Morgunblaðið - 16.09.1976, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1976
33
+ Frank Sinatra, sem er
ákaflega hörundssár maður og
hefur átt I ðtal málaferlum, oft
af litlu tiiefni, vatð fyrir því
um daginn að vera kallaður
„svin“ þegar hann ætlaði að fá
sér mjðlkursopa beint úr fern-
unni, og það var látið fylgja
nafngiftinni, að „svona nokkuð
gerði ekki vel uppalið fðlk“.
Aldrei þessu vant stökk Sinatra
ekki upp á nef sér en sagði
aðeíns: „Fyrirgefðu, mamma."
+ Tommy Steele, sem nú orð-
inn fertugur, ætlar að halda
upp á 20 ára afmæli sitt sem
skemmtikraftur og söngvari
með því að gefa út að ní ju allar
gömlu rokkplöturnar.
Gœtið ykkar á lestunum
+ Bandarisku járnbrautirn-
ar, sem fyrir löngu hafa lifað
sitt fegursta, virðast nú vera að
ganga f endurnýjun iffdag-
anna. Þ6 hefur eimreiðum ekki
fjölgað heldur eru það hjði-
reiðamenn sem setja svip sinn
á teinana þegar þeir geysast
áfram á þrihjðlinu sinu. Þeir
hafa stofnað með sér félag um
þetta áhugamál sitt og upphaf
og endir allra félagsreglna er
sá, að mcnn sýni árvekni og láti
ekki lestirnar koma sér að ðvör-
um.
+ Harry Beiafonte, sem nú
er á hljðmleikaferð um
Evrðpu, setti aðeins eitt skil-
yrði þegar frá samningum var
gengið: að hann þyrfti ekki að
vera með bindi um hálsinn þeg-
ar hann brygði sér á barinn f
þeim hðteium sem hann dvelst
á.
+ „Eg skii nú bara hreint ekki hvers vegna vélin erfiðar svona,
ég finn ekkert athugavert við hana?“
fc lk í
fréttum
+ Lfklega hefur þessi kraftalegi karl frá Yorkshire f Englandi
ekki unnið til verðlauna fyrir þetta stökk sitt en Ijósmyndarinn
hefur trúlega verið hrifinn af þessu sérkennilega sjðnarhorni.
+ Hann gerir sér ekki ailt að
gððu hann Peter Falk, eða
Columbo. Ingmar Bergman
bauð honum hlutverk I mynd
sem hann er að vinna að en
Péter mat leikhæfileika sfna
svo hátt að Ingmar ofbauð.
Columbo tðk þá frakkann sinn
og héit sfna leið.
Mazda eigendur!
Ef þið ætlið að selja bílinn ykkar, þá leitið fyrst
til okkar. Við höfum bjartan og rúmgóðan
sýningarsal og daglega leitar til okkar fjöldi
kaupenda, sem vilja kaupa notaðar Mazda
bifreiðar. Vegna mikillar sölu undanfarið getum
við nú tekið nokkra bíla í umboðssölu.
Bilaborg h.f.
Borgartúni 29
Sími 22680.
HRISGRJON
AMERISK
GÆÐAVARA
O.Johnson & Kaaberhf
PL-85
ný gerð með hálfgegn
sœium skermi sem
gefur hlýja birtu
fvrir allt að 60 w
pnilips argenta
super peru
heimilistœki sf
Hafnarstræti 3— 16555 Sætúni8 — 20455