Morgunblaðið - 28.09.1976, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.09.1976, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1976 18. FJORÐUNGSÞING NORÐLENDINGA: Strjölbýli Samgönguáætlun Norðurlands: Ráðstöfun vegafjár í samráði við sveitar- stjómir og heimaaðila 18. fjórðungsþing Norðlendinga var háð ( Siglufirði, sem nú hefur verulega rétt úr erfiðleikakútnum. Endurvirkjun I Fljótaá, hitaveita, nýbygging frystihúss, þrfr skuttogarar, vöxtur f byggingariðnaði — og sfðast en ekki sfzt loðnuvetði út af Norðvesturlandi bera viðreisn staðarins ljðsan vottinn. Elztu sveitarstjórna- samtök í landinu 18. fjðrðungsþing Norðfendinga var háð f Siglufirði um mánaða- mðtin ágúst/september sl. Fjðrð- ungssamband Norðlendinga varð 30 ára á sl. ári og er þvf elztu starfandi landshlutasamtök sveit- arfélaga f landinu. Framkvæmdastjóri samtak- anna, Áskell Einarsson, fyrrum bæjarstjóri í Húsavík, flutti starfsskýrslu fyrir liðið starfsár, en starfsemi sambandsins hefur verið í miklum blóma. Bjarni Þðr Jðnsson bæjarstjðri, formaður FSN. Helztu viðfangsefni þingsins voru þessi: 1. Orkumál landsfjðrðungsins. Þar var m.a. fjallað um Norður- landsvirkjun, virkjunarfram- kvæmdir á Norðurlandi, samteng- ingu orkuveitusvæða, dreifingu raforku, og eflingu iðnaðar á Norðurlandi. 2. Iðnþrðun f landsfðrðungun- um. Þar var þingað um áætlunar- gerð um framtíðarþróun iðnaðar á Norðurlandi og könnun auð- linda, sem hugsanlega mætti nýta til iðnaðarframleiðslu. 3. Ilreifingu þjðnustumið- stöðva og opinberra stofnana. 1 því efni var m.a. lögð áherzla á gerð heilbrigðisáætlunar fyrir Norðurland I samráði við heil- brigðisráðuneytið. Þingið sam- þykkti og drög að frumvarpi 'til laga um þjónustustofnanir, sem þingmönnum Norðlendinga voru send til athugunar og fyrir- greiðslu á næsta Alþingi. 4. Samgöngumál, þar sem m.a. var fjallað um nýútkomna „Sam- gönguáætlun Norðurlands", sem er úttekt á ríkjandi ástandi og hugmyndir um úrbætur. Þingið taidi að í kjölfar þessarar áætlun- ar þyrfti að koma tímasetning framkvæmda og marktæk fjár- magnsáætlun. 5. Landbúnaðarmál, þar sem m.a. var vakin athygli á hlutdeild landbúnaðar í uppbyggingu þétt- býlis á Norðurlandi og sköpun atvinnutækifæra í kauptúnum og kaupstöðum. 6. Sjávarútvegsmál, nýtingu landhelginnar, tækniþróun fisk- iðnaðarins og gjörnýtingu sjávar- fangs. 7. Menningarmá). Þar var m.a. rætt um fjárhagsgrundvöll tveggja fræðsluskrifstofa á Norð- urlandi, fullorðinsfræðslu, nátt- úrufræðistofnanir, verzlunar- skóla á Akureyri, samræmt fram- haldsskólakerfi f fjórðungnum, starfsemi félagsheimila, tækni- skóla nyrðra og kristilegan lýð- skóla að Hólum f Hjaltadal. Þá Framhald á bls. 31 Fjórðungsþing Norðlendinga gerði eftirfarandi ályktun um samgöngumál og Samgönguáætl- un Norðurlands: Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Siglufirði 30. ágúst til 1. september 1976, leggur til: 1. að nýútkomin „Samgöngu- áætlun Norðurlands", sem í reynd er úttekt á ríkjandi ástandi, og hugmyndir um úrbætur verði unnin áfram og gerð að raunveru- legri áætlun með tímasetningu og ákvörðunum um f jármagn. 2. að verðtollur af benzfni og tekjur af innflutningsgjaldi af bifreiðum renni óskipt f vegasjóð og að flugvallaskattur renni til flugvallaframkvæmda. 3. að framkvæmdir f innanhér- aðssamgöngum og tengsl milli byggðarlaga gangi fyrir fram- kvæmdum við lagningu bundins slitlags á þjóðvegi utan þéttbýlis. 4. að við endurskoðun vegalaga verði réttur sveitarfélaga, sýslu- nefnda og landshlutasamtaka við- urkenndur í lögum, sem umsagn- araðila um ráðstöfun vegafjár og röð framkvæmda. Leggur þingið til að fyrrnefndir aðilar kjósi sam- göngunefndir, sem fari með þetta hlutverk. Jafnframt fjalli þessar nefndir um röðun flugvallafram- kvæmda. 