Morgunblaðið - 28.09.1976, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.09.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1976 29 FRAKKLAND Hvaðan hefur hann alla peningana ? PARlSARHJÓL frönsku press- unnar snerist með ískyggileg- um hraða mánuðum saman. Sögufrægir titlar voru boðnir upp, verzlað var með heilar rit- stjórnir eins og dautt innbú, dagblöð og myndablöð voru seld hæstbjóðanda í smásölu. Þegar kyrrð komst á eftir allar æsingarnar, var útkoman þessi: Franski blaðaheimurinn hafði ekki aðeins þjappazt ískyggi- lega saman, hvað eignarhald snerti, heldur hafði hann feng- ið yfir sig nýjan blaðakóng, þar sem var hinn 56 ára gamli þing- maður Robert Hersant. Sum blöð kalla Hersant „Axel Springer Frakklands", en önnur kalla hann feimnis- laust fyrrverandi nasista og fyrrverandi fjárglæframann og fjársvikara. „Þessi maður er hættulegur," boðaði tímaritið Nouvel Observateur, sem lagði Hersant þessi orð í munn: „Allt er hægt að kaupa.“ i rauninni hefur þessi umbótasinnaði þingmaður, eins og hann kveðst vera, keypt sér sannkallað heimsveldi á sfðustu árum og mánuðum. Listinn yfir blöð hans er tilkomumikill: Ellefu dagblöð frá Normandí um París til Pyreneafjalla, að ógleymd- um Antilleyjunum. Ellefu ábatasöm tímarit af öllum gerð- um, frá Bílablaði til Kokka- postillu. Níu viku- og hálfs- mánaðarblöð úti á landi. Ein fréttastofa og nokkrar prent- smiðjur. Veldi hans var dálftið sveita- legt, þangað til hann fyrir ári festi kaup á Parísarblaðinu „Figaro", sem varð áhrifamikið drekahöfuð til að hafa f stafni. Þrátt fyrir ákafa andstöðu rit- stjórnarinnar keypti Hersant þetta íhaldssama, en sögurfka dagblað af hinum aldurhnigna vefnaðarvöru-stórlaxi Jacques Prouvost. 53 blaðamenn fóru frá blaðinu sjálfviljugir, því að þeir kváðust ekki geta þolað hinn nýja eiganda. I viðbót við Figaro komu nú 50 af hundraði hlutabréfa I „France-Soir“, stærsta breiðgötublaði lands- ins. (Upplag 633.000). Seljand- inn var „Mikki-mús“ — útgef- andinn Paul Winkler, sem hafði keypt blaðið fyrir aðeins nokkrum vikum á 78. afmælis- degi sfnum. Að öllu samanlögðu mun nú sjötti hver lesandi dag- blaðs f Frakklandi vera að lesa blað, sem Hersant gefur út. Hersant hefur aldrei dregið dul á það, að hann hafi hugsað sér, að blöðin yrðu einnig mál- gögn fyrir skoðanir hans. Við kosningar hefur það einnig komið skýrt í ljós. En þá fyrst er hægt að líta á fyrirbærið Hersant sem verulega hættu, þegar sameining blaðanna „Figaro“ og France-Soir“ vofir yfir. D:gblöðum í París hefur fækkað niður í tíu, og fjöl- breytni skoðana og sjónarmiða er því stofnað f hættu. Greinilegt hefur verið, að við þessi miklu kaup sfn hefur Her- sant getað treyst á leynilegan en raunhæfan stuðning rfkis- stjórnarinnar. Annars veit eng- inn með neinni vissu, hvaðan hann hafi alla þessa peninga. Svo mikið er þó vfst, að Hersant sjálfur hefur ekki grætt þá. Hagnaðinn af tímaritum sfnum hefur hann að miklu leyti orðið að láta renna til dagblaðanna. I ársbyrjun 1975 varð hann að punga út með tíu milljónir franka til