Morgunblaðið - 16.09.1976, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1976
31
Magnús Skaftfjeld
Minningarorð
F. 23.5 1893.
D. 7.8 1976.
Magnús Skaftfjeld Halldórsson
var fæddur að Brúsastöðum I
Þingvallasveit 23. maí 1893. For-
eldrar hans voru þau hjónin Hall-
dór Einarsson hreppsstjóri, síðast
bóndi að Kárastöðum i Þingvalla-
sveit, f. 3. sept. 1852, d. 1. júlí
1912, og kona hans Jóhanna
Magnúsdóttir bónda í Ármúla í
Holtum, f. 7. júli 1853, d. 12. ág.
1935. Ættir þeirra eru auðraktar
til merkra manna,, ekki sist
klerka, svo sem skáldsins á Bægis-
á, en öllum ættartölum verður hér
sleppt.
Þegar Magnús er 10 ára flytjast
foreldrar hans búferlum að Kára-
stöðum i Þingvallasveit og við
þann bæ voru þau lengst af kennd
eftir það svo og börn þeirra og
loðir það jafnvel við suma afkom-
endur þeirra enn, þótt þeir hafi
litt eða ekki dvalið þar. Á Kára-
stöðum ólst svo Magnús upp við
venjuleg sveitastörf fram um tví-
tugt. Á unglingsárum gekk hann I
Flensborgarskólann og lauk það-
an prófi við góðan orðstir árið
1911. Ég man það vel, þegar ég
settist I sama skóla mörgum árum
seinna, að verulegu leyti fyrir til-
stilli móðurömmu minnar, að þá
lét hún þess getið, að Magnús
hennar hefði oftast verið hæstur
á prófum þegar hann var I Flens-
borg. Ég skildi hvað hún var að
fara, blessunin.
Á þessum árum var bifreiðaöld
að ganga f garð á Islandi og
skömmu eftir tvítugt sneri
Magnús sér að bifreiðaakstri.
Hann tók bifreiðarstjórapróf árið
1915 og fékk ökuskfrteini nr. 4.
Eftir það varð bifreiðaakstur
hans ævistarf, eða allt til ársins
1972.
Um 1925 stofnaði hann leigu-
bilastöð og rak hana um 30 ára
skeið, fyrst undir nafninu Bif-
reiðastöð Magnúsar Skaftfjelds,
en sfðar undir nafninu Bæjarbil-
stöðin.
Magnús kvæntist 22. des. 1921
Steinunni, f. 16 des. 1893,
Kristjánsdóttur, málara í Reykja-
vík. A næsta ári fluttust þau inn i
húsið að Skólavörðustíg 28, en
það hafði Magnús reist í félagi við
vin sinn, Ásgeir Jónasson skip-
stjóra frá Hrauntúni f Þingvalla-
sveit, og þar áttu þau heima æ
sfðan.
Þau eignuðust þrjú börn, en
þau eru:
Halldór, deildarstjóri hjá Olíu-
félaginu Skeljungi h.f. I Reykja-
vfk. Kona hans er Jóhanna Guð-
mundsdóttir og eiga þau 3 börn.
Sigriður, menntaskólakennari i
Reykjavik. Maður hennar er
Hörður Ágústsson, listmálari. Þau
eigaþrjú börn.
Magnús, prófessor við Háskóla
Islands. Kona hans er Helga Vil-
hjálmsson og eiga þau 3 börn.
Mér er ærinn vandi á höndum
að mæla eftir móðurbróður minn,
Magnús Skaftfjeld. í fyrsta lagi
þekkti ég hann ekki náið, þó að ég
hafi verið heimagangur á Skóla-
vörðustfgnum (en svo kölluðu
ættingjarnir úr Þingvallasveit-
inni ævinlega heimili þeirra
Magnúsar og Steinunnar) frá þvi
1928 og framundir 1940 að ég
fluttist til Austurlands, að komur
mínar strjáluðust. En þó að ég
væri tíður gestur á heimili hans
þá bar fundum okkar ekki svo oft
saman. Hann vann alla daga og
langan vinnudag og vinnutfminn
féll oftast á þann hluta sólar-
hringsins þegar aðrir eiga frf,
kvöldin og næturnar.
