Morgunblaðið - 16.09.1976, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1976
Sjarmerandi
Suður-
„W.W. og Dixie“ ★ ★ ★
(W.W. and the Dixie
Dancekings“)
Nýja Bfó. Aðalhlutverk: Burt
Reynolds, Art Carney, Connie
van Dyke, Jerry Reed, Ned
Beatty.
Tónlist: David Grusin.
Kvikmyndataka: Jim Grabe.
Handrit: Thomas Rickman.
Leikstjóri: John G. Avildsen.
Bandarfsk, frá 20th Century —
Fox, 1975.
W.W. Bright ekur djarflega á
gljáfægðum bil sfnum (sem er
viðhafnarútgáfa af Olds ’55,
einn af 50 sérsmíðuðum vegna
50 ára afmælis verksmiðjanna),
og lifir i vellystingum á því að
ræna bensínsölur S.O.S. olíufé-
lagsins. W.W. gerir þetta á sinn
einkar viðfellda hátt og fær
dælumennina jafnan á sitt
band. Allt gengur þvi í haginn
uns kvöld nokkurt að hann er á
flótta undan lögregluþjóni, og
W.W. leitar hælis á skemmti-
stað þar sem hljómsveitin
„Dixie and the Dancekings" sjá
um fjörið.
W.W. verður sjaldnast orð
vant, og fyrr enn varir er hann
kominn upp á sviðið til hljóm-
sveitarinnar og þar æxlast svo
til að hann gerir þvi skóna að
hann sé í Country and Western-
tónlistarheiminum í Nashville
og áður en yfir lýkur er hann
búinn að sannfæra sjálfan sig,
hljómsveitina, og síðast en ekki
kvik-4 w
fflUAdi
/íoonj t
SÆBJÖRN VALDIMARSSON
Burt Reynolds
sem W.W.
sist lögreglumanninn um að svo
sé.
Ekki er rétt að rekja sögu-
þráðinn öllu lengra, en það er
haldið til höfuðborgar þessarar
tónlistar, Nashville. Þar gengur
á ýmsu við að koma hljómsveit-
inni á framfæri, og ekki bætir
það úr skák, að SOS-oliufélagið
hefur ráðið harðsnúinn lög-
reglumann, sanntrúaðan í
þokkabót, til að hafa uppi á
bensfnsöluræningjanum. Hóp-
urinn heldur þá úr bænum —
eftir misheppnað bankarán —
og felur sig um skeið hjá göml-
um negra, sem spilar „Delta-
blues" af mikilli innlifun.
Hljómsveitin tekur að æfa og
semja lög í þessum stíl, og fyrr
en varir er haldið aftur til
Nashville og framtiðin brosir
við „The Dixie Dancekings".
Kvikmyndin „W.W. og
Dixie“ er gerð í þeim tilgangi
einum að skemmta áhorfendum
um stundarbil og tekst það með
miklum ágætum. Leikstjórinn,
John G. Avildsen (JOE, SAVE
THE TIGER), hefur tekið efni-
viðinn léttum tökum, og mynd-
in beinlínis geysist áfram í Olds
’55, með einstaklega „sjarmer-
andi“ yfirbragði, skemmtilegu
samhengi og I mjög vel endur-
sköpuðu umhverfi og tíðar-
anda, en myndin á að gerast
árið 1957.
Reynolds, með ísmeygilegum
persónutöfrum sínum, sannar
hér að f honum búa afbragðs
gamanleikarahæfileikar; oft er
hann ekki óáþekkur Clark
Cable þegar honum tókst hvað
best upp (IT HAPPENED ONE
NIGHT, IT STARTED IN
NAPLES).
Aðrir leikarar standa og vel
fyrir sfnu, þá einkanlega þjóð-
lagasöngvarinn Jerry Reed sem
Wayne og Don Williams f hlut-
verki Leroy. Art Carney er all-
W.W., Dixie og „danskóngarnir" ð frægum slóðum f Nashville.
góður sem hinn strangtrúaði
uppljóstrari olfufélagsins, er
telur sig eiga f höggi við kölska
sjálfan, þó er eins og hann
skorti herslumuninn við að
framkvæma það sem hann hef-
ur f huga.
