Morgunblaðið - 28.09.1976, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1976
flPT T- ZSí&fS& ‘ WtölíítSi
ffBp |
iys.
Afhenti forsetanum
verðlaunagripinn
KNAPARNIR sex, sem riðu
fslensku hestunum þvert yfir
Amerfku f sumar eru nú staddír
hér á landi á leið sinni til Evrópu.
Síðdegis í gær afhenti einn
þeirra, Claus Becker, forseta
tslands, dr. Kristjáni Eldjárn,
verðlaunagrip, sem hann vann f
keppni, sem fram fór f fjalllendi
Nevada f bandarfkjunum. Verð-
launagripurinn er gjöf til forseta-
setursins á Bessastöðum.
Á minni myndinni sést dr.
Kristján Eldjárn veita viðtöku
verðlaunagripnum en með honum
á myndinni er gefandinn Claus
Becker. Stærri myndin sýnir
knapana, fararstjórann og þann,
sem annaðist um fóðrun hross-
anna: Max Indermaur (lengst til
vinstri,) Karl Hans Tritz (sá um
fóðrunina), Lothar Weiland, Ullu
Becker, Walter Reldmann,
Johannes Hoyos, Claus Becker og
Gunnar Bjarnason, fararstjóri
hópsins. Ljósmyndirnar tók RAX.
Landhelgisbrot við Ingólfshöfða:
í fangelsi og sekt
Dæmdur
DÓMUR f máli skipstjórans áErl-
ingi RE 65 var kveðinn upp f
Vestmannaeyjum f gær, en
Erlingur var tekinn að ólöglegum
veiðum út af Ingólfshöfða um
helgina. Var báturinn tekinn að
næturlagi með þvf að varðskip
sendi tvo gúmmfhraðbáta að bátn-
um þegar skipið var statt um 15
mflur frá landhelgisbrjótnum.
Allan Magnússon fulltrúi fó-
geta dæmdi í málinu. Var skip-
stjórinn dæmdur í 30 daga varð-
hald og 550 þús. kr. sekt til
landhelgissjóðs, en um ítrekað
brot var að ræða hjá skipstjóran-
um. Afli og veiðarfæri voru gerð
upptæk, metið á 600 þús. kr. og
skipstjóranum var gert að greiða
málskostnað allan.
Síðasti dagur sýningar
Gunnars Hannessonar
GÓÐ aðsókn hefur verið að ljós-
myndasýningu Gunnars Hannes-
sonar að Kjarvalsstöðum. en í gær
höfðu á sjöunda þúsund manns
skoðað sýninguna. 38 myndir eða
um þriðjungur myndanna á sýn-
ingunni höfðu selzt. Sfðasti sýn-
ingardagur er f dag og er sýning-
in opin frá klukkan 16 til 22.
Samkvæmt upplýsingum Gunn-
ars, sonar Gunnars Hannessonar,
hefur sýningunni verið mjög vel
tekið og framar öllum vonum. Þá
gat hann þess að áhugasamir ljós-
myndarar á Neskaupstað hefðu
óskað eftir því að fá hluta ljós-
myndanna austur á Norðfjörð til
sýningar. Höfðu þeir fengið ljós-
myndasýninguna Ljós ’73 til sfn
eftir að henni lauk í Reykjavík og
gaf það góða raun. Sendu Norð-
firðingarnir nú til Reykjavíkur
sérstakan mann til þess að skoóa
sýningu Gunnars, en hann tók
einmitt þátt í Ljós ’73, og var
ákveðið að þriðjungur myndanna
á Kjarvalsstöðum færi austur til
sýningar.
Takmarkið: Enga slysaöldu í ár
Vegfarendur strax á réttri leið
Á SUNNUDAG og mánudag urðu 11 umferðaróhöpp í Reykjavfk.
Sömu daga f fyrra urðu óhöppin 13, þannig að vegfarendur eru á
réttri leið. En þeir verða að gera betur og við munum fylgjast með
þvf á næstu dögum hvernig til tekst. Hér fer á eftir samanburður,
sem slysarannsóknadeild lögreglunnar hefur gert á tveim fyrstu
dögum vikunnar og sömu dögum
SfdastliAinn sunnudag urðu fjögur
Ahöpp f umferðinní.
Um klukkustund eftir miðnætti var
jeppabifreið ekið mjög harkalega aftan á
litla fðlksbifreið, á Skúlagötu við Vitastfg.
