Temple, mót af byssu Williams
S. Harts og nefi Jimmys Dur-
antes, hvernig sem farið hefur
verið að þeirri stimplun í sinni
tfð. Og svo mætti lengi telja.
Svo halda túristarnir áfram
skoðunarferð sinni um götur
þar sem nú getur að lfta ,,A1-
þjóðlega ástar- og kynmakabúð
og Sex-safn“ og hvers kyns smá-
staði þar sem boðið er upp á
gleði af sama tagi. Bókabúðirn-
ar eru fullar af æsandi bókum
og myndum og nokkur klám-
myndakvikmyndahús eru á
næstu grösum.
Einu sinni var Hollywood á
borð við Times Square sem
tákn frægðar og glæsimennsku,
og nafnið eitt dugir enn til að
vekja með mörgum hugnæmar
minningar og forvitni á að
skoða það sem í áratugi var
framagjörnum unglingum fyr-
irheitna landið.
En sama má segja um Holly-
wood og Times Square að þar
er nú eins konar markaður þar
sem boðið er upp á kynmök af
öllum hugsanlegu tagi.
„Hollywood er að verða
drullupollur og ef við ekki að-
höfumst eitthvað og það snar-
lega, verður ekki mikið eftir af
þessum stað og venjulegt fólk
getur ekki sóma sfns vegna lát-
ið sjá sig þar.“ Þetta segir Lee
nokkur Brown sem er formaður
samtaka sem hafa að markmiði
að berjast fyrir þvi að endur-
reisa veg og virðingu Holly-
wood og hreinsa þar til á stræt-
um og torgum og útrýma spill-
ingu og hvers lags svínaríi sem
forráðamenn samtakanna segja
að blómstri þar. Glæpir hafa og
stórlega færzt í vöxt og sögn
Browns og nú er svo komið að
fólk hikar við að ganga niður
Hollywood Boulevard eftir að
dimma tekur.
Samkvæmt lögreglutölum er
glæpahlutfall f Hollywood það
hæsta í umdæmi Los Angeles.
Innbrot, rán, líkamsárásir og
nauðganir eru þar daglegt
brauð að þvf er Iögreglan segir
og meira en helmingur allra
kynferðisafbrota í Los Angeles
er framinn í Hollywood. Hand-
tökur hafa fjórfaldazt sfðan ár-
ið 1971.
Lögreglan segir að í Holly-
wood séu nú um 130 sex-
klúbbar af ýmsu tagi — nudd-
stofur, klámleikhús og allt sem
nöfnum tjáir að nefna.
Þá segja lögreglumenn að
starfsemi hóruhúsana blómstri
og á Selma Avenue sem er á
móti gagnfræðaskóla Holly-
wood og var eitt sinn fjölsóttur
af framagjörnum mæðrum sem
vildu koma dætrum sfnum á
framfæri — eru nú nokkrir
hommar sem bjóða blfðu sína
fyrir sanngjarnt verð. Sumir
þeirra eru ekki nema fjórtán
eða fimmtán ára gamlir. Hand-
an hornsins, á Sunset Boule-
vard, eru gamlar hórur á göngu
sinni fram og aftur og bfða eftir
að viðskiptamenn gefi sig fram.
Hollywood hefur kannski
aldrei verið það sem henni var
ætlað — að minnsta kosti ekki
sfðustu þrjátíu árin. Hollywood
hefur verið hluti af Los Angel-
es síðan 1930 og talið er að þar
hafi fyrsta myndin verið gerð
1911. Tveimur árum siðar opn-
aði Cicil B. DeMille fyrstu kvik-
myndavinnustofuna og sfðan
jókst sá iðnaður hröðum skref-
um næstu áratugi.
Nú er hins vegar fátt sem
minnir á dýrðardaga Holly-
wood. Kvikmyndaver Para-
mount Pictures og Samuel
Goldwyns eru hér enn og ýmis
hljómplötufyrirtæki hafa þar
aðsetur sitt. Þar búa nú um 200
þúsund manns og um hélming-
ur er 65 ára og eldri.
Það var svo fyrir ári að sam-
tökin til endurreisnar Holly-
wood voru sett á laggirnar og
enda þótt þeim hafi ekki orðið
ýkja mikið ágengt enn, er þó
sýnilegt að starf þeirra kann að
bera árangur með árvekni og
þrautseigju.
heimta i Reykjaneskjördæmi sú harð-
sviraðasta á landinu Vonandi er það
vegna þess hve margt er ógert á þvi
landssvæði Kannski eru mennirnir að
safna i luktir
FJÖLFRÆÐISKÓLAR?