að kaupa sveitablaðið „Nord-Eclair“. Kaupin á hluta- bréfunum f „Figaro" kostuðu hann nokkrum mánuðum sfðar um 60 milljónir franka. Þá, 30. júlí 1975, á Hersant að hafa greitt hluta af kaupverðinu með 5 koffortum fullum af 500 franka seðlum — uppruni þeirra er óþekktur. Rekstrar- hallinn á „Figaro“ nam tveimur milljónum franka árið 1974. Og ROBERT HERSAUT: „Allt er hægt að kaupa“. siðan koma nú sennilega um 25 milljónir franka fyrir „France- Soir“. Þegar menn trúa Hersant til allra mögulegra bragða og klækja, þá er það auðvitað ekki út í loftið. Hann er án vafa ein litríkasta persóna hins franska blaðaheims. Arið 1940 var hann meðal stofnenda öfgasinnaðra samtaka, sem höfðu baráttuna gegn gyðingum og frfmúrurum letraða á fána sína. Síðan gerð- ist hann eindreginn fylgismað- ur Pétains, sem kostaði hann handtöku þegar í stríðslok og missi borgaralegra réttinda árið 1947 i tiu ár. Þá gerðist hann matvörukaupmaður, unz hann hitti á ný æskuást sina: Blaðamennskuna. Upphaf hans sem útgefanda má tímasetja árið 1950, er hann hóf að gefa út ritið „Bílablaðið" (Auto-Journal), sem brátt varð stórgróðafyrirtæki. Hersant varði hagnaðinum til að kaupa stöðugt nýja blaðatitla, og þá allra helzt af fyrrverandi and- spyrnumönnum frá stríðsárun- um. Leið hans til hásætis í blaðaheiminum var allt annað en tandurhrein: Hann hefur hlotið refsidóma nokkrum sinn- um. Eitt skiptið var um að ræða tveggja vikna fangelsi fyrir skattsvik, sfðar verulegar fjár- sektir fyrir fjárdrátt eða með- sekt við þjófnað. Syndaregi- strið var reyndar strikað út með allsherjarnáðun. Þegar Hersant sfðan náði kjöri til þings 1956 með dyggilegum stuðningi blaða sinna, var honum enn á ný gert lffið leitt: Vegna óheiðarlegra aðferða f kosningabaráttunni var hann sviptur sæti sfnu i þjóðar- samkundunni. En hann gafst ekki upp á kapphlaupinu eftir völdum og virðingu, Hersant var endur- kjörinn og réðst f að kaupa þekkt dagblöð. George Pompi- dou studdi hann á laun, þar sem hann vildi heldur að íhaldssamur maður en vinstri- sinnaður léki hlutverk kaupandans. Undanfarið hefur Jacques Chirac verið stuðnings- maður hans eða velunnari. Sím- hringing frá ráðuneyti forsætis- ráðherrans til nokkurra banka er milljóna virði fyrir Hersant. Blaðakóngur með flekk- ótta fortíð Eitthvað slfkt átti sér einnig stað í sambandi við „France- Soir“. Framkvæmdastjóri stjórnarandstöðublaðsins „Nouvel Observateur" var nefnilega lika um boðið. Her- sant var engan veginn eina lausnin. En ríkisstjórnin vildi þó ekki vita af stærsta blaði Parísar í vinstri höndum. Helzt ekki. Ritstjórn „France-Soir“ brást við eigendaskiptum blaðsins, valdatöku Hersants með margra daga verkfalli. Hún talaði um samantekin ráð og hættur skoðanafrelsisins. En á bak við það tal var einnig ótt- inn við atvinnumissi. „France- Soir“ bar ekki af öðrum blöðum að gæðum eða gagnrýni á ríkis- stjórnina, heldur öllu fremur að starfsmannafjölda. Endur- skipulagning er óhjákvæmileg, eins og ljóst má vera af 20 milljón franka rekstrarhalla á ári. I því efni mun Hersant