ökumaður jeppans hafði ætlað að skipta
um akrein og fylgdist þvf ekki með um-
ferðinni fyrir framan sem skyldi og áttaði
sig ekki fyrr en of seint að ökumaður
fólksbifreiðarinnar hafði stöðvað og beið
færis á að aka inn á Vitastfg. Báðar bif-
reiðarnar voru fluttar af staðnum með
kranabifreið.
Ifyrra:
Um kl. 14.30 varð slys á mótum Rauðar-
árstfgs og Flókagötu. Bifreið var ekið
suður Rauðarárstfg og ætlaði ökumaður
hennar ao beygja austur Flókagötu. Hann
sá bifreið koma á móti og stöðvaði þvf, að
hann taldi á sfnum vegarhelmingi. Hinn
ökumaðurinn sem var á Volkswagen fólks-
bifreið sá hina bifreiðina allt f einu fyrir
framan sig og taldi hana vera komna inn á
sinn vegarhelming. Hann hemlaði, en
bifreiðarnar skullu saman af miklu afli.
ökumaður og farþegi f Volkswagen bif-
reiðinni voru fluttir á Slysadeild, en
ÞANNIG fer þegar stöðvunarskyldan er ekki virt.
meiðsli reyndust óveruleg. Báðar bif-
reiðarnar voru óökuhæfar eftir árekstur-
inn.
Um kl. 15 varð árekstur þar sem bifreið
var ekið af Smiðjuvegi inn á Reykjanes-
braut, en lenti þá fyrir bifreið sem var
ekið til suðurs. Báðar bifreiðarnar
skemmdust talsvert.
Kl. 18.40 var árekstur á mótum Lindar-
götu og Vatnsstfgs, en þar var hinn al-
menni umferðarréttur ekki virtur.
Þennan sama summudag fyrir ári sfðan
urðu aðeins tvö óhöpp f umferðinni.
Annað var á Melatorgi þar sem ekið var
aftan á bifreið, og skemmdir urðu sára-
litlar.
Hitt var mun alvarlegra. Lftilli fólksbif-
reið var ekið norður Háaleitisbraut og
beygt til vinstri áleiðis vestur Miklubraut,
en ók þá á bifreið sem kom á móti og
ætlaði yfrir gatnamótin. ökumaður bif-
reiðarinnar sem beygði og átti að bfða
meðan hin fór hjá sagðist ekki hafa vitað
af hinni bifreiðinni fyrr en áreksturinn
varð. Eignatjón varð mikið.
Þennan fyrsta dag er samanburðurinn
þegar orðinn óhagstæður. Vegfarendur
mega þvf taka sig talsvert á, ef ástandið á
að batna.
Mánudagur 27. sept. 1976
Fyrsta óhappið varð rétt fyrir kl. 8. A
mótum Armúla og Háaleitisbrautar varð
harður árekstur, þegar bifreið var ekið af
Ármúla áleiðis yfir Háaleitisbraut, en
lenti þá fyrir annarri bifreið sem ók til
vesturs.
Kl. 0933 varð umferðarslys. Volkswagen
bifreið var ekið austur Grettisgötu og inn
á gatnamót Frakkastfgs, en 6k þá á hlið
Framhald á bls. 39
Skeiðará að
róast aftur
SKEIÐARÁRHLAUPIÐ rénar
hægt og rólega og I gær var
rennslið komið niður 1300—400
rúmmetra á sek. að sögn Ragn-
ars bónda í Skaftafelli. Sagði
hann að rennslið væri nú eins
og meðalmagn af sumarvatni.
Vatnamælingamenn eru nú
hættir að mæla vatnsmagnið.
Utanríkisráð-
herra kominn
til New York
EINAR Ágústsson utanríkis-
ráðherra og Hörður Helgason
skrifstofustjóri fóru utan föstu-
daginn 24. þ.m. til að sitja alls-
herjarþing Sameinuðu þjóð-
anna í New York. Utanríkisráð-
herra mun flytja ræðu sina fyr-
ir allsherjarþinginu hinn 29.
sept. n.k.
