Morgunblaðið - 28.09.1976, Blaðsíða 40
AIGLÝSINGASÍMINN KR:
22480
íílorgxanblflöiö
AUGI.VsrNGASÍMr\N ER:
22480
ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1976
r
Agætur afli í hringnót:
9000tunnur
yfír helgina
Ilringnótabátar öfluðu vel um
helgina, en hringnótaveiði var
leyfð s.l. laugardag. Alls lönduðu
um 10 bátar milli 8 og 9 þús.
tunnum af sfld úr hringnót.
Var aflanum landað á Akranesi,
í Reykjavík, Grindavik, Vest-
mannaeyjum og Fáskrúðsfirði.
Var síldin mjög misstór en á
Akranesi lönduðu t.d. Rauðsey og
Bjarni Ólafsson liðlega 1000 tunn-
um og út úr því komu 164 tunnur
af stórsíld en 846 tunnur af milli-
sild og smásild, sem aðeins selzt á
Rússlandsmarkað.
Reknetabátar á Hornafirði
lönduðu tæplega 1000 tunnum s.l.
laugardag og um 800 tunnum f
gær.
50-100% hœkkiui
umferðarsekta
□----------------------------□
Arekstrar um helgina og samanburður
við árið 1975. SJá bls. 2. r-,
I ] -----------------—— -----U
FYRIR dyrum standa verulegar
hækkanir á sektum við hvers kon-
ar umferðarlagabrotum sem
framin eru f borginni. Eru þessi
mál f mótun hjá lögreglustjóra-
embættinu að sögn Sturlu Þórðar-
sonar fulltrúa við embættið. Er
Ifklegt að hækkunin verði á bil-
inu 50—100% á einstökum flokk-
um sekta og að hún taki gildi á
næstu vikum. Þessar sektir koma
verulega við pyngju borgaranna
og má sem dæmi nefna, að í fyrra
voru gefnar út 4805 kærur fyrir
umferðarlagabrot og lætur nærri
að sektarupphæðin sé 20 milljón-
ir króna. „Og eina ráðið til að
losna við að greiða sektirnar er
einfaldlega að fara eftir settum
reglum,“ sagði Sturla.
Lögreglan reynir að sjálfsögóu
að fylgjast eins vel með að reglur
séu haldnar í umferðinni og
mannafli og tækjaútbúnaður leyf-
ir. Hefur sérstök áherzla verið
lögð á að reglur um ökuhraða,
stöðvunarskyldu og umferðarljós
séu hafðar í heiðri, og hafa sér-
stakir flokkar haft eftirlit með
þessum þáttum.
Að sögn Sturlu Þórðarsonar eru
sektir fyrir of hraðan akstur nú á
bilinu 3—10 þúsund krónur. Fer
það eftir hraða og aðstæðum hve
sektin er há, t.d. er ekki sama
hvort maður er tekinn á 100 km
hraða á Vesturlandsvegi eða á
Hringbrautinni fyrir framan elli-
heimilið Grund. Hraði bifreiða er
langoftast mældur með radar eða
þá skeiðklukkum, en stundum
eru menn teknir við aðrar aðstæð-
ur, t.d. af lögreglumönnum í bil
eða á mótorhjóli. Eru oft mestu
glannarnir teknir við slíkar að-
stæður, þeir hafa þá vakið athygli
lögreglumanna með akstri sinum.
Að sögn Sturlu er algengast að
ökumenn séu teknir á 65—75 km
Framhald á bls. 39
Hassmálið:
MIKILVÆGT VITNI
í 30 DAGA GÆZLU
UNDANFARNA daga hef-
ur lögreglan auglýst eftir
manni einum, Franklín K.
Steiner vegna rannsóknar
hassmálsins, sem hefur
verið í gangi að undan-
förnu. Maðurinn gaf sig
ekki fram 5 fyrstu dagana
og í tilkynningu lögregl-
unnar sagði, að grunur léki
á að maðurinn væri í felum
hjá kunningjum sinum.
