Morgunblaðið - 28.09.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.09.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1976 23 Frá ráóstefnu Norðurlandaráðs: AP-símamynd FRÁ RÁOSTEFNUNNl — Ragnhildur Helgadóttir við setningarathöfnina á ráðstefnunni I Kristiansand I gær. Lýðræði byggist á virðingu fyrir mannréttindum og skoðunum annarra Ragnhildur Helgadóttir al- þingismaður setti í gær í Kristiansand í Noregi ráð- stefnu Norðuriandaráðs um „lýðræði í stjórnsýslu", eins og fram kemur í frétt hér i blaðinu í dag. Hér er setning- arræða Ragnhildar. Háttvirta samkoma. Um leið og ég þakka Noregsdeild Norðurlandaráðs fyrir að taka á móti okkur hér í Kristiansand býð ég fyrir hönd forsætisnefndar ráðsins ráð- stefnugesti hjartanlega velkomna til þessa móts. Sérstaklega búð ég vel- komna fyrirlesara, sem sýnt hafa þá velvild og áhuga að taka þátt i ráð- stefnustörfum okkar. Öll erum við lýðræðissinnar. Um það er engin spurning. Við ætlum ekki að ræða um hugtakið lýðræði í fræðilegum skilningi að þessu sinni og þvi siður ræða hvort við erum með því eða móti. Við ætlum hins vegar að reyna að gera okkur grein fyrir vandanum, sem steðjar að lýðræð- inu, reyna að átta okkur á, hvernig við getum bætt það og styrkt í störf- um okkar. E.t.v. hefðum við átt að ræða um þá hættu, sem ýmislegt í samtímamenningu okkar hefur i för með sér fyrir sjálfan grundvöll lýð- ræðisins persónuleika mannsins. Lýð- ræðið byggir á persónuleikanum. Ef þau öfl, sem gera litið úr eða brjóta niður persónuleikann verða of sterk er lýðræðið i hættu. Við göngum út frá þvi, að hver einstaklingur hafi dómgreind og þroska til að eiga hlut að þeim ákvörðunum, sem lýðræðið hefur upp á að bjóða. Það felur líka í sér réttinn til að komast að rangri niðurstöðu. En við verðum stundum að taka orðið lýðræði með varúð. Við höfum séð orðið lýðræði notað um fyrir- komulag, sem við getum víst verið sammála um, að sé engan veginn lýðræðislegt. Orðið sjálft hefur póli- tiskt aðdráttarafl og þess vegna stöndum við nokkuð hjálparvana and- spænis léttúðlegri notkun þess. Þess vegna afmörkum við það betur og segjum „pólitískt lýðræði ', Jýðræði í stjórnarfari" eða „þingræðislegt lýð- ræði". Ljóst er, að eftir okkar skilningi er um að ræða „folkestyre", virðingu fyrir mannréttindum og skoðunum annarra. Hið pólitíska lýðræði byggir á þeirri hugmynd að vilji fólksins ráði úrslit- um. Fólkið velur sjálft menn til að ann- ast daglega stjórn rikisins. Nú er sá tími liðinn, er Aristoteles og Plató kenndu, að hið sanna lýðræði fælist i því að borgararnir væru helst allan sólarhringinn á torginu og ræddu þar um stjórn og hag ríkisins. Sagt hefur verið, að nú á dögum mættu engir vera að því að haga sér svo nema atvinnustjórnmálamenn. Nú eru sam- félögin önnur og flóknari. Á Norður- löndum höfum við tekið að erfðum þau lýðræðissjónarmið, sem birtast í þingræðinu. Norðurlandaráð er vettvangur þingmannanna, þeirra manna, sem kjörnir eru til pólitískra starfa í al- mennum kosningum. Það er í hæsta máta þingræðisleg stofnun og því kjörinn vettvangur til umræðna um þingræðið sjálft og starfsemi þjóðþinganna. Umræður um þing og þingstörf hafa oft og víða farið fram sem gagnrýni á þing eða þingmenn stundum vegna lítils kunn- ugleika á þingstörfum. Þingmenn sjálfir hafa of oft verið í varnarstöðu og þeir hefðu mátt gera meira af því að taka frumkvæði í slíkum umræð- um. Víða um lönd hefur orðið vart vax- andi vantrausts á stjórnmálum og stjórnmálamönnum og það í svo rik- um mæli að áhrif þjóðkjörinna þinga bíða hnekki. Þar með verða veikari undirstöður þess stjórnarfars’, sem við viljum Við þingmennirnir leysum ekki þetta mál með þvi að setja okkur i varnarstöðu fyrir gagnrýni. Ræturnar liggja trúlega dýpra en svo. Og eng- um er það skyldara en okkur sjálfum að sjá til þess að áhrif þinganna séu þau, sem krefjast má í lýðræðisríki. Þingræði í strangfræðilegum skilningf er það, að ríkisstjórnirnar styðjast við þingmeirihluta. En það fullnægir ekki hinu pólitíska lýðræði, að meirihluti þings standi á bak við ráðherrana, og samþykki hvert það frurhvarp um flókin efni, sem embættismenn ríkis- ins búa til. Ef svo væri, væri nóg að hafa t.