Morgunblaðið - 16.09.1976, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1976
23
Þr án dheimssýningin
Meðan hinir lærðu
pappírsfiskimenn okkar
— þessir sem ætla að
safna fiskinum í þrær úti
á miðunum og sækja
þann afla, sem þarf til
vinnslunnar yfir vikuna f
eftirmiðdag á mánudög-
um — þinguðu sem ákaf-
ast um, hvernig hætta
bæri bjánalegu róðralagi
okkar, — var annað fólk í
næsta landi að sýna tæki
og vélar til stuðnings
þeim fiskimönnum, sem
eiga ekki á vísan að róa,
heldur verða að leita að
fiski um allan sjó og búa
enn við þann hagfræði-
lega öfuguggahátt að
koma með tóman bát að
landi annað veifið.
Eins og við vitum
manna bezt, fslendingar,
sem höfum keypt mikið
af tækjum og skipum til
fiskveiða ffá Norðmönn-
um, standa þeir máski
þjóða fremst eða að
minnsta kosti eru meðal
þriggja-fjögurra fisk-
veiðiþjóða, sem fram-
leiða beztu fiskveiðitæk-
in og skipin. Það er því
ekki að ófyrirsynju, að
Norðmenn hafa tekið
upp þá venju að halda
fiskveiðimessur annað
hvert ár.
Ellefu blaðamönnum frá
jafnmörgum löndum var boðið
til fiskveiðimessunnar i ár.
Ekki gat ég séð neina glóru i
þessu vali, svo sundurleit var
hjörðin, nema þá helzt að við
vorum ýmist frá útbreiddustu
blöðunum I löndum okkar eða
útbreiddustu fiskveiðitímarit-
unum. Ég var þarna á vegum
Morgunblaðsins. Þær þjóðir,
sem við vorum frá, skipta mikið
við Noreg í tækjum og skipum.
En það er nú ekki áhyggju-
efni mitt, af hverju ég var
þarna, mér er nóg, að ég var
þarna og hafði skemmtan og
gagn af því.
Ásamt því mikilvæga og ljúfa
verkefni að éta og drekka og
þvi ömurlega að hlusta á ræðu-
höld, eins og gestgjafarnir ætl-
ast til, verður það að teljast
ekki svo litil viðbót að fara
grannskoðandi um 6 þús. fer-
metra sýningarsvæði með rúm-
lega 200 sýningarbásum, þar
sem 500 fyrirtæki sýndu fram-
leiðslu sina. Mér er þvi engin
launung á þvi, að það urðu að-
eins örfáir sýningarbásar sem
ég gaf nokkurn verulegan
gaum.
Hrafl
Af þvi sem mér þótti
einna iorvitnilegast í fiskveiði-
tækninni voru tvær gerðir af
GRP-bátum (glassreinforced
plastic), sem hafa verið smíðað-
ir sem fiskibátar, Vegna þess
hve þessir bátar eru sterkir en
viðald mjög litið hef ég lengi
haft áhuga á þróuninni i smiði
báta úr þessu haldgóða efni.
Þeir bátar sem ég hef séð til
þessa hafa ýmist verið snattbát-
ar eilega smíðaðir fyrir aðrar
fiskveiðiaðstæður en hér rikja,
en þarna sá ég sem sé i fyrsta
skipti tvo slíka báta, sem ég
held að gætu hentað okkur og
eru raunverulegir alvörufiski-
bátar. Ég held, að þetta geti
verið það byggingarefni, sem
koma skal á smábátum og rétt
sé fyrir smábátaútvegsmenn að
kynna sér gerð þessara báta.
Annar var frá Harding A/S I
Noregi en hinn fráCygnus Mar-
ine Ltd. i Falmouth I Englandi.
Rétt er þó að gæta varúðar. Það
sögðu mér fróðir menn I þess-
um efnum þarna, að mjög væri
efnið misjafnt eða misgott enn
þá i bátum af þessari gerð.
