Morgunblaðið - 16.09.1976, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1976
UmHORP
Umsjón ERNA RAGNARSDÓTTIR.
Spjallað við Einar Guð-
finnsson frá Bolungarvík
EINAR Guðfinnsson heitir tvítugur Vestfirðingur,
fæddur og uppalinn I Bolungarvík. Einar á sæti i stjórn
Sambands ungra sjálfstæðismanna sem fulltrúi Vest-
firðinga.
Hann var stúdent frá Menntaskólanum á ísafirði
1975, annað árið sem sá menntaskóli útskrifar stúd-
enta.
Einar hefur unnið sem blaðamaður á dagblaðinu
Vísi í sumar og vetur. Við ræddum um landsbyggðina,
menntaskólann á ísafirði, starf Einars og það sem
honum er efst í huga þessa dagana.
f MENNTASKÓLA
ÍSAFJARÐAR
Það kom af sjálfu sér að fara
í Menntaskólann á ísafirði,
þar sem Bolungarvík er
næsti bær við ísafjörð. Það
er reyndar aðeins 20 mín.
akstur þarna á milli, en sam-
göngur eru ótryggar að ég
sá mér ekki fært að búa
heima hjá mér og þurfti því
að leigja mér herbergi.
Menntaskólinn eignaðist síð-
an ágæta heimavist. Heima-
vist eykur kynni nemenda
innbyrðis og kennara og
nemenda, sem aldrei yrðu
jafn mikil með öðrum hætti.
Mér líkaði allvel við skólann
en óneitanlega var mér
félagslífið ofarlega í huga
þann tíma sem ég var þar.
Afskipti mín af þeim málum
hófust af alvöru eftir fyrsta
árið. Þarna voru og eru ýms-
ir klúbbar og félög starfandi
og þótt starfsemi þeirra hafi
kannski ekki alltaf verið með
miklum blóma — frekar en
hjá öðrum félögum yfirleitt í
Jandinu — þá var þarna
góður kjarni sem vann stöð-
ugt og fékk miklu áorkað.
Þetta var mjög samhentur
hópur og þrátt fyrir ólíkar
skoðanir á landsmálum
þekktist ekki pólitískur klofn-
ingur. Ég hafði einna mest
afskipti af málfundaklúbbn-
um og stóðum við m.a. fyrir
ýmiss konar kennslu og upp-
fræðslu í ræðumennsku,
fundarsköpum og almennri
félagsfræðslu.
SÓLRISUHÁTfÐ
„Sólrisuhátíðin" svokall-
aða upphófst á ísafirði á
þessum árum. Það var yfir-
lýst markmið hátíðarinnar að
skapa tengsl mílli bæjarbúa
og skólans. Ýmsum lista-
mönnum var boðið, bæði
aðkomnum og ísfirzkum og
var haldin almenn skemmt-
un. Þarna gafst tækifæri til
að kynnast og kynna lista-
fólk staðarins, og þekkja
verk annarra. Það má segja
að hátíðin sé „innblásin" af
listahátíðinni, sem haldin er
hér á landi annað hvert ár.
Nafn sitt dregur hátiðin af
því að hún er haldin á þeim
tíma árs, þegar loks er farið
að sjást til sólár eftir myrkur
skammdegisins. Þegar
fyrsta hátíðin var haldin
buðum við Jökli Jakobssyni
að taka þátt í hátíðarhöldun-
um. Á leið okkar um bæinn
varð fyrir okkur risastórt
skilti, sem við höfðum kom-
ið fyrir hátt á végg Alþýðu-
hússins og á stóð: „Sólrisu-
hátíð" Jökull hrópaði upp
yfir sig: Þetta hlýtur að vera
„the house of the rising
sun"!
Þessi hátíð var mjög vel
sótt og þrátt fyrir að ýmsir
hafi verið efagjarnir í fyrstu,
þá er „sólrisuhátíð" nú fastur
liður í bæjarlífinu ár hvert.
Á þennan hátt skapast
hefðir og venjur, bæði vilj-
andi og óafvitandi.
Telurðu að hefðir hafi
eitthvert markmið í sjálfu
sér?
Þær hafa reynzt nauðsyn-
legar til að koma félagslífinu
á skrið. Þá má náttúrlega
segja að við hefðum alveg
eins getað setzt niður og
bara rabbað saman. En ég
held að ef félagslíf eigi að
vera lifandi, þurfi það að
hafa eitthvert ris eins og t.d.
