Morgunblaðið - 28.09.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.09.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1976 17 Mörg „meistaraverk” á málverkauppboði KLAUSTURHÖLAR, listmuna- uppboð Guðmundar Axelssonar, efna til fyrsta málverkauppboðs haustsins I súlnasal Hðtel Sögu sunnudaginn 3. október n.k. klukkan 15.00. Á uppboðiKlausturhóla sunnu- daginn 3. október verða óvenju- lega mörg málverk eftir ýmsa látna meistara íslenzkrar mynd- listar, en einnig verður þar ýmsar góðar myndir eftir núlifandi lista- menn, yngri og eldri. Af brautryðjendum myndlistar má nefna, að á uppboðinu verður stórt olíumálverk eftir Þórarin B. Þorláksson, en málverk hans eru nú orðin hið mesta fágæti. Þá eru mörg olíumálverk eftir meistara Kjarval, frá ýmsum tímum á ferli hans og ennfremur túss- og kola- myndir eftir sama listamenn, þ.á.m. nokkrar „hausamyndir“ sem svo eru kallaðar. Það telst einnig til tiðinda, að á uppboðinu verða a.m.k. tvær olíumyndir eft- ir Kristinu Jónsdóttur. Annað er meðal elztu málverka listakon- unnar, frá Hreðavatni, talið mál- að um 1917—1920. Og málverk eftir hana frá ítaliu frá árinu 1944. Myndir eftir Kristínu hafa ekki áður verið á uppboðum Klausturhóla. Þarna verða lika boðin upp verk eftir Gunnlaug Blöndal. Auk þess verða málverk eftir Sverri Haraldsson, Hring Jóhannesson, Kjartan Guðjónsson, Barböru M. Árnason, Kristján Daviðsson, Kristin Pétursson, Ölaf Túbals, Eyjólf Eyfells, Örlyg Sigurðsson, Svein Þórarinsson og vatnslita- mynd eftir Snorra Arinbjarnar, Alfreð Flóka, Gunnar örn Gunnarsson og m.fl. Módelmynd eftir Gunnlaug Blöndal Alþjóðlegir Músík- dagar í Boston MUSlKDAGAR ICSM — Alþjóða- samtök um nútlmatónlist — verða haldnir I Boston f Banda- rfkjunum vikuna 24.—30. október n. k. ICSM hefur gengizt fyrir slíkri tónlistarhátíð árlega allt frá 1923, þegar samtökin voru stofnuð af nokkrum nútfmatónskáldum, þ.á m. Berg og Webern, og hafa jafn- an verið leikin verk eftir framá- menn f tónlist og frumflutt verk eftir þekkt tónskáld t.d. Schoen- berg, Berg, Bartok, Stravinsky o. fl. Músíkdagarnir eru haldnir f Bandaríkjunum í ár að tilefni af 200 ára afmæli Bandaríkjanna og hafa ekki verið þar áður. Þeir voru í Reykjavík árið 1973. Á músíkdögunum verða m.a. 13 tónleikar kammersveita og stærri hljómsveita og verða leikin verk eftir tónskáld frá 28 löndum. Tón- listin hefur verið valin af alþjóð- legri dómnefnd, sem hafði úr 400 tónverkum að velja. Meðal hljóm- sveita sem flytja tónlistina, má nefna Sinfónfuhljómsveit Boston- ar undir stjórn Seiji Ozawa, Pro Arte-strengjakvartettinn, Purcell strengjakvartettinn o.fl. Skemmdarverk og þjófnaðir í byggingum NOKKRIR húsbyggjendur innar- lega f Fossvogi hafa orðið fyrir Forsetinn sendi samúðarkveðjur I FRÉTTABRÉFI kfnversku íréttastofunnar Hsinhua News Agency er frá því skýrt að forseti tslands, dr. Kristján Eldjárn, hafi sent ríkisráði Alþýðulýðveldisins Kína eftirfarandi skeyti: „í tilefni láts Mao Tse-tung for- manns, hins mikla og ástsæla leið- toga kínversku þjóðarinnar, sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur og fslenzku þjóðarinnar.