Einnig var ég að lesa um það
nýlega I grein í National
Fisherman, sem gefið er út í
Belfast i Bandaríkjunum. Báta-
smiður einn segir þar frá
reynslu sinni af smiði GRP-
báta, sem líkast til yrðu nefndir
trefjaplast bátar hér, þótt ekki
sé ég viss um að það nafn nái
því, sem um er að ræða. Mér
hefur verið sagt af tæknifróð-
um mönnum að þetta væri hæp-
in þýðing, en ég kann ekki skil
á þeirri fullyrðingu. Bátasmið-
urinn sagði, að þessi bátasmíði
vildi enn mjög oft mistakast og
hann sagðist mundi snúa sér að
hefðbundnum efnivið aftur.
Einnig svona nokkuð ber að
taka með varúð. Kannski hafa
Englendingar manna mesta
reynslu I smiði þessara báta, og
enda selt þá víða um ára bil,
einkum til heitari landa, þar
sem sjávargróður vinnur ört á
tré eða málmum. Fyrir smá-
bátamenn, sem þurfa að láta
báta sina velkjast í höfnum átti
þetta efni að vera það albezta ef
til þess er vandað.. .
Tvær gerðir af dælum sá ég
þarna, sem ætlaðar voru til að
dæla smáfiski, svo sem loðnu.
Önnur þeirra var reyndar smið-
uð fyrir sardínu, en gæti senni-
lega hentað loðnu lika með ein-
hverjum smábreytingum. Hin
var sérsmíðuð fyrir „industri
fisk“, það er loðnu, brisling og
skitfisk allskonar. Því var lof-
að, að þessar dælur tækju með
sér mjög litinn sjó og skiluðu
þessum litla og viðkvæma fiski
sæmilega heillegum.
Smábátaradar var þarna
einnig til sýnis, sem vel gæti
hentað trillum. Dragviddin er
16 sjóm., og hann er mjög fyrir-
ferðarlitill.
Þarna voru tæki, sem ég
kunni engin skil á, en þau voru
sögð endurbætt tæki til að
vinna úr blóðvatni I verksmiðj-
um og áttu að gera það miklu
betur en áður hefði þekkzt.
Vél til að pakka flakaðri síld í
lofttæmdar umbúðir gæti verið
nýjung, sem við ættum að gefa
gaum. Það væri ekki ónýtt að
geta komið nýrri síld beint á
neytendamarkað i nágranna-
löndunum. Þar sem þetta yrði
léttavara, yrði hún væntanlega
flutt með flugvélum beint á
markað. Ég gæti trúað, að is-
lenzkur kaupsýslumaður, sem
var á sýningunni hafi aflað sér
umboðs fyrir þessa vél og er
slik framtakssemi lofsverð. Það
er óumdeilanlegur munur á
röggsemi einkaaðila eða rikis-
aðila. Þeir, sem eru á vegum
rikisins, geta ekki tekið ákvarð-
anir á staðnum, ef þeim lizt
eitthvað álitlegt. Það verður að
renna i gegnum kerfið. Ríkis-
starfsmaðurinn þyrfti að senda
skeyti heim: Má ég panta .. . ?
og kannski væri sumarfrí hjá
ráðamanninum, kannski þyrfti
líka stjórnarfund og mjög lik-
lega yrði hann beðinn að taka
saman greinargerð eða skýrslu
uppá svo sem 100 síður og þá
fyrst gætu hafizt fundarhöldin
um málið.
Ríkisstarfsmenn eru ekki lat-
ari eða ófundvísari en gengur
og gerist, en þeir eru jafnan
fastir i viðjum kerfisins og er
ekki um að sakast. Ríkið getur
aldrei haft sama hátt á og ein-
staklingar og þess vegna drep-
ur ríkisreksturinn flest í
dróma.. .
Hópvinna
hóp tæknimanna á slikar sýn-
ingar og nýta okkur þær þannig
til fulls. Það er fljótvirkur og
ódýr máti til að heyja sér þekk-
ingu atvinnuvegum okkar til
nytja. Þetta gera stórþjóðirnar
og því skyldum yið ekki gera
það, sem höfum efni af skorn-
um skammti til eigin tilrauna
og rannsókna. Ég leyfi mér að
nefna hlutlægt dæmi um fá-
tækt okkar.
Á tæknistofnun Breta við
sjávarútveginn, Industrial
Development Unit, voru siðast
þegar ég vissi einir 40 sérfróðir
menn í öllu sem að sjávarútvegi
laut. Á nýlegri norskri stofnun
hliðstæðri, Fiskeriteknologisk
Forskningsinstitutt, vinna 30
sérfræðingar. Á tæknideild
Fiskifélags tslands eru 3 menn.
