Morgunblaðið - 16.09.1976, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1976
Stórmarkaðir og
áhrifþehraá
smásöluverzlun
Á UNDANFÖRNUM árum hafa risid upp aðallega í Reykjavík og nálægum
byggðum, það sem í daglegu tali er nefnt stðrmarkaðir. Þessar verzlanir hafa
tekið upp ýmsar nýjungar í verzlunarháttum og hefur það m.a. ieitt til frekari
samkeppni um vöruverð. Tilkoma þessara stórverzlana hefur einnig leitt til þess
að margar minni verzlanirnar missa hluta umsetningar sinnar til þeirra stðru og
eiga þær, sem ekki geta lagað sig að þessum breyttu verzlunarháttum, í nokkrum
erfiðleikum. Sú þrðun er jafnvel að byrja hér að stðru verzlanirnar taki algerlega
við allri sölu á nýlenduvörum og að hverfaverzlanir verði smám saman óþarfar
eins og er að gerast vfða á Norðurlöndum.
Sumir halda því þó fram, að „kaupmaðurinn á horninu“ verði aldrei ðþarfur, en
til að kynna þessi mál nokkuð fyrir lesendum sínum hefur Morgunblaðið rætt við
nokkra forráðamenn stórverzlana og eigendur smærri verzlana.
„Mikil tilbreyting
frá þeirri litlu
— segir nýr framkvæmdastjóri í Kaupgarði
„JÁ, ég ætla að fá tvo kassa af þvl
..., — láttu mig hafa fimm ...,
nei, það á ég til ...“ sagði Finnur
Magnússon, sem er framkvæmda-
stjóri f Kaupgarði, en hann var að
tala við einhvern sölumanninn
þegar blaðamaður leit inn til
hans einn morguninn, nú fyrir
helgina, og við hófum spjallið á
vöruúrvalinu:
„Verzlun í dag verður að vera
með fjölbreytt vöruúrval, við
verðum að vera með fleiri merki
en eitt, þvf einn viðskiptavinur-
inn biður um þetta merki og ann-
ar um hitt. Við höfum yfirleitt
föst viðskipti við heildsalana og
þeir hringja margir reglulega og
bjóða vörur sínar og sumir koma
hingað f hverri viku. Suma verð-
um við aftur að hringja í sjálfir."
Síðan rakti Finnur hvernig
starfseminni í Kaupgarði er hátt-
að:
„Við höfum opið frá 9—18 og til
kl. 10 á föstudagskvöldum og rætt
er um það að hafa lokað á laugar-
dögum eitthvað áfram. Þessar
stóru búðir hafa haft nokkuð sam-
ræmi í opnunartima sínum og má
segja að hér sé um að ræða tvo
hópa af verzlunum, Hagkaup,
Vörumarkaðinn og SS-búðirnar í
Glæsibæ og Austurveri annars
vegar, og okkur hér og búðirnar í
Breiðholti hins vegar.
Hjá Kaupgarði vinna 5 heils-
dagsmanneskjur og ein bætist við
á hádegi á fimmtudögum og önn-
ur kl. 16 á föstudögum og eru út
vinnuvikuna. Enda bvggjast bess-
ir markaðir algerlega á helgarum-
ferðinni, þess á milli er mjög lítil
sala. Þá er tfminn notaður til þess
að kaupa inn, en það er mjög
tímafrekt og mikil vinna við að
merkja og raða upp, og þetta er
stærsti munurinn sem maður
finnur frá hverfaverzlununum,
en ég hef mest unnið f þannig
búðum fram að þessu.“
Það kom upp úr kafinu, að
Finnur hefur fengizt við verzlun-
arstörf á Isafirði, Keflavík og síð-
ast í Reykjavík og hann á sfna
eigin búð í gamla bænum í
Reykjavík.
