Morgunblaðið - 16.09.1976, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMbER 1976
39
Keflvíkingar börðust hetjulega
en urðu að þola 0-3 tap I Hamborg
Frá Helmut Forscher í
Hamborg:
Keflvíkingar mega sannarlega una
vel við árangur sinn í fyrri leiknum i
bikarkeppni bikarhafa i knattspyrnu
gegn vestur-þýzka liðinu Hamborg
SV. Úrslit i leiknum, sem fram fór i
Hamborg í gaer, urðu 3—0 fyrir
Þjóðverjana, en eftir gangi leiksins
hefði ekki verið ósanngjarnt að vest-
ur-þýzku mörkin hefðu verið fleiri.
Keflvikingar léku varnarleik frá upp-
hafi til enda og hver einasti leikmað-
ur liðsins barðist af miklum dugnaði
og hörku. Fremstur í flokki var þó
Þorsteinn Ólafsson, markvörður,
sem kom frá Sviþjóð til þess að taka
þátt i þessum leik. Hvað eftir annað
varði hann stórkostlega vel, og
bjargaði hann liði sinu frá enn stærra
tapi.
Fyrirfram höfðu leikmenn Hamborg-
ar-liðsins gert sér vonir um stórsigur i
þessum leik, jafnvel metsigri i UEFA-
bikarkeppninni Þessar vonir þeirra
fengu byr undir vængi þegar það frétt-
ist að Keflvíkingar hefðu verið meðal
neðstu liðanna í islenzku 1 deildar
keppninni i knattspyrnu, en hins vegar
runnu tvær grímur á menn, þegar
fréttist um úrslit i landsleikjum íslend-
inga við Hollendinga og Belgiumenn.
Leikurinn byrjaði mjög vel fyrir Ham-
borgarliðið. þar sem ekki voru liðnar
nema sjö minútur, er Þorsteinn hafði
tvivegis orðið að sækja knöttinn í mark
sitt Það var þegar á 5. minútu, að
Hamborg SV átti prýðilega sókn sem
lauk með skoti. Lenti það í varnar-
manni Keflvíkinga og af honum hrökk
knötturinn út á völlinn, þar sem Zacyk
kom aðvifandi og átti auðveldan leik að
skjóta i Keflavikurmarkið
Aðeins tveimur mínútum síðar tókst
Hamborg SV að splundra vörn Kefla-
víkurliðsins og Reimann skoraði annað
mark leiksins.
En þar með var lika draumurinn
búinn. Keflvíkingar virtust smátt og
smátt losna víð skrekkinn sem ein-
kenndi leik þeirra fyrstu minúturnar og
Æfingar hjá
Erninum
ÆFINGAR hefjast hjá Borðtenn-
isklúbbinum Erninum þriðjudag-
inn 21. september n.k. Æfinga-
tímar verða bjá klúbbnum mánu-
daga, þriðjudaga, fimmtudaga og
föstudaga frá kl. 18.00. Skráning
fer fram mánudaginn 20. septem-
ber í Laugardalshöllinni frá kl.
18.00. Æfingagjöld þarf að greiða
við skráningu.
mjög góð barátta náðist upp í liðinu,
barátta sem hver einasti leikmaður var
vel virkur i FFemstir í flokki voru þó,
auk Þorsteins markvarðar, þeir Einar
Gunnarsson, Guðni Kjartansson og
Gísli Torfason.
Meginhluta leiksins var knötturinn á
vallarhelmingi Keflvíkinga, þar sem
Þjóðverjarnir reyndu að komast að
marki þeirra, en Keflvíkingar að hrein-
sa frá. Knattspyrnan sem hinum rösk-
lega 8.000 áhorfendum var boðið upp
á, var þvi ekki margra fiska virði, enda
fór svo undir lokin, að þeir voru farnir
að púa og baula á knattspyrnumenn-
ina, og um miðjan seinni hálfleik tóku
margir að tygja sig heim á leið.