Á sunnudaginn klukkan 17.30
gaf maðurinn sig loks fram á lög-
reglustöðinni í Reykjavík. Var
hann strax færður til yfirheyrslu
og í gær var hann úrskurðaður f
allt að 30 daga gæzluvarðhald á
meðan rannsókn málsins fer
fram. Að sögn Arnars Guðmunds-
sonar fulltrúa við Fíkniefnadóm-
Seldi í Þýzkalandi:
20% af afl-
anum ónýtt
Snæfugl seldi í gær 1 Cuxhaven f
Þýzkalandi 49 tonn fyrir 61 þús.
mörk, eða 4.6 millj. fsl. kr. en 8
tonn af aflanum reyndist ónýtur.
Meðalverð á kg var um 95 kr.
stólinn, er talið að maður þessi sé
mikilvægt vitni f málinu. Maður-
inn er 29 ára gamall.
Nú sitja inni 5 menn vegna
þessa hassmáls, þrír um tvítugt,
einn 24 ára og einn 29 ára. Á
föstudaginn var gæzluvarðhald
eins þessara manna framlengt um
15 daga.
Það var lff og fjör f tuskunum hjá Bæjarútgerð Reykja-
víkur í gær, enda síldarstemmning og allt sem því fylgir.
Herramaðurinn á myndinni var að láta ungfrúna hafa
merki fyrir fulla tunnu og virðast bæði sátt f atinu.
Ljósmynd Mbl. ÓI.K.M.
Stórfiskur í
snurvoð við
Reykjanes
LANDHELGISGÆZLAN kannaói
um helgina afla og veiðarfæri hjá
snurvoðarbátunum við Reykjanes
og kom f Ijós að um 80% af afia
þeirra var stór og fallegur koli, en
20% var annar fiskur, allt stór-
fiskur. Smáfiskur sást ekki f afl-
anum en möskvastærðin er 170
mm.
Votmúli
er aftur
til sölu
BtJNAÐARBANKINN hefur aug-
lýst til sölu jörðina Votmúla I og
II I Árnessýlu, en sem kunnugt er
reis mikil deila um jörð þessa
þegar til stóð að selja hana fyrir
fáeinum árum.
Að sögn Stefáns Pálssonar hjá
stofnlánadeild landbúnaðarins er
það ekki stefna bankans að eiga
jarðir og þess vegna hefur nú
verið óskað eftir tilboðum í jörð-
ina. Báðir jarðarhlutarnir eru til
sölu, eins og fram kemur, og
verða seldir f einu eða tvennu lagi
eftir ástæðum, en Stefán kvaðst
þó fremur vantrúaður á að svo
fjársterkur aðili kæmi fram, er
keypt gæti jörðina f einu lagi.
Reykhólahreppur:
„Tugmilljón kr. skuldbindingar
vegna Þörungaverksmiðjunnar”
„Hvað verður úr varðandi fram-
hald þangvinnslunnar á Reykhól-
um er mest f deiglunni ennþá og
þvf miður er ekkert fullvfst enn-
þá“, sagði Ingi Garðar Sigurðsson
oddviti Reykhólahrepps og
stjórnarmaður f Þörunga-
vinnslunni þegar Mbl. innti f gær
frétta af gangi mála.
„Hreppurinn hefur lagt um 2,5
millj. kr í fyrirtækið," sagði Ingi
Garðar en það er ekki það versta í
þessu sambandi ef þetta fyrirtæki
getur ekki gengið. Hitt er að
hreppurinn er búinn að byggja 4
einbýlishús fyrir starfsmenn
verksmiðjunnar, upp á 30—40
millj. kr., og ef leigutakinn, sem
er verksmiðjan, getur ekki staðið
við skuldbindingar sínar, þá
lenda allar skuldbindingar
„Reyna verður
alla möguleika,”
segir oddvitinn
þeirrar framkvæmdar á hreppn-
um, auk þess sem hreppurinn
| stendur uppi með tekjutap, bæði
af fyrirtækinu og starfsmönnum.