I öðru lagi var hann dulur og
ómannblendinn, seintækur og
vandtækur, og auk þess var
aldursmunur okkar það mikill að
varla var við nánum kynnum að
búast.
Það er þvi hætt við að ég lýsi
meir sjálfum mér en honum f
þessum fátæklegu línum, en svo
fer oft þeim, er eftirmæli skrifa.
Mér er ákaflega minnisstæð
fyrsta koma mín á Skólavörðu-
stiginn. Það var haustið 1926. Ég,
sveitadrengur norðan úr Mið-
fjarðardölum, hafði fengið að
skreppa til Reykjavfkur m.a. til
þess að heimsækja ættmenni, en
allt frændalið móður minnar var
syðra. Þá stóð svo á á Skólavörðu-
stígnum, að sveinbarn var nýfætt
og konan lá á sæng. Tvennt eða
kannski þrennt er mér minnis-
stæðast frá þessari heimsókn:
Þetta stóra mikla hús, að mér
fannst og þó sérstaklega marm-
aratröppurnar í stiganum, hvað
mér fannst sængurkonan fádæma
falleg og hvað hún tók mér hlý-
lega og hvað „sængurkonugraut-
urinn" var með afbrigðum góður.
I þetta sinn var viðstaðan stutt
og ég man ekki einu sinni hvort
ég hitti frænda minn, en trúlegt
er það, en tveim árum síðar flyst
ég alfarinn suður og næstu árin
er ég viðloðandi hjá Magnúsi og
Steinunni, eins og áður segir.
Veturna, sem ég var f Flens-
borg, lagði ég það gjarnan á mig
að ganga inn í Reykjavík til að
heimsækja frændfólkið á Skóla-
vörðustfgnum og kannski fyrst og
fremst ömmu mina, Jóhönnu frá
Kárastöðum, en hún var þá blind
orðin og komin i hornið hjá
Magnúsi syni sinum. Aldrei
þurfti ég að ganga suður i Hafnar-
fjörð. Einhver stakk að mér farar-
eyri, en þá kostaði farið tvær
krónur, en það var mikið fé, jafn-
gilti tveggja stunda vinnu verka-
manns.
Þegar kom að minum þriðja
vetri í Flensborg átti ég ekki fyrir
vistinni, en þá buðu þau Magnús
og Steinunn mér að borða hjá sér
vetrarlangt, ef ég yrði í skóla i
Reykjavík og varð það til þess, að
ég fór í Kennaraskólann, og má
þvi segja að sú matargjöf hafi að
nokkru ráðið starfsferli mfnum.
Á Flensborgarárum mínum var
Magnús fjárhaldsmaður minn,
þ.e. hann gekk í ábyrgð fyrir skil-
visri greiðslu. Mér bar að sýna
honum einkunnabókina og skyldi
hann skrá nafn sitt í hana til
staðfestingar á, að hann fylgdist
með þessum námsmanni. Hann
var aldrei margmáll og ég man
ekki eftir athugasemd nema einu
sinni. Þá hafði mér eitthvað hrak-
að I stærðfræði frá fyrri prófum.
„Hvað helvíti hefur þú verið
slappur þarna,“ sagði hann all-
snaggarlega eins og hann átti
stundum til. Ég var ekkert nema
aumingjaskapurinn, en reyndi að
afsaka mig með þvi að ég hefði
gert margföldunarskekkju i stóru
dæmi. „Jæja karlinn, þú reynir að
læra margföldunartöfluna."