Rætt var við rektor fjölbrautar-
skólans i Keflavik, Jón Böðvarsson
fyrrum islenskukennara i Hamrahlið
Hann ræddi litillega svokallaðar náms-
brautir skólans Ein hét vélstjórabraut,
önnur félagsbraut Vélstjórabraut þýðir
væntanlega vélfræði og félagsbraut
félagsfræði Af hverju heita þessir
skólar ekki fjölfræðiskólar? Það er
kannski stutt i að orðið „fjölbrautingur"
eða „fjölbrautari" leysi af hólmi orðið
„fjölfræðingur, og „félagsbrautari'
orðið „félagsfræðingur" Nemendur
verða ekki lengi í fjölbrautaskólanum i
Keflavik eða Breiðholti þeir munu kalla
það sin á milli að vera á „fjölbrautinni",
nánar til tekið i „félagsstrætó", þeir
sem ekki eru í „vélstrætó" Nemendur
hætta að heita nemendur, nemandi
verður brautari og Jón Böðvarsson
verður lestarstjóri málabrautar jafn-
framt þvi að vera stjórastjóri fjölbraut-
ar. Ef fram heldur sem horfir er ég
hrædur um að maður verði að hafa sig
allan við ef maður á að skilja málið
sem talað verður i þessu landi upp úr
aldamótunum
VEÐRAHAMUR í DAGSKRÁ
Orðabelgur Hannesar Gissurarsonar
er ekki svo litill veðrahamur i dag-
skránni Vitnað var m a. i þau orð
Tómasar Guðmundssonar að rikis-
siðferði vær; jafnan lakara einka-
siðferði Ekki væri vanþörf á að leggja
út af þeirri kenningu áður langt liður
og fjala þá um leið um Laxness-
þættina Einn þáttur er eftir þegar þetta
er skrifað Helga Kress á eftir að steðja
á vit skáldsins Það verður fróðlegt að
sjá og heyra hvort framg^nga hennar
verður i stil bróður ' hennar i
fræðunum, Vésteins Ólasonar.
HANNES GIZURARSON — ekki
svo lítill veðrahamur í dag-
skránni.
MATTHtAS A MATHIESEN ...
góðlátleg spurning á sveimi?
Þessa dagana og fram til 23.
september stendur yfir eins kon-
ar afmælissýning á verkum
Bjarna Guðjónssonar, sem er
myndskeri að mennt, ættaður frá
Hornafirði, en bjó um langt skeið
i Vestmannaeyjum eða þar til
hann fluttist til höfuðborgarinnar
fyrir 10 árum. Bjarni hefur feng-
izt allmikið við höggmyndalist
auk þess sem hann hefur gripið
til pentskúfsins inn á milli til
afþreyingar. Bjarni hefur m.a.
náð þeim árangri að einstök verk
hans hafa verið tekin á haustsýn-
ingar FÍM, en annars hefur verið
hljótt um nafn hans á listaþingi
þrátt fyrir að hann hafi haldið
einar 10 sýningar í höfuðborginni
og úti um iandsbyggðina.
Bjarni sýnir að þessu sinni ein-
ungis málverk og pastelmyndir,
og er sýningin til húsa í sýningar-
sal byggingarþjónustu Arkitekta-
félags íslands að Grensásvegi
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
(húsi Málarans). Pastelmyndirn-
ir eru flestar, ef ekki allar, nýjar
af nálinni (ártöl vantar i sýning-
arskrá) og bera þær sýninguna
uppi fyrir ágæta tilfinningu höf-
undarins fyrir þessari tækni.
Máski hefur hin aldna kempa loks
fundið sitt rétta svið innan mynd-
listarinnar eftir langa leit að
hentugum tjáningarmiðli, a.m.k.
minnist ég þess ekki að hafa séð
heillegri né samstæðari myndir
frá hálfu þessa manns um dagana.
Tek ég svo djúpt í árinni að halda
því fram að sumar myndirnar
standi fyllilega á sporði þvi bezta
sem gert er á þessu sviði hérlend-
Bjarni Guðjónsson við eitt verka sinna.
Mynd nr. 15 á sýningarskrá, „Morgundögg".
is í dag, Bendi ég orðum mínum
til áréttingar á myndir líkt og nr.
24 „Rómantík1*, 29. „Hringiða", 34
„Nótt“, 35 „Ströndin blá“ og 37
„Haust“. — I öllum þessum
myndum birtist samþjöppuð
heild, litagleði ásamt menningar-
Framhald á bls. 26
‘HK
Nlyndllst
Sýning Bjarna Guðjónssonar