Morgunblaðið - 28.09.1976, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.09.1976, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1976 33 fclk f fréttum Alþjóðlegur dansfíokkur heimsœkir Island + UM næstu helgi er væntanleg- ur hingað til lands alþjóðlegur dans- og söngflokkur sem á undanförnum árum hefur farið viða um lönd. Flokkurinn, em samanstendur af fólki viðsveg- ar að úr heiminum, sýnir þjóð- dansa frá mörgum löndum og I tilheyrandi þjóðbúningum. Saga flokksins hófst árið 1963 þegar erlendis námsmenn, sem bjuggu f International House í Morningside-hverfinu I New York, hófu að sýna dansa hver frá sinu landi undir stjórn kennara skólans I þjóðdönsum, Hermann Rottenberg. Þessar danssýningar þróuðust smám saman og það kom brátt i ljós að meðal hinna fjölmörgu er- lendu námsmanna voru margir góðir dansarar og söngmenn. Eftir þvf sem tfmar liðu þróað- ist sýningartækni hópsins og einnig urðu mannaskipti. Þeir sem luku námi hættu þátttöku. en aðrir komu f þeirra stað. Þannig hefur þessi alþjóðlegi dansflokkur, sem hóf sýningar innan skólaveggja til þess að stytta erlendum námsmönnum stundirnar, nú náð mikilli frægð og þykir hvarvetna auð- fúsugestur. Hingað til lands kemur dansf lokkurinn fyrir til- stuðlan Flugleiða hf., sem f samráði við skólayfirvöld á Ak- ureyri, f Reykjavfk, Kópavogi og Hafnarfirði hafa skipulagt sýningar fyrir ákveðna aldurs- flokka f skólum. Flokkurinn kemur hingað 27. september og fyrsta sýningin verður sfðdegis þann dag. Sfðan verða sýningar á hverjum degi meðan hópur- inn dvelur hér. Sfðasta sýning hópsins verður svo á árshátfð lslensk-Amerfska félagsins, laugardaginn 2. október, en daginn eftir heldur flokkurinn aftur til Bandarfkjanna. t Al- þjóðlega dansflokknum eru alls 11 manns, þar af sjö dans- arar en fjórir tæknimenn og fararstjórar. Mr. Hermann Rottenberg er stjórnandi sýn- inganna og hefur verið það frá upphafi. Meðal listamannanna eru Ching Valdes frá Filipps- eyjum, Hope Sherman frá Bandarfkjunum. Sumiko Murashima frá Tokyo, Natasha Grishin frá Moskvu, Luis Liciaga frá Puerto Rico og Noel Hall frá Jamaica. Á sýningum flokksins hér, sem nefnast,Joy in Every Land“, verða sýndir dansar frá heimalöndum dans- aranna og fleirum. Meðan dans- flokkurinn dvelst á tslandi býr hann á Hótel Loftleiðum. Þá mun flokkurinn fljúga með Flugfélagi tslands til Akureyr- ar og skoða sig um f nágrenni Reykjavfkur eftir þvf sem tfmi og veður leyfir. Sunnudags- morguninn 3. október heldur flokkurinn svo vestur um haf með Loftleiðum. + Fáir kannast við nafnið Norma Jean en það kviknar á perunni þegar þeir heyra Marilyn Monroe nefnda þó að nokkuð sé um liðið sfðan hún kvaddi þennan heim. Misty og Marilyn Nú hefur verið gerð kvik- mynd um Marilyn á meðan hún hét aðeins Norma Jean, sem var skfrnarnafn hennar. t myndinni er sagt frá þvf hvernig kyntáknið Marilyn Monroe varð til. Leikkonan Misty Rowe fer með aðalhlut- verkið og eins og sjá má á þess- ari mynd eru þær hreint ekki óáþekkar, þær Márilyn og Misty. Ómissandi á hverju heimili + Hún Mary Chipperfield, sem býr f London, segir að ffll sé ómissandi á hverju heimili, þrátt fyrir alla þá fyrirhöfn sem þvf fylgir. — t það minnsta þegar þarf að þvo bflinn. Við skulum þó vona að Mary hafi sloppið við allar sektar- greiðslur þvf að bflþvottur hefur verfð strengilega forboð- inn f þeim miklu þurrkum sem rfkt hafa f Englandi f sumar. ;i;iki;aþ.iókiista AKKmiLTAI’íilifiSÍSLAMDS i;i{i:ksAsvi:<;i tt Sérsýning, Lýsing '76 Opin 25. sept. — 3. okt. Kl. 14.00 — 22.00 Aðgangseyrir kr. 150.— Er byrjud með megrunarkúrana aftur Vil vekja sérstaka athygli á 10 tíma megrunarkúrum. Nudd — sauna — mælingar — vjgtun — matseðiU. Nudd- og snyrtistofa ^r^faÁstu Baldvinsdóttur ,Hrauntungu 85, Kópavogi OPIÐ TIL KL. 10 ÖLL KVÖLD. Bílastæði. Simi 40609. BALLETTSKÓLI EDDU SCHEVING Skúlagötu 34. Síðustu innritunardagar í síma 43350 kl. 2—5 e.h. flokkar fyrir byrjendur og framhaldsnemendur á öllum aldri. í ræðumennsku og mannlegum samskiptum er að hefjast Námskeiðið mun hjálpa þér að: Öðlast HUGREKKI og SJÁLFSTRAUST. Bæta MINNI þitt á nöfn, andlit og stað- reyndir. Láta í Ijósi SKOÐANIR þínar af meiri sann- færingarkrafti í samræðum og á fundum. Stækka VINAHÓP þ inn, ávinna þér VIRÐINGU og VIÐURKENNINGU Talið er að 85% af VELGENGNI þinni sé komin undir því, hvernig þér tekst að um- gangast aðra. Starfa af meiri LÍFSKRAFTI — heima og á vinnustað Halda ÁHYGGJUM í skefjum og draga úr kvíða. Verða hæfari að taka við meiri ÁBYRGÐ án óþarfa spennu og kvíða. Okkar ráðlegging er þvi: Taktu þátt í Dale Carnegie námskeiðinu. FJÁRFESTING ( MENNTUN GEFUR ÞÉR ARÐ ÆVILANGT. Innritun og upplýsingar í dag og næstu daga í sima Einkaleyfi á íslandi 82411 Stjórnunarskólinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.