Morgunblaðið - 28.09.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.09.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1976 Ljósmynd Öl.K.M. Dr. Ericke ásamt konu sinni Ingeborg og Ævari Guðmundssyni. „Höfum þegar gert velhepqn- aóar tilraunir með að senda orku um andrúmsloftið" FYRIR skömmu dvaldist hér á landi i boði iðnaðarráðuneytisins bandaríski visíndamaðurinn dr. Kraaft A. Ericke, sem hefur lagt fram hugmyndir um hugsanlegan orkuflutning héðan um gervihnetti en dr. Ericke er aðili að fyrirtækinu Power Satelite Corporation. Grein um þetta mál birt- ist í Mbl. 20. ágúst sl. og vakti mikla athygli, einnig flutti dr. Ericke fyrir- lestur um þetta mál í Háskóla íslands. Þetta mál hefur sem fyrr segir vakið mikla athygli og eru skoðanir manna eðlilega skiptar. Mbl. hitti dr. Ericke að máli í siðustu viku ásamt ívari Guðmundssyni aðalræðismanni Is- lands í New York, sem fylgdi honum á þessari íslandsferð, en ívar er upp- hafsmaðurinn að ferðum dr. Ericke hingað Við spurðum dr. Ericke fyrst að því á hvaða tæknilegu stigi þessi orku- flutningsaðferð væri nú? — Ég held að það hafi ekki komið nægilega skýrt fram í umræðum um þessi mál, að við höfum þegar lokið við velheppnaðar tilraunir við að senda rafmagn gegnum andrúmsloft með örbylgjum. Þessar tilraunir hóf- ust á sl. ári og stóðu fram á sumar í ár í Mojaneeyðimörkinní í Kaliforniu í samvinnu við bandarísku geimferðar-, stofnunina NASA. í þessum tilraun- um náðum við að senda allt að 325 kw orku 1 500 metra vegalengd. Nýt- ingin úr sendri raforku, eftir að hún hafði farið þessa leið og gegnum straumbreyti í mótökustöðinni var 82—83%, og þessar niðurstöður sýna okkur fram á að við eígum að geta náð allt að 87% nýtingu út úr slikum sendingum. Þó að við höfum náð að smiða tæki til sendinga þá er sú tækni ekki fullkomin, en færir okkur engu að síður heim sönnun þess að þetta er framkvæmanlegt og að þetta er engin hugmynd, sem bíður framtíðarinnar. Þessar tilraunir sýndu okkur einnig að sendingar orku um andrúmsloftið hafa engin skað- vænleg áhrif á gróður og dýr Ský helztu vandamálin. — Hver yrðu helztu vandamál í sambandi við slíkan orkuflutning milli landa? Aðalvandamálið á þessu stigi eru ský. Ský virka eins og gluggi á raf- magnið og geta sveigt geislann til. Ef við tökum dæmið eins og það er hugsað með ísland yrði sendiloftnet um 60 km% en móttökuloftnetið 2 km%. Gervihnötturinn með móttöku- stöðinni yrði 40 þúsund km í burtu og á þessari vegalengd þarf að þjappa geislanum saman til að hann falli á móttökuloftnetið. Fari geislinn í gegnum ský er hugsanlegt að hann breikki það mikið, að móttökustöðin þyrfti að vera 2V6 km% þannig að 20% af orkunni gæti farið framhjá. Hins vegar ber að taka það með í reikninginn að það eru einungis regn eða rakaský, sem hafa þessi áhrif. ískristallaský eða snjór hafa engin áhrif. í undirbúningsrannsóknum þarf því að leggja mikla áherzlu á veðurathuganir yfir öllu landinu til þess að fá sem gleggsta mynd af skýjafari og úrkomu. 4—5 ára rannsóknir — Hversu miklar rannsóknir myndi þurfa hér á landi og hver yrði kostnaður við þær áður en séð yrði hvort þetta væri framkvæmanlegt? — Fyrst vil ég leiðrétta misskilning í sambandi við virkjun orkunnar. í okkar áætlun er aðeins gert ráð fyrir virkjun jarðhita á íslandi til raforku- framleiðslu, ekki vatnsafls. Við gerum ráð fyrir að rannsóknir myndu taka 4—5 ár og að kostnaður við þær yrði lauslega áætlaður um 15 milljónir doílara. Þær rannsóknir sem gera þarf eru á sendingar- og móttökutækni, jarðfræðilegar, veðurfræðilegar, jarð- skjálftamælingar, orkuöflun og fram- leiðsla svo helztu atriðin séu nefnd. í þessu sambandi vil ég einnig taka fram, að enginn hefur farið fram á það við íslenzk stjórnvöld, að þau leggi fram einhverja ákveðna fjárupp- hæð eða hefji þessar rannsóknir, hér hefur verið um kynningu að ræða á tækni, sem