MYNDIN er af Steinberg
Þórarinssyni, Teigagerði 8,
Reykjavík, sem varð undir
vörubifreið við Reykjalund s.l.
laugardag og beið bana. Stein-
berg heitinn var yfirverkstjóri
hjá Miðfelli hf. og stjórnaði
malbikunarframkvæmdum,
sem fyrirtækið stóð að fyrir
framan Reykjalund. Eins og
fram kom í Mbl. á sunnudag-
inn, varð slysið laust fyrir há-
degi s.l. laugardag. Vörubifreið
með malbik var að bakka og
varð Steinberg undir bifreið-
inni og mun hafa beðið sam-
stundis bana. Hann var 47 ára
gamall, fæddur 29. maí 1929.
Biskupsritara
veitt lausn
KIRKJUMALARÁÐUNEYTIÐ
hefur veitt sr. Ulfari Guð-
mundssyni að eigin ósk lausn
frá embætti biskupsritara frá 1.
október n.k. að telja. Sr. Ulfar
var skipaður I embættið á þessu
ári.
Sigurður I. Magnússon
Drukknaði
við Stórhöfða
VESTMANNAEYINGURINN
sem drukknaði við Stórhöfða í
Eyjum s.l. laugardag eftir að
bát hans og félaga hans hafði
hvolft, hét Sigurður I. Magnús-
son. Hann var tvítugur að aldri.
Leit að líki Sigurðar hefur ekki
borið árangur ennþá, en mjög
sterkur straumur er við Brim-
urðina þar sem bát þeirra
hvolfdi.
Arngrímur
lærði á 95
þúsund kr.
RIT Arnagríms lærða var
slegið á 95 þús. kr. á bókaupp-
boði Klausturhóla s.l. laugar-
dag. Aðrar merkar bækur fóru
á mun minna. Rit Björns
Halldórssonar, Lexicon Island-
ico Latino Danicum fór á kr. 75
þús., Flateyjabók I—III. á 42.
þús. kr. og Hervararsaga pá
gammal götska á 30 þús. kr.
Með ærsl
í Miðbænum
UNGLINGAR söfnuðust saman
á Hótel íslands-bílastæðinu við
Austurstræti s.l. föstudags- og
laugardagskvöld, en það hefur
verið siður þeirra undanfarnar
vikur. Söfnuðust nokkur
hundruð unglingar þarna hvort
kvöld og voru með ærsl. I bitið
morgnana eftir komu flokkar
hreinsunarmanna á vettvang,
en sóðaskapur var mikill,
flöskubrot í haugum og annar
óþverri.
Um andlega
framför og þjóð
félagsbreytingu
AÐ undanförnu hefur dvalið
hér á landi maður að nafni
Acarya Mayatiita Brhamacarii.
Er hann á vegum hreyfingar-
innan Ananda Marga, en An-
anda Marga er andleg, þjóðfé-
lagsleg hreyfing, sem hefur
starfað hér á iandi í rúmt ár.
Acarya hefur flutt hér fyrir-
lestra um andlega framför og
þjóðfélagsbreytingu og eru
næstu fyrirlestrar hans um efn-
ið að Fríkirkjuvegi 11 þriðju-
dags- og fimmtudagskvöld kl.
20.
13 ára dreng-
ur olli slysi
ÞAÐ SLYS varð á bllastæði fyr-
ir framan kaupfélagið I Mos-
fellssveit rétt fyrir kvöldmat á
sunnudaginn, að bifreið var
ekið á 6 ára stúlku á reiðhjóli.
Stúlkan slapp án verulegra
meiðsla. ökumaðurinn, 13 ára
piltur, hafði verið að leika sér á
bílastæðinu ásamt félögum sín-
um tveimur, en annar félag-
anna hafði einmitt tekið bíllykl-
ana í óleyfi frá móður sinni.
íslandsfulltrúi
Um 10 þús-
á Ieið til Japansimd gestir
hjá Halldóri
Pétur Thorsteinsson sendi-
herra er nú á leið til Japans frá
Kfna þar sem hann var I heim-
sókn til þess að afhenda trúnað-
arbréf sitt sem sendiherra. Til
Japans fer Pétur sömu erinda
og mun hann hitta Japanskeis-
ara til þess að afhenda honum
trúnaðarbréf sitt f byrjun októ-
ber.
LISTSÝNINGU Halldórs
Péturssonar að Kjarvalsstöðum
lauk f gærkvöldi, en um 10 þús.
manns sáu sýninguna og er hún
með fjölsóttari sýningum fs-
lenzkra málara I Kjarvalsstöð-
um.