Það er þó ekki ástæða til mestu
svartsýni enn sem komið er.
Erfiðleikarnir hafa að vísu orðið
talsvert meiri en búast mátti við,
en það er engan veginn hægt af
neinni ástæðu að leggja upp laup-
ana eins og málið stendur án þess
að reyna alla möguleika til fulls.
(Jr því sem komið er verður að
þaulreyna alla möguleika, svo
mikið er í húfi.
Stórt atriði f þessu er t.d., að
það vantaði meira heitt vatn hér f
sumar og það reyndi því aldrei
virkilega á þangöflunina. Þetta
var ákaflega slæmur punktur með
vatnið. 1975 þegar borað var, skil-
aði holan 47 sek.l. af vatni, en
þegar farið var að keyra verk-
smiðjuna og nota vatnið allan
sólarhringinn fór rennslið niður
um liðlega helming og kom þar
m.a. til að ekki hafði verið gert
ráð fyrir köldu lofti í sambandi
við þurrkun. Þá var ákveðið að
bora eina holu til viðbótar, en hún
verður væntanlega boruð nú f
haust.
Rétt er að prammarnir til þang-
Framhald á bls. 39
Síðustu litasjónvarpstækin seld:
Aðeins verið að búa til kaupæði
síðar meir — segja innflytjendur
A NÆSTUNNI verða seld I
verzlunum síðustu litsjónvarps-
tækin, sem landsmenn eiga
kost á að eignast á næstunni.
Litsjónvarpstæki voru tekin af
frflista f nóvember f fyrra, en
þá var búið að flytja inn rúm-
lega 900 tæki, sem eftir var að
tollafgreiða. Að sögn Björgvins
Guðmundssonar, formanns
gjaldeyrisnefndar, var ákveðið
af hálfu viðskiptaráðuneytis-
ins, að tæki þessi skyldu leyst
út f áföngum, og nú væri það að
gerast að verið væri að afgreiða
sfðasta hlutann af þessum tækj-
um eða alls rúmlega 300 lit-
sjónvarpstæki. Björgvin sagði,
að ekkert hefði verið ákveðið
um frekari innflutning og hann
kvað ekki horfur á þvf f dag, að
innflutningur á fleiri tækjum
yrði leyfður f náinni framtfð.
Þá hafði Morgunblaðið tal af
Rafni Johnsson, forstjóra
Heimilistækja hf., sem sagði að
með þessari ráðstöfun væri ver-
ið að leysa ákveðinn vanda, sem
varð hjá innflytjendum, þegar
yfirvöld stöðvuðu fyrirvara-
laust innflutning á litsjónvarps-
tækjum f fyrra. Þá hefðu verið
á leiðinni til landsins mjög
mörg tæki, sem væru búin að
liggja hér á landi síðan og núna
fyrst væri endanlega verið að
afgreiða sfðustu tækin.
Rafn sagði, að þeir innflytj-
endur sem nú væru að fá út-
hlutað tækjum til sölu, væru
þannig að fá leyfi fyrir tækjum
sem komu til Iandsins fyrir allt
að ári sfðan og hefðu síðan legið
í tollvörugeymslu. Ákvörðunin
um að taka tækin af frilista
hefði verið tekin fyrirvaralaust
en innflytjendur síðan dregnir
á afgreiðslu og engin skýr svör
getað fengið hjá ráðuneytinu.
Tækin væru í algjörum vanskil-
um hjá erlendu seljendunum
og kostnaður allur, vextir og
geymslukostnaður hefði hlaðizt
upp á þessum tíma og valdið
innflytjendum verulegu tjóni
Framhald á bls. 39