Af og til í leiknum áttu Keflvikingar
sóknir, en þær voru næsta tilviljunar-
kenndar Það þýddi þó ekki, að þær
væru hættulausar. Þannig tókst Einari
Gunnarssyni að snúa á vörn Hamborg
SV, þegar röskar 30 minútur voru
liðnar af fyrri hálfleik Nálgaðist Einar
mark Þjóðverjanna og var kominn inn í
vítateiginn. er einn af varnarmönnum
Hamborg SV náði honum og skellti
honum flötum. Þarna var varla um
neitt annað að ræða en vítaspyrnu en
tékkneskur dómari leiksins leiddi þetta
atvik hjá sér. Þar með fór hættulegasta
færi ÍBK i fyrri hálfleik í súginn.
Seinni hálfleikur i leiknum í Ham-
borg var hinum fyrri slakari. Þjóðverj-
arnir sóttu alltof þröngt og auðveldaði
það Keflvikingum vörnina Fór sýni-
lega að gæta leiða í þýzka liðinu og
virtist það ekkert hressast við það, er
Hidien skoraði þriðja mark þeirra á 77
mínútu leiksins. Þvert á móti dofnaði
enn yfir leik þess, og Keflvíkingar fóru
að ná skárri sóknum en þeir höfðu gert
fram til þess i leiknum. Aldrei var þó
um neina hættu við þýzka markið að
ræða utan einu sinni — á lokaminútu
leiksins er Steinar Jóhannsson komst
skyndilega í færi. eftir misheppnaða
sendingu Danans Björmose i þýzka
liðinu til markvarðar síns. En þá höfðu
Þjóðverjar heppnina með sér og tókst
að bjarga á elleftu stundu
Beztu menn Keflavikurliðsins i leik
þessum voru sem fyrr greinir þeir Þor-
steinnÓlafsson, Einar Gunnarsson,
Guðni Kjartansson og Gisli Torfason
Varla eiga Keflvíkingar möguleika á að
komast áfram í keppninni, þótt búast
megi við þvi, að þeir verði enn erfiðari
fyrir Þjóðverjana í leiknum i Reykjavík
en þeir voru í þessum leik, en sá leikur
mun fara fram 29 september
Einn leikmanna ÍBK, liðsins, Steinar
Jóhannsson, fékk gula spjaldið í leik
þessum, er honum lenti illa saman við
einn af leikmönnum Hamborg SV.
Leikurinn var lengst af prúðmannlega
leikinn, en dómarinn sem var frá
Tékkóslóvakiu, þótti ekki standa sig
sem skyldi
Einar Gunnarsson, fyrirliði Keflvfkinganna barðist mjög vel f leiknum
í gærkvöldi og stöðvaði ófáar sóknir Þjóðverjanna.
29 sóknir fóru forgörðum
EINS og fram hefur komið I blað-
inu töpuðu Islendingar fyrir
Sviss f þriðja landsleik þjóðanna
I handknattleik f fþróttahúsinu á
Akranesi. Leikurinn var af-
spyrnu lélegur og er varla fleiri
orðum á hann eyðandi en þegar
hefur verið gert. Þ6 er rétt að
geta þess að 29 sóknir fslenzka
liðsins fóru forgörðum og þar af
tapaði Viðar Símonarson fyrirliði
og leikreyndasti maður liðsins
boltanum 12 sinnum.
Svisslendingar spiluðu hraðan
og skemmtilegan handbolta og
gerðu mörg faileg mörk. Beztu
menn þeirra voru fyrirliðinn
Zuliig og Jehle en þeir gerðu
rúmlega helming af mörkum
Svisslendinga. En hér fer á eftir
gangur leiksins f stuttu máli.
1 STUTTU MALI
Gangur leiksins
Mfn. tsland
4. Geir
6.
8.
9. Geir
12. Ágúst
14.
15. Bjarni
16.
17. Þorbjörn
18.
21. Viðar
23.