Hún er dýr sú aðferð, sem við
höfum, að láta einstaklinga
heyja sér á eigin spýtur nauð-
synlegrar þekkingar erlendis
frá. Fjöldi manns er með annan
fótinn í útlöndum i þessu skyni
og upplýsingar liggja siðan
dreifðar um allar jarðir án þess
að þeim sé miðlað til annarra.
Menn heyja sér þær á snöpum,
hver fyrir sig.
Með sifellt meiri fjölbreytni í
gerð og búnaði skipa reynist
ræðu, sem ég kunni að nokkru
utan að héðan að heiman. um
nauðsyn fiskverndar, mikil-
vægi fiskimannastéttarinnar og
fiskveiða. Hann talar sérlega
áheyrilega þessi maður og kom
vel fyrir í ræðustóli. Hin skyn-
samlegu upphafsorð hans eiga
erindi til okkar, en hann hóf
mál sitt með þessum orðum:
„Það er vissulega mikil mót-
sögn fólgin í sýningarhaldi sem
þessu, þar sem áherzla er lögð á
það að sýna hina fullkomnustu
fiskveiðitækni á sama tíma og
menn ræða sem ákafast hætt-
una af ofveiði og nauðsyn þess
að takmarka sókn og afla. En ég
held að það eigi ekki að ráðast
gegn hættunni af ofveiði með
þeim hætti aó stöðva tækni-
þróunina og þar með viðleitni
fiskimannsins til endurbóta og
aukinna afkasta i atvinnugrein
sinni...“
ísland vinnur tvö-
falt kærleiksverk
Að lokinni opnunarserimoni-
unni var blaðamönnum á veg-
um sýningarinnar boðið til
hádegisverðar og stóð hann í
fulla tvo klukkutima og voru
1 bás Jóns Hinriks voru sölumennirnir ( pilsum með svo fallega
fótleggi og fleira að ég væri ekki hissa á þótt einhver hafi pantað
fleiri hlera en hann hafði brúk fyrir. Þetta er með því snjallasta
sölubragði sem þarna sást, að stilla upp tveimur failegum stúlkum
og láta þær selja jafnóyndislegan hiut og toghlera! Takið einnig
eftir fótleggjunum og togblökkinni...
Síðar gefst vonandi
tækifæri til að ræða ýtarlegar
ýmislegt sem athyglisvert var
þarna, en ég vil taka fram, að
það er algerlega ofviða einum
manni að gera sér nokkra fag-
lega grein fyrir öjlu þvi, sem er
að sjá á slikum sýningum sem
þessari. Við eigum aó senda
það einstaklingum ofvióa að
skrapa saman vitneskju um allt
það, sem um getur verið að
ræða. Okkur er þvi nauðsyn að
eiga einhverja stofnun, þar sem
upplýsingunum er safnað sam-
an og gerðar aðgengilegar okk-
ar fólki. Tæknideild Fiski-
félagsins þarf að stórefla.
Hér læt ég nú niðurfalla hið
leiðigjarnara lesefni fyrir al-
mennan lesanda um maskinur
og tæki (enda verður fjallað
um það I næstu blöðum Ægis),
og segi heldur frá sýningunni
almennt og þvi sem á daga
mina dreif. É g kynntist þarna
mönnum frá fjölmörgum lönd-
um og það voru ekki uppstilltir
stjórnarerindrekar heldur
blaðamenn og tæknimenn, sem
leyfðu sér frjálslega framkomu
og frjálslegt tal og var þetta
hinn skemmtilegasti hópur
manna, sinn úr hverri áttinni.
Hátíðlegheitin
Norðmenn vönduðu mjög til
messu sinnar og höfðu ekki
minna við en stefna Ölafi kon-
ungi snum til Þrándheims til að
opna sýninguna, sem hann
gerði kl. 12 á mánudaginn meó
pompi og pragt, lúðrablæstri,
og nokkrum velvöldum orðum.
Einnig var mættur þarna hinn
nýkjörni forsætisráðherra
Odvar Nordli og hélt hann
fiskréttir á borðum, einir fimm
réttir hver öðrum ljúffengari.