“ Allmargar fleiri kveðjur eru birtar frá þjóðhöfðingjum hinna ýmsu þjóða í fréttabréfinu. miklu ónæði að undanförnu. Hafa þeir orðið að skipta um plast f gluggum annan hvern dag að meðaltali og ýmsu lauslegu hefur verið stolið frá þeim eða hent út f buskann. Um helgina voru svo innbrots- þjófar þarna á ferð, stolið var ofni úr einu húsinu, rafmagnstöflu úr vinnuskúr og stýrishjóli og stýris- vél úr ámoksturstæki. Hefur lög- reglan beðið Mbl. að koma þeim tilmælum á framfæri við foreldra f hverfinu, að þeir sjái um að börn þeirra hætti að angra húsbyggj- endur, en grunur leikur á að ungl- ingar vinni megnið af skemmd- arverkunum, sem þarna eru unnin. Yfirlýsing Morgunblaðinu hefur borizt eftir- farandi: Að gefnu tilefni lýsi ég því hér með yfir í tilefni af grein Vil- mundar Gylfasonar í Morgunblað- inu þann 25. september 1976, að Mánudagsblaðið fékk ujnrætt 1. iJi íj so n * t\t » yj s i * Veðbókarvottorð á skrifstofu borgarfógeta þann 9. september og birti það þann 13. sept. 1976. Ennfremur vil ég geta þess í tilefni af skrifum þessum að Al- freð Þorsteinsson, borgarfulltrúi, er ekki höfundur að grein þeirri er birtist í Mánudagsblaðinu þann 13. sept. og virðist hafa vald- ið Vilmundi töluverðu hugar- an&ri Agnar Bogason bt í*f,t imiok, í GÆR var opnuð kynning á finnskhönnuðum iðnaðarvör- um í Kristalssal Hótels Loft- leiða Samtals sýna þarna 18 finnsk fyrirtæki framleiðslu sina, fatnað, skartgripi og heimilisvörur Forráðamenn sýningarinnar sögðu að enn sem komið væri, væri ísland ekki mjög stór markaður fyrir finnskar vörur, en það væri þó að breytast og þessari sýningu væri einmitt ætlað að kynna íslendingum hvað Finnar hefðu upp á að bjóða Sýningin er fyrst og fremst ætluð þeim, sem vinna á þess- um sviðum. en auk þess er hún opin fyrir almenning í dag og á morgun milli 1 6.00 og 22.00. Morgunblaðið heimsótti sýn- inguna í gær og birtum ,við hér nokkrar myndir af því sem fyrir augu bar Marimekko er vörumerki, sem hefur verið selt hér á tslandi I nokkum tfma. Fyrirtækið framleiðir sérfinnsk plögg úr ullar— og baðmullarefnum og þar á meðal er þessi kjóll. Forráðamenn Marimekko sögðu þó að þetta v*ri Ifnan frá s.1. sumri, en þeir v*ru nú þegar búnir að móta Ifnuna fyrir næsta sumar. Þeir segja mikla fjölbreytni rfkjandi og kosta kapps um að koma jafnt til móts við unga fólkið, sem vill frjálsan og hentugan fatnað, og eldra fólk, sem kýs að klæðast hefðbundnum, glæsilegum fatnaði. Hvað vilja FINNSKAR glervörur eru meðal þeirra finnskra framleiðsluvara, sem tslendingum eru að góðu kunnar. Fyrirtækið Wártsila Notsjö sýnir þaraa framleiðslu sfna, sem eru bæði heimilisglervörur, listagler f litlum samstæðum og sérstæðir listmunir. Þessi borðbúnaður er ein nýjungin f ár frá þeim og heitir PIONI. Pioni er samstæða af glerdiskum, skreyttum með blómi, sem eftir stærð disksins opnar sig meira og meira, allt frá brumhnappl til útsprungins blóms. Diskarair eru úr gagnsæju gleri og brún þeirra er ÓJöfn og hrjúf þannig að þeir Ifta út fyrir að vera handunnir. Þessi samstæða fékk Lunnlng-verðlaunin árið 1970, en sá sem hannaði hana heitir Olavi Toikka. Finnarselja okkur. Kultakeskus sýnir m.a. silfurmuni f gömlum stfl og einnig 1 muni eftir fræga finnska hönnuði. Hér sést hluti af framleiðsluvörum þeirra. I FINNSKA fyrirtækið Furlyx kynnir glæsilegar skinnavör- 1 ur. Ljósmyndarinn okkar rak augun f þennan forláta pels, ’ sem er af rauðref og skreyttur með skottum. Framleiðend- urnir sögðu að skinn af rauðref væri eitt það bexta, sem hægt væri að fá, en pelsinn mun kosta 170.000 krónur. Við hittum þaraa Krlstfnu Waage og fengum hana tfl að fklæð- ast pelsinum fyrir myndatöku, en hjá hennl standa forráða- menn fyrirtækisins. Ljósm. Ól. K. M. i»i«íiitWtoá9J itó&Iitó! Bit sin-At jííí, ys

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.