þessi hátíð í tilefni vorsins.
Þetta er líka spurning um að
skapa eitthvað og fá útrás
fyrir athafnaþrána.
SKÓLINN OG
BÆJARBÚAR
Eins og ég gat um áðan
varðandi markmið „Sólrisu-
hátíðarinnar'' þá tel ég
óhætt að segja að Mennta-
skólinn sé í traustum sam-
skiptum við bæjarbúa og
hefur það sínar ástæður,
jafnframt því að markvisst er
unnið að því af hálfu skól-
ans. Nemendum gefast
margs konar tækifæri til að
vinna með náminu — og
auðvelt er að fá íhlaupa-
vinnu, t.d. við uppskipun.
Skólaböll sem slik voru
ekki mjög tíð, nema fjáröfl-
unarböllin sem voru öllum
opin. Við sóttum mest hina
almennu dansleiki kaupstað-
arins og nærliggjandi sveita.
Síðasta veturinn einbeitti
ég mér meira að náminu en
á því ári gáfum við út nokk-
ur tölublöð af Vesturlandi.
Fékk ég þá mína fyrstu
nasasjón af blaðamennsku.
Þegar kom að hausti var
ég enn óákveðinn og þjáðist
talsvert af námsleiða — fyr-
irbæri sem eldri menn skilja
ekki né vita hvað er.
BLAÐAMAÐUR
Á VlSI
Mig langaði að reyna mig
við blaðamennskuna en
taldi að til slíkra starfa þyrfti
meiri speking en mig. Ég
áræddi þó að tala við Þor-
stein Pálsson, ritstjóra Visis,
með þeim afleiðingum að ég
byrjaði að vinna hjá blaðinu
í september. í vetur ætla ég
auk þess að sækja tíma í
félagsfræðum og hagfræði.
A VISI...
annað að láta sér það lynda
að vera höfð í upplýsinga-
svelti. Manni finnst stund-
um að það séu ákveðnir
menn sem leggja ákveðin
blöð í einelti og hreinlega
neiti þessum blöðum um
upplýsingar. Á hinn bóginn
er skilningur mjög að aukast
á tilgangi blaðanna, flestir
eru almennilegir og koma til
móts við okkur — hitt eru
undantekningar.
„ÆSIFRÉTTIR"
Það sem áður hét upp-
sláttur og æsifrétt er nú talið
„normalt". Þetta kemur til af
bættri aðstöðu og menntun
blaðamanna og hönnuða
blaðanna. Það þarf að gera
grein eða frétt þannig úr
garði að nún verði lesin,
með góðum myndum, sem
segja oft meira en mörg orð,
með fyrirsögnum, sem grípa
auga og athygli lesandans,
með millifyrirsögnum þar
sem sláandi hlutir koma
fram. Allt helzt þetta í hend-
ur við meiri samkeppni milli
blaðanna um lesendurna og
Nú ert þú orðinn ein-
hvers konar reykvískur
„dreifbýlingur" — hvað
með byggðapólitík okkar
íslendinga?
Ef þú hittir mann utan af
landi, þá fer hann strax að
tala um ýmsan vanda sinnar
heimabyggðar, jafnfram þvi
sem hann leitar fregna um
hvað muni vera í þinni
heimasveit. Þetta er kallað
„lókal patríótismi" og er
heldur lágkúrulegt fyrirbæri
af sumum talið Þetta er þó
ekki aðeins ofur eðlilegt og
mannlegt heldur beinlínis
lífsnauðsynlegt. Vandamál
hans byggðarlags er kannski
það, að 10 milljónir kr. til
eða frá gætu ráðið því, hvort
þar er byggð, sem framleiðir
verðmæti eða eyðiþorp.
Þetta er spurningin um
hvort ráðamenn skilja ein-
falda hluti.