^r sjö eða niu þingmenn í Svíþjóð og 3 á íslandi. Nei, meira þarf til. Svo enn sé sótt til Grikkjanna fornu, framkvæmd lýðræðisins felst i umræðunni og athugun málsins. Mér sýnist vera nokkuð Ijóst og held, að svo sé hjá þingum margra þjóða að nauðsynlegt sé að auðvelda þingmönnum umræður um mál og athugun á þeim. í ýmsum skilningi þarf að bæta vinnuskilyrði þing- manna. Ef til vill kemur sá timi, að lágmarksreglur þurfi að setja um þetta. Hér skiptir fleira máli en umræðan i þingsalnum. Stjórnmálaflokkarnir og þingflokkarnir haf hér þýðingarmiklu hlutverki að gegna. Um störf þessara stofnana, sem svo miklu ráða um skipan þings og störf þess eru reglur á reiki, oft óljósar og stundum engar. Leiðir milli þings og hinna ýmsu stofnana ríkisins og embættismanna þess þurfa að vera greiðari til að þingin geti gegnt skyldu sinni. Ég gæti trúað að flestir hér hafi einhvern tíma orðið varið við merki um hættu á því að stjórnmálamennirnir annars vegar og embættismannakerfið hins vegar geti orðið tvær nokkuð lokaðar heildir. Vel mætti hugsa sér, að hér gæti t.d. orðið til bóta að virkja þingmenn meira til undirbúnings frumvarpa með embættismönnum. Þessi til- hneiging til einangrunar er eitt af því, sem veikir lýðræðið, eitt af því sem stendur í vegi fyrir því, að þingmenn geti fullnægt þeirri skyldi sinni af hafa eftirlit með ríkisstarfseminni. Hitt er svo annað og mjög mikilvægt, að reglum þeim, sem gilda um meðferð ríkisvaldsins og skiptingu þess sé rækilega fylgt. Annars getum við ekki búist við því, að fólk virði reglurnar né heldur stjórnendurna, sem þær setja. Fyrir mörgum árum sá ég á vegg í eldhúsi i húsmæðraskóla á íslandi áberandi skilti með þessari áletrun: „Staður fyrir hvern hlut. Hver hlutur á sínum stað." í margra ára stjórnmála- starfi hef ég séð þessa áletrun fyrir mér aftur og aftur. Hún ætti allt eins brýnt erindi i sali landsstjórnarinnar og i eldhús húsmæðraskólanna. Þetta kjörorð gerir kröfu til þess, að maður viti hvar er staður fyrir hvern hlut og maður vilji og nenni að láta hvern hlut á sinn stað. Kæru kollegar. Við eigum að túlka viðhorf almenn- ings í starfi okkar. Við eigum lika að hafa áhrif á viðhorf almennings með þeim upplýsingum, sem okkur ber sem þingmönnum að hafa aðgang að Við óttumst stundum þetta leyndardómsfulla fyrirbrigði, sem nefnist almenningsálit. Það er leyndardómsfullt vegna þess að eng- inn veit fyrir vist hvernig það varð til og við vitum ekki einu sinni hvort það er sem sýnist eða það sem hæst heyrist. Við óttumst um atkvæðin okkar og til hafa verið þeir stjórnmálamenn sem óttast óvinsældir meir en nokkuð annað — meir en ranga ákvörðun. Það er sem sé nokkuð Ijóst að ýmislegt hafa stjórnmálamenn að ótt- ast. Eitt má stjórnmálamaður þó aldrei óttast og það er eigin sannfæring. í ríkjum okkar túlkum við viðhorf almennings, umbjóðenda okkar, með því að fara eftir eigin sannfæringu og samvisku, eins og fyrir er lagt í stjórnarskrám okkar, því að við erum spegilmynd þess samfélags sem við störfum í og störfum fyrir. í þessu felst galdur stjórnmálanna. í þessu felst aðdráttarafl hins pólitíska lýð- ræðis. Við stjórnmálamennirnir stönd- um í dag frammi fyrir vanda, sem engum stendur nær en okkur sjálfum að gera okkur grein fyrir. Menn fóru um svipað leiti og við í Norðurlandaráði að hugleiða þessi mál á likan hátt. Þannig hélt Benelux þingmannasambandið ráðstefnu um svipað efni i fyrra og Evrópuráðið i vor. Þetta undirstrikar, að hér er um brýnt dagskrármál að ræða, hjá hinum fáu lýðræðisrikjum heims. Til þess að hjálpa okkur stjórnmála- mönnunum höfum við fengið menn, sem okkur eru fróðari um ýmis þau svið sem mest áhrif hafa á þróun stjórnmálanna. Á þessum sviðum eru hinir leyndardómsfullu þættir, sem stundum vekja stjórnmálamönnum ótta, stundum efasemdir, stundum styrk. Hér eru fulltrúar fjölmiðla, hagsmunahópa, visindamanna, kennara og æskulýðs. Við þingmenn- irnir hlökkum til að njóta leiðbeininga ykkar og eiga við ykkur orðræður. Við vonum að við getum öll haft gagn af og fáum hugmyndir um hvernig við getum bætt pólitískt lif í löndum okkar. Ráðstefnan er sett.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.