5. að unnið verði á hverju ári fyrir það fjármagn, sem veitt er til vegagerðar í fjórðungnum. Ef þetta reynist ekki gerlegt, eða fjárveiting er flutt milli fram- kvæmda og ára, þá verði það fjár- magn, sem þannig er fengið að láni, endurgreitt á raunvirði, svo að sama magn framkvæmda fáist fyrir fjármagnið. Þurfi að fresta framkvæmd verði viðkomandi samgöngunefndum gerð grein fyrir ástæðum fyrir þvf og sam- þykki þeirra fengið til frestunar- innar. 6. að fé því, sem vegagerðin þarf í fastan kostnað, verði ekki tekið af framlagi og skipt með tilliti til einstakra framkvæmda, heldur ákveðin til þess ein upp- hæð á fjárlögum. 7. að samgöngunefnd Fjórð- ungssambandsins í samstarfi við áætlanadeild Framkvæmdastofn- Framhald á bls. 31 Hringtenging orkuveitusvæða: Alþingi samþykki lagafrum- varp um Norðurlandsvirkjun Ráðuneytið styðji eflingu iðnaðar á Norðurlandi og stuðli að staðsetningu stærri orkukaupenda nyrðra, f upphafi reksturs Kröfluvirkjunar. Hér fer á eftir átyktun Fjðrðungs- þings Norðlendinga um orkumáf f Landsfjórðungnum: 1. UM NORÐURLANDSVIRKJ- UN ,,a) Fjórðungsþing Norðlend- Könnun á iðnaði á Norðurlandi: Undirbúningsfélag um nýtingu jarðefna Ályktun þings FSN um iðnþró- unarmál: 1. Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Siglufirði, 30. ágúst til 1. september 1976, fagnar yfirstand- andi könnun á iðnaði á Norður- landi, sem tekur til almenns fram- leiðsluiðnaðar og aukins fram- boðs á orku i fjórðungnum. Þing- ið leggur þunga áherzlu á, að á grundvellí þessarar könnunar verði gerð raunhæf áætlun um rramtíðarþróun iðnaðar á Norður- landi og í því sambandi fari fram sérstök athugun á auðlindum, sem hugsanlega mætti nýta til iðnaðarframleiðslu. 2.Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Siglufirði, 30. ágúst til 1. sept. 1976, felur iðnþróunarnefnd að gangast fyrir ráðstefnu um iðnaðarmál á Norðurlandi og iðn- kynningu fyrirtækja I fjórðungn- um. Niðurstöður ráðstefnunnar Framhald á bls. 31 Jafnari atkvæðisréttur: Aukin sjálfstjórn 1 sérmálum sveitar- félaga og landshluta Áskell Einarsson, fram- kvæmdastjóri FSN sagði m.a. f inngangserindi sfnu á fjórð- ungsþingi Norðlendinga: „Sýnilegt er að fljótlega mun draga að þvf, að núverandi kjör- dæmaskipan verður endurskoð- uð mað það að markmiði að jafna kosningaréttinn. Margt bendir til að þetta geti átt sér stað í tveim áföngum. í þeim fyrri verður sennilega um að ræða breytingu á reglum um úthlutun uppbótarsæta, þann- ig, að við úthlutun ráði at- kvæðamagn frambjóðenda öllu um kjör þeirra fyrir flokk sinn. Þetta þýddi tilfærslu fjögurra þingsæta til Reykjavíkur og Reykjaness, sem gildir að þessi kjördæmi hafi nær helming þingmanna á Alþingi. í næsta áfanga, þ.e. kjördæmabreyt- Framhald á bls. 31 Áskell FSN. Einarsson, framkv.stj. inga haldið I Siglufirði 30. ágúst til 1. september telur miður að ekki skyldi takast að leggja frum- varp um Norðurlandsvirkjun fyrir síðasta Alþingi. Skorar þing- ið á rlkisstjórnina að leggja laga- frumvarpið um Norðurlandsvirkj- un fyrir Alþingi I haust og beita sér fyrir afgreiðslu þess fyrir n.k. áramót. Þingið telur áriðandi að gengið hafi verið frá stofnun Norðurlandsvirkjunar áður en Kröfluvirkjun tekur til starfa og hafi hún frá upphafi með rekstur hennar að gera. b) Fjórðungsþing Norðlend- inga leggur til, að við mat á eldri orkumannvirkjum verði fylgt þeim hugmyndum, sem fram koma I heimildarlögum um Orku- bú Vestfjarða og framkomnu lagafrumvarpi um Blönduvirkjun c) Fjórðungsþing Norðlendinga samþykkir að fela bæjarstjórum og sýslumönnum á Norðurlandi að afla samþykkis umbjóðanda sinna fyrir aðild að Norðurlands- virkjun. Verði þvl verki lokið fyrir n.k. áramót. Fjórðungs- stjórn hafi forgöngu um málið." Fjórðungsþing Norðlendinga á- skilur sér þann fyrirvara um að- ild að Norðurlandsvirkjun fyrir hönd sveitarfélaga á Norðurlandi fyrir hönd sveitarfélaga á Norður- landi, að tryggverði af hálfu stjórnvalda, að fyrirtækinu verði gert kleyft að selja rafmagn I heildsölu i landshlutanum ásama verði og Landsvirkjun. 2. UM VIRKJUNARFRAM- KVÆMDIR Á NORÐUR- LANDI. Fjórðungsþing Norð- Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.