Dýpkunarskip í hálfan
mánuð gæti skipt sköpum
fyrir eitt sjávarpláss — fyrir
marga kannski ómerkilegt
mál, en fyrir þær 1—2000
manneskjur, sem þarna
búa, skiptir þetta þó meira
Um blaðamanna-
ífSólrisuhátíð
Margir segja að ég hafi
verið heppinn að byrja þetta
starf einmitt núna. Það eru
umbrotatímar ! blaða-
mennskunni — ekki ein-
göngu hér á landi heldur um
allan heim. Ég held að við
séum að nálgast einhvers
konar byrjun á alvörublaða-
mennsku. Það eru ekki leng-
ur fluttar hráar og yfirborðs-
kenndar fréttir, né er hægt
að segja blöðunum fyrir
verkum á sama hátt og áður
— þó gætir þess enn að-
eins. Blöðin hafa yfirleitt
mikið breytzt.
samkeppni við aðra fjölmiðla
og fjölbreyttari athafnir
fólks. Við sjáum hvað flest
blöð erlendist hafa gjarnan
hrópandi fyrirsagnir og stór-
ar myndir. Hér er slíkt ennþá
af mörgum talið eyðsla á
rými pg prentsvertu.
Kannski erum við enn að
nýta rýmið eins og við gerð-
um þegar við skrifuðum á
kálfskinn.
BLAÐAMAÐUR ER
FJÁRFESTING
„SUMAR AÐFERÐIR
BLAÐAMANNA"
Þeir eru til sem óar við að
blöðin knýi á og eru þeir
farnir að láta frá sér heyra.
Nefna má í því sambandi
ummæli eins embættis-
manns þjóðarinnar um að
honum væri farið að óa við
sumum af aðferðum blað-
manna. Við á Vísi ræddum
ummæli hans mikið og velt-
um fyrir okkur hvað átt gæti
verið við. Við komumst að
því að við höfðum ekki að-
hafzt neitt það sem rangt
gæti talizt, aðeins leitazt við
að fá fram sannleikann. Á
hinn bóginn má segja að slík
ummæli stappi í okkur stál-
inu, frekar en hitt.
Höfuðveikleiki blaðanna
er hvað þau eru fjárvana og
veik gagnvart ráðandi
mönnum og verða hvað eftir
Starfsaldur blaðamanna
er yfirleitt ekki hár hér á
landi samanborið við erlend
blöð. Það er ekki nærri nógu
mikið tillit tekið til þeirrar
reynslu se.m gamlir blaða-
menn hafa öðlazt. Eins eru
mannaskipti of tíð. Undirrót-
in er allt of lág laun blaða-
manna. Það er líka erfitt að
hækka um launaflokka inn-
an blaðanna, nema þá að
verða ritstjórar — gallinn er
bara sá að ekki geta allir
orðið ritstjórar. Margir nota
blaðmennskuna sem stökk-
pall yfir í eitthvert annað
starf með þeim afleiðingum
að blöðin slíta aldrei barns-
skónum.
Hvernig sem leysa má
þetta vandamál þá tel ég alls
ekki ráðlegt að blöðin verði
einhvers konar ómagi á ríkis-
valdinu.
Það er vissulega góð fjár-
festing að launa blaðamenn
vel, sem skilar sér í bættum
afköstum og betra starfi.
máli en hvort náttfarar
fremji einu innbrotinu fleira
eða færra.
Hér er reyndar komið að
máli sem ungir sjálfstæðis-
menn hafa gert að sínu aðal-
máli — en þeir eldri hafa
gleymt — það er dreifing
valdsins og efling stjórn-
sýslumiðstöðva heima ! hér-
aði. Það verður aldrei svo,
að við getum öðlazt fullan
skilning fólks sem býr fjarri
okkur. Þess vegna er eðlileg-
ast að við séum sjálfir í að-
stöðu til að vinna að okkar
máiefnum. Þetta eru hlutir
sem mér ekki gleymast þótt
ég sé her i Reykjavík um
stundarsakir. Ég hef í
hyggju að snúa heim þegar
ég hef aflað mér nægilegrar
þekkingar og reynslu sem
ég tel bezt koma mér og
mínu byggðarlagi. Það hefur
aukizt áhugi á þvi að flytjast
úr Reykjavík og út á land og
það mun verða algengara að
ungt fólk hverfi til baka þeg-
ar það hefur aflað sér
menntunar, svo fremi að því
verði gefinn kostur á að nýta
menntunina. Það er náskylt
valddreifingu að veita fólki
aðstöðu til að starfa i sinu
heimahéraði.
í framhaldi af tali okkar
um fjölmiðla og byggðar-
lög, hvað um frjálst út-
varp?
Ja, ég ætlaði nú einu
sinni sjálfur að setja upp
útvarpsstöð. Á ísafirði vor-
Framhald á bls. 22