ganga rösklega til verks, þvi að með honum koma ekki aðeins milljónir heldur og nýjar vinnuaðferðir, sem samtima- prentun í Paris og úti á landi gera mögulegar. Auk þess mun samvinnan við „Figaro" gera prentunina mun ódýrari. Hersant hreykir sér nú sem bjargvættur „France-Soir“ — fyrir að hafa vogað að „gera einu tilraunina af viti“. Þegar allt kemur til alls, er um það að ræða að afla sér fjár, ef dæma má eftir þvf, sem nýlega hefur verið eftir honum haft: „Þeir mannvinir, sem leggja fram ótakmarkað fé til að gefa út dagblað með þeim skilmálum, að ritstjórnin sé frjáls og óháð, eiga heima f hinum fjölskrúð- uga draumaheimi blaða- mennskunnar.“ Hvað Robert Hersant á við um sjálfstæði rit- stjórnar blaðs, lætur hann „Figaro“ sýna um leið, svo að ekki verði um villzt: Málið I sambandi við „France-Soir“ og verkfall ritstjórnarinnar er af- greitt með einni tuttugu lína smáfrétt við hliðina á yfirlýs- ingu frá Robert Hersant. — svá — þýddi úr „Die Zeit“. Getur GISCARD d’Estaing forseti Frakklands minnti fyrir þremur vikum marga landa sfna ð þá daga er Charles de Gaulle gegndí embætti forseta landsins, þegar hann með festu og ákveðni losaði sig við forsætisráðherra sinn, Jaques Chirac, og skipaði Ray- mond Barre i hans stað. Álita margir að Giscard hafi þð sýnt góða hæfileika stjðrnmálamanns með því að standa óbifanlegur þegar stjórnmál landsins virtust vera í hreinni upplausn. En samt sem áður bendir margt til þess að þessi ákvörðun hans geti orðið til þess að stytta setu hans á forseta- stóli. Það merkilegasta við þá stöðu, sem nú er komin upp í frönskum stjórnmálum, er :ð þau auknu völd og áhrif, sem forsetinn tók sér með uppgjöri sínu við Chirac um hlutverk forsætisráðherrans, semkvæmt stjórnarskránni, geta kostað hann embættið þegar fram f sækir. Með ákveðna túlkun hans á 20. grein stjórnarskrárinnar f huga (ríkisstjórnin skal ákveða og framkvæma stjórnarstefnuna) þá er það til dæmis ekki lengur hugsanlegt að hann geti gegnt stytt forsetatíð Gíscard forsetaembætti ef Vinstribanda- lagið vinnur kosningarnar 1978 og Francois Mitterand verður for- sætisráðherra. Nýjar forsetakosn- ingar yrðu að fara fram og úrslit þeirra gætu leitt til sömu þrá- skákar og var fyrir hálfum mánuði. Hvernig sú skák gæti endað veit enginn. I deilu sinni við Chirac missti Giscard fmynd sína sem einhvers konar guð, sem hafinn væri yfir allt dægurþras og rfg. „Héðan í frá er enginn skjöldur eða brim- garður á milli hans og meirihlut- ans“, skrifaði Jaques Fauvet, rit- stjóri Le Mond. „Minnsta bára mun skella á honum með fullu afli.“ Giscard verður því að helga sig þingkosningabaráttunni, sem byrjar eftir rúmt ár og kosning- arnar verður hann að vinna. Til þess treystir hann á tvö vopn, en hvorugt þeirra hefur hann enn i höndunum. Annað er að Ray- mond Barre nái skjótum og góð- um árangri f baráttunni við verð- bólguna, sem nú er um 11%. Treystir hann því aá'Barre takist að koma fótunum undir efnahags- málin og tryggja sér þar með fylgi kjósenda, sem annars hefðu falið sósialistum og kommúnistum