24. ólafur
1:6
1:1
1:2
2:2
3:2
3:3
4:3
4:4
5:4
5:5
6:5
6:6
7:6
Sviss
Zullig(v)
Jehle
Zullig (v)
Hottiger
25. 7:7 Zullig
27. 7:8 Jehle
28. Viðar (v) 8:8
28. 8:9 Jehie
29. Björgvin 9:9
30. 9:10 Jehle
HALFLEIKUR
31. Bjarni 10:10
34. 10:11 Jehle
36. Geir 11:11
37. Geir 12:11
38. Viðar (v) 13:11
40. Björgvin 14:11
45. 14:12 Affolder
46. Viðar (v) 15:12
48. 15:13 Zuliig
49. 15:14 Schár
52. Björgvin 16:14
53. 16:15 Schár
54. 16:16 Zullig (v)
55. 16:17 Maag
57. 16:18 Maag
58. 16:19 Jehle
58. Viðar (v) 17:19
59. Viðar (v) 18:19
60. 18:20 Graber
MÖRK ÍSLANDS: Viðar Símonar-
son 6, Geir Hallsteinsson 4, Björg-
vin Björgvinsson 3, Bjarni
Guðmundsson 2, Agúst Svavars-
son 1, Ölafur Einarsson 1, Þor-
björn Guðmundsson 1.
MÖRK SVISS: Ernst ZUUig 6,
Robert Jehle 7, Max Schar 2,
Peter Maag 2, Konrad Affolder 1.
Hottiger 1, Urs Graber 1.
BROTTVÍSANIR AF VELLI:
Jehle, Sviss, i 2 mín., Arni
Indriðason 2 mín., Ólafur Einars-
son 2 mín., Þorbjörn Guðmunds-
son 2 mín., Geir Hallsteinsson 2
min., Viggó Sigurðsson 2 min.
MISHEPPNUÐ VITAKÖST:
Svisslendingar áttu eitt mis-
heppnað vitakast, en Islendingar
ekkert.
DÓMARAR: Sviarnir Bromann
og Lövenius. Þeir voru mjög
ákveðnir og ráku fullmikið útaf.
HG.
Zullig
íþróttafélagið Þór,
Vestmannaeyjum
óskar eftir að ráða þjálfara i handknattleik, nk. keppnistimabil, en
félagið leikur í 3. deild. Bjóðum upp á 1. flokks þjálfunaraðstöðu. Allar
nánari upplýsingar,[jefur: Jón Kristjánsson, heimasimi 35716, vinnu-
simi 17165.
Evrópukeppni meistaraliða
Milec: Stal Mielec (Póllandi) — Rcal Madrid (Spáni) 1—2
(0—I)
Mark Mielec: Sekulski
Mörk Real Madrid: Santiilana, Del Bosque.
Nikósfa: Omonia (Kýpur) — Paok (Grikkiandi) 0—2 (0—I)
Mörk Paok: Koudas, Sazafis.
Ferencvaros (Ungverjalandi) — Jeuesse Esch (Luxemburg)
5—1 (3—1)
Mörk Ferencvaros: Nyilasi 2, Magyar, Onhausz, Ebedli.
Mark Esch: Giulani.
Dinamo Kiev (Sovétrikjunum) — Partizan (Júgóslaviu) 3—0
(1—0)
Mörk Dinamo: Onischenko, Troshkin og Biokhin (v)
GSKA' (Búlgarfu) — St. Etienne (Frakklandi) 0—0
Viking (Noregi) — Bantik Ostrava (Tékkóslóvak.) 2—1 (2—1)
Mörk Vikings: Valen, Johannessen
Mark Ostrava: Slany.
Glasgow Rangers (Skotlandi) — Ziirich (Sviss) 1—1 (1—1)
Mark Kangers: Parlane
Mark Zurich: Cuccinotta.
WAC Vín (Austurríki) — Borussia Mönchengladbach (V-
Þýzkal.) 1—0
Mark WAC: Daxbacher.
Evrópukeppni bikarhafa
Belfast: Carrick Rangers (N-trlandi) — Aris Bonnevoie (Lux-
emb.) 3—1 (0—0)
Mörk Rangers: Prenter 2 og Connor.
Mark Aris: Pissinger.
Galati: CSU Galati (Rúmeniu) Boavista Porto (Portúgal) 2—3
(0—2)
Mörk Galati: Marinescu, Cramer
Mörk Boavista: Olteanu (sjálfsmark), Aibertion, Mane.
Sliema Wanderes (Malta) — Turun Palloseura, Finnlandi 2—1
MTK Budapest, (Ungverjalandi) — Sparta Pragh (Tékkóslv.)
3— 1
Lokomotiv Leipzig (A-Þýzkal.) — Hearts (Skotlandi) 2—0
(0—0)
Mörk Lokomotiv: Sekora og Fritsche.