miklar vonir eru bundnar við. Ef Islenzka ríkisstjórnin ákveður að fara út I slíkar rannsóknir og þó að svo fari að niðurstöður þeirra verði á þá leið, að ekki sé grundvöllur fyrir þvl að fara út I þessar framkvæmdir hér á landi þá fer því fjarri að fjármun- um hafi verið kastað á glæ, því að rannsóknir sem þessar gefa miklar og kannski ómetanlegar upplýsingar um þau atriði, sem hér voru að framan talin. — Eru möguleikar á því að erlendir aðilar myndu leggja fjármagn I þessar rannsóknir? — Við hjá Power Satelite Corporat- ion erum þess fullvissir að ef íslend- ingar tækju ákvörðun um að fara út I þessar rannsóknir yrðu engin vand- kvæði á að útvega fjármagn á móti islenzka framlaginu. Horfur I orku- málum heimsins eru slíkar að óhjá- kvæmilegt er fyrir þjóðir heims að leita að öðrum orkulindum en'oliu, gasi og kolum. Send á örbylgjum — Hvernig er sending orkunnar hugsuð? — Hugmyndin er sú að senda hana með örbylgjum á tiðninni 2 milljón rið á sekúndu til gervihnattar- ins, sem síðan sendi orkuna áfram til móttökustöðva annars staðar í heim- inum. Er taiið að nýting orkunnar í þessum flutningum gæti verið rúm 60%, sem er betri nýting en áætlað er að hægt væri að leiða raforku með sæstreng svipaða vegalengd. Yfir- borð gervihnattarins sem endurvarp- aði orkunni yrði sem fyrr segir um tveir ferkílómetrar. Hnötturinn yrði á braut yfir miðbaug sunnanverðu At- lantshafi í um 40 þúsund km hæð. Hann mundi snúast með sama hraða og jörðin og vera því ævinlega á sama stað. Hnöttur á braut á þessum stað gæti endurkastað orku til austur- strandar N-Ameriku, nær allrar S- Ameríku, stórs hluta Afríku og hluta af V-Evrópu. Á þessum svæðum eru 50 ríki, þar sem búa 1.3 milljarðar manna. Þótt ísland geti að sjálfsögðu aldrei annað allri eftirspurn á þessum svæðum, gæti svo farið að landið gæti séð fyrir allstórum hluta raforku- þarfar þeirra ríkja Bandaríkjanna, sem liggja á austurströndinni sé miðað við spár um orkuþörf þar í landi árin 1985—95. Gæti orkuflutningur með þessum hætti orðið arðbær jafnvel þótt hann sé tæknilega framkvæmanlegur? Frumtæknin liggur fyrir — Við teljum að svo geti orðið þegar eitthvað er orðið tæknilega mögulegt á einnig að vera hægt að gera það arðbært, Orkuverð í heimin- um á eftir að hækka svo gífurlega eftir því sem gengur á oliu og kola- birgðir. Það voru margir, svartsýnir á hugmyndina að leggja olíuleiðslu yfir Alaska, en kostnaðurinn við hana var talinn um 8 milljarðar dollara, en er nú kominn í 13 milljaðra, og mun skila góðum arði. Alaskaleiðslan þótti ævintýralegt fyrirtæki fyrir mörgum árum, en nú er hún álitin dæmi um framsýní mannsins. Ýmsum mun •finnast þessi hugmynd um orkuflutn- ing um gervihnetti ævintýraleg, en hún er það í raun og veru ekki því að frumtæknin liggurfyrir. — Hvað er þá næsta skref i sam- bandi við ísland? Islendingar eiga næsta leik — Nú er það íslendinga að ákveða hvort þeir vilji skoða þessa hugmynd nánar, ég hef skilað frumskýrslu til iðnaðarráðuneytisins og mínum þætti lokið á þessu stigi. — Eru fleiri lönd sem koma til greina? — Það eru ýmsir möguleikar fyrir hendi, eins og t.d. Nýja Sjáland og Botswana, enaðstæðurá íslandi virð ast hagkvæmastar hvað snertir orku- vinnslu og staðsetningu til sendingar. — Hvað er lágmarksmagn af orku, sem þyrfti að virkja til að þetta gæti orði arðbært? — Það eru 3—5 milljón KW og við teljum að á íslaridi sé nægan jarðhita að finna til að framleiða allt að 15—20 milljón KW eða jafnvel meira. — Ef af þessu yrði að loknum frumathugunum hve langan tíma mætti ætla að það tæki áður en hægt yrði að hefja sendingar? — Við reiknum með 10 árum, þannig að ef byrjað yrði á þessum rannsóknum nú væri hugsanlega hægt að hefja sendingar 1 991. —ihj. VRI teikningu má sjá hvar dr. ip sendistöðvum fvrir raforku Ericke telur heizt vænlegt að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.