lausn þeirra mála f kosningunum eftir 16 mánuði. Efnahagsmálin eiga þó eflaust eftir að vekja ein- hverja óánægju í Frakklandi, enda er stefnt að aðhaldi í kaup- gjaldsmálum eins og f Bretlandi og Vestur-Þýzkalandi. Hitt vopnið er að jafnhliða efnahagslegri stórsókn ætlar Gis- card að gerast opnari fyrir sjónarmiðum, sem teljast vera vinstra megin við miðju. Hann telur þó ekki hyggilegt að reyna að reka fleyg á milli sósfalista og kommúnista. Hann álítur að hann geti breytt þeirri jöfnu stöðu, sem nú er I frönskum stjórnmálum, sér I hag ef hann nær að lokka til sfn kjósendur frá sósfalistum með þvf að gefa stefnu sinni meiri vinstri svip. Það að losa sig við Chirac, getur orðið Giscard dýrt að þvf leyti að nú stendur hann berskjaldaður gegn árásum frá þinginu. Þar er Giscard d’Estaing: Á sfðasta snúningi sem forseti? hann f minnihluta með 130 þing- sæti á móti 180 þingsætum vinstri andstöðunnar, en 174 þingmenn gaullista, UDR, gæta jafnvægis- stöðunnar. Gaullistar þurfa að- eins að sitja hjá í atkvæðagreiðsl- um um nokkur mál til að fella stjórnina. Það sem ríður á fyrir Giscard til að halda völdum er að heilla, hræða, villa um fyrir eða sundra gullistum. Áhrifamikla viðleitni f þá átt sýndi hann I sjónvarpi fyrir þrem vikum þegar hann, með minninguna um de Gaulle að vopni, fordæmdi gaullistann Chir- ac fyrir að reyna að koma sér upp valdaaðstöðu til hliðar við forseta- embættið. Hann hitti þar með á veikasta blett gaullista. Sá er, að þeir geta ekki tryggt sjálfum sér valdaað- stöðu, nema gaullisti sé í forseta- embætti, án þess að eiga á hættu fordæmingu og úthýsingu, eins og de Gaulle hefði sjálfur látið hvern þann flokk eða flokksbrot hafa, sem efaðist um völd hans. Giscard notfærði sér undirtök sín með klókindum, með þvf að skipa Barre. Nýi forsætisráðher- ann er utan flokka. Hann er tæknilega sinnaður og harður fylgismaður einingar Evrópu og er fyrrverandi varaforseti fasta- nefndar Efnahagsbandalagsins. Hann fellur tæplega I kramið hjá gaullistum, en hugmyndafræði- lega á hann eitthvað skylt með öllum flokkum. Sjálfur hefur hann sagt að hann sé gaullisti i hjarta sér og de Gaulle fylgdi hans ráðum þegar hann ákvað að fella ekki gengi frankans 1968 og sem hann var gagnrýndur mikið fyrir. Raymond Barre er maður festu og ákveðni f enfahagsmál- um og hann vill með öllum ráðum viðhalda styrk frankans sem gjaldmiðils. 1 þvf ætti hann að njóta stuðnings gaullista. Merki eru nú þegar um það að samstaða gaullista gegn afsögn Chiracs sé nú að rofna eins og sjá má af þvf að einn af leiðtogum þeirra, Olivier Guichard, féllst á að gegna mikilvægri stöðu i rfkis- stjórn Barres. 1 frönsku stjórnmálalffi rikir nú ferskleiki, sem af hluta stafar af þeim eiginleika Barres að geta hrifið menn til áhuga og að hluta af þeirri staðreynd að stjórnar- skipti veita forseta, sem kominn er i vandræði, ákveðinn létti. Frankinn sýnir nýjan styrk, kaup- höllin er að lifna við og andrúms- loft bjartsýni er ríkjandi. Framhald á bls. 39

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.