Annars var hann ekki afskipta-
samur og allar predikanir voru
honum lítt að skapi. Vel vissi
hann, að á Kennaraskólaárunum
gerðist ég harla „rauður“, en
aldrei reyndi hann að tala um
fyrir mér i þvi skyni að snúa mér
frá þeirri villu. Hann mun hafa
fylgt Sjálfstæðisflokknum að mál-
um, en þá sjaldan að við ræddum
þjóðmál, en það kom fyrir, eink-
um þegar við hittumst nú á seinni
árum, þá fannst mér hann æði
gagnrýninn á stjórnarfarið og sér-
staklega fannst honum fjármála-
stjórn siðustu áratuga með ein-
dæmum heimskuleg.
Einhverjir kunna að hafa staðið
f þeirri meiningu að Magnús væri
fjáraflamaður. Ekkert veit ég um
það, en hitt veit ég að hann gætti
vel fengins fjár og óhóf og eyðslu-
semi þekktist ekki á hans heimili.
Hann eignaðist á unga aldri land-
spildu austur í Þingvallasveit og
honum hefði verið I lófa lagið að
gera hana að féþúfu á þeim árum
þegar mest var sóst þar eftir sum-
arbústaðalandi. En það flökraði
vfst aldrei að honum að selja svo
mikið sem lófastóran blett af
landi sinu. Ég held að honum hafi
þótt mjög vænt um þetta land.
Hann átti þar sumarbústað, en
gaf sér of sjaldan tima til að
dvelja þar. Hann var óskaplegur
vinnuhestur og tók sér aldrei frí
frá verki. Orlof þekkti hann ekki.
Víst er um það að hann fór aldrei
utan, nema einu sinni á yngri
árum i viðskiptaerindum til
Ameríku, og stunduðu þó börn
hans háskólanám árum saman er-
lendis. Hann mun hafa verið orð-
inn hálfsjötugur þegar hann fór i
fjögurra eða fimm daga ferðalag
með Halldóri syni sfnum norður
og austur á land og það var í
fyrsta sinn sem hann kom norður
fyrir Borgarf jörð.
Samt var það svo að ef rætt var
við hann um lönd eða leiðir var
eins og hann þekkti allt, eins og
hann væri hverjum stað þaul-
kunnugur. Hvernig mátti það
vera? Hann las mikið og hann var
einn af þeim fáu mönnum, sem
muna allt, er þeir lesa eða heyra.
Þjóðsögur og ljóð kunni hann orð-
rétt, það fékk ég staðfest oftar en
einu sinni. Þó er mér kannski
minnisstæðast eitt atvik I þvi sam-
bandi. Ég var þá orðinn kennari í
Þingvallasveit. Það var snemma
vetrar. Mér er nær að halda að
það hafi verið á afmælisdegi
bróður hans, Einars á Kara-
stöðum, 18. nóv, að Magnús kom
austur að Kárastöðum ásamt
Ásgeiri skipstjóra. Kannski hafa
þeir átt eitthvað I glasi að minnsta
kosti var gleðskapur góður með
sögum, söng og ljóðum. Ég mun
eitthvað hafa verið að halda fram
hlut yngri skáldanna og þá fyrst
og fremst Davíðs. Magnús var
eitthvað ekki á sama máli. Hann
var aldamótamaður, hans skáld
voru Matthfas Jochumsson, Þor-
steinn Erlingsson, Hannes Haf-
stein, en þó fyrst og fremst Einar
Ben. Og það er ekki að orðlengja
það að þarna þuldi Magnús hvert
kvæðið af öðru þessara skálda og
sum ekki smá svo sem Jörund.
Mér er næst að halda að hann hafi
kunnað Einar Ben. svo að segja
utanbókar, að minnsta kosti hafði
hann á hraðbergi tilvitnanir i Ijóð
hans hvar sem var, það sann-
færðist ég oft um síðar þegar við-
ræður okkar siierust um skáld-
skap.
Seinast þegar ég hitti hann við
fulla heilsu var hann að lesa
Innansveitarkróniku Laxness.