Bodöe Glint (Noregi) — Naplcs (Italiu) 0—2 (0—1)
Mörk Naples: Speggiori tvö.
Rapid Vfn (Austurrfki) — Atletico Madrid (Spáni) 1—2 (1—0)
Mark Rapid: Krankl.
Mörk Atletico: Cano, Ayaia.
Iraklis (Grikklandi) — Apoel (Kýpur) 0—0
Cardiff Cily (Wales) — Dinamo Tbilisi (Sovétr.) 1—0 (0—0)
Mark Cardiff: Alston.
Southamton (Englandi) — Oiympque Marseille (Frakklandi)
4— 0 (3—0)
Mörk Southamton: Waldren, Channon 2 og Osgood.
AIK (Sv(þjóð) — Galalasary (Tyrklandi) 1—2 (0—1)
Mark AIK: Walgrenn.
Mörk Gaiatasary: Azdenak og Under.
Anderlecht (Beigiu) — Roda (Hollandi) 2—1 (0—1)
Mörk Anderlecht: Vercauteren, Rensenbrink.
Mark Roda: Toonstra.
Bohemians Dublin (Irlandi) — Esbjerg (Danmörku) 2—1
(1—0)
Mark Bohemians: Ryan og sjálfsmark.
Esbjerg: H. Nielssen.
UEFA-bikarkeppnin
Austría Salxburg (Austurrfki) — Adanasport (Tyrkl.) 5—0
(2—0)
Mörk Austria: Schwarz 3 og Haider 2.
Manchester City (Engiandí) — Juventus (ltaiiu) 1—0 (1—0)
MarkCity: Kidd.
Derby County (Englandi) — Finn Harps (lrlandi) 12—0 (9—0)
Mörk Derby: Hector 5, James 3. George 3, Rioch.
Queens Park Rangers (Englandi) — Brann (Noregi) 4—0
(2—0)
Mörk Q.P.R.: Bowles 3 og Masson.
Ujpest Dozsa (Ungverjai.) — Atietico Bilbao (Spáni) 1—0
(0—0)
Mark Ujpest: Dunai.
Eintracht Braunswich (V-Þýzkal.) —Holbæk (Danmörku) 7—0
(2—0)
Mörk Einstracht: Frank 3, Stolzenburg 2, Gersdorff, Hollmann.
Hibernian (Skotlandi) —Sochaux (Frakkiandi) 1—0 (1—0)
Mark Hibs: Brownlie.
Næstved (Danmörku) —Moienbeek (Belgíu) 0—3 (0—1)
Mörk Molenbeek: Boskamp og Wellens 2
Tirgu Mures (Rúmeníu) — Dinamo Zagreb (Júgóslav.) 0—1
(0—0)
Mark Dinamo: Jurishic.
Dynamo Bucharest (Rúmeníu) — AC Milan (ltal(u) 0—0
Kuopion Pailoseura (Finnlandi) — Öster (Svlþjóó) 3—2 (0—1)
Mörk Palloseura: Törnroos, Rissanen tvö.
Mörk Öster: Strömberg, Ejderstedt.
FC Magdeburg (A-Þýzkal.) — Cesena (Italíu) 3—0 (2—0)
Mörk Magdeburg: Steinbach og Streich 2
Shakhtyor (Sovétr.) — DyanmoBerlín (A-Þýzkal.) 3— 0 (I—0)
Mörk Shakhtyor: Rogovsky, Sokolovsky og Starukhin.
Slavia Prag (Tékkóslóvakíu) — Akademik Sofia (Búlgar(u)
2—0 (0—0)
Mörk Slavia: Herda og Radolsky.
AEK AÞenu (Grikklandi) Dynamo Moskvu (Sovétrfkjunum
2—0 (1—0)
Mörk AEK: Nicoloudis, Papaioannou.
Fcyenoord (Hollandi) —Djurgaarden (Sviþjóó) 3—0 (1—0)
Mörk Feyenoord: Schneider, Kreuz og Vreysen.
Celtic (Skotlandi) — WislaKrakow (Póllandi) 2—2 (1—0)
Mörk Celtic: McDonald, Dalglish.
Mörk Wisla: Kimiecik og Wrobel.