Tónlistin í myndinni er af-
bragðsgóð, eins og jafnan þegar
David Grusin á í hlut, en auk
frumsaminnar tónlistar er mik-
ið flutt af „bluegrass“-tónlist og
slögurum frá þessu tfmabili
(.Johnnv B. Goode", „Blue
Suede Shoes“ o.fl.).
Þeim félögum Avildsen,
Reynolds og Grusin hefur því
tekist ætlunarverk sitt; að gera
Warren Beatty.
EKKIER
ALLT SEM
SÝNIST
HÁSKÓLABÍÓ:
SAMSÆRIÐ („The
Parallax View“) + it
Vel gerð og stílhrein mynd
um brennandi spurningu í
huga samtfðarinnar; hverjir
eru það sem stjórna á bak við
tjöldin, og hvers má réttlætið
sín í rauninni í nútfmaþjóðfé-
lagi?
Pakula hefur fullkomið vald
á því að halda athygli áhorf-
andans vakandi yfir upplýs-
inga- og gagnasöfnun blaða-
PuwwWl PWmb Pmonts
MAmtJ.PAmAPfímcrm
THi PAIALLAX VlíEW
HUME CRONYN WILLIAM DANIELS and PAULA PRENTISS
MusiC Scoreð by MICHAEL SMALL Executive Producer GABRIEL KATZKA
Screenplay by OAVID GILER and L0RENZ0 SEMPLE Jr
Produced and Directed by ALAN J PAKULA
R
1 ^ANAVtSlON * ’ECHNlCOlOP* A Paramounl Ptclure
SAMSÆRI
mannsins, láta hann „finna“
eftirvæntingu og spennu góðs
fréttamanns sem kominn er á
sporið.
Þessir kostir, öðrum fremur,
hafa ráðið því að Pakula var
treyst fyrir því erfiða verkefni
að leikstýra myndgerð bókar-
innar ALL THE PRESI-
DENTS MEN, eftir Washing-
ton POST-blaðamennina Carl
Bernstein og Bob Woodward.
Hún þykir'ein athyglisverðasta
mynd þessa árs.
ágætisskemmtimynd af gamla
skólanum um ómótstæðilegan
bragðaref, sem tekst að snúa á
alla og koma öllum í gott skap
og aka siðan blistrandi á braut í
myndarlok, með tvírætt bros á
vör...
Hér hefur ekki þurft að grípa
til neinna bellibragða til að
hafa ofan af fyrir áhorfendum,
„W.W. og Dixie“ er blessunar-
lega laus við allt ofbeldi,
brennivínsþamb og klámkjaft-
æði; er gerð af heilbrigðum
hugsunarhætti og býr yfir sér-
stökum töfrum í anda gaman-
mynda fjórða áratugarins. S.V.
N1
F LA
F1 ESl
KVIKMYNDAHATIÐIN I New
York er tvlmælalaust að verða
einn merkasti viðburður ( kvik-
myndaheiminum. Hún er hald-
in árlega frá 1. til 17. október,
og eru þá frumsýndar jafnan
fjölmargar kvikmyndir, bæði
bandarlskar og engu sfður
myndir úr öðrum heimshlut-
um. Kvikmyndahátíðin f
Cannes er ennþá kunnari, en
frekar fyrir magn en gæði.
Að þessu sinni verða allmarg-
ar forvitnilegar myndir sýndar
þar vestra, og er byrjað að til-
kynna nöfn nokkurra þeirra.
Þ.á.m. er nýjasta mynd Frakk-
ans Eric Rohmer, THE
MARQUIS OF O, sem hann
gerði reyndar í Þýskalandi fyr-
ir Þjóðverja; Rohmer hefur
tvisvar áður átt myndir á hátíð-
inni, þ.e. MY NIGHT AT
MAUD’s, 1969, og CHLOE IN
AFTERNOON, árið 1972. Hin
umdeilda mynd Japanans
Nagisha Oshima, EMPIRE OF
THE SENSES, verður og frum-
sýnd í Bandaríkjunum á þess-
ari hátið, sömuleiðis hið nýja,
rúmlega fimm klukkustunda
verk Bernardo Bertolucci,
1900. Að baki þeirri myndar
standa þrjú bandarísk kvik-
myndaver, Paramount, 20th
Century-Fox og United Artists.
Þau eru í vandræðum með
myndina, sem bæði er talin of
„rauð“ og löng til að hún geti
notið vinsælda vestan hafs.
Meira frá hátíðinni slðar.