Hann hafði sitthvað að segja um
það verk og sagnfræðina í því
taldi hann ekki upp á marga
fiska. Ég man vel að hann sagði:
„Sagan um hana Gunnu með
brauðið hefur aldrei gerst á Mos-
fellsheiði, en það breytir þvi ekki
að hún er hreinasta snilld." Rit-
snilli Halldórs frá Laxnesi kunni
Magnús vel að meta, en skoðanir
skáldsins og dómar um menn og
málefni voru allt annað.
Magnús stundaði starf sitt fram
að áttræðu og varð aldrei mis-
dægurt en þá varð hann að hætta
vegna sjóndepru. Hann var ákaf-
lega sterkbyggður maður og ég
man að Einar bróðir hans, sem
var mjög harðskeyttur glímu-
maður og var stundum að segja
okkur strákunum i Þingvalla-
sveitinni til I þeirri fþrótt, sagði
eitt sinn þegar rætt var um glímu-
menn: „Magnús lærði eigiplega
aldrei neitt að glíma, en hann var
svo sterkur, að hann gat veifað
okkur eins og tusku og við réðum
ekkert við hann.“
Það þarf áreiðanlega mikinn
hreystiskrokk til þess að þola bif-
reiðaakstur f 60 ár og það segir
lika nokkuð um andlegt jafnvægi
aðgæslu og snarræði að á öllum
þessum árum varð hann aldrei
fyrir neinu alvarlegu óhappi i
akstri.
En kannski hafa siðustu árin
reynt mest á karlmennsku hans,
andlegt þrek og æðruleysi, þegar
hann varð að hætta að vinna og
leggjast öðru hverju inn á sjúkra-
hús en erfiðast hlýtur það að hafa
verið fyrir þennan silesandi
mann að missa sjónina.
En hann átti stoð I lífinu sem
aldrei brást og sist þegar á bját-
aði. Það heimilisöryggi sem kona
hans bjó honum allan þeirra
langa samverutfma hlýtur að hafa
létt honum ævikvöldið. Ég hygg
að hann hafi verið sáttur við lifið.
Hann hafði lifað langa ævi, átt
gott heimili, mannvænleg börn og
myndarlegan hóp barnabarna. Er
þetta ekki það eftirsóknar-
verðasta sem lifið hefur að bjóða,
og er þá nokkuð að vanbúnaði? Er
þá ekki sælast að kveðja fyrir-
varalaust? En það breytir ekki
þvf að við svo snögg umskipti
setur harm að nákomnum
ættingjum og vinum.
Ég sendi þeim öllum mínar
innilegustu samúðarkveðjur og
þá fyrst og fremst Steinunni, sem
á viðkvæmu skeiði ævi minnar
gekk mér með vissum hætti i
móður stað.
Gunnar Ölafsson,
Neskaupstað
— Ódýrara
Framhald af bls. 13.
milljón króna og er það þó aðeins
lítill hluti þess sem við höfum
keypt.
Kristinn var ritstjóri skóla-
blaðsins 'gagnfræðaskólanum sfð-
astliðinn vetur og við spurðum
hann að þvi i lokin hvort félags-
starf nemenda væri komió af stað.
— Nei, svo er ekki, en næstu daga
verður væntanlega kosið I stjórn-
ir og nefndir til að sjá um fram-
kvæmd félagslífsins sagði Krist-
inn. — Þetta er allt á byrjunar-
stigi og ég hugsa að það væri
nauðsynlegt að gera alla nemend-
ur virka, því mikið starf er óunnið
í félagsstarfinu eins og annars
staðar i skólanum.
liif eili0||v e||i oli
** skólaritvélar
Lettera 3S kr. 30.588.00
□ora
kr. 88.800.
olivelli
SKRIFSTOFUTÆKNI hf. Tryggvagötu - Box 454 - Sími 28511
olivettP