Morgunblaðið - 28.09.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1976
Samningar
renna út 1. des-
jember nk.
Skammtfma veiðisamn-
ingar við Breta renna út
1. desember nk. Af því
tilefni beindi Alþýðu-
blaðið nýverið (23. sept.
sl.) fyrirspurn til forystu-
manna í stjórnmálum og
félagasamtökum, hver
væri afstaða þeirra til á-
framhaldandi veiða innan
200 milnanna. Hér fara á
eftir meginhlutar úr svör-
um talsmanna stjórnar-
andstöðuflokkanna.
Svar talsmanns
Alþýðuflokksins
Kjartan Jóhannsson,
varaformaður Alþýðu
flokksins, segir f upphafi
svars sfns: „Alþýðu-
flokkurinn hefur mótað þá
stefnu á Alþingi, að þeir
landhelgissamningar einir
komi til greina, sem viður-
kenna rétt íslendinga til
að ákveða það sjálfir og
einir á hverjum tima,
hvort og þá hve mikið við
vildum leyfa útlendingum
að veiða á fiskimiðum
okkar. Þannig vóru samn-
ingarnir við Norðmenn,
sem Alþýðuflokkur var
samþykkur. Einungis f
slfkum samningum hafa
þingmenn Atþýðuflokks-
ins talið að fælist raun-
veruleg viðurkenning á
200 milunum. í öðrum
samningum hafa útlend-
ingar tryggt sér ákveðið
aflamagn yfir svo og svo
langan tfma, án tillits til
íslenzkra aðstæðna. Slfk-
um samningum hefur
Alþýðuflokkurinn verið
andvfgur."
Siðar f svari Kjartans
segir: „Hjá talsmönnum
Alþýðuflokksins hefur það
sjónarmið komið fram, að
í þeim mæli, sem við vær-
um aflögufærir með fisk
af miðunum við landið og
teldum okkur á hinn bóg-
inn hentugt að tryggja
veiðiréttindi fyrir okkar
skip á fjarlægum miðum
(t.d. Norðursjó), gæti
komið til greina að gera
samninga um slfk skipti:
fisk fyrir fisk, eða réttara
sagt með tilliti til afla-
verðmætis, en allt yrði
það að vera bundið því, að
við teldum okkur það hag-
kvæmt. . . ."
Svar talsmanns
Alþýðubanda-
lagsins
Gils Guðmundsson,
þingmaður Alþýðubanda-
GILS GUÐMUNDSSON
lagsins, svaraði m.a.:
„Við f Alþýðubandalaginu
teljum að ekki komi til
greina neins konar samn-
ingar um veiðar innan
fslenzkrar fiskveiðilög-
sögu, hvorki endurnýjun
fyrri samninga, né gerð
nýrra. Á þessu höfum við
gert eina undantekningu:
við erum ekki andvfgir
samningum við Færey-
inga. ... Að öðru leyti
kemur ekki til greina að
gera neins konar samn-
inga. Hið eina sem
hugsanlega væri til um-
ræðu, eru gagnkvæmir
samningar um veiðirétt
indi. Til dæmis ef um væri
að ræða réttindi til síld-
veiða f Norðursjó, en alls
ekkert annað er til um-
ræðu....
Svar talsmanns
SFV
Magnús Torfi Ólafsson,
formaður SFV, svarar
Alþýðublaðinu svo:
„Afstaða SFV til þessa
máls er óbreytt. Við telj-
um að ekki eigi að semja
um EINHLIOA veiði
heimildir útlendinga inn-
an 200 mílnanna. Hins
vegar mun koma að þvf að
Efnahagsbandalagslöndin
færi fiskveiðilögsögu sfna
út í 200 mflur, og munu
þær útfærslur m.a. taka
til hafsvæðis, sem varða
íslendinga svo sem við
MAGNÚS TORFI ÓLAFS-
SON
Grænland og f Norðursjó.
Þá getur komið til greina
að ræða við viðkomandi
aðila um gagnkvæm veiði-
réttindi. En útfærsla EBE-
rfkjanna kemur auðvitað
ekki til framkvæmda fyrir
1. desember nk., þannig
að afstaða okkar nú hlýt-
ur að vera, að ekki skuli
gera samninga um ein-
hliða veiðiheimild innan
fslenzkrar fiskveiðilög-
sogu"
Enginn úti-
lokaði tvíhliða
samning
Það, sem einkum vekur
athygli f svörum tals-
manna stjórnarandstöðu-
flokkanna, er að enginn
þeirra útilokar möguleik-
ana á tvfhliða veiðisamn-
ingi, sem tryggi gagn-
kvæm veiðiréttindi okkar
og viðkomandi rfkja. Allir
nefna þeir Norðursjó og
einn þeirra einnig Græn-
land f þessu sambandi. Þó
virðist talsmaður Alþýðu-
bandalagsins geta fallizt á
einhliða samning við Fær-
eyinga, án þess að samið
sé um gagnkvæm veiði-
réttindi okkur til handa,
en að öðru leyti séu
„gagnkvæmir samningar
um veiðiréttindi", eins og
það er orðað „hið eina
sem hugsanlega væri til
umræðu."
jazZBQLLetCSKÓLÍ BÓPU.
Vetrar-
námskeið
hefst 4. okt.
N
Likamsrækt og megrun fyrir dömur
á öllum aldri.
if Morgun- Dag- og Kvöldtímar.
if Tímar tvisvar eða fjórum sinnum í viku.
if Framhaldsflokkar — Almennir flokkar —
„Lokaðir flokkar"
if Vaktavinnukonur ath: „lausu" timana hjá
okkur.
if Sérflokkar fyrir þær sem þurfa að missa
1 5 kg. eða meira.
if Sturtur — Sauna — Ljós — Tæki.
if Uppl. og innritun í síma 83730.
JdZZBaLLeCCGKOLÍ BÚPU
b
a
CT
co
?
~1
c
fyrir VÖRUBIFREIÐAR fyrirliggjandi
HJÓLBARÐA-
ÞJÓNUSTAIM
Laugavegi 172 — símar 28080 — 21240.
HEKLA HF.
Laugavegi 170—172 — Sfmi 21240
HEKLA hf-
■ 1 ■«__ •, 72- Simi 21240
Laugavegi^70 - —
ketSnood
frysthostur