Hægra megin við mig sat
Austur-Þjóðverjinn og nú
verður þaó við borðhaldið, að
hann lýtur að mér og hvislar,
hvort ég viti, hvar Rússinn sé.
Almennilegur Morgunblaðs-
maður finnur náttúrlega á sér,
ef Rússi er í nánd, ekki sízt ef
hann situr við hliðina á honum.
Maðurinn, sem sat vinstra
megin við mig, var ekki farinn
að segja orð, en ég var ekki í
nokkrum vafa um, að hann var
Rússi. Ég sagði því Austur-
Þjóðverjanum að Rússinn sæti
hinum megin við mig, — þeir
voru reyndar tveir saman eins
og þeirra er háttur. Til þess nú
að þessir elskuvinir þyrftu ekki
að talast við yfir
„kapitalistann", bauð ég Þjóð-
verjanum að skipta við hann á
sæti, sem hann þáði með þökk-
um og urðu nú fagnaðarfundir.
En ísland átti eftir að vinna
annað kærleiksverk. Gegnt mér
við borðið sat Bandaríkjamað-
urinn. Hann hafði pata af þvi
sem var að gerast og hafði sama
hátt og Þjóðverjinn að hann
laut yfir borðið og spurði is-
lendinginn hljóðlega, hvort
hann hefði heyrt rétt, hvar
Rússinn væri. Og þegar hann
hafði fullvissað sig um það, lét
hann ekki bíða að heilsa uppá
Rússann og svo miklir
fagnaðarfundir, sem urðu með
Austur-Þjoðverjanum og
Rússanum, þá tókust nú sýnu
meiri kærleikar með Banda-
ríkjamanninum og Rússanum.
Þeir hefðu fallizt I faðma, ef
borðið hefði ekki verið á milli
þeirra. Eftir löng og innileg
handabönd, skiptust þeir á
nafnspjöldum og mæltu sér mót
síðar. Það kemur víða fram I
smáu sem stóru sem sagt er, að
Rússa og Bandaríkjamenn
dreymi um að skipta heiminum
á milli sín. Þann annan lærdöm
má draga af þessari sögu. að
vilji menn finna týndan Rússa
er bara að kalla á góðan
Morgunblaðsmann. Rússi verk-
ar á hann eins og úranium á
geigerteljara.
Gestgjafinn, skemmtilegur
Norsari, general-sekratær í
Exportráðinu trúi ég, hafði
fylgzt með þvi sem fram fór,
enda voru Rússarnir milli hans
og íslands. Nú veit ég ekki,
hvað honum gekk til, líkast til
hefur honum orðið hugsað til
stærðarhlutfalla þessara rikja,
sem þarna.voru i slagtogi, Ráð-
stjórnarrikin — ísland —
Bandarikin, nema hann skoraði
á risana að skála fyrir íslandi,
sem þeir gerðu möglunarlaust
og brostu gleitt, en einhvern
veginn fannst mér bregða fyrir
skugga í augum beggja, þegar
þeir voru minntir svona ótíma-
bært, mitt í kærleiksatlotum
sinum, á þetta bitbein þeirra
mitt í miðju Atlantshafi og þá
um leið á það, að vinskapurinn
gæti orðið endasleppur. Það var
illa gert að trufla þá og skála
fyrir íslandi. Hvorugur varð
samur eftir. Það var Bretanum
líkt, að þegar hann varð var við
að verið var að skála fyrir Is-
landi við enda borðsins, lyfti
hann einnig glasi sínu og sagði
einhver spaugsyrði um leið,
sem ég ekki heyrði eða greip
ekki. Kannski var það eins gott,
en þó held ég þau hafi verið
græskulaus. Bretar voru þarna
fjölmennir á sýningunni, en
ekki varð ég var nokkurs kulda
frá þeim. Þeir höfóu farió í
stríð og tapað, og þar með var
það mál afgreitt af þeirra hálfu.
Reyndar verða Bretar aldrei
sigraðir. Það fólk, sem er sterkt
innan I sér, verður aldrei
sigrað.
Framhald á bls. 27
eftir ÁSGEIR
JAKOBSSON
VI I