„Það er mikill munur á þessum
búðum og ég er svo nýkominn
hingað, að ég er rétt að byrja að fá
nokkra reynslu, en eins og ég
sagði er næstum allt steindautt
nema rétt fyrir helgarnar, annars
er þetta bara reytingur.
Ég hef ekki orðið var við mik-
inn mun á viðskiptavinum í þess-
um tveim tegundum verzlana, en
mikill munur er að sjálfsögðu á
innkaupaaðferðum, hér koma
menn einu sinni í viku og gera
stórinnkaup.
Það mætti kannski segja, að
heldur minna væri um eldra fólk,
það er ekki vant þessu kjörbúða-
fyrirkomulagi, og maður hefur
orðið var við að því finnist eins og
það sé hálfpartinn að stela þegar
það tekur sjálft vörurnar úr hill-
unum.“
Þá snerum við talinu að verð-
lagsmálunum:
„Ég hef ekki verið hér lengi og
held ég megi segja, að ekki hafi
verið tekin nein viss stefna f verð-
lagsmálunum hér. Vissir vöru-
flokkar hafa verið teknir út úr og
gefinn 10% afsláttur og í ráði er
að taka upp þá stefnu að hafa að
meðaltali 10% lægri álagningu en
tíðkast á allri nýlenduvöru.
Stjórn Kaupgarð hf. kemur sam-
an öðru hverju til að leggja svona
meginlinur i stjórn fyrirtækisins
og get ég nefnt sem dæmi, að við
auglýsum fyrir um það bil 2% af
heildarsölunni, þegar söluskattur-
inn hefur verið dreginn frá. En
það sem gerir okkur kleift að
lækka álagningu er þessi mikla
velta, hraðinn er það mikill, að
fjármagnið f umferð hér er langt-
um meira en f nokkurri venju-
legri búð og það er eitt af aðalatr-
iðum sem stórmarkaðirnir byggj-
ast á. Það eru til dæmi þess að
þær búðir sem hafa tekið upp
þetta kjörbúðarfyrirkomulg, þ.e.
ef þær hafa getað stækkað eitt-
hvað við sig og aukið vöruval, þá
hefur velta þeirra margfaldazt, á
stuttum tfma jafnvel og á þennan
hátt hafa margir kaupmenn reynt
að fylgja eftir þvf sem stórmark-
aðirnir eru að gera.
Nú, annað sem markaðirnir
hafa fram yfir aðra er, að aðstæð-
ur eru oft betri, stórar lóðir eru
fyrir hendi sem gera þeim kleift
að hafa mörg bílastæði en það
geta kaupmenn víða í gamla bæn-
um alls ekki boðið upp á. Hins
vegar bjóða þeir oft upp á per-
sónulega og skemmtilega þjón-
ustu sem náttúrlega er ekki hægt
í stórbúðum," sagði Finnur
Magnússon að lokum.
Finnur Magnússon framkvæmdastjóri Kaupgarðs
Kjartan Magnússon f Kjartansbúð
„Held að smærri búð-
irnar geti lifað þótt þær
stóru séu vaxandi"
- segir Kjartan í Kjartansbúð
KJARTAN Magnússon rekur
Kjartansbúð f Efstasundi 27 og er
hann jafnframt aðaleigandi
hennar. Kjartan hefur verið við-
riðinn ýmis verzlunarstörf f um
30 ár en áður hét Kjartansbúð
Jason og Co og eigandi hennar
ásamt Kjartani var þá Jason
Sigurðsson. Árið 1960 hætti Jason
og tók þá Kjartan einn við rekstr-
inum og breytti nefninu f
Kjartansbúð. Við hófum umræð-
urnar með spjafli um þróunina f
verzlunarmálum, hvort stórmark-
aðirnir kæmu smátt og smátt f
stað litfu verzlananna:
„I Noregi náðu stórbúðirnar um
það bil 60% af allri sölu í ný-
lenduvörum, en sfðan stofnuðu
smákaupmennirnir, ef við getum
kallað þá það samband sfn á milli
og náðu við það aftur um 20%
sölunnar og mér finnst ekkert
ólíklegt að þróunin hér geti orðið
svipuð, þ.e.a.s., að þótt stórmark-
aðirnir nái einhverri sölu frá okk-
ur, þá er það alveg eins líklegt, að
við fáum hana til baka með tíman-
um. Við höfum Ifka okkar sam-
band, IMA, til að auðvelda okkur
innkaup og fleira og nú eru f því
sambandi eitthvað milli 30 og 40
kaupmenn, en þegar við byrjuð-
um vorum við 16, fyrir um sjö
árum að mig minnir. I gegnum
IMA höfum við samið við nokkra
heildsala t.d. um lengri greiðslu-
frest og það er ekki síður hagur
heildsalans en okkar, þá heldur
hann frekar f viðskiptin. Það er
mjög misjafnt að semja við þá,
sumir eru hræddir við það að geta
ekki gefið meiri afslátt en vana-
legt er. Nú, Innkaupasambandið
hefur líka flutt beint inn og það
er að sjálfsögðu hagstæðara. Ég
held að þessi samtök geti orðið til
þess að tryggja enn frekar fram-
tíð þessara litlu búða.“
Kjartan var fremur bjartsýnn á
tilveru litlu búðanna:
„Ég held, að þær litlu geti lifað
áfram þótt þær stóru séu vaxandi,
fólk getur ekki alltaf henzt á milli
á bflum og gert þessi stórinnkaup
og hérna í þessu hverfi býr líka
margt fólk og hér er mikið verzl-
að.“
Hverjar eru að þfnu mati helztu
ástæður þess að fólk leitar i stóru
búðirnar?
„Aðallega þær, að þar fæst flest
sem þarf til heimilisins, þangað
fer fólk eftir vinnu, t.d. á föstu-
dögum, og kaupir svo gott sem allt
sem það þarf til vikunnar. Þeir
auglýsa lfka alltaf öðru hverju
einhverja verðlækkun þ.e. á ein-
hverjum tilteknum vöruflokkum
og það hefur sitt að segja. Fólk
fer nokkuð eftir því. En annars er
vöruverð hjá þeim ekki alltaf
lægra en hjá okkur, veltuhraði
þeirra er svo mikill, að t.d. þegar
verðbólga er mikil eins og nú hef-
ur verið og pantanir seljast til-
tölulega fljótt hjá þeim, þá eru
nýjar pantanir á nýju og hærra
verði og þá kemur að því að við
verðum lægri.
Nú, ástæða þess að þeir geta
verið með lægra vöruverð er t.d.
sú að veltan er svo mikil hjá þeim
að þeir geta lækkað álagningu þar
sem svo mikið vörumagn skilar
fljótt fjármagni fyrir kostnaðin-
um.“
Þá minnist Kjartan þeirra daga,
er vöruvalið var ekkert:
„Það er allmiklu fjölbreyttara
vöruúrval nú en áður var, t.d.
strax eftir stríðið. Þá vorum við f
mestu vandræðum með að fylla
hillurnar og settum t.d. f þær
þvottaefni og annað, sem maður
hefur nú á bak við og nú vantar
mann alltaf hillupláss, og pláss
fyrir lagerinn.
Við erum hér tvö og opnunar-
tími er þessi venjulegi, frá 9—18
og til kl. 19 á föstudögum. Á föstu-
dögum hef ég einnig dreng til
sendiferða, en ég geri nókkuð af
þvf að senda fólki vörur heim og
drengurinn fer hér í nágrennið á
sendisveinahjóli upp á gamla
móðinn. Hitt sem er lengra í
burtu keyri ég út. Annars er salan
hér nokkuð jöfn, það er rólegt á
morgnana, en svo verður ös rétt
fyrir hádegi og aftur mikið að
gera í eftirmiðdaginn og fram að
lokun. Einnig er alltaf meira að
gera á föstudögum og nú sem
Framhald á bls. 30