Alþýðusamband Austur-
lands mótmælir lagasetn-
ingu í kjaradeilu sjómanna
SVOFELLD ályktun var sam-
þykkt á fundi stjórnar Alþýðu-
sambands Austurlands og full-
trúa aðildarfélaga þess á Reyðar-
firði 10. þ.m.
„Fundur haldinn í stjórn Al-
þýðusambands Austurlands með
fulltrúum sjómanna frá aóildarfé-
lögum þess á Reyðarfirði 10. sept.
1976 fordæmir harðlega þau
bráðabirgðalög sem ríkisstjórnin
hefur nú sett um sjómannakjör.
Lagasetning þessi er ósvífin árás
á sjómannasamtökin, sérstaklega
þegar þess er gætt að yfir hafa
staðió viðræður milli samningsað-
ila um lausn þess mikla vanda
sem sjómenn og útvegsmenn
stóðu í og ekkert lá fyrir um að
verkföllum yrði beitt. Fundurinn
bendir á að það er ekki nýtt að
launamál sjómanna eru lögbund-
in á svívirðilegan hátt og þá ein-
göngu með hagsmuni útvegs-
manna fyrir augum. Þau vinnu-
brögð sýna ljóslega hug ríkis-
stjórnarinnar til sjómanna og fjöl-
skyldna þeirra.
Fundurinn hvetur sjómenn til
að láta sér lagasetningu þessa að
kenningu verða og þjappa sér
saman svo þeir standi sem einn
maður um kjör sín. Þá mótmælir
fundurinn harðlega því gjörræði
ríkisstjórnarinnar að rifta með
valdi hagstæðari kjarasamning-
um sem gilda nú á mörgum stöð-
um þar sem hvorugur samnings-
aðilja hefur sagt upp samningum.
Fundurinn beinir því til sjó-
manna hvort nú sé ekki ástæða til
sameiginlegs átaks til að hrinda
þessari lagasetningu með þvf að
sigla öllum fiskiskipum f land og
sýna þeim í mjúku stólunum að
þeir sem vinna hörðum höndum
fyrir gjaldeyri í þjóðarbúið geti
líka ráðið hvað svo sem öllum
lagasetningum liður.“
FrítlailkynnlnK frá AlþýAusambandi
Austurlands.
— Myndlist
Framhald af bls. 15
legri meðhöndlun efniviðarins.
Er ástæða til að óska Bjarna til
hamingju með þennan árangur.
— Málverkin eru hér miklu
síðri og sundurlausari, gætir hér
meira hiks og stefnuleysis. Bjarni
hefur ekki náð að beizla innri
llfæðar hins vandmeðfarna sviðs
olíumálverksins, formin eru ein-
att óyfirveguð, litirnir grunnfær-
ir og utangátta, festast einhvern
veginn ekki við léreftið — svifa
utan þess. Þó eru hér undantekn-
ingar og bendi ég þá öðru fremur
á mynd nr. 15, „Morgundögg”,
sem ég álít bera af málverkum á
sýningunni. Myndin er vel byggð
upp og mjög óvenjuleg frá hendi
Bjarna, hér sjáum við tvær ein-
mana mannverur á ávölum,
tangamynduðum fleti er liðast um
hálfan myndflötinn, en í bak-
grunninum sér í himin eða haf.
Eitthvað i þessari mynd grípur
skoðandann, og það er einmitt
leyndardómur listarinnar. Óhlut-
lægu myndina „Sumar“ (12)
myndi margur óhlutlægur málar-
inn þykjast fullgóður af er nafn-
kenndari hefur orðið í röðum mál-
ara, sama er að segja um myndina
„Kyrrð” nr. 16.
Bjarni hefur sett andlit inn i
sum óhlutlæg málverk og eina
pastelmynd, og í öllum tilvikum
rjúfa þau myndheildina að mínu
mati. Hér gildir að velja og hafna
og slík vinnubrögð eru einungis á
færi þrautreyndra kunnáttu-
manna, og jafnvel í þeirra hönd-
um mistekst slikt ósjaldan.
Kæmi ekki til hin ágæta röð
pastelmynda og fyrrgreind mál-
verk væri sýningin stórum veik-
ari, en ofanskráðar myndir komu
uadirrituðum skemmtilega á
óvart og þær réttlæta fyllilega